Tíminn - 16.12.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.12.1966, Blaðsíða 5
5 FÖSTUDAGUR 16. desember 1966 TÍMINN Útgefandi: FRAMSÖKNARIFLOKKURINN Framkvaamdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Pórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastj.: Steingrimur Gjslason Ritstj.skrifstofur 1 Eddu- húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur- Bankastrætl i Af- greiðslusimi 12323 Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300 Askriftargjald kr. 105.00 á mán tnnanlands. — í lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f. Framfarasókn í 50 ár í dag er liSin hálf öld síðan Framsóknarflokkurinn var formlega stofnaður sem þingflokkur. Samtök þau, sem flokkurinn spratt upp úr, voru hins vegar hafin nokkru fyrr, en þar má einkum nefna hreyfingu þá, sem stóð að framboði óháða bændalistans í landkjörinu 1916, og Bændaflokkinn, sem starfaði á þingi á árunum 1912—15. Ef sagan er rakin lengra aftur, er að finna hin raunveru- legu upptök flokksins í starfi samvinnufélaganna og ung- mennafélaganna. íslenzka þjóðin stóð á vegamótum 1916. Hin gamla flokkaskipun, sem snerist um hina formlegu sjálfstæðis- baráttu við Dani, var að líða undir lok. Hröð myndun kauptúna og kaupstaða lagði grundvöll að nýrri stétta- skiptingu í landinu. Hvort tveggja þetta hlaut að leiða til þess, að til sögunnar kom ný flokkaskipun, byggð á við- horfinu til innanlandsmála fyrst og fremst. Sá maður, sem sá þetta ljósast og hafði megináhrif á að móta þá flokkaskipun, sem hófst hér upp úr og eftir 1916, var Jónas Jónsson frá Hriflu- Hann hafði ekki aðeins skilning- inn, heldur og dugnaðinn og kjarkinn til að gerast aðal- brautryðjandinn. Næst honum eiga vafalítið mestan þátt í hinni nýju flokkaskipan þeir Ólafur Friðriksson og Jón Þorláksson. Þegar lesnar eru fyrstu stefnuyfirlýsingar þeirra flokka, sem hér risu upp eftir 1916, kemur fljótt í ljós, að það er stefna Framsóknarflokksins, sem haft hefur varanlegast gildi. Alþýðuflokkurinn játaði trú sína á sós- íalisma og ríkisrekstur, en er nú löngu fallinn frá því. íhaldsflokkurinn (síðar Sjálfstæðisflokkurinn) játaði trú sína á hina óheftu samkeppni og bannfærði flest rikisaf- skipti, eins og t.d. aðstoð við íbúðabyggingar. Frá þessu hefur hann nú meira eða minna vikið. Framsóknarflokk- urinn játaði trú sína á þjóðlega og alhliða umbóta- stefnu. Sú stefna er í fullu gildi enn í dag, því að hún bindur sig ekki við augnablikskreddur, heldur fylgist með þróuninni og hefur oftast forustuna um hana. Þótt Framsóknarflokkurinn ætti frá upphafi aðalfylgi sitt hjá bændum og ynni meira fyrir þá en aðrir flokkar, gerðist hann aldrei bændaflokkur. Jónas Jónsson lýsti strax yfir í Rétti 1918, að hinn ungi, frjálslyndi umbóta- flokkur gæti vegna stefnu sinnar aldrei orðið „agrarflokk- ur“, því að „þröngsýnir og smásálarlegir bændur og sveita vinir eiga þar ekki heima”. Þegar Framsóknarflokkurinn háði samkeppni við sérstakan bændaflokk 1934, dró þing flokksins hiklaust þann fána að hún, að hann væri ,,al- hliða umbótaflokkur“, sem stefndi að samvinnu við verka- lýð bæjanna. Fátt sýnir betur víðsýni íslenzkra bænda, að sjaldan hafa þeir veitt Framsóknarflokknum mikils- verðara fylgi en þá. Það er óumdeilanlegt, þótt margir aðilar eiga góðan þátt í þeim miklu framförum og breytingum. sem orðið hafa síðan 1916, á enginn aðili þar ríkari þátt en Fram- sóknarflokkurinn. Hann hefur sannarlega reynzt umbóta- stefnu sinni trúr í verki. En jafnframt því, sem Framsóknarflokkurinn