Tíminn - 24.12.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.12.1966, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 24. desember I96G TÍMIWN 21 kistan. Maigret þóttist viss um SA LÆRIR SEM LIFIR GEORGES SIMENON 'hert á göngunni. Hann vissi eig- 30 andlit og grátt hár. Hann var um- kringdur baej arráð sm eð limunum og á efitir þeim kom almenningur- iim, mennimir á undan og kon- umar á eftir,- sumar af konun- um, aðallega þær sem ráku lestina drógu krakka á eftir sér. Ungi bíaðamaðurinn þaut fram og aftur, skrifaði niður a'thuga- semdir og talaði við fólk sem Maigret þekkti ekki. Líkfylgdin mjakaðist áfram, fór fram hjá krá Louisar, þar sem Thérésé stóð ein í dyrunum, því að Paumelle var í hópnum með bæjarráðsmeð- limunum. í annað skipti þenna morgun iangaði Maigret til að fara og berja að dyrum á húsi Gastin og tala við Jean-Paul. Núna, þegar allir þorpsbúar vom farnir til kirkjugarðsins, Mutu móðir og sonur að vera enn einmanlegri en fyrr. Samt sem áður elti hann hitt fólkið, af engri sérstakri ástæðu. Þau gengu fram hjá húsi Léonie Birard, síðan fram hjá bóndabæ. Kálfur, sem var bundinn fyrir framan húsið byrjaði að baula. Það varð dálítill troðningur og ruiglingur, þegar þau beygðu inn í Mrkjugarðinn. Presturinn og kórdregnurinn -voru þegar komn- ir að gröfinni áður en allt hitt fólkið var komið í gegnum hUð- ið. Það var þá, sem Maigret tók eftir því að einhver var að gægj- ast yfir vegginn. Hann sá að þetta var Jean-Poul. Sólin glampaði á gleraugum hans eins og spegli. f stað þess að fyigja hópnum, varð lögregluforinginn eftir fyr- ir utan hliðið og fór að ganga kringum kirkjugarðinn með það fyfir augum að tala við drenginn. Sá síðarnefndi, hugsaði hann með sér, var sennilega of upptekinn af því sem gerðist í kringum gröf ina til að t aka eftir framferði hans. Hann gekk á óræktaðri jarð- ræmu. Hann átti aðeins eftir um þrjátíu metra ófarna að drengn- um, þegar hann steig óvart á dauða trjágrein. Jean-Paul leit snöggt um öxl, stökk niður af steininum sem hann hafði staðið á og þaut i áttina að veginum. Maigret ætlaði að fara að kalla á hann, en hætti við það, því að hitt fólkið mundi hafa heyrt til hans. Hann fór bara að ganga líka og vonaðist til að geta náð drengnum þegar hann kæmi út á veginn. Hann sá, að ástandið var hlægi- legt. Hann gat ekki farið að hlaupa. Jean-Paul gat það ekki heldur. Drengurinn var jafnvei hræddur við að líta um öxl. Hann var sennilega sá eini, sem var ekki sparibúinn. Hann langaði sennilega til að fara heim, en þá yrði hann að ganga fram hjá kirkjugarðshlið- inu, og þar stóðu nokkrir bænd- ur í hóp. Hann sneri til vinstri i von um, að lögregluforinginn myndi kannski ekki elta hann. Maigret elti. Engin hús eða bóndabæir sáust lengur, að- eins akrar og engi, þar sem nokkr ar kýr vom á beit. Sjórinn var enn í hvarfi bak við lága hæð. Veg urinn lá upp á við. Drengurinn gekk eins hratt og hann gat án þess að fara að hlaupa, og Maigret hafði einnig inlega ekki hvers vegna hann var að elta dregriinn svona, fór að 'gera sér grein fyrir því, að það var níðingslegt. Jean-Paul hlaut að finnast sem einhver hræðilega vera væri á hælum hans. En lögregluforing- inn gat ekki vel farið að hrópa: Jean-Poul hlaut að finnast sem Ég ætla bara að tala við þig . . . Kirkjugarðurinn var horfinn að baki þeirra, svo og þorpið. Gastin litli var nú kominn upp á hæðina og fór