Tíminn - 24.12.1966, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.12.1966, Blaðsíða 6
18 TÍMINN LAUGARDAGUR 24. desember 1966 Jólin ern mesta trúarhátíð kirkjunnar, haldin til minm- ingar um fæðingu Krists. Flest siðir, sem tengdir eru þessari fæðingarhátíð, eiga rætur sín ar að rekja til heiðinnar trúar og eru í upphafi runnar frá hátíðahöldum heiðinna manna £ sambandi við vetrarsólhvörf, sem eru 22. desember. Þótti mönnum þá ástæða til þess að fagna því að dag tæki að lengja, og vorið og sumarið nálgaðist að nýju. Fyrst er vitað til þess, að jólin hafi verið haldin hátíð- leg í Róm á öðrum aldarfjórð ungi fjórðu aldar. Hjá kirkj um Austurvelda vom jólin haldiin hátíðleg til þess að minnast heimsóknar hjarð- mannana, en engill hafði fært þeim gleðitíðindin um legir, eins og fyrr gefcur og sambland úr heiðni og kristin dómi. ekki hvað sízt vegna þess að fæðingu Krists bar upp á sama tíma og Rómverj ar voru vanir að tigna guðin Satúrnus, sean er guð landbún- aðar, og vegna sólhvarfs, sem einnig voru nægileg ástæða til hátíðahalda. Hátíð Satúrnus- ar var á tímabilinu 17. til 24. desember, og þá var skipzt á gjöfum, og fólk gerði sér sitt*hvað til ánægju. En sólar hátíðina bar einnig upp á sama tíma, og þá var lika venja að gefa börnum og fá- tæklingum gjafir, skreyta hús með grænum greinum og ljós um og fleira í sama stíl. Eldar og ljós, tákn hlýju og eilífs lífs hafa verið bundin jólahátíðinni frá heiðnum tím fæðingu frelsarans þann sama dag, og sömuleiðis þess, er vitringamir færðu Jesubarn inu gjafir og vottuðu því lotningu sína. Hja Vestur- landakirkjunum er heimsókn hjarðmannanna aðeins tengd jólunum, en koma vitringanna þrettándanum. f rómversk-ka- þólsku kirkjunni eru sungnar þrjár messur á jóladag, sú fyiíta á miðnætti á aðfanga- dagskvöld, önnur við sólar- upprás á jóladag. í kirkjunum eru venjulega vöggur eða jötur með jesúbarninu í og síðan gifs eða viðarlíkneski af hinni heilögu fjölskyldu, hjarð mönnum og dýrum í fjárhús inu, þar sem Kristur fæddist. Slíkar jöfcur hefur fólk líka oft á heimilum sínum um jól- in. Gleði fólks yfir fæðingu frelsarans er oft Iátin í ljós með jól -.sálmasöng. Jólasiðirnir eru margbreyti um. Sígrænar greinar og tré, sem tákn lífsins hafa lengi verið bundnar jólahátíðinni, ef til vill frá 8. öld, þegar St. Boniface lauk við að kristna Þýzkaland og tileink- aði Jesúbaminu grenitréð sem koma átti í stað Yggdrasils Óðins. Talið er að mörg tré beygi greinar sínar á jólanófct og blómgist, og á miðnætti á aðfangádagskvöld snúa naut gripir og hross hér í austur og krjúpa á kné. Jólasiðirnir breytast stöð ugt, og upp úr miðri 19. öld er talið, að þeir hafi tekið stórvægilegustum hreyting um í átt að því, sem nú er og orðið almennarl, og um leið meira og meira hátíð verzlana og viðskipta i sam- bandi við hinar miklu jóla- gjafir. og jólaundirbúnins all an, sem víða er kominn út í öfgar. Siðurinn að senda vinum og ættingjum táknræna jóla- kveðju er ævafora. hann á sennilega rætur að rekja til Egyptalands hins forna. Þar var nýju ári fagnað með því að skipt var á táknrrsnum gjöfum svo sem tilhöggnum jólahjöllum úr eðalsteinum, sem kveðjur voru greyptar í. Oft vora það orðin, „au ab nab“ (allar beztu óskir). Róm verjar gáfu hver öðrum undur fagra lárviðarkransa eða olívu greinar, stundum ívafðar gull- glöðum. Eitthvert tákn um tíman- lega velgengni Rómaríkis var gjarna umvafið ferskum grein um og á það skráð ,.Anno novo faustum felix tibi sit“ (megi hið nýja ár færa ham- ingju og blessun). Að heiisa nýju ári með gagnkvæmum hamingjuósk- um varð síðan siður í Evrópu þegar i berasku kristindóms- ins þar. Á fimmtándu öld skáru tréskurðarmeistarar jóla óskir í valinn við, og gegndu þær gjafir sama hlutverki þá og jólakort nútímans. Á átján- du og nítjóndu öld tóku kopar stungumenn við og framleiddu koparskildi með áletrunum og var þá góð tízka að kaup- menn og ýmiss félagssamtök skiptust á slíkum kveðjum við áraskipti. Undanfara jólakortanna, eins og þau nú þekkjast má og telja svonefnd Valentínusar kort, sem kennd eni við heilag an Valentínus, sem dó písla- vættisdaupa þann 14. febniar árið 270. Ástfangnir unglingar í Rómaríki hinu forna minnt ust hátíðarinnar hin 15. fe- brúar með því að draga upp nöfn hvors annars inn í hjarta myndaðan flöt, og hélzt sá siður enn í mörgum ensku- mælandi löndum. f Englandi tengdist siðurinn beint við há tíð heilags Valetínusar, sem var biskup í Róm. Valentín usarkort úr pappír munu hafa fyrst þekkzt á 18. öld, og þá með rituðum kveðjum, en á 18 öld