Tíminn - 24.12.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.12.1966, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 24. desember 1966 TÍMINN Sextugur í dag: SKÚLI ÞORSTEINSSON námsstjóri Hætt er við, aS afmæli þeirra, sem fæddir eru á aðfangadag jóla vilji gleymast í önnum jólahátíð- arinnar. Og einhvern veginn finnst manni að þeir, sem fæddir eru þann dag, hljóti að hafa fæðst til annars og göfugra hlutskiptis en venja er til um dauðlega menn svo mjög orka áhrifin af fæðingu jólahamsins frá Betlehem á vit- und vora. Einn þessara mann er Skúli ég hversu oft afmæli hans kann að hafa gleymzt, en hinu er ég næsta kunnugur að ævistarf Skúla hefur á marga lund orðið göfugra en margra annara og jafnan mið- að að einu marki, að gera iandið betra og byggilegra en hann tók við því og landsmenn að meiri mönnum og betri íslendingum. Ungur hreyfst Skúli af hugsjón ungmennafélaganna, og fáa veit ég, sem fremur hafa viljað vinna JÓN AGNARS FRÍMERKJAVERZLUN SíMI 17-5-61 kl. 7.30—8 e.h. Þorsteinsson, námsstjóri, sem sex eftir kjörorði þeirra „Islandi allt“ tugur verður á þessum jólum, en hann. fæddur 24. des. 1906. Ekki veit Hvar sem Skúli hefur dvalizt til langframa faefur hann með einu eða öðm móti orðið virkur ung- mannafélagi, ýmist sem stofnandi, formaður eða erindreki. Þegar hann flytur til Reykjavíikur 1957 verður faann ritari og framkvæmda stjóri Ungmennafélags íslands og síðar varasamibandsstjóri. Það var því ekki nema eðlilegt, að þegar við, kennarar Eiðaskóla, beittum okkur fyrir sambands- stofnun meðal austfirzkra æsku- lýðsfélaga, er koma mætti í stað Eiðasam'bandsins svonefnda, að Skúli Þorsteinsson, þá orðinn skólastjóri á Eskifirði, yrði kvadd ur til stofnfundar, þótt eigi væri hann Eiðamaður. Samtök þessi hlutu nafnið Ungmenna- og iþróttasamfaand Austurlands og varð Skúli fonmaður þess frá stofndegi 1941 og sleitulítið unz hann hvarf af vettvangi aust- firzkra félagsmála. Undir forustu Skúla efldist sambandið á marga lund. Austfirzkir íþróttamenn reyndust sigursælir á íþróttamót- um og 1952 stóð sambandið fyrir landsmóti ungmennafélaganna að Eiðum, en þar er heimili þess. Skúli vann Austurlandi fleira til þarfa í frístundum sínum. Áhuga- maður var hann mikiil um skóg- rækt eins og góðum ungmennafé- laga sæmir, og mun fyrstur manna hafa vakið máls á því að tengja skógrækt við hið fasta skólastarf. f stjórn Skógræktarfé- lags Austurlands var hann um ára bil. — Mikill áhugamaður var iSkúli um starf Rauðakross ís- lands og hlaut heiðursmerki fyrir stofnun og starf með ungliðadeild um R.K.Í. á Eskifirði. Enn eru ótalin ýms störf í þágu félagsmáia á Austurlandi, næsta ólík, svo sem formennska í kaupfélagi og búnaðarfélagi, eða kennarasamtök um. Eftir að til Reykjavíkur kom í hið . seinna sinn, gerðist Skúli forystumaður í samtökum ís- lenzkra kennara og formaður þeirra hin síðari ár. Alis staðar reyndist Skúli sami trausti liðs- maðurinn, ósérhlífinn, bjartsýnn, sáttfús og samvinnuþýður. Hér hefur aðeins verið minnst á þann þáttinn í ævistarfi Skúla Þorsteinssonar, sem hann jók í áður en aðrir komu á fætur eða eftir að þeir höfðu tekið á sig náðir. Svo sem kunnugt er, er hann kennari að mennt og menntun sína hefur hann síaukið með fram- haldsnámi og námsferðum víða um lönd. Um átján ára skeið var Skúli skólastjóri barna- og ungl- ingaskólans á Eskifirði og eftir að hann lét þar af störfum gerðist hann kennari í Reykjavík og nú síðustu tvö árin gengt námsstjóra starfi á Austurlandi. Strax í upphafi mun hann hafa vakið athygli á sér sem óvenju- lega góður og vakandi kennari og sem námsstjóri veit ég að hann hefur átt frumkvæði að ýms um endurbótum í austfirzkum HlatSríim henta aUstaftar: i lamaher- bergíft, vnglingaherbergift,', hjónahcr- bergift, sumarbústaftinn, veiðihdsift, bamaheimili, heimavistarskóla, hóteU Helztu kostir Maðrúmanna eru: ■ Rúmin má nota eitt og eitt sér eða hlaífa þeim npp í tvasr eða þijár hxðir. ■ Hasgt er aS íi aukalega: Náttborð, stiga eða bliðatborð. ■ Jnnailmál