að ganga niður hana hin- um megin, Maigert gat aðeins séð höfuð hans og herðar, siðan að- eins höfuðið. Andartak sá hann alls ekki neitt unz hann kom sjálf ur upp á brúnina og þá breiddist sjórinn loksins glitrandi fyrir framan hann. í fjarska greindi hann eitthvað sem líktist eyju, eða kannski var það Aiguill- onhöfðinn og nokkrir fis'kibátar með brúnum seglum vögguðu á bámnurn, líkt og þeir flytu í lausu ’.ofti. Jean-Paul gebk enn. Það var engan stíg að sjá,- hvorki til hægri né vinstri. Niðri við sjóinn stóðu nokkrir kofar með rauðum þökum. — Jean-Paul! hann tók á'kvörð- un og kallaði. Rödd hans hljómaði svo undar- lega, að liánn þekkti liana varla, og hann léit um öxl tll að fuíl- vissa sig um að enginn væri að hlusta. Hann sá að göngulag drengsins breyttist sem snöggvast. Undrunin við að heyra nafn sitt kallað hafði fengið hann til að hika, næstum nema staðar, en núna var undrunin liðin hjá og hann gekk hraðar en nokkru sinni fyrr, hljóp næstum því, frá- vita af taugaóstyrk. Lögregluforinginn skammaðist sín fyrir þrjózkuna, honum fannst hann vera ógeðsleg ófreskja elt- andi varnarlaust smádýr. — Bíddu eftir mér drengur . . . Það sem gerði aðstöðu hans jafnvel enn heimskulegri var, að 'hann var lafmóður og rödd hans var kraftlítil. Bilið á milli þeirra hélzt óbreytt. Hann mundi verða að hlaupa til að minnka það. ,Hvað var Jean-Poul að vona? Að Maigret mundi missa móðinn og snúa við? Það var miklu líklegra að hann hugsaði alls ekki neitt, að hann brytist bara áfram eins og það væri eina vonin til að forð- ast hættuna. Það eina sem blasti við honum var sjórinn, löðrið sem skvettist yfir steinvöiurnar. — Jean-Poul. . . Þegar hér var komið var jafn heimskulegt að gefast upp og að halda á'fram. Drengurinn kom að ströndinni, hikaði eins og hann væri í vafa um hvort hann ætti að fara eftir stígnum, sem án efa lá til næsta þorps, staðnæmdist loks alveg með bakið í Maigret og sneri sér ekki við fyrr en hann var kominn fast að honum. Hann var fölur, en ekki rauður og nasavængir hans voru útþand- ir. Hann andaði ótt og títt, varir hans voru hálf opnar, hjartaslög hans hlutu að vera tíð og greini- leg, eins og hjartaslög fugls sem maður heldur í hendi sér. Maigret sagði ekkert. Hann gat ekki fundið neitt til að segja og hann stóð einnig á öndinni. Jean-Poul hafð snúið sér frá honum og var að horfa yfir sjó- inn. Þeir störðu báðir í sömu átt og þögnin varði lengi, i".fn lang- an tíma og þeir þurftu til að jafna sig. Síðan gekk Maigret fram og sett ist niður á dauðan trjábút. Hann tók af sér hattinn, þerraði enni sitt ófeiminn, og tók til að troða í pípu sína, hægt og hugsandi. — Þú ert mikill ’göngugarpur, muldraði hann að lokum. Drengurinn, sem stóð með fæt- uma í kmss eins og ungur hani, og svaraði engu. — Viltu ekki koma og setjast hérna hjá mér? — Mig langar ekki að setjast. — Ertu reiður? Jean-Paul skotraði til hans aug- unum og spurði: —> Hvers vegna? — Mig langaði að tala við þig án þess að móðir þín væri við- ’Stödd. Það er ekki hægt heima hjá þér. Þegar ég sá þig yfir kirkjugarðsvegginn, datt mér í hug að þarna væri tækifærið kom- ið. Hann hafði langar þagnir milli setninganna, til að hræða ekki barnið. — Hvað varstu að 'horfa á? — Eólkið. — Þú getur ekki hafa horft á það all't í einu. Ég er viss um, að þú varst a ðhorfa á einhvern 'Sérstakan. Er það rétt? Jean-Paul gerði hvorki að játa þessu