Tíminn - 16.12.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.12.1966, Blaðsíða 9
F.tiSTUDAGUR 16. desember tft66 TIMINN RÆTT V!Ð JÖRUND BRYNJÓLFSSON UM FYRSTU ÁRIN í FRAMSÓKNARFLOKKNUM að ar var fá við máfefni verkamanna Þegar Framséknarflokkurinn var stofnaður 16. des. 1916 stóSu aS stofnuninni 8 þingmenn svo gem kunnugt er. En níundi þing maSurinn sat þó stofnfundinn, þótt hann gerSist ekki þá þegar félagi í þessum samtökum. Sá var Jörundur Brynjólfsson, fyrri þingmaSur Reykvíkinga, sem kos- inn hafSi veriS á þing þá um sumariS meS miklum yfírburSum sem frambjóSandi verkamanna, Jörundur hugSi helzt til stuSnings hjá þessum frjálslyndu þing- mönnum, sem voru aS stofna nýjan flokk, viS þau mál er liann bar fyrir brjósti til hagsbóta fyrir verkamenn, sem þá stóSu mjög höllum fæti í félagslegu tilliti. Hann gerSi því kosningabandalag viS þennan nýja þingflokk um nefndir og málafylgju, en einnig átti hann þá enn nokkra samleiS meS sumum þingmönnum Sjálf- stæSisflokksins, enda hafSi liann veriS handgenginn þeim flokki áS ur. Jörundur Brynjólfsson er fædd ur að Stanmýri í Álftafirði 21. febrúar 1884, kominn af gildum bændaættum, ólst upp í stórum systkinahópi á fjölmennu myndar heimili. Um fermingu lá leið hans suður í Lón og Hornafjörð og hann dvaldist þar nokkur ár, stundaði síðan sjóróðra bæði við Papós og Hornafjarðarós, settist svo í búnaðarskólann á Hvann- eyri 1904 og 1907 fór hann í Kennaraskólann og lauk kenn- araprófi 1909 og varð þá kennari við Reykjavíkurskóla, fór til fram haldsnáms í Höfn og var síðan 10 ár alls kennari. Svo bar við, að vorið 1908 var Jörundur staddur austur í Horna- firði, þegar orrustan um uppkast ið stóð, og Jörundur var hvergi veill í þeirri baráttu og lét þá nokkuð að sér kveða í áróðri gegn uppkastinu í samræðum og á mannfundum. Mun þetta vera með al fyrstu beinu afskipta Jörundar af stjómmálum. Hvort sem Jör- undur átti mikinn eða lítinn hlut að þarna fór svo, að í Skaftafells sýslum urðu einhver mestu stakka skipti í landinu í þessum kosn- ingum, og Þorleifur Jónsson í Hólum var kjörinn með yfirburð- um, en einmitt hann varð fyrsti formaður þingflokks Framsóknar manna, sem stofnaður var 1916 og Jörundur gekk til bandalags við. Jörundur er nú á níræðisaldri en vel hraustur enn, stálminnugur, hvass og skýr sem fyrr. Bandalag Jörundar við hinn nýstofnaða Framsóknarflokk varð mikils vaid andi í íslenzkum stjórnmálum, og á grundvelli þess var mynduð rík isstjórn með þremur ráðherrum og þátttöku Sigurðar í Yztafeili í henni. Tíminn taldi því einboðið að biðja Jörund um stutt spjall í tilefni af 50 ára afmæli Framsókn arflokksins vegna þeirra tengsla, sem hann hafði við hann í upp- hafi. Jörundur tók því vel en bað þess að hafa það stutt. — Hver voru tildrög þess, að þú gerðist þátttakandi í félags- starf verkamanna í Reykjavík og síðan frambjóðandi þeirra, Jör- undur? — Ég var búsettur hér í Reykjavík, kennari þar og bæj- armaður. Það mun hafa verið 1914, að kunningjar mínir hvöttu mig til þess að koma með sér í fé- lagsskap verkamanna, en þar voru tíðir málfundir og mikið félags- líf. Þetta leiddi til þess að ég gekk í Dagsbrún, og þar þótti mér gott að starfa með verkamönnum. Þeir voru hlýir og hreinskiptnir menn og