Tíminn - 23.12.1966, Síða 16

Tíminn - 23.12.1966, Síða 16
 mjtmt 294. fbl. — Föstudagur 23. desember 1966 — 50. árg. FRIOUR I VIETNAM BEZTA JÓLAGJÖFIN NTB—Róm, fimmtudag. Páll páfi sjötti beindi í dag máli sínn sérstaklega til styrjaldaraðila í Vietnam og skoraði á þá að fram lengja fyrirhugað vopnahlé yfir jólin og hefja raunverulegar frið- arviðræður. f jólaboðskap sínum, sem páfinn flutti í útvarp Vatikans ins í dag lét hann í ljós ánægju sina með, að vopnahlé yrði í Viet- nam yfir jólahátíðina, en lagði jafn framt áherzlu á, að hið fyrirliug- aða hlé yrði að framlengja því að ef báðir aðilar sýndu góðan vilja væri hægt að koma á friði. Ef báðir aðilar sýndu góðan vilja í verki og hættu hernaðaraðgerð rnn, yrði það bezta jólagjöfin, Happdrætti Frara- sóknarflokksins Framsóknarfélögin i Kópavog) vilja vinsamlegast minna á Happ- drætti Framsóknarflokksins. Þau hafa tekið að sér dreifingu og inn heimtu í Kópavogskaupstað. Nú eru örfáir dagar þar til dregið verður. Vinsamlegast komið og gerið skil að Neðstutröð 4. Kópavogi. Op ið frá kl. 5—10 dag hvern fram til jóla. Sími 41590. Framsóknarfélögin. ÁSKRIFT AÐ SÓKN OG SIGRUM Sókn og sigrar, saga Fram sóknarflokksins, fæst bæði í áskrift og í bókaverzlunum. Bókin er eðlilega töluvert ódýrari í áskrift en þeir sem vilja gerast áskrifendur geta snúið sér til eftirfarandi að- ila: Stefáns Guðmundssonar, Hrmgbraut 30, sími 12942, Skrifstofu Framsóknarfiokks ins, sími 16066 og 15564 og Afgreiðslu Tímans, Banka stræti 7, sími 18300 og 12323. Sókn og sigrar er glæsi- legt verk um eitt allra iglæsilegasta tímabiUð í stjórnmálasögu landsins. Fólk, sem hefur hug á að ná sér í þessa merku bók, ætti ekki að draga það, vegna þess að upplagið að bókinni er ekki stórt. AVISANAFALSAR- INN FUNDINN KJ-Reykjavík, fimmtudag. Ávísanafalsarinn seim keypti hús gögn í gær hér í borginni og lét sendibílstjóra selja fyrir sig 45 þús. kr. ávísun í banka náðist í gærkveldi.Hann hafði keypt hús- gögn fyrir 67.620 krónur, en hann hafði komist yfir heftið vegna þess að hæstaróttarmálaflutningsmaður nokkur hafði tapað því. Eins og sagt var í blaðinu í dag, þá lét hann flytja húsgögn in á bifreiðastæðið við Rauðarár stíg á milli Grettisgötu og Njáls götu, en fékk siðan sendiferðabíl til þess að flytja húsgögnin heim til sín. |sagði páfi. Ilann taldi stríðið í Vi- etnam mikla hörmung og hreina ógnun við heiminn og mannkyn allt. Vók páfi sérstaklega máli sínu til vietnömsku þjóðarinnar, en einnig til annarra þjóða og al þjóðasamtaka, sem vinna að fram gangi friðar og framfara í heim- inum. Fyrir hálfum mánuði beindi páf- inn þeim tilmælum til hinna stríð andi aðila í Vietnam um að nota j'ólavopnahlé til friðarviðræðna. Þessum tilmælum páfa var illa tek Framhald a tils 15 PENINGUM ST0LIÐ í SUNDHÖLLINNI KJ-Reykjavík, fimmtudag. í dag var stolið fjögur þúsund krónum og 28 sterlingspundum, sem Englendingur átti, úr klefa í Sundhöllinni. Hafði hann sett peninga í sokk og síðan stungið sokknum í jakkavasann, en mun hafa gleymt að læsa klefanum eða skápnum. Atburður þessi skeði um klukkan 15.30. Þeir sem gætu gef ið upplýsingar, eru beðnir að hafa samband við rannsóknarlögregl- una. 11111! • í ■ ■■ ■■■ ■■ .. •• ••• /:• ,,ý,-<■'./,> •' • .••• '.