Tíminn - 16.12.1966, Qupperneq 6
TÍMINN
6
FÖSTUDAGUR 16. desember 1966
(Tímamynd GE)
Hér eru alllr þingmenn Framsóknarflokkslns samankomnir i garði Alþlngishússins. Myndin er tekin 1965,
Framhald af bls. 2.
iluta, en svo naumum, að valt á
álutkesti í Skagafirði milli fram-
bjóðenda Framsóknarflokksins og
Sjálfstæðisflokksins, en atkvæði
iroru jöfn. Á þessum þingmeiri-
bluta var þjóðmálastarfið byggt
næstu árin. Þetta var því örlaga-
ríkt hlutkesti.
Samstjórn Framsóknarflokksins
og Alþýðuflokksins, sem nú tók
við, var af mörgum nefnd: stjórn
hinna vinnondi stétta.
Var nú til starfa tekið við um-
bætur og þjóðfélagsbreytingar,
sem frá var horfið, þegar leiðir
skildi í bili með þessum flökk-
um 1931. En nú var skipt um ytri
skilyrði frá því, sem var fyrir
heimskreppuna. Stórfellt verðfall
orðið á framleiðsiuvörum lands-
manna, hreinlega markaðshrun og
viðskiptahöft í markaðslöndunum.
Engar hjálpar- né samstarfsstofn-
anir þjóðanna í peningamálum
vom til þá eins og nú, sem veitt
gætu hjálp í viðlögum. Ofan á
þetta bættist svo látlaust rénandi
fiskafli fram að stríðsárunum, því
togarar skófu án afláts fiskimiðin
inn undir þrjár mílur og langt
inn í flóa og stórfirði.
Nýjar leiðir.
Hér varfLekki vandinn leystur
nema á einn veg, sem sé að finna
nýjar leiðir í atvinnumalum í
stað saltfiskframleiðslunnar, sem
var að hverfa, samanborið við
það, sem áður var. En á meðan
neyddust menn til að herða ólina
og minnka stórlega neyzluvöru-
og munaðarvörukaup frá útlönd-
um, svo peningar væru til mat-
vælakaupa og fyrir efni og vélum
til nýrrar uppbyggingar. Til að
forðast þá botnlausu örbirgð, sem
hefði fylgt því, að kaupgetan inn
anlands minnkaði til samræmis
við hrun viðskiptanna út á við og
gjaldeyristeknanna, varð að beita
innfiutniiigshöftum, en reynt að
halda uppi kaupgetunni innan-
lands og dreifa henni m. a. með
auknum fjárveitingum til ve.k-
legra framkvæmda og atvinnu-
mála. Svarf víða að í þessum
vanda, en miklar framfarir urðu.
Vörn í sókn.
Skipulagsnefnd atvinnumála var
sett á fót og af andstæðingum
cölluð Rauðka, sem varð að gælu-
lafni, en höfuðverkefni hennar
?ar að ieita nýrra leiða. Fiski-
málanefnd var sett á laggirnar tilj
að hafa sérstaka forgöngu um ftýj
mæli í sjáwarútvegsmálum og j
styðja nýjungar. Fiskfrysting!
hófst á hennar vegum og byrjaðij
að þróast og er þarna upphaf
þeirrar byltingar, sem orðin er'
lí fisikverkun og fiskiðnaði. 25
tfrystilhús tóku að frysta fisk á þess
um árum. Karfaveiðar voru tekn- ^
■ar upp og skreiðarverkun á ný.
Afköst síldarverksmiðja jukust
um 150%, og síldveiðar efldust að
'sama skapi. Verbun og sala síldar
var færð í það horf, sem gert
'hefur síldarsöltun að einni mik-
ilvægustu atvinnugrein lands-
manna. Fyrsta stóra raforkuverið
var reist með stuðningi ríkisvalds-
ins — Sogsvirkjun fyrsta. Fjöldi
nýrra iðnfyrirtækja reis á legg. j
Framlög til verklegra fram-
kvæmda á vegum ríkisins voru
enn stóraukin. Gjaldeyriserfiðleik
ar vom verulegir, því erlendar
fastalántökur voru of litlar sam-
anborið við framkvæmdirnar. En
heildarframkvæmdir í landinu
urðu miklu meiri á áninum 1935—
‘39 en nokkru sinni áður í sögu
þjóðarinnar. Árin 1935—‘37 var,
t.d. varið til nýrra fyrirtækja, svo-
sem síldarverksmiðja, frystihúsa,
mjólkurbúa, rafveitna og iðnfyr-!
irtæikja nýrra o. þvíl. nálega jafn
hárri fjárhæð og samtals á 10 ár-
unurn næst á undan, þ.e. 1925—
34. Sem von er til, eru þessi ár
samt kölluð kreppuárin og þá oft-
ast átt við tímabilið frá 1932 og
fram að stríði. Eru mönnum minn
isstæðir erfiðleikarnir og hversu
litlu menn höfðu úr að spila sam-
anborið við það, sem varð á stríðs-
árunum og eftir stríðið, og svo
hitt, að á þessum árum var ætáð
nokkurt atvinnuleysi, þrátt fyrir
hraða og mikla uppbyggingu m.a.