né neita. — Ferðu oft í kirkju? —• Nei. — Hvers vegna ekki? — Af því að foreldrar mínir fara ekki. Samtalið hefði orðið auðveld- ara, ef um fullorðinn mann hefði verið að ræða. Það var svo langt síðan Maigret hafði verið barn. Hasn átt engin börn. En hann varð að reyna að sjá hlutdna frá sjónarhóli þessa drengs. — Sagðir þú móður þinni að þú værir að fara út í morgun? — Nei. — Vildirðu ekki að hún vissi það? — Hún hefði ekki lofað mér að fara. — Svo að þú beiðst þangað til hún var farin upp, svo að þú gæt- ir læðst út? Og þú fórst eftir hlið- arstigunum? — Mig langaði til að sjá. — Hvað? það var ekki fólksfjöldinn, eða það. Hann mundi eftir kyrilinum, sem hafði Másið út í vindinum og krossinum, sem Marcel hafði borið, hann minntist þess tíma, þegar hann hafði verið tæplega sjö ára og dauðlangað til að vera kórdrengur. Hann hafði orðið að bíða í tvö ár. Þá hafði verið kom- ið að honum að bera silfurkross- inn og skokka til kirkju'garðsins á undan líkíýlgdinni. — Langaði þig til að sjá Mar- cel? Hann sá drenginn hrökkva við, sá undrun hans yfir að fullorð- inn maður skyldi geta getið sér til um hugsanir hans. — Hvers vegna er Marcel ekki vinur þinn? — Ég er ekki vinur neins. — Líkar þér ekki við neinn? — Ég er sonur skóliastjórans, ég var búinn að segja yður það. — Vildirðu heldur vera sonur járnsmiðsins, eða sýslumannsins, eða sonur einhvers bóndans? — Ég sagði það ekki. Það var mikilvægt að gera hann ekki hrœddan, þvi að hann mundi vera vel vís til að þjóta af stað aftur. Samt var það ekki aðeins faræðslan við að Maigret mundi ná honum, sem hélt honum kyrrum þarna. Hann gat hlaupið hraðar en lögregluforinginn. Gat það ver- ið, að hann fyndi til léttis núna þegar þeir stóðu augliti til aug- litis? Var það mögulegt, að djúpt í hjarta sínu bæri hann leynd'ar- mál, sem hann þráði að tala um við einlhvem? — Viltu ekki setjast núfaa? — Ég vil frekar standa. ÚTVARPIÐ í dag Laugardagur 24. des. Aðfangadagur jóla 7.00 Morgunútvarn 12.00 Há- degisútvarp. 12.45 Jóla- kveðjur til sjómanna á hafi úti. Eydís Ey þórsdóttir les. 14.30 Vikan fram undan Har^ldur Ólafsson dag- skrárstjóri og Þorkell Sigur björnsson tónlistarfulltrúi kynna jóladagskrána fram til áramóta. 15.00 Stund fyrir börn in. Baldur Pálmason les jóla- sögur. 16.00 Veðurfregnir. Jóla Iög frá ýmsum löndum. 16.30 Fréttir. Framhald jólakveðja til sjómanna (ef með þarf). (Hlé). 18.00 Aftansöngur í Dómkirkj- unni. Prestur: Séra Óskar J. Þorláksson. Organleikari: Dr. Páll ísólfsson. 19.00 Tónleikar. 20.00 Orgelleikur og einsöngur í Dómkirkjunni. Við orgelið: Dr. Páll ísólfsson. Einsöngvar ar: Margrét Eggertsdóttir og Jóhann Konráðsson. 20.45 Jóla- hugvekja. Séra Sigurður Páls son vígslubiskup talar. 21.00 Orgelleikur og einsöngur í Dómkirkjunni — framhald. 21. 30 Veðurfregnir. „Með vísna- söng ég vögguna þína hræri“ Lárus Pálsson og Ingibjörg Stephensen lesa helgiljóð. 22.00 Kvöldtónleikar: Hátíðleg tón list eftir Handel. 23.25 Guðs- ajónusta í Dómkirkjunni á jóla nótt. Biskup íslands, herra Sig urbjörn Einarsson, messar. Söngfólk úr Liljukómum syng ur. Guðjón Guðjónsson stud. theol. leikur á orgelið. einnig í 5 mínútur á undan guðsþjón ustunni. 00.30 Dagskrárlok. Sunnudagur 25. desember Jóladagur. 10.45 Klukknahringing Blásara septett leikur jólalög 11.00 Messa í Hallgríms- kirkju Prest- ur: Séra Ólafur Skúlason. Kór Bústaðasóknar syngur. Organ- leikari: Jón G. Þórarinsson. 