Tíminn - 14.12.1966, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.12.1966, Blaðsíða 1
JÓLABLAÐ 2 ÞaS átti gér ekki alltaf lang- an aðdraganda að bömunum ffölgaði heima hja foreldrum mínum. — Það kemur til okkar dren'gur, dóttursonur hans séra Tómasar, — sagði mamma einu sinni sumarið 1927. Og skömmu síðar var hann kominn, grannvaxinn, ellefu ára drengur, hjartur ytfirlitum, nokkur spum í blóum augunum, þar sem hann allt í einu -sá ekkert nema óíkunnug andlit. En hláturinn var ekki langt undan og ég efast um að dia'gurinn hafi verið liðinn, áður en hann hætti að vera Karl, sonur hans Magnúsar heitins læknis Jóhannessonar og Rannveigar Tómasdóttur frá Vöilium, og var bara orð- inn hann Kalli okkar, einn af Vallakrökkunum. Mig grunar, að stundum hatfi ég ónotasþ ögn við hann Kalla ytfir þvi, að venjulega voru götin flest og stærst*-á sokkunum hans og buxunum og mold og vatn létu flíkur- nar hans aldrei í friði, því það var slíkt kvikasilfur í hon- um að alltaf varð eittlhvað að aðhafast, alltaf hlaut eitthvað að gerast, þar sem hann var. Ef strákarnir mönuðu I hann, þá synti hann yfir ána miili skara í hörkuifrosti, ef hann var sendur til að fá lánaðan einn heyvagn, þá kom hann með tvo, bundna aftan í sama hestinn. Og alltaf var hlegið og allir hlutu að hlæja með. Svo liðu árin og við hurfum að heiman, sitt í hvora áttina, hötfðum spumir hvort atf öðm og hittumst með höppum og glöppum. En núna fyrir skömmu hittumst við og höfðum næði til að spjalla saman. Þá var Karl á skurðlæknisdei'ld Landspítalan's. — Þú fórst í héraðsskólann á Laugarvatni, hvenær var það?spyr ég. — Það var árdð 1935 og svo fór ég í Garðyrkjuskólann í Hveragerði fjómm árum síðar— — Og þar ílentist þú? — Já, þar átti ég heima í tuttugu ár og kvæntist árið 1942, rétt eftir að ég var sloppinn úr skólanum. Konan mín er Klara Þórðardóttir, ættuð frá Bjarnarstöðum í Ölfusi. Við tókum til óspilltra málanna að koma okkur upp sjálfstæðum atvinnuerkstri, ég byggði gróðurhús og við sættum okkur við lélegt íbúðarhúsnæði, meðan verið var að koma rekstrinum í horf. — Ójá, við eignuðumist fimm stráka á átta árum, svo 'kcman hafði alveg nóg að gera. Samt vann hún dáiítið í fata- verksmiðjunni Magna í Hvera- gerði, þegar hún gat komið því við. — Svo fónst þú að kenna þér meins í baki, hvenær var það?— — Ég var búinn að finna æði lengi til þess, en trassaði að fara í rækilega rannsókn. Ég vil aðvara alla, sem þannig stendur á fyrir, að láta slíkt ekki henda sig. En svo var ég sendur til Kaupmannahafnar árið 1954 og skorinn upp á Ríkisispítalanum. Reyndist ég vera með æxli á mænunni. Ég fór heim og hélt áfram mínu starfi um sinn,. en bakið var ekki í sem beztu lagi og þess- vegna ákvað ég að selja gróður húsin árið 1959 og flutti þá til Hafnarfjarðar, þar sem ég fékk starf hjá bróður mínum Sverri lyfsala. Ég gat unnið fram til ársins 1963, þá fann ég að veikindin í bakimu á- gerðust á ný og svo fór, að ég var aftur sendur til Kaup- mannahafnar til uppskurðar. í ljós koim, að ekki hafði náðst fyrir æxlið í fyrri aðge-rð Nú urðu mikil umsikipti fyrir mér. Raunar fannst mér óg fara alheilbrigður á skurðar borðið, en þegar ég kom þaðan aftur, þá var ég lamaður upp að mitti. Já, víst voru það mikil viðbrigði, en það er nú einu sinni minn kross og hann ber ég. Þeir fara alltaf verst út úr lífinu, sem ekki vilja sætta sig við mótlætið. — Hvert fórstu svo eftir að þú komst af Ríikisspítalan- um? — — Þá fór ég á æfingastöð i Hornbæk og fékk þar byrjun- ar þjálfun í fjóra mánuði, en eftir það fór ég að Reykja- lundi og var þar í heilt ár. Þar get ég með sanni sagt að sé ákatflega gott að vera. — Fannst þér aðstaða og þjálfun jafn góð þar og á æfingastöðinni í Hornbæk? — Við megum ekki gera ó- — Við megum ekki gera ósanngjarnan samanburð. í Danmörku á sjúkraþjálfun ára tuga þróun að baki, hér má segja, að hún sé á byrjunar- stigi, en allt er í framför og ég er mjög ánægður með þá þjálf un, seim nú er veitt á Reykja- lundi. Ég álít, að þegar vandi ber'kla'sjúklinganna er leystur, en allar horfur virðast á þvj sem betur fcr, að sá sjúk- dómur sé á algeru undan- haldi, þá tel ég, að Reykja- lundur ætti eingöngu að verða endurhæfingarstöð fyrir ör- yrkja. Skilyrði þar eni ágæt að öllu leyti.