í stað þess sem hrundi.
Á þessu tímabili voru sett fyrstu
lögin um almennar alþýðutrygging
ar og með þeim komið á fót Trygg
ingastofnun ríkisins og alþýðu-
tryggimgakerfið innleitt. Fátækra
löggjöfin stórum endurbætt og
sett lög um ríkisframfærslu
sjúkra manna og örkumla. Al-
þýðusamband íslands var þá í
fyrsta sinni viðurkenndur samn-
ingsaðili um kaup og kjör í opin-
berri vinnu um land allt.
Afurðasölulöggjöfin var sam-
þykkt, og með henni komið skipu-
lagi á afurðasölu landbúnaðarins
innanlands- Vélasjóðui stofnaður.
Reist háskólabyggimg og rannsókn
arstofnun Atvinnuveganna, Stofn j
sett Landssmiðja, Ferðaskrifstofa j
ríkisins og Ríkisútgáfa námsbóka.
Iðnlánasjóður stofnaður.
Það er ekki otfsagt að samstarf
Framsóknarflokksins og Alþýðu-
flokksins var burðarásinn í ís-
lenzkri pólitík frá 1927—1939, þó
með því hléi sem varð við svipt-
ingarnar 1931—*33 og samstarf
þessara flokka var grundvöllur
þeirrar þjóðfélagsbyltingar sem
varð á þessu tímabili. En eftir
að Aliþýðufloikkurinn hafði
klofnað 1938, rétt fyrir styrjöld-
ina, hafa þessir tveir flokkar aldr-
ei haft meirihluta tveir einir og
hefur það sett sinn svip á lands-
málin upp frá því.
Stríð — Þjóðstjórn —
Lýðveldi.
Árið 1939 var efnt til þjóð-j
stjórnar, enda þá ófriðarblikur á;
loft komnar og ný viðfangsefni, j
en stríðið skali á, sem kunnugt;
er, 1. september um haustið. Er;
af störfum þjóðstjómarinnar á!
stríðsárunum mikil og merk saga,!
sem ógjörningur er að rekja hér.j
Það var hennar hlutskipti að búa
þjóðina undir styrjöldina og sjá
þjóðinni borgið á styrjaldarárun-
um og í þvi sambandi að færa
þjóðhöfðingjavaldið inn í landið
eftir að Danmörk var hernumin.
Stórfelldasti atburður þessara
ára er að sjáifsögðu stofnun sjálfs
lýðveldisins 1944. Framsóknar-
flokkurinn átti mikinn þátt í lýð-
veldisstofnuninni, sem nærri má
geta, og mótaði stefnu sína í því
máli á flokksþingi 1941 þannig,
að lýðveldi bæri að stofna í síð-
asta lagi 1944, en fyrr ef styrj-
öldinni lyki áður.
Um þjóðstjórnina losnaði haust-
ið 1941, vegna ágreinings í dýr-
tíðarmálum, en slitnaði endanlega
upp úr 1942, því að þá var kjör-
dæmamálið tekið upp á vegum
hinna flokkanna þriggja. Fðr svo
að loknum þeim sviptingum að
engin samtök urðu um ríkisstjórn
á Alþingi í tvö ár og sat utan-
þingsstjórn til 1944, að flokkarn-
ir sem staðið höfðu að kjördæma
breytingunni mynduðu ríkis-
stjórn, en Framsóknarflokkurinn
varð í stjórnarandstöðu.
Fannst Framsóknarmönnum m.
a. gæta misréttis í dýrtíðarráðstöf
unum og atvinnumálum, stefnan
leiða til vaxandi verðbólgu og
meginihlutinn af innstæðum stríðs-
áranna myndi fara með þvl móti
í viðskiptahalla í stað uppbygg-
ingar. Gerði flokkurinn tillögu
um, að 450 milljónir í erlendum
gjaldeyri yrðu lagðar til hliðar
af stríðsinnstæðum og varið til
uppbyggingar. Hafði flokkurinn
á stríðsárunum síðari lagt til á
Alþingi, að nefndir yrðu settar
til að gera áætlanir um skipuleg-
ar framkvæmdir eftir styrjöldina,
m.a. spratt af því milliþinganefnd
í raforkumálum, sem lagði grund
völl að raforkulöggjöf og raforku-
framkvæmdum síðar.
Framfarir eftir stríðið.