rúmanna er 73x184 sm. Haegt erað £i rúmin með baðmull- ar oggúmmldýnum eða án dýna. ■ Rúmín ba£a þreXalt notagildi þ. e. kojnr/einstaldingsrúmog'hjónarúm. ■ Rúmin em úr tekki eða úr brénni (brennirúmin eru minni ogódýrari). ■ Rúmm em öll i pörtum og tekur aðeins nm tvxr minútur að setja þan saman eða taka i sundur. HÚSGAGNAVERZLUN REYKJAVÍKtJR BRAUTARHOLTI2 - SÍMI11940 skólamáluni, sem þróun í fræðslu málum hin síðustu ár hafa gert nauðsynlegar. Skólastjórn hans á Eskifirði þekki ég þó bezt. Þeir vom orðnir all margir nemend- urnir, sem Skúli sendi í Eiða- skóla til framhaldsmenntunar. Fá ir munu dómbærari um ágæti skóla og starf það, sem þar er unnið, en skólar þeir, er taka við nem- endum til framhaldsnáms. Sann- ast þar, svo eigi verður um villst, að fjórðungi bregður til fósturs. Það var sameiginlegt álit okkar kennara Eiðaskóla að nemendur frá Eskifirði hafi borið vitni um óvenjugóðan skóla, bæði hvað snertir undirbúning undir fram- haldsnám, háttvísa framkomu og hlutgengni til félagsstarfa. Ótalin eru enn ritstörf Skúla Þorsteins- sonar. Hann hefur skrifað fjölda ritgerða um áhugamál kennslumál, skógrækt og annað er snertir ræktun lands og lýðs, enda prýðilega ritfær og skáld- mæltur að auki. Barna- og ungl- sín, ingabækur hefur hann skrifað, geð þekkar bömum, göfgandi og mannfaætandi. Fyrsbu bók sína nefndi hann „Börnin hyppa og hlæja“ einstak- lega elskulega bók um börn og þroska þann er þau geti öðlast í leik sínum í samskiptum við náttúruna. Þetta umræðuefni mun Skúla án efa ljúfast, en hann hef- ur ekki gleymt bömunum, sem ekki kunna að brosa, en svo nefndi hann einkar athyglisverða grein, er hann birti í ritinu Iíeim- ili og skóla á sínum tíma. Gróðurinn, börnin, stór og smó, glöð og hrygg, hafa átt huga hans allan. Að bæta þar um og efla til þroska og styðja til hamingju hefur staðið eðli hans og upplagi næst. Skúli má telja sig hamingju- mann. Hefur flest hjálpað til, góð eiginbona, elskuleg börn og ó- venju frjótt ævistarf. Fegurð, mannkærleika og frjóa vitsmuni hefur hann flutt þjóð sinni. FyTÍr það skal honum þakkað og honum og fjölskyldu hans ósk- að til hamingju með merkisafmæli á hátíðardegi. Þórarinn Þórarinsson fyrrv. skólastjóri. 70% af veltunni er greitt viðskiptavinun um í vinningum. Þetta er hæsta vinningshlut- fall sem happdrætti hórlendis greiðir. Á árinu 1966 voru miðar í Haþpdrætti Háskólans nærri uppseldir og raðir algjörlega ófáanlegar. Þess vegna er brýnt fyrir öllum gömlum viðskiptavinum happdrættis- ins að endurnýja sem fyrst og eigi síðar en 7. janúar. Eftir þann tíma er umboðsmönnum heimilt að selja miðana hverjum sem er. HÆSTA VINNINGSFJÁRHÆÐIN: Yfir árið eru dregnir út samtals 30,000 — þrjátíu þúsund vinningar — samtals að fjárhaeð 90.720.000,00 — nfutlu niilljónir sjöhundruð og tuttugu þúsund krónur og er það' meiri fjárhæð en nokkurt annað happdrætti hérlendis greiðir' f vinninga á einu ári. 30000 uinmncBB smmnis numnn miu. UinmitGRR RRS1R51967 2 vinningar á 1.000.000 kr. ... 22 vinningar á 500.000 kr. ... 24 vinningar á 100.000 kr. ... 2.400.000 kr. 1.832 vinningar á 10.000 -kr. ... 4.072 vinningar á 5.000 kr. t.. 24.000 vinningar á 1.500 lcr: ... 36.000.000 kr. Aukovinningar: 4 vinningar á 50.000 kr. ... 200.000 kr. 44 vinningar á 10.000 kr. ... 440.000 kr. 30.000 90.720.000 kr. umeoÐstnEnn Arndís Þorvaldsdóttir, Vesturgötu 10, sími 19030 • Frímann Frímannsson, Hafnarhúsinu, símí 13B57 •Guðrún ulafsdóttir Austurstræti 18, sími 16940 • Helgi Sívertsen, Vesturveri, sími 13582 • Jón St. Arnórsson, Bankastræti 11, sími 13359 • Þórey Bjarnadóttir, Kjörgáröi, Laugaveg 59, sími 13108 • Verzlunin Straumnes, Nesvegi 33, sími 19832 • KÓPAVOGUR • Guðmundur Þórðarson, Litaskálanum, sími 40810 • Borgarbúðin, Borgarholtsbraut 20, sími 40180* HAFNARFJÖRÐUR ^Kaupfólag Hafn*:'K:^a, Vesturgötu 2, sími 50292 Verzlun Valdimars Long.StrandgötU 39,sími 60288 Munið að endurnýja fyrir 7. janúar HAPPDRÆTTl HÁSKÓLA iSLANDS l

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.