Tíminn - 24.12.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.12.1966, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 24. desember 1966 Útgefandi: FRAMSÖKNARIFLOKKURINN Framkvæmdastióri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. FuUtrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur 1 Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7. Af- greiðslusími 12323, Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur, siml 18300 Áskriftargjald kr. 105.00 á mán tnnanlands — í lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. t. Bræðralag manna og friður á jörðu í öön því amstri og önnum, kauptíð og skarkala, er jólahaidi á síðari hluta tuttugustu aldar fylgir vill svo fara hjá æði mörgum, að boðskapur sjálfra jólanna gleym- ist Jafnvel fer svo stundum, vegna þess álágs, sem jóiaundirbúningurinn er orðinn á suma einstaklinga, að áhrif jólanna verða algerlega neikvæð við þann boð- skap, sem þau eiga að flytja mönnunum. Jólaboðskapurinn er boðskapurinn um frið — frið á jörðu. Boðskapur Krists er mesti friðarboðskapur, sem fluttur hefur verið. Háleitast allra markmiða er að skapa frið með mönnum. Skapa frið á jörðu. Þegar þetta er skrifað geisar blóðug og miskunnarlaus styrjöld í Víetnam. Konur og börn falla þar hungruð og hrakin í eldi voðalegra vígvéla. Þrátt fyrir allt megna þó jólin að gera stundarhlé á þeim átökum, sem í Vietnam geisa. Um vopnahlé samdist í tvo daga yfir hátíðina. Þar hefur sagt til sín samvizka þeirra, sem ábyrgð bera á þeim hryggilegu morðum á meðbræðrum, sem í Vietnam eiga sér stað. En það er ekki nóg að samvizkan vakni rétt um stundarbil og sofni síðan og sofi til næstu jóla. Án bræðra- lags og réttlætiskenndar verður mannkynið aldrei far- sælt. Þess vegna skiptir svo miklu að menn játi ekki holl- ustu sína við jólabarnið í orði, heldur fyrst og fremst í verki, — og ekki aðeins um jólin, heldur ætíð í hverju verki sínu. Það er eitt mesta spakmælið, sem sagt hefur verið á síðari árum, að frelsið geti orðið neikvætt, ef bræðralagsandann skorti. Hann er hinn eini öruggi grund- völlur friðar og réttlætis og hinn rétti rammi þess, að frelsið fari ekki yfir takmörk sín og á það jafnt við ein- staklinga sem þjóðir. Því miður verður það að játast, að hugsjónir kristninn- ar hafa ekki eflzt að sama skapi og vaxandi árangur hef- ur náðst á sviði vísinda og verklegrar tækni. Þvert á móti bendir margt til þess, að hið gagnstæða hafi átt sér stað. Stefnur efnishyggjunnar, kapitalisminn og kommún- isminn, hafa meira mótað hugarfarið en kristindómurinn á meðal þeirra manna, sem lifa á jörðinni 1966 árum eftir að Guð sendi son sinn til jarðar til að boða þeim frið á jörðu. Efnishyggjunni fylgja vaxandi átök um hin veraldlegu gæði. í kjölfar þess fylgir ofdrottnun einstakra manna og stétta, forgangsréttur hins sterka — hver og einn hrifsar það til sín, sem hann bezt getur, án þess að hugsa um bróður sinn. Þetta mótar svo samskipti þjóða í milli. Þannig molnar úr þeim grunni, sem kristindómurinn grundvallast á, bræðralagsandanum, að hinn sterki hjálpi þeim veika, en ekki öfugt. í stað hinnar skefjalausu samkeppni efnishyggjunnar, græðginnar og sérhyggjunnar, þarf að koma bróðurleg samvinna einstaklinga og stétta, og ekki sízt þjóða. Sam- vinna í anda bræðralags á að byggjast á frjálsum vilja einstaklinga og þjóða og skilningi hvers og eins, en hana á ekki að þvinga fram með öfríki og lagavaldi. Þá er það ekki samvinna, heldur gagnstæða hennar, sem sáir sæði tortryggni og haturs meðal manna- í trausti þess, að jólin megi glæða þann bræðralags- anda, sem öllum er farsælast, — þjóðum sem einstak- lingum, — að tendra með sér, óskar Tíminn gleðilegrar jólahátíðar. TÍMINN ■ ... i ■ ...... Walter Lippmann ritar um alþjóðamál: Rhodesíustefna Wilsons hefur f rá upphafi byggst á blekkingum Rhodesíudeiluna á að leysa með skynsamlegum samningum «wn<w«.x4«SSBbBS*«%v.;:v..:is Harold Wilson Jan Smith HAROLD Wilson forsætisráð herra hefir mistekist að nó samningum við Rhodesíumenn, | sem byltingu gerðu gegn brezku krúnunni. Hann hefir beðið Sameinuðu þjóðirnar að taka við vandanum og leysá hann ef þær geta. Til hvaða bragða er Samein uðu þjóðunum ætlað að grípa gagiwart byitingunni?' Þeim er ætlað að stöðv,a verzlun við RJhodesíu, eða að minns-ta kosti eins mikla verzlun og unnt