■:■■ William Manchester og próförk af upphafi formála bókarirmar „Dauði forseta*'. DEILAN UM „DAUÐA FORSETA": JACKIE HÆTTIR VID MÁLAFERLI GEGN L00K EJ—Reykjavík, NTB—New York, fimmtudag. Frú Jacqueline Kennedy hef ur nú hætt við málaferli sín gegn bandaríska tímaritinu „Look“ í sambandi við þá áætl un blaðsins að hefja eftir ára mótin birtingu kafla úr bók William Manchesters „Dauði forseta“, sem fjallar um morð- ið á John F. Kennedy, forseta. Hún lýsti því yfir í dag, að jafnframt vildi hún taka það skýrt fram. að Kennedyfjöl- skyldan bæri á engan hátt á- byrgð á efni bókarinnar, og að Robert Kennedy hefði ekki fall izt á handrit hennar. Þetta kom fram í tilkynningu sem hún sendi út í dag í New York. „Look” sendi út svipaða yfirlýsingu. Ástæðan til þess að Kenne- dy-fjölskyldan vill nú þvo hend ur sínar af bókinni er aðallega talin vera sú, að hún vilji koma í veg fyrir, að frekari leiðin- leg atvik eigi sér stað milli fjöl skyldunnar og Johnsons for- seta, að því er góðar heimildir segja. Segja heimildirnar, að verulegur hluti þess, sem fjall ar um sambandið á milli John sons og Kennedy, komi óbreytt í útgáfu bókarinnar, en breyt- ingar, sem gerðar hafa verið. snerti aðeins um 1600 orð. Enn stendur eftir deilan milli frú Kennedy og bókaútgáfufyr irtækisins Harper & Row, sem ætlar að gefa bókina út í vor. Segja góðar heimildir, að lík- ur séu á, að það mál leysist einnig án þess að dómstólamir þurfi að fjalla frekar um það. Manchester fær geysilega peninga fyrir þessa bók sím. Framhald á ots WSOLUHÆIW BÆKURNAR HJÁ ÞREMUR BÓKSÖLUM SJ-Reykjavík, fimmtudag- Nú er jólabókavertíðin senn á enda og útgefendur eru ýmist hressir eða óhressir þessa dagana. Bækurnar hafa haldið velli al- niennt talað; einkum hafa þó bók salar úti á landi selt vel fyrir þessi jól, en tvennum sögum fer af því meðal bóksala í Reykjavík hvort þeir hafi almennt gcrt betri verzl un nú en í fyrra. Tíminn fór þess á leit við þrjár bókaverzlanir í Reykjavík að gefa upp samkvæmt nákvæmri talningu nöfn tíu efstu bókanna miðað við daginn í dag. Eysteinn Þorvaldsson, verzlunar stjóri í KRON, sagði að í ár væru bækur stærri hluti af heildarsöl unni en á'ður og er listinn yfir 10 söluhæstu bæburnar í KRON þannig: 1. Landið þitt 2. Veislan j farángrinum (þýdd) 4. Menn í sjávarháska 5. Gaddaskata 6. Danskurinn í bæ 7. Æskufjör og ferðagaman. 8. Karlar eins og ég 9. Síðustu Ijóð Davíðs 10. Öldin sautjánda Björn Jónsson, verzlunarstjóri hjá Norðra, sagði að salan væri óvenju jöfn og dreifð og listinn frá horiuni lítur þannig út: 1. Síðasta skip frá Singapore (þýdd) 2. —5. Síðustu ljóð Davíðs Þættir og drættir Æskufjör og ferðagaman Húsið á bjargmu (þýdd) 6.—7. Landið þitt Myndír daganna 8—9. Æviminningar Stefáns Jóhanns Prinsessan 10—12. Feðraspor og fjörusprek Blind ást (þýdd) Frá víti til eilífðar (þýdd) Framhald á bls. 14. FÉLL AF ÞAKI OG BEIÐ BANA I dagur til jóla ! KJ-Reykjavík, fimmtudag j Síðdegis í gær fór gestkomandi maður, að Snorrabraut 33, út á þak hússins þeirra erinda að l'ag færa sjónvarpsloftnet. Hált var á þakinu og skrikaði manninum fótur með þeim afleiðingum að hann rann framaf brúninni, og féll í götuna með þeim afleiðing um að hann lézt. Maðuri ,n hét Valdimar Valdimarsson til heim ilis að Hringbraut 85. Hann var tæplega 51 árs að aldri. Jólafagnaö- urVerndará aðfangadag Jólafagnaður Verndar verður í Góðtemplarahúsinu við Templarasund á aðfanga dag. Húsið verður opnað kl. 3 e h. Þangað eru allir vel komnir, sem ekki hafa tæki færið til að dvelja hjá vin- um eða vandamönnum á essu hátíðakvöldi. Fram- reiddar verða veitingar og úthlutað fatnaði til þeirra, sem vilja. (Frá jólanefnd Verndar). HAPPDRÆTTI FRAMSÚKiiARFLOKKSINS Dragið nú ekki lengur að gera skil fyrir heimsenda miða. Hinn 23. þessa mán- aðar verður dregið um eft- írtaldar þrjár bifreiðir, sem eru hver annarri eigulegri. eins og öllum ber saman um, einn SKÁTA, einn KA- DETT CARAVAN og einn VAUXHALL VIVA. Happ drættið er í fullum gangi og miðar seldir hjá fjol- mörgum umboðsmönnum um allt land. I Reykjavík fást miðar á eftirtöldum stöðum: Á skrifstofu happ- drættisins. Hringbraut 30, símar 1-29-42 og 1-60-66. Hjá afgreiðslu Tímans Bankastræti 7, sími 12323 og 18300 og úr Vivunni, til sýnis við Útvegsbankann í Austurstræti.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.