hefur verið forustuflokkur um verklegar og félagslegar um- bætur, hefur hann staðið öðrum flokkum fastar um menningu og sjálfstæði þjóðarinnar. Það hefur verið hinn mikli styrkur flokksins, að hann hefur staðið á þjóðleg- um grunni frá upphafi, og verið undir minni áhrifum frá erlendum kreddum og fyrirmyndum en aðrir flokk- ar, þótt hann hafi talið rétt að þjóðin lærði af reynslu annarra, þegar það væri augljóslega til bóta. íslendingar þurfa að halda umbótasókninni áfram, jafnt Walter Lippmann ritar um alþjóðamál: Bandaríkin verða að varast of- mikil afskipti af máfum Evrópu Hlutverk Evrópumanna sjálfra að tryggja evrópskan frið VERIÐ er að endurskoða gagnkvæma afstöðu Evrópu og Bandaríkjanna beggja vegna Atlantshafsins. Að mínu áliti er þetta hvorki ótta-né hryggð arefni, heldur þvert á móti d æskilegt og nauðsynlegt. Við verðum til að byrja með að minnast þess, að spurn ingin um, hvert eigi nú að vera hlutverk Bandaríkjamanna í Evrópu, hefir beðið svars und angengin tíu ár. Hana ber ekki á góma vegna þess, hve illa fór á með þeim de Gaulle hers- höfðingja og Roosevelt forseta á árunum 1940—1950. Ástæðan er, að um 1958 hafði eftirstríðs hlutverk Bandaríkjamanna í Evrópu verið af hendi leyst að heita mátti. Vestur-Evrópa var ekki framar varnarlaus og van- máttug eins og hún var þeg H ar Marshall-hjálpinni var kom I ið á og Atlantshafsbandalagið I stofnað. Þetta þýddi, að eftir- S stríðshlutverki Bandaríkja- 8 manna í Evrópu væri að verða | lokið. í fáein ár, eða frá vopnahléi og fram um 1955, gegndu Bandaríkin ein herverndarhlut verki í Evrópu gegn Rússlandi Stalíns. Þau voru ennfremur aðalbanki endurreisnarinnar í Evrópu og fóru þar á ofan með hlutverk stjórnmálaráðgjafa lýð ræðisríkjanna í álfunni í bar- áttunni við kommúnistaflokk- ana. EVRÓPUMENN þágu með þökkum náin afskipti banda- riskra áhrifa á málefni álfunn ar meðan þörf var á. En þessi beinu afskipti urðu meira og meira þreytandi fyrir fleiri og fleiri Evrópumenn undir eins og þeirra var ekki framar þörf. Samtímis tók fjölda Bandaríkja manna að þykja æ óeðlilegra, að Evrópuríkin þyrftu í raun og veru á bandarískri efnahags aðstoð að halda, Uppástungan um endurathug un og endurskoðun á eftirstríðs hlutverki Bandaríkjamanna í Evrópu hefir í senn angrað og hrætt fjölda fólks beggja vegna hafsins, en alveg að óþörfu að því er mér virðist. Tormerkin, sem talin eru á snuðrulausum samskiptum Bandaríkjanna og Evrópu, stafa af því einu, að sjúklingurinn er orðinn heil- brigður og verður að fara á burt úr sjúkrahúsinu, út í kuld ann. f raun og veru mætti orða þetta svo, að erfiðleikarnir stafi af því, að ekki sé framar við De Gaulle nein vandræði að glíma. Okkur er að því leyti farið líkt og sumum móðursýkis- sjúklingum, að við vorum orðn ir svo vanir vandræðunum, að við vorum farnir að líta á erfið leikana, sem við var að stríða fyrir og eftir 1950, sem eðlilegt ástand í samskiptum Banda- ríkjamanna og Evfópúmánna. ÞÁ Bandarikjamenn, sem hafa áhyggjur þungar og líður illa yfir því, að aðstoð Banda- ríkjanna er ekki orðin eins ó- missandi og hún var fyrst eftir stríðið, er flesta að fínna meðal þeirra opinberra starfsmanna, sem þurftu að þróa með sér þekkingu og áhuga vegna eftir stríðshlutverks Bandaríkja- manna í Evrópu. Þeir hafa not ið stuðnings fjölmargra góðvilj aðra manna, sem höfðu barizt göfugri baráttu gegn einangr- unarstefnu gagnvart Evrópu fyr ir heimsstyrjöldina síðari. Til þessara Bandarikja- manna svara Evrópumennirnir, sem óttast það, sem gerast