er að stöðva án þess að eiga á hættu að lenda í ófriði við Suð ur-Afríku og Portúgal. Tjilgangur viðskiptabannsins ;r að lama Rhodesiu nægilega ;il þess að sannfæra ríkisstjórn andsmanna um að þeirri itefnu, að útiloka innfædda Alfníkubúa frá valdaáhrifum, sé ekki unnt að - framfylgja. Stjórn landnemanna beri því að ganga að skilmálum Breta. ÞETTA er að sjáifsögðu al veg einstæð aðferð til að kveða niður uppreisn gegn yfirráð um heimsveldis. Á öllum öðr um tímum en þessum hefði brezkum hersveitum verið beitt til þess að kveða niður slíka uppreisn í Salisbury, höfuðborg Bhodesíu. Hefðu hersveitirnar ekki reýnzt þess umkomnar að kveða uppreisnina niður, hefði sjálfstæði nýju ríkisstjórnarinn ar í Bhodesíu verið viðurkennt og staðfest í friðarsamningum. f raun og veru hefir ekki gerzt annað en það, að ríkis stjórn Wilsons taldi sig ekki nægilega öfluga til að kveða uppreisnina niður, eða óttað ist, að brezkir kjósendur sner ust til andstöðu við tilraunir í þá átt. Forsætisráðherra Bret lands hefir að minnsta kosti ® fullvissað stjórn uppreisnar- manna um, að uppreisnin yrði ekki' bæld riiður með vopna- valdi. Wilson gafst þegar í önd verðu upp í leiknum, en síðan hefir hann eigi að síður sífeílt verið að reyna að vinna sigur með því að valda þreytu beita blekkingum og ógnunum eða öðrum slíkum ráðum. SÚ staðreynd gnæfir yfir allt annað, að brezkt drottinvald er liðið undir lok i Bhodesíu, en Wilson reynir að láta svo, sem það sé enn við lýði. Hann er að reyna að þykjast vera vörður og verndari meirihiut ans, innfæddra Afríkubúa. Hann er að reyna að útvega afríkanska meirihlutanum auk ið pólitískt vald, en því væri unnt að koma smátt og smótt til leiðar með styrkri og viturlegri nýlendustjórn, ef brezka heims veldið héldi enn fyrri aðstöðu sinni þarna. Wilson hefir auðvitað mistek izt. Þar sem afli heimsveldis- ins var afneitað þegar í upp hafi, geta engin bellibrögð, hversu umfangsmikil sem þau eru, komið ríkisstjórn uppreisn anmanna til þess að láta líta svo út sem Bretland haldi enn frumkvæði sínu og forréttind um. Stóra Bretland getur ekki bæði látið heimsveldið af ‘hendi og haldið því. EN viðlíka miklu óraunsæi lýsir að svo sem Sameinuðu þjóðirnar geti haft afl til þess að kveða uppreisnina niður. Nýju ríkin í Afríku ráða ekki yfir neinu' afli, hvorki hernað arlegu né efnahagslegu, sem hrökkvi til þess að hafa veru leg áhrif á ríkisstjórnina í Bhodesíu ef Suður-Afríku styð ur við bakið á henni. Bretar höfnuðu sjálfir beit ingu valds þegar í upphafi og er því ekki sennilegt að þeir fari að grípa til þess héðan af. Ekkert Evrópuveldi mun beita afli sínu til þess að kné setja hvítu stjórnendurna, sem enn eru við lýði og hafa búið rammlega um sig á syðri Iheilmingi meginlands Afríku. Og ósenniiegt virðist, að banda rínkum afskiptum verð: komið í kring. Sameinuðu þjóðirnar búa ekki yfir neinu afli öðru en því, sem öflugar aðildarþjóðir þeirra leggja sjálfar fram eða mæla með að beitt verði. BEIÐNIN um að Sameinuðu þjóðirnar gangist fyrir valdbeit ingu gegn Rhodesíu er ógreiði við samtökin. Wilson er að fara fram á, að Sameinuðu þjóðirnar geri það, sem þeim var aldrei ætlað að gera, eru ekki skipulagðar til að takast á hendur og geta því ekki gert. Til eru þó þær aðstæður, að réttlætanlegt hefði verið að leita til Sameinuðu þjóð- anna. Til dæmis hefði verið réttlætanlegt að Wilson hefði beðið Sameinuðu þjóðirnar um aðstoð við að koma á samning um um sjálfstæði Bhodesíu. Möguleikar á viðurkenningu heimssamfélagsins væru nokk urt keppikefli og töluvert ætti að vera á sig leggjandi í samn ingum í því sambandi. En um hvað átti þá að 1 semja? Jú, með hvaða skilyrð um og í hvaða áföngum afrí kanski meirih'lutinn yrði leyst ur úr ánauð og hve langan tíma sú lausn skyldi taka. Afríkumennirnir geta hvorki öðlast frelsi undir eins, né innan verulega skamms tíma. Hinn ráðandi minnihluti hvítra manna er allt of öflugur og alit of ákveðinn til þess að svo megi verða. Hins vegar er ekki unnt að neita afríkanska meirihlutan- um um aðild að pólitísku valdi um alla eilífð og ekki einu sinni um ótiltekna framtíð. Ekki er unnt að gera sér vonir um að stjórnmálaáhrif geti komið öðru eða meiru til léiðar en að finna viðunandi og aðgengileg an meðalveg milli þessara tveggja öfga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.