15 15 Miðdegistónleikar. 17.()0 „Fyrirgefning“, smásaga eftir Einar H. Kvaran. Ævar R. Kvaran leikari les. 17.30 Við jólatréð: Barnatími í útvarps- sal. Anna Snorradóttir stjórn- ar. 19.00 Fréttir. 19.30 ,Gleði- leg jól!“ Frumflutt kantata eft ir Karl O. Runólfsson. Ruth Little Magnússon Liljukórinn og Sinfónuíuhljómsveit ís- lands fíytja. Stjórnandi: Þor- kell Sigurbjörnsson. 19 50 Jóla gestir Fjórir rithöfundar leggja útvarpinu til efni 1 ljóðum og lausu máli: Dr. Einar Ól. Sveinsson, Guðmundur Böðvars son, Guðmundur G. Hagalín og Jón úr Vör. 21.00 Friðþjófs saga Söngvar eftir Berndt Chur sell við kvæði eftir Esaias Tégn er í þýðingu Matthíasar Joch- umssonar. Vilhj. Þ. Gísalson út- varpsstjóri segir frá söguljóð- inu höfundi þess og þýðanda Flytjendur: Hanna Biarnadótt ir, Magnús Jónsson. Guðmund ur Jónsson. Kristinn Halisson og félagar úr Fóstbræðrum. Með framsögn fer Baldvin Hall dórsson. Stjórnandi. Ragnar Björnsson. Undirleikari: Guð- rún Kristinsdóttir. 22.00 Veður fregnir. ,;Þegar ég endurfædd- ist‘‘ Dr Steingrímur J. Þor- steinsson prófessor flytur erindi. 22.25 Kvöldtónleikar. Sinfónía nr. 5 op. 67 eftir Lud- wig van Beethoven. Columbíu hljómsveitin leikur; Bruno Walter stj. 23.00 Dagskrárlok. Mánudagur 26. desember Annar dagur jóla 9.00 Fréttir 9.10 Veðurfregnir 9.25 Morguntónleikar 11.00 Messa í Laugarneskirkju. Prest ur: Séra Garðar Svavarsson Organleikari: Gústaí Jóhannes son. 12.15 Hádegisútvafp 13 05 Úr sögu 19. aldar Magnús Már Lárusson prófessor flytur ’ erindi um kirkjuna. 14.00 Mið- degistónleikar: „Jeppi“, gaman ópera eftir Geirr Tveitt. byggð á samnefndu leikriti Ludvigs Holbergs. 16.00 Veðurfregnir. Jólakveðjur frá fslendingum erlendis. 17.00 f Þjóðleikhúsinu Barnatími: Leikritið: „Dýrin í Hálsaskógi" eftir Thorbjörfa Egner, sem hefur einnig samið tónlistina. 18.35 Tilkynningar 19.00 Fréttir. 19.30 Þrjár ís- lenzkar söngkonur syngja jóla lög frá ýmsum löndum 20.15 Jólaleikrit útvarpsins ,,Solness byggmgarmeistari“ eftir Hen- rik Ibsen. Þýðandi: Ámi Guðna son. Leikstjóri: Gísli Halldórs son. 22.30 Fréttir og veður- fregnir. 22.40 Jóladansleikur út varpsins. 24.00 Veðurfregnir. 02.00 Dagskrárlok. Þriðjudagur 27. desember 7 00 Morgunútvarp 12.00 Há- degisútvarp 13.15 Við vinnuna. 14.40 Við, sem heima sitjum 15.00 Miðdegisútvarp 16.00 Síð degisútvarp 16.40 Útvarpssaga barnanna: ,,Hvíti steinninn“ eftir Gunnel Linde (1) 17.00 Fréttir. Jólakveðjur frá íslend ingum erlendis. 18.20 Veður- fregnir. 18.30 Tilkynningar 18. 55 Dagskrá kvöldsins og veður fregnir. 19.00 Fréttir 19.20 Til kynningar. 19.30 Ljótur leikur í fögru landi Árni Gunnarsson fréttamaður flytur erindi frá Víetnam. 19.50 Lög unga fólks ins Hermann Gunnarsson kynn ir. 20.30 Útvarpssagan: „Trúð arnir“ (6) 21-00 Fréttir og veð urfregnir 21.30 Víðsjá Þáttur um menij og menntir. 21.45 Sjötta Schumanns-kynning út- varpsins 22.05 „Jólakertið litla“ smásaga eftir Johannes Kristi ansen. Jón Aðils leikari les. 22. 30 Finnska útvarpshljómsveitin leikur létta tónlist, þarlenda. 2250 Fréttir í stuttu máli. Á hljóðbergi. Bjöm Th. Bjöms- son listfræðingur velur efnið og kynnir: Selma Lagerlöf les Ett barndomsminne“ (Flutt í sænska útvarpið og hijóðritað á þriðja dag jóla 1936). Sven- Bertil Taube syngur úr pistl um Fredmans eftir Bellman. 23.35 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.