kunnu að meta það, sem fyrir málstað þeirra var gert. Fé- lagsstarfið með verkamönnum þessi ár og næstu ár er mér ailtaf hugstætt. Árði 1915 var ég svo kjörinn formaður Dagsbrúnar, og þá var svo mikill hugur í verka- mönnum og samstaða þeirra góð, að við lögðum fram við bæjar- stjórnarkosningarnar Jista, og brá svo við, að heimstjórnarvígið í Reykjavík blátt áfram hrundi. Við fengum flest atkvæði þeirra er þá buðu fram og komum að þremur mönnum. Ég sat svo í bæjarstjórn Reykjavíkur þetta kjörtímabil. Haustið 1916 ákvað Dagsbrún svo að bjóða fram til þings, og var ég og Þorvarður Þorvarðarson í kjöri. Þingmenn Reykjavíkur i voru aðeins tveir þá. Þorvarður ifór þó í viðskiptaerindum til Am- ! eríku nokkry fyrir kosninguna og i var ekki kominn á kjördegi. Kosn ingabaráttan var allhörð, og mér er sérstaklega minnisstætt, hve unga fólkið stóð fast með okkur. T. d. voru menntaskólanemar hin- ir áköfustu í kosningabaráttunni. Ég komst örugglega inn, en Jón Magnússon náði kosningu með 25 atkvæða mun yfir Þorvarð, og ég er viss um, að hann hefði fallið, ef Þorvarður hefði verið heima á kjördegi. Þetta var nú á stríðsárunum, segir Jörundur. Verðhækkanir neyzluvara dundu yfir, en kaup hækkaði ekki að sama skapi, at- vinna lítil og kjör verkamanna bágborin og fóru versnandi. Mér var mjög í mun að reyna að vinna að umbótamálum verka- manna á þingi og hugleiddi, hvar helzt væri stuðning að finna. Var mér ljóst, þegar hinir frjálslyndu þingmenn utan af landi efndu til samtaka sinna, að þar mundi ég eiga stuðnings að vænta og því einboðið að gera við þá félag, sem báðum kom vel, þó að ég gengi ekki í flokk þeirra. Sú samvinna gekk með miklum ágætum, og þótt þessir menn væru flestir bændafulltrúar voru þeir meira en fúsir til þess að styðja mál- efni verkamanna. Samvinna okkar varg með miklum ágætum allt þetta kjörtímabil. — Hver voru helztu þingmál, er þú hreyfðir í þessari fyrstu þing setu? — Þingstörfin og flutningur mála þar markaðist mjög af stríðs ástandinu og viðleitni til þess að að leysa vandamál líðandi stund ar. Vöruþurrðin vofði t. d. yfir, og ég flutti ýmis frumvörp til þess að bæta hag verkamanna og félagslega aðstöðu og fékk stund um stuðning hjá Sjálfstæðisflokks mönnum, svo sem Bjarna frá Vogi og Benedikt Svemssyni. Þá var starfandi bjargráðanefnd í þing- inu og hafði i mörgu að snúast. Það var á þessu kjörtímabili sem ég flutti frumvarp um lögákveð Jörundur Brynjólfsson inn hvíldartíma sjómanpa á tog urum. Þá voru engin slík ákvæði í lögum, og þrældómurinn á tog urunum í aflahrotum var óstjóra legur. Sjómenn urðu oft að vinna sólarhringum saman. Þó vil ég geta þess, að einn skipstjóri að minnsta kosti, Guðmundur Jóns- son á Skallagrími hafði þann fasta sið að hvila menn sína 4—6 tíma á sólarhring að minnsta kosti. Þingmenn Framsóknarflokksins stóðu fast með mér í þessu máli, þó að það næði ekki fram að ganga þá, og þegar Jón Baldvins son flutti málið aftur siðar, voru það Framsóknarmenn, sem björg uðu því í gegn. — Manstu eftir öðrum stórmál um, sem þú fluttir. — Ja, við getum nefnt fossa málið svonefnda. Þá var verið að undirbúa virkjun Eliiðaáa í Reykja- vík, en ég taldi, að snúast ætti þegar í stað að virkjua Sogsins fyrir Reykjavíkursvæðið og einn ig með