Tíminn - 23.12.1966, Blaðsíða 6
6
Gamlir íslenzkir jólaleikir
Gamlir íslenzkir jólaleikir.
Á aðfangadagskvöld jóla mátti
hvorki spila á spil eða fara í leiki.
Jóladagurinn var einng það mkill
helgidagur, að helzt mátti ekki
spila eða leika sér, fyrr en þá um
kvöldið, að dálítið tók að slakna á
helgihaldinu. Var þá gjarnan
„slegið í púkk“, sem kallað var,
en „Púkkið" var spil, sem var spil
að af einum 6 eða 7 manns. Þá
voru það alls konar leikir innan
húss og skal nú reynt að lýsa
nokkrum þeirra.
Að setja í hom.
Tveir leika, en aðrir eru áheyr-
endur. Annar leikenda setur fjóra
pilta í hvert horn stofunnar, þó
þannig að hann hvíslar aðeins
nöfnum þeirra að einum áheyr-
anda og getur þess um leið, hver
sé í hverju horni. Hinn leikand-
inn gerir slíkt hið sama, en notar
þá stúlkna-nöfn. Vakti það oft
mikla kátínu, þegar ljóst varð,
hverjir höfðu valizt saman í horn
unum.
Skip mitt er komið að landi.
Þessi leikxrr er svipaður leikn-
um ,, að setja í horn“ og eru einn
ig tveir leikendur og svo áheyr-
endur. Fyrri leikandinn mælir af
munni fram: „Skip mitt ex komið
að landi“. — Mótleikari segir:
„Hvað hefur það að bera?“ Sá
fyrni segir: „Þrjár yngismeyjar
vænar ,vænar“, eða þá yngismenn,
ef það eru stúlkur, sem leika.
Einnig segir hann upphafsstafinn
í öllum nöfnunum, t. d. A, B, D.
Mótleikari segir: „Ég tek A,
spásséra með B og fleygi D.“ —
Þetta getur hann þó haft á ýmsa
vegu, t. d. tekið D, spássérað með
A og fleygt B. — Síðan segir
skipsmaður tO um það, hver voru
hin réttu nöfn meyjanna eða svein
anna á skipinu.
Lauma.
Þessi leikur er þannig, að börn-
in standa í hring þétt saman með
hendur fyrir aftan bök. Eitt barnið
stendur innan í hringnum. —. í
höndum þeirra er hringinn mynda
er smáhlutur, t. d. eldspýtustokk-
ur eða lyklakippa. Þessi hlutur
gengur nú hratt eða hægt milli
handa barnanna aftan við bök
þeirra. Sá, sem inni í hringnum
er, á að reyna að sjá það af hreyf
ingum barnanna, hvar hluturinn
er og benda þá snögglega á hand-
hafann. — Geti hann rétt, má hann
fara inn í hringinn, en sá, sem
hluturinn fannst hjá, verður inni
í hringnum næst
Að þrœða nál á flösku
Að þræða nál á flösku.
Venjuleg sívöl flaska er lögð á
hliðina á gólfið. Sá, sem reyna
viU við þennan leik á að setjast á
flöskuna, en stútur hennar snýr
aftur. Fætur eru teygðir beint
fram og krosslagðir þannig, að að-
eins annar hællinn kemur niður
á gólfið.
í þessum stellingum á hann svo
að reyna að þræða grófia saum-
nál.
Skollablinda.
Helzt þarf leikur þessi að fara
fram í rúmgóðri stofu og gæta
þarf þess að fjarlægja alla brot-
hætta hluti. Einn leikenda er
„skolli" og er bundið fyrir augu
hans með klút. Honum er snúið
nokkra hringi og siðan sleppt á
miðju gólfi og hann beðinn að
segja til um áttirnar. Venjulega
getur hann það ekki, ringlaður
eftir snúninginn. Hinir leikendur,
sem standa utar við veggina, segja
þá: „Klukk, klukk, skolli, ekki
skaltu mér ná, fyrr en á miðjum
morgni“.
Nú reynir skollinn að handsama
leikendur og ef hann nær í föt
þeirra, má ekki slíta sig af hon-
um, heldur standa grafkyrr. Nú
á skolli að segja til um það, hvern
hann hefur handsamað og segja
síðan: „Klukk, klukk, sittu kyrr
í holu þinni þangað til á morgun“.
Sá, sem náður er, má ekki
hreyfa sig, fyrr en leiknum . r
lokið. Sá verður skolli næst, er
sáðastur er handsamaður.
Skollabllnda
■ner
Húsgagnsleikur
Húsgangsleikur.
Leikendur skipa sér niður í öll
horn stofunnar en einn — Hús-
gangurinn — er á miðju góifL
Nú fer hann að ganga um meðal
manna og segir: „Gefðu mér
pláss“ — En svarið er ávallt hið
sama: „Farðu til þess næsta“.
Meðan húsgangurinn er að þessu
rápi milli manna hefur hann þó
fulla gát á öllu, því að horna-
mennirnir eru sífellt að reyna að
skipta um horn, og ef húagangin-
um heppnast að komast I eiiíbvert
hornið. meðan skiptingar fara
, fram, verður sá. er þar var áður,
aö gerast húsgangur.
Sklp mltt er komið að landi.
Laumc