voru handmálaðir koparskildir í mestum metum Margir þekktir listamenn mál uðu á koparskildi og má sér staklega nefna Fransesco Þegar umslög komu til sögunnar í Englandi árið 1840 urðu skipti á Valentin- usárkortum tíðari og voru þau oft brydd íburðarmiklu skrauti og letruð fagurskrift. Urðu kortasendingar þá fljótt þjóðarsiður, sem barst til ann arra enskumælandi landa, svo sem Ameríku. Fyrsta jólakortið, sem viður kennt er sem slíkt, teiknaði J.C. Horsley árið 1843 handa vini sínum Sir Henry Cole. Eitt þúsund eftirrit voru seld. voru þau prentuð á stífan pappír. Á kortinu er handmál- uð mynd af fjölskyldufagnaði, en undir myndinni stendur, „A Merry Christmas and a Happy New Year to You“. 9vipað kort teiknaði nokkru síðar W.M. Egley og gaf út. Það var árið 1848. Heillaóska kort þekbtust einnig í Ameríku frá árinu 1830 fram að borgarastyrjöld og hafa nokkur eintök varðveitzt. Flótfi með Jesú-barnið. Talið er, að eitt af fyrsfcu raunverulegu jólakortunum þar sé frá því um árið 1850 Framleiðsla jólakorta í stór um stíl til sölu er talin hefjast um 1860 og voru þau þá með alls konar jólaskrauti og kvæð um eða ljóðlínum. Einnig þekktust heii bréf í skraut- legum umslög'um, sem líkja má við svonefnd boðs- kort, sem þegar voru algeng í Evrópu á sextándu öld. Enskur útgefandi, Marcus Ward og Co, réð til sín Kate Greenaway sem teiknara. Teikningar hennar voru seld ar í syrpum með tveim til sex teikningum og notaðar við ýmiss tækifæri, svo sem á jóladag, nýársdag, hátíð heil ags Valentínusar, afmælis- dögum o.s.frv. Komu sumar teikninganna fram í bókar- formi eða voru notaðar á jóla almanök. Louis Prang frá Boston hef ur verið nefndur „faðir jóla- kortanna“. Hann byrjaði fram leiðslu myndkorta, með blóma dýra-og fuglamyndum og hélt svo áfram allt fram að borgara styrjöldinni, er hann fór að nota atvik úr henni sem fjrrir myndir. Hann framleiddi ein ig alls konar boðskort og heillaóskakort, sem náðu mikl- um vinsældum og voru talin þau fallegustu, sem völ var á á þeim tíma. Voru þau einnig vel þekkt erlendis. Fyrirtæki Prangs stóð með blóma til ársins 1895, er samkeppni frá Evrópu fór að gæta, en þar vora framleidd svo ódýr kort, að ekki varð fram hjá þeim gengið. Frá aldamótum 1900 fram að fyrri heimstyrjöld- inni höfðu Þjóðverjar algera einokun á gerð og sölu korta. Um 1910 hófst nýtt blóma- skeið kortaframleiðslu í Ame- ríku og hélzt sá markaður all- an stríðstímann og endurtók sig í seinni heimstyrjöldinni. Má segja, að þá hafi Ameríka tekið við einokunaraðstöðu Þjóðverja í þessum efnum og naut þar forystuhlutverk síns á öðram sviðum. Um jólakortaframleiðslu nútímans er ekki ástæða að fjölyrða svo margslunginn sem sú grein er orðin og venjur í sendingu jólakorta fastmótaðar. Eru Bandarikja- menn enn fremstir í flokki með framfylgd þessa siðar, þótt hann þekkist nú víðast hvar í heiminum. Um miðja öld voru um 300 kortafram- leiðendur í Bandaríkjunum. sem sendu á markaðinn ár- lega um 5 þúsund milljónir korta, að verðmæti um 275 milljónir brezkra punda, og framleiðslan eykst með ári hverju. Um helmingur áður- nefndra korta var jólakort. Geta menn svo gizkað á, hve fjöldinn er mikill á þvi herr- ans ári 1966. Þrettándinn, 6. janúar, loka- dagur jólahátíðarinnar, er einn þriggja elztu hátíðisdaga krikstinnar kirkju, hinir tveir eru páskar og hvítasunna. Þrettándinn er helgaður þeim atburði, er vitringarnir frá Austurlöndum komu til Betle- hem til að votta hinu nýfædda Jesúbami lotningu. Fornkirkjur Austurlanda munu snemma á öldum hafa byrjað að halda þennan dag hátíðlegan, og uppranalega hef ur hann þar verið nátengdur fæðingu Krists. í rómversku dagatali frá 354, er þess getið, að fæðingardagur Krists sé 25. desember, en hins vegar er ekkert getið um þrettánd- ann. Síðar á 4. öld, tóku forn- kirkjur Austurlanda að halda fæðingardag Krists hátíðlegan 25. des. og jafnframt varð þrettándinn gerður að hátíð- isdegi hjá rómversku kirkj- unni. Hátíðahöldin munu að mestu leyti hafa verið sniðiö eftir hátíðahöldum Austur- landakirkna, en dagurinn var þó eingöngu talin hátíðlegur vegna komu vitringanna. Er fram í sótti kölluðu germansk ar þjóðir daginn „Hátíð hinna þriggja heilögu konunga." Vitringarnir, sem komu alla leið frá Persíu til Betlehem, til að tigna Jesúbernið, voru af mjög ttgnum ættflokki í Pensíu, sem álitinn var heilag- ur og hafði ráðið mestu I trú- málum um langt skeið. Nokkr- um öldum fyrir Krist hafði hann farið með æðstu vðld i landi sínu. Upprunalega munu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.