kunni ef þeir ríða á vaðið á eig in ábyrgð, án þess að hinn öflugi verndari gæti þeirra eins og hann hefír gert undanfarið. En óttinn er illur ráðgjafí eins og við vitum. Ég held ekki að nein hætta sé á, að Bandarikjamenn séu í þann veginn að snúa baki við Evrópu á sama hátt og þeir gerðu eftir fyrri heimsstyrjöld ina. Bandarikjamenn hafa mjög brýnna hagsmuna að gæta í Evrópu, og þessir hagsmunir liggja nálega öllum Bandaríkja á sviði verklegra og félagslegra mála. Þeir þurfa áfram að standa vörð um sjálfstæði sitt og menningu í heimi, þar sem smáþjóðir eiga í vök að verjast. Þótt þörfin hafi verið mikil á liðnum aldarhelmingi fyrir þjóðlegar alhliða umbótaflokk, mun hún þó reynast það enn meiri á þeim aldarhelmingnum, sem nú er að hefjast. Hins þjóðlega umbótaflokks á íslandi bíða því enn mikil og stór verkefni og nú sem fyrr heitir hann á æskuna að koma til liðs við sig og halda áfram sókninni fyrir framför alls landsins og allrar þjóðarinnar" sem var það mark, er hann setti sér í upphafi og trúlega hefur verið fylgt æ síðan. mönnum í augum ujpi. Þessum brýnu hagsmunum er ekki unnt að afneita og þeim verður ekki afneitað. Bandarikjamenn vilja ekki og geta ekki snúið baki við Evrópu núna, á sjöunda tug þessarar aldar. ÞEGAR ég lít á málið hér frá Washington virðist mér augljóst, að meðan evrópskur friður er í mótun, eða fyrst um sinn, sé aðalatriðið fyrir stjórn málamenn okkar að fara sér ekki of ótt. Við eigum að sláka á stefnu okkar, draga úr viðleitninni og láta Evrópu- menn taka forustuna. Við eig um að hafa hemil á almennri íblöndunar- og afskiptahneigð Bandaríkjamannsins, sem helzt vill sjálfur vera brúðguminn í hverju brúðkaupi og líkið við jarðarförina. Hlédrægni er Bandaríkja- mönnum ekki eðlileg og raun- ar and.stæð skapgerð þeirra. En nú ríður einmitt mest á því, að við, sem höfum stjórn að hljómsveitinni að undan- förnu, látum um sinn af því og tökum okkur sæti meðal á- heyrendanna. Þettá er nauð- syn. Evrópuþj óðunuin1, gengur efa laust betur að koma á jafnvægi ef Sovétmenn og Bandarikja- menn flækja ekki málin með því að blanda sér í þau um of eða á of áberandi hátt. Far- sælast væri, að forustumennirn ir í Moskvu og Washington gerðu sér ljóst, að hinna mik ilvægustu hagsmuna verður að svo stöddu bezt gætt með því að þeir haldi sig í hæfilegri fjarlægð og láfí Evrópumenn ina sjálfa um að rata. EF við gerum þetta, ef okk- ur tekst að sýna nægilegan sjálfsaga til að fara þannig að, rennur upp sú stund, að Þjóð- verjar og Frakkar, Vestur-Þjóð verjar og Austur-Þjóðverjar, Þjóðverjar og Pólverjar, Bret- ar og Norðuriandabúar og meg inlandsþjóðirnar hagræða hlut unum og koma á með sér lff- vænlegu jafnvægi. Skilin milli þýzku rikjanna tveggja hverfa ekki og ágrein ingsefnin milli annarra hluta Evrópu eyðast ekki ef annað hvort Sovétmenn eða Banda- ríkjamenn reyna að leggja til lausnina. Afskiptí öflugs stór veldis koma einmitt í veg fyr ir lausn. Hin öflugu stórveldi verða blátt áfram að vera að- gerða- og afskiptalaus og sýna þolinmæði og rósemi meðan Evrópumenn em sjálfir að koma á evrópskum friði. Síðar kemur til kasta for- ustumannanna í Washington og Moskvu að gegna mjög mikil- vægu hlutverfci, eða þegar sundrungin í Evrópu er tekin að réna og gömul sár að gróa. Ganga má út frá því sem gefnu, að jafnvægi Evrópuþjóðanna milli Atlantshafs og Pripetmýra geti varla orðið varanlegt og stöðugt nema það styðjist við samkomulag milli Sovétrfkj- anna og Bandaríkjanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.