það fyrir augum, að dreifa rafmagni þaðan um byggðir Suðurlands. Þetta þótti ýmsum fjarstætt, og þar að auki voru vatnsréttindi í Soginu, ónnur en þau sem ríkið átti þá þegar, í höndum útlendinga eins og marg ir fossar hérlendis þá. Ég flutti því 1919 frumvarp um að hafizt yrði handa um að ná vatnsorku- réttindum Sogsins úr höndum út lendinga, og var sú tillaga sam- þyk'-t. Jón Magnússon, forsætis ráðherra, leitaði eftir þessu er lendis eins og tilllagan mælti fyrir, en ekkert meira var að gert að sinni. — Og var ekki þingið 1918 við burðaríkt? — Jú, en annars urðu samninga málin við Dani ekki tilefni sér- lega mikilla umræðna þá. Samn inganefnd Dana var góð viðskiptis og ég er sannfærður um, að hún kom hingað með þau fyrirmæli danskra stjómarvalda, að semja við íslendinga, jafnvel þótt dýrt yrði. Þetta töldu Danir svo mik ilvægt vegna deilnanna við Suð- ur-Jóta, og við íslendingar eigum Suður-Jótum áreiðanlega meira að þakka í sjálfstæðismálum okk ar en margir hafa gert sér ljóst. — Þú hefur þá frá upphafi haft á því trú, Jörundur, að bændur og verkamenn gætu unnið saman í stjórnmálabaráttu? — Já, tröllatrú. Ég hef aldrei efazt um það, tel reynsluna hafa sýnt það og að svo eigi það og geti verið enn, ef rétt og skvnsam lega er á málum haldið Ég te' að hjá fulltrúum þessa fólks sé enn krafturinn til frj'álsiynurar um bótastjórnar í landinu. — En þú varst ekki þingmaður næsta kjörtímabil, sem hófst 1919? — Nei, þá var margt breytt, en mestu réð, að ég hafði fyrir all- þungu heimili að sjá, kennaralaun in lág og dýrt að lifa í Reykja vík. Auk þess seiddi sveitalifið mig. Ég ákvað að flytjast austur yfir fjall og fara að búa. Við það varð aðeins hlé á stjómmálaþátt töku, nema heima í héraði, en það kom sem af sjálfu sér, að þá gekk ég í Framsóknarflokkinn, og ekki mun ég hafa verið alveg hlutlaus í kosningabaráttunni 1919. En 1923 var ég í kjöri fyrir Framsókn arflokkinn í Ámessýslu ásamt Magnúsi Torfasyni og átti siðan sæti á Alþingi samfleytt til 1956 Samstarf okkar Magnúsar var ætíð með ágætum og átti ég með honum lengsta samleið sem þing- maður Ámesinga. Hann var frjáls lyndur og vildi lítilmagnanum vel, gáfaður maður og sérstæður. — Og margs mun að minnast frá þessum langa þingferli? — Já, en eigum við ekki að sleppa þ’íí núna, segir Jörundur- Ég var forseti neðri deildar alls á þriðja áratug og forseti sam einaðs þings 1953—1956. Frá þeim árum er vissulega margs að minnast. — En áttu nokkra ósk til Fram sóknarflokksins á þessum rima mótum, Jörundur? — Aðeins allar góðar óskír. Ég tel, að á þessum liðnu áratugum hafi Framsóknarflokkurþin unnið mikið og óbrotgjamt umbótastarf fyrir þjóðina og komið áleiðis og stutt mörg hin mikilvægustu fram faramál hennar, og ég vona að framtíðin beri þá gæfu f skauti honum til handa, að honurr. verði auðið að leggja hliðstæðan hlut til framvindunnar og framfarasóknar þjóðarinnar Við skulum ekk’ hafa þau orð fleiri, það er svo margt, sem segja mætti, segir Jörundur að lokum. AK Skrifstofumaður Olíufélagið óskar að ráða ungan mann til skrif- stofustarfa. Tilboð er greini aldur, menntun og íyrri störf, sendist afgreiðslu blaðsins fyrir mánu- dagskvöld merkt „Skrifstofa”.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.