— — En þú fórst enn eina ferð til Danmerkur, var það ekki? — Jú, ég fór þriðju ferð ina til skurðaðgérðar og endur þjáitfunar á sömu staðina, Ríkisspítálann) í Kaupmanna- 'höfn og æfingastöðina í Horn- bæk og var þar í níu mánuði. — Hefur lömunin nokkurn tíma náð til eíri hluta likam ans?— — Nei, hún nær að* >s upp að mitti, en auðvitað hef ’-g misst þrek við langar rúm legur og það teku* .s;nn tínia að ná því upp aftur i hvert sinn og slakað er í þjálíun- inni. En það sem skiptir meginmáli er það. að ég hef aldrei haft kvalir, svo það er hreint engin ástæða fyrir mig að kvaria. Þessari íömun fylgja aðeins krampakippir sem eru dálítið óþægilegir, en úr því er nú verið að bæta með skurðaðgerðinni, sem þeir eru að gera á mér núna. Það voru orðnir svo harðir samdrættir i fótunum, að ég varð að taka á öllu afli til að rétta hnéin. Nú eru þeir búnir að gera á mér nokkrar spretbur og laga þetta eins og þú sérð- Og Karl lyftir undir fæturna til að sýna mér árangurinn. — ÆtJi að það sé ekki líka ágætt fyrir læknana að fá mig til að æfa sig á, — bætir hann við og hlær. — Ég vona að minnsta kosti, að þessar að- gerðir, sem þeir etu a?K gera á mér, verði einn þáttur í því að auðvelda öðrum lífið. — Ekki býst ég við að þessar skinnsprettur, sem þú kallar, séu alveg sársauka- lausar?— — Kannski ekki alveg, en það skiptir engu máli, það er bara hluti af þeirri lífsreynslu, sem mér er ætlað að ganga gegn um. manna séu ekki tilviljun ein saman? — Etf lífið hefði engan til- gang umfram það, að komast í gegnum jarðvistina, þá færi nú að versna útlitið. Nei, mað- ur verður að tnia því, að það hatfi lengra þróunargvið — og varla verð ég svona seinfær, þegar ég flyt héðan. — Hvemig hefur fj'ölskyldu þinni vegnað þessi síðustu ár? — Konan hefur auðvitað unnið fyrir heimilinu með að- sboð drengjanna, sem eru svo sem ekfci að verða neinir drengir. Þrir þeirra eru nú búnir að fastna sér konu. Tveir eru á sjó, tveir við iðn- nám og sá yngsti er enn í gagnfræðas'kóla, fimmtán ára gamall. — Við hötfum nú mtest spj'all að um þá ytri breytingu, sem orðið hefur á þínum högum, en ég vænti, að þú hafir með nýrri reynslu fengið ný lífs- viðhorf að ýtmsu leytd? — Það fyrsta, sem fólk á að hafa í huga, Sigga, — segir Karl og hvessir á mig au®un, — það er að vorkenna aldrei lömuðu fólki og ganga efcki und ir því, heldur hjálpa því til að þjáltfa sig, stappa í fyað stál- inu og sýna því fram á hve endurþjálfun er mikilvæg. Ann ars missir fólk sjálfstraustið og það er hættulegt. f Dan- mörku kynntist ég til dasrnis pilti, sem hafði hryggbrotnað. Fjölskylda hans vorkennni honum þau ósköp og gerði aiit fyrjr hann og atfleiðingin varð sú, að hann fékkst efcki tii þess að reyna neitt, viidi efciert á sig leggja. Raunar finnst mér að hér heima hafi menn enn aðra afstöðu til fatlaðra en eriendis. Þar varð ég aldrei var við annað en að það þætti jatfn sjálfsa'gt að vera úti með manneskju i hjólastól og með þeim, sem gengið geta. Hér er eins og fólfc fari hjá sér, ef það mætir manni í svoleiðis farartæki. Það skiptir öllu máli fyrir fatlaða, að lifa eins eðlilegu lítfi og framast er unnt. Þar í skiptir húsnæði ákaflega miklu máli. Öryrkjar verða að geta komizt út og inn frjálsir og óhindraðir af stigum og þröng- um dyrum. Með réttri sjúfcra- þjálfun geta margir þeirra orð- ið aigerlega sjálfbjarga við rétt skilyrði. Öryrkjaheimili elga vafalaust | eftir að koma mörg- um að góðum notum, en þau leysa ekki vanda alira. Maður í hjólastól, sem er al- heilbrigður, eins og ég er, get- ur unnið fulla vinnu, ef hann fær aðstöðu til þess, bað er, ef hann fær vinnu, sem hann Framhald á bls. 3 Þu telur þá, að öriög /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.