Tíminn - 13.12.1966, Side 3

Tíminn - 13.12.1966, Side 3
ÞRIÐJUDAGUR 13. desember 1966 3 TÍMINN Gráhári skrifar: Enn um Viðey. „Tvisvar áCur, (29. sept. 03 18. otk.), hefir verið minnzt á Viðey í þáttum Landiára, og skal hér enn nokkru hætt við. — Aðaltilgangurinn með þessum skrifum er sá, að beina athygii forráðamanna okkar, að þeirri menningarlegu skyldu, sem á þjóðinni hvílir, um endurreisn stað arins. — Á það hefir verið bent hve umkomuleysi þessa mikla sögustaðar er augljóst og nötur- legt, en eyðileggingin þó ekki enn svo algjör, að ekki megi bjarga því sem mestu máli skiptir, en það er sjálf „Viðeyjarstofan", þetta eina minnismerki sem við eigum frá upphafi þess endurreisnartíma bils sem hófst fyrir atbeina Skúla Magnússonar. Jafnframt hefir verið bent á nokkra hugsanlega möguleika til að festa aftur byggð í eynni, því varanleg búseta þar er að sjálf- sögðu frumskilyrði fyrir því, að hægt sé að hefjast handa um upp byggingu staðarins. — En hverjir eiga að hafa frum kvæði hér um? Við eigum nú varla neinn auðug an hugsjónamann á borð við Sig urð Jónasson sem líklegur væri til að kaupa Viðey og afhenda hana síðan ukinu til eignar og um- ráða, — eins og gert var um Bessastaði. Segja má að forráðamönnum Reykjavíkurborgar stæði þetta næst, en eins og nú er högum háttað þar á bæ, verðru þess varla vænzt að þaðan komi sú fyrir- greiðsla sem með þarf, — hvorki um fjármagn né framtak. Er þá Alþingi sá aðilinn sem helzt ætti að mega yænta ein- hvers af, enda því í raun og veru málið skyldast. — Alþingi hefir áður fjallað um hliðstæð verkefni á Þingvöllum, Skálholti og Hólum. Og þótt á sumum þess ara staða hafi ekki allt. farið sem skyldi, má um flest telja að vel hafi tekizt og sé allrar virðingar vert. Hinar opinberu aðgerðir hafa þar komið í veg fyrir, að þessir sagnhelgu staðir yrðu okkur leng u tfl skammar en raun varð á. —En endurreisn Viðeyjar er eftir. — Hún hefir orðið útundan í uppbyggingu og endursköpun þess framkvæmdatímabils sem staðið hefir yfir síðustu áratugina. Skoðun sögustaða hefir ekki ver ið beint þangað og m. a. þess vegna, hefir minna verið rætt um hlutskipti eyjarinnar, en annars myndi orðið hafa. Sögufrægð Við- eyjar er þó fyllilega sambærileg við þá staði aðra, sem ríkið hefir hafið til nýrrar reisnar, Og eitt hefir hún umfram þá alla: nálægð ina við höfuðborgina, svo öll verð mætasköpun sem þar yrði gerð, hlyti að verða í hærra mati en annars staðar yrði. Lega Viðeyjar, einangruð en þo innan hringvers höfuðstöðva at hafnalífsins, skapar þá sérstöðu ti’, afnota sem meta má eftir þ/‘ hvaða hlutverk henni er ætlað komandi árum E.n hvi rt sem hlut skipti Viðeyjar verður má þó alltaf fullyrða að öll fjárfesrmg þar hlýt ur verða arðvænlegri og líklegri til vaxandi gildis, en viða annars stað ar, svo fremi að tekið sé tillit að einhverjum afnotum sem orðið gætu aðkallandi, áður en langh tímar líða. — Alþingi það sem nú situr ætti að taka endurreisn Viðeyjar upp á sína arma og veita málim: þá fyrirgreiðslu, sem með þarf. Myndi þag af fáum ettirtalið. — Og með ólíkindum væri það að einhverjir þingmanna hafi ekki þann stórhug og þjóðarmetnaö, sem til þess þarf. Hitt er líka ó- sennilegt að þeir yrðu margir sem reyndu að koma í veg fyrir að mál ið fengi sómasamlega lausn. — Er óneitanlega forvitnilegt að sjá hver ríða muni hér fyrstur á vaðið, og eins það hver viðbrögð manna verður við þeirri menningar legu skyldu sem hér hefir verið höfðað til. Ritað 1. des. 1966. Gráhári.“ Z **P.AA»* lO/i Tilboð óskast í framleiSslu, flutninga og uppsetn- ingu á steinsteyptum útveggjaeiningum í fjölbýlis hús Framkvæmdanefndar byggingaráætlunar í Breiðholtshverfi. Útboðsgagna má vitja á skrifstofu vora. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 10140 Timbur og járn Steinull, panell og annar trjáviður til sölu, alit með hálfvirði- Uppl. í síma 32326, ennfremur í Gamla pakkhúsinu hjá Eimskip. Hörður. BRÚÐKAUPSMYNDATÖKUR passamyndir og fleira. — Sértímar eftir umtali. Ljósmyndastofa Péturs Thomsen Ingólfsstræti 4 — Símar 10297, eftir kl. 6, 24410 ÞÝZKAR ELDHÚSINNRÉTTINGAR úr harðplasti: Format innréttingar bjóða upp á annaS hundraS tegundir skópa og litaúr- val. Allir skópar mcS baki.og borSplata sér- smíSuS. EldhúsiS fæst mcS hljóSeinangruS- um stólvaski og raftækjum af vönduSustu gerS. - SendiS eSa komið meS mól af eídhús- inu og viS skipuleggjum eldhúsiS samstundis og gerum ySur fast verStiIboS. Ótrúlega hag- stætt verS. MuniS aS söluskattur er innifalinn í tilboSum fró Hús & Skip hf. NjótiS hag- stæSra greiSsluskilmóla og /CJN _. _ _ lækkiS byggingakostnaSinn. JRírafTæicÍ NAUÐUNGARUPPBOÐ Eftir kröfu skiptaráðanda í þrotabúi byggingar félagsins Snæfell h. f. fer fram nauðungaruppboð í eftirtöldum eignum: Bifreiðinni U-717 á verk- stæði Egils Vilhjálmssonar h. f. Skurðgröfu J. C. B. 4 í vörzlu Vöku h. f. og vinnuskúr 0. fl. á Krossamýrarbletti 15. Nauðungaruppboð þetta fer fram fimmtudaginn 15. desember 1966 og hefst að Laugavegi 118 hjá hjá Agli Vilhjálmssyni h. f. kl. 10 árdegis. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Skrifstofustúlka óskast til starfa strax. Æskiiegt er að umsækjendi hafi stúdents- verzlun arskóla eða kvennaskólamenntun. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist fyrir 20. 12 n. k. Raforkumálaskrifstofan, starfsmannadeild, Laugavegi 116. NITTO JAPÖNSKU NITT0 HJÓLBARDARNIR í flostum stærðum fyrirliggjandi I Tollvðrugoymslu. FUÓT AFGREIDSLA DRANGAFELL H.F. Skipholti 35-Sími 30 360 Þetta er bók sem ekki á keppi naut á markaSinum þama er samandregin mikili fróöloikur um upphaf togveiða. Svo er á málum haldið að bókin er jafnframt ósvikinn skemmtilestur. Kaflaheiti bókarinnar segja nokkuð um efni hennar og eru þau þessi: Hengilrifið á Hrauninu, Lagt upp í langa ferð, Eyjarskeggj- ar skera sér fjöðurstafi, itlórar og skottur og hin eilífa ásókn, Skip koma af hafi, Kastað Flóanum. Þar var margur þunn ur á síðuna, Grásieppur allar urðu andvaka í Garðasjó. Hljóð úr horni, Hið náttúrnlega ösk- ur, Brennivín og '.olfiskur Amma gamla, Gott er að hafa tungur tvær Það birtir af degi. Ýtt úr vör á röngu lagi, Nú fara margir að • bræð‘ann, Fyrsti íslenzki togarinn, Fyrsti fslenzki togaraskipstjórinn. Samtímalýsingar á aldamóta- Skrítinn fiskur Skrítin bók Stefán Jónsson er sérstæður rithöfundur, sem fer sínar eig- in götur, einlægur, opinskár, ófeiminn og beitir hvö3sum penna. Hann talar mál sem fólkið skilur en fer m. a. í taugarn ar á menningarsnobbum. Af- staða þeirra til Stefáns fyrr og síðar ætti að vera honum næg meðmæli í Gadda-skötu eru margar ó- gleymanlegar lýsingar þar er utangarðsmönnum lýst af snilldarlegri nærfærni. Meiiningarsnobbarnir segja: „Það er skrítið fólk sem hefir ánægju af að lesa bækur eftir Stefán Jónsson en við segjum: „Það er skrítið fólk sem ekki nýtur þess að lesa t. d um Runólf Pétursson heimspeking inn, hjartahlýa, um Kalla gæzk og stéttvísina. Um Valda með augað og kettling með pela, um sigmanninn sem stökk út í bláinn úr tíræðu bjargi og greip dinglandi festina, um skúminn hinn róttæka jafnaðar fugl, með léttlætið sín megin, um sálarfræðina og frönsku tíkina og ótal margt fleira mætti nefna. Lseið þennan höfund, sem gengur um. hlustandi eftir æðaslætti hversdagslífsins, og er meistari að láta hið smáa lýsa hinu stóra. Ægisútgáfan Ásgeir Jakobsson togurunum og lýsing á botn- vörpu. Kastað i Flóanum er án efa óskabók allra sjómanna og allra sem áhuga haía á atgerð og veiðiskip. Ægisútgáfan

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.