Árið 1947 kom á ný til þátt-
töku Framsóknarflokksins í ríkis
stjórn með Alþýðuflokknum og
Sjálfstæðisflokknum fram til ‘49
og með Sjálfstæðisflokknum frá
1950—1956. Á þessum árum komst
stórfelldur skriður á vélvæðingu
landbúnaðarins og uppbyggingu
og til þess aflað erlends lánsfjár.
Bændasamtökum tryggð réttmæt
íhlutun um afurðasölu og verð-
lagsmál landbúnaðarins, togarar
keyptir og þeim dreift, brúarsjóð-
ur endurreistur, hlutatrygginga-
sjóður lögfestur, félagsheimilasjóð
ur stofnaður, sett lög um rekstur
þjóðleikhúss, og menntaskóli
grundvallaður á Laugarvatni.
Gengið var í Atlantshafsbanda
lagið. Hafin lánaviðskipti við Al-
þjóðabankann og stofnaður Fram
kvæmdabanki, m.a. til að tryggja
að mótvirðisféð í Marshall-aðstoð-
inni yrði varanlegt framkvæmda-
fé í landinu, en færi ekki í eyðslu.
Áburðarverksmiðjan byggð, Sogs
virkjunin byggð — önnur, í röð-
inni — og Laxárvirkjunin. Sett tíu
ára áætlun um raforkuframkvæmd
ir og dreifingu raforku um sveitir
og fjármagn tryggt til þeirra mála.
Raforkukerfi Austurlands og Vest-
urlands grundvallað með orkuver-
um og háspennulínum. Flugmál
efld og Loftleiðir og Flugfélag ís
lands studd með ríkisábyrgðum
til að efla millilandaflug. Byggð
Sementsverksmiðja og sett lög-
gjöf um húsnæðismálastjórn og
veðlán til íbúðabygginga sem var
upphaf íbúðalánakerfisins. Land-
helgin færð út í 4 mílur og flóar
og firðir friðaðir að fordæmi Norð
manr.a.
Vinstri stjórnin.
Árið 1956 efndu Framsóknar-
flokkurinn og Alþýðuflokkurinn
til kosningabandalags. f framhaldi
af þeim kosningum var mynduð
vinstri stjóm en að henni stóðu
þessir flokkar ásamt Alþýðubanda-
laginu.
Sú stjórn beitti sér fyrir því að
skipuleggja alhliða uppbyggingu
atvinnuM'fsins, m.a. með sérstöku
tilliti til þeirra landshluta sem
verst voru á vegi staddir í at-
vinnulegum efnum. Bátakaup
voru aukin mjög einkum stsBrri
báta til nýtízku síldveiða og tog-
arar keyptir og þeim dreift
'Þriðja Soigsvirkjunin var byggð.
Ný lög voru sett um fbúðalána-
kerfið, fastir tekjustofnar lög-
festir fyrir kerfið og skyldusparn
aður innleiddur, oríofsfé var hækk
að, Ldfeyrissjóður togaramanna
lögfestur, veitt fé tíl orlofsheim-
ila verkalýðshreyfingarinnar, sett
lög um kirkjuþing og vísindasjóð,
fjárráð menningarsjóðs aukin, At
vinnuleysistryggingar voru lög-
leiddar.
Landhelgin í 12 mílur .
Vinstri stjórnin færði landhelgi
íslands út i 12 mílur með einhliða
ráðstöfun frá 1. sept, 1958. Má
því aldrei gleyma að þessi út-
færsla landhelginnar hefði ekki
getað komið til mála, nema með
einhliða ákvörðun, en með henni
tók íslenzka stjórnin forustu í
landhelgismálunum og hafa ýmsar
aðrar þjóðir fetað í fótspor ís-
lendinga
Vinstri stjórnin tók þá stefnu
í efnahagsmálum að þau skyldi
leysa í samráði við stéttasamtök-
in og var myndun ríkisstjórnar-
innar á þvi byggð. Þetta samstarf
við stéttasamtökin reyndist ekki
unnt að tryggja lengur en til
haustsins 1958, enda hafði þá
myndazt samblástur gegn samstarf
inu og kjördæmamálið síðan tek-
ið upp á ný í framhaldi af því.
Var brostinn grundvöllur vinstri
stjórnarinnar þegar samstaða
náðist ekki við stéttasamtökin um
efnahagsmáMn og hlaut hún þá
að hætta störfum.
Það liggur í augum uppi — en
er þó skylt að taka fram — að
Framsóknarflokkurinn hefur ekki
átt upptökin að öl!u því, sem ég
hefi nefnt af verkum þeirra ríkis
stjórna og þingmeiríhluta sem
hann hefur stofnað til með öðr-
um og stutt, en hann hefur átt
frumkvæði að mörgu af því og