Tíminn - 24.12.1966, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.12.1966, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 24. doscmbcr 1966 m TIMINN 19 vitmgamir hafa verið Zara- þústratrúar. í guðspjöllunuin segir, að vitringarnir hafi fært Jesú- baminu gull, reykelsi og myrru, en á hinn bóginn seg- ir ekkert frá þvi, bve margir þeir voru. Til foma voru þeir álitnir hafa verið milli 2-12 talsins, en S Vesturlöndum hefur það lengi verið til siðs að telja þá þrj'á, og sagan hefur gefið þeim nöffnin Gasp- ar Melehior og Balthazar. Á Fæðingarkirkjunni í Betlehem sem reist var á 4. öld fyrir Krist, þar máluð mynd af þremur vitringum í persnesk- um klæðum. Rúmri öld síðar, óðu Persar um landið helga með báli og brandi og eyði- lögðu þar aHar kirkjur, en er þeir sáu fyrmefnda mynd í Pæðingarkirkjunni urð,u þeir stoltnir mjög og létu kirkjuna í friði. Á Austurlöndum heffur hins vegar aldrei verið kveð- ið neitt á um, hversu margir vitringamir vou í raun og veru, og nöfn hafa þeir þar yfirleitt engin. ‘Þrettándahátið m er heldur ekki helguð þeim eingöngu þar eystra, nú á dög- um, hún er fremur tengd sidm krists og hinu fyrsta kraftaveiiki. Á þrettándadags- kvöld er til siðs að blessa ár, vötn og höf með því að dýfa þar krossum niður. Sagan um jólasveininn, sem kemur á jólanótt með gjafir handa hörnunum, hefur verið tengd jólunum um langan ald- ur. Talið er, að sagan um jóla sveininn byggist á þjóð- sögu rnn raunverulegan mann — heilagan Nikulás, en svo nefnist jólasveinninn víða. Nikulás var biskup í Myra í Lyciu á tímum Diocletians keisara, eða seinni hluta þriðju aldar. Keisari þessi of- sótti kristna menn, og Niku- lás var pyntaður og ofsóttur fyrir trú sína þar til Konstan- tín varð keisári. Sögur herma, að hann bafi setið á kirkju- þinginu í Nicaea, þótt Aþanas- ius, sem þekkti alla þá biskupa sem merkir þóttu, neffni hvergi natfn hans. Fyrstu merkin um dýrkun á Nikulási er kirkja, sem Just- inian keisari í Konstantínópel byggði. Á 9. öld birtist fyrst nafn Heilags Nikulásar í píslavotta- frásögnum, og í byrjun 11. aldar er farið að byggja kirkj- ur honum til heiðurs á Vestur- löndum. Árið 1087 tóku íbúar Bari í Apulíu sig til og sendu út leiðangur, sem gróf upp lík Nikulásar og.flutti það til Bari og reistu honum til heið- urs nýja kirkju. Var þetta upp haf að vinsælum pílagrimsferð um þangað. Heilagur Nikulás er kenndur við einar 400 kirkj ur í Bretlandi og hann er þjóð ardýrlingur Rússlands, sérleg- ur verndari barna, mennta- manna, kaupmanna og sjó- manna. Hann hefur oftast verið málaður með þrjú börn við hlið sér. Sagan segir, að eitt sinn hafi dýriingurinn gefið þrem dætrum fátæks manns heima- mund, svo þær þyrftu ekki að lifa í skömm. Þetta er talið upphaf þess gamla siðar, að gefa leynilega gjafir á kvöldi hins heilaga Nikulásar, sem síðar var flutt yfir á jólanótt- ina. Blaðið Neesweek vill meina að útlit jólasveinsins — hyíta skeggið, ístran o.s.frv. — hafi til orðið í kvæði, sem maður að nafni Dr. Olement Moore í New York hafi samið árið 1822. Er jólasveininum og gerð um hans þar ítarlega lýst. Mun Moore hafa samið þetta kvæði til þess að skemmta börnum sínum, sex að tölu. Kertin, sem ómissandi eru um ihver jól, voru þekkt meðal frumstæðra þjóða. í formum egypzkum grafreitum við The- bes má sjá myndir af keilu- mynduðum kertum í stjökum, sem líkjast mest diskum. Á Krít 'hafa fundizt kertastjakar, sem taldir eru frá árinu 3000 fyrir Krist. Rómverjar höfðu kerti og hafa kertahlutar fund izt allt frá 1. öld eftir Krist í Vaison, í nánd við Avignon í Frakklandi. Fátæklingar i Evrópu höfðu ekki ráð á að lýsa upp húsa- kynni sín með kertum, þrátt fyrir það, að þau væru víðast hvar notuð til slíks þegar á miðöldum. Tólgarkerti notuðu þeir, sem minna máttu sín, en vaxkerti þóttu fínni og voru dýrari. Til að byrja með voru öll kerti gerð í heimahúsum, en þegar borgir fóru að myndast breyttist þetta_ og kertagerð varð að iðn. Á 13. öld fóru tólgarkertamenn í Paris hús úr húsi og gerðu kerti samkvæmt óskum húsbænda. Greinarmundur var gerður á tilbúningi tólgar og vaxkerta, eins og hvað bezt kemur í Ijós af þvi, að í París voru tvö félög kertamanna starfandi, í öðru félagihu voiu þeir, sem tólgarkerii gerðu, en í hinu vaxkertagerðarmennirnir. í upphafi voru kerti gerð með því móti, að dýfa kveik niður í tólg, þegar um tólg var að ræða, en hella vaxi á kveikinn, ef unnið var úr því efni. Það var ekki fyrr en á 1'5. öld, að kerti voru gerð í formum, en það var þó aðeins hægt, ef um tólgarkerti var að ræða, þar sem vaxkerii urðu ekki nægilega góð, ef þau voru steypt í mótum. Kerta- gerðin tók stöðugum framför- um allt fró á 19. öld, en þá kom efnafræðin til sögunnar og hafði mikil áhrif á þennan aldargamla iðnað. Franskur efnafræðingur komst þá að raun um, að öll fita var mynd uð úr fitusýrum og glycerini, og með því að kljúfa fituna, og framkvæma efnabreytingar tókst honum að ná fram ster- in, sem er hið fullkomna efni til kertagerðar. Fyrsta kertagerðarvélin var búin til 1834, en síðan hefur tækninni fleygt fram, og vél- arnar em nú eru notaðar við framleiðsluna geta afkast- að rnörg hundruð kertum á kluktoustund, en stjórna þartf nákvæmlega hitanum, og einn- ig því, hversu hröð kælingin er við kertagerðina. Kerti hafa triíarlega þýð ingu og eru notuð í kirkjum, bæði kaþólskum og Lúthersk- um. En þótt þau séu ekki lengur ómissandi til þess að lýsa upp heimkynui manna, kann fólk vel að meta bjanma þeirra og toeriagerð n^Igast nú stöðugt að verða listgrein.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.