Alþýðublaðið - 19.01.1982, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.01.1982, Blaðsíða 4
alþýðu IHELIL Þriöjudagur 19. janúar 1982 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guömundsson Stjórnmáiaritstjóri og ábm.: Jón Baldvin Hannibalsson. Ritstjórnarfulltrúi: Guðmundur Arni Stefánsson. Blaðamenn: Einar Gunnar Einarsson, Ólafur Bjarni Guönason og Þráinn Hallgrimsson. Útlitsteiknari og ljósmyndari: Einar Gunnar Einarsson. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. Auglýsingar: Sigrfður Guðmundsdóttir. Dreifingarstjóri: Sigurður Steinarsson. Ritstjórn og auglýsingar eru að Siðumúla 11, Reykjavik, simi 81866. Áskriftarsíminn er 81866 Samband málm- og skipasmiöja og Iðnþróunarverkefni SMS: Nýtt uppsláttarrit um innlendan málmiðnað Hinu opinbera er skytt að efla innlenda fram- leiðslu og tækniþróun í innkaupum sínum Nýútkomið cr uppsláttarrit um islenskan málmiðnað þar scm fram koma aðgengilegar upplýsingar um framleiðslu og þjónustufra mboð islenskra málmfyrirtækja. Ekkert slikt rit hefur hingað til verið fáan- legt hér á landi, en hinsvegar Iiafa erlend málmfyrirtæki sent hingað fjölda uppsláttarrita. Að þessu leyti standa nú Islensk fyrirtæki jafnfætis þeim er- lcndu, sem þau oftá tiöum eru i bcinni samkeppni við. Það cru starfsmenn Landssa mbands iönaöarmanna sem önnuðust söfnun gagna í ritið og undir- bjuggu það til prentunar, en ritið má lita á sem hluta af Iön- þróunar verkefni Samhands málm og skipasmiðja, sem hefur verið i gangi i rösk tvö ár. Frá upphafi starfs Iðn- þróunarverkefnis SMS var auð- sætt, að eitt af þvi sem gera þyrfti til að auka markaðshlut- deild islensku málmiðnaðar- fyrirtækja, var aðkoma á fram- færi við notendur og neytendur málm iðnaðar vara sem al- gengustum upplýsingum um það, sem fyrirtækin hefðu fram að færa i þessum efnum. Slikar erlendar upplýsingar er að finna i miklum mæli i fjölda upplýsinga rita og þvi hefur þeirrar tilhneygingar m.a. gætt að beina viðskiptum á þessum sviðum til útlendinga. I Sambandi málm og skipa- smiðja eru nii 332 fyrirtæki og var þvi míkið verk að safna saman á kerfisbundinn hátt upplýsingum um fyrirtækin. Af framansögðu má ráða að verkefnisstjórn Iðnþróunar- verkefnis SMS taldi það hyggi- legt að leggja i þessu upp- sláttarriti megináherslu á þá vöru og þjónustu, sem væri i beinni samkeppni við erlenda aðila eða sem ætla mætti að við- skiptaaðilar vissu ekki um, að væri föl hér á landi. Uppsláttarritið samanstendur af fjórum skrám : Framleiðslu- skrá, þjónustuskrá, verksviðs- skrá og fyrirtækjaskrá. Er þar á kerfisbundinn hátt greint frá framleiðsuvörum, almennri og sérhæfðri þjónustu, fyrir- tækjum og verksviðum þeirra ásamtýmsum gagnlegum upp- hefðbundnu atvinnuvegir munu ekki sjá þessu unga fólki fyrir atvinnu. Iðnaður verður i veru- legum mæli að mæta þessari þörf. Málmiðnaður er um það bil fimmtungur af heildariðnaði landsmanna og er þess þvi tæki til landbúnaðar. Ef miðað er við uppfært verðlag i lok árs 1981 er hlutfall fiskiskipa hæst árið 1977 eða rúmlega helm- ingur af öllu verðmæti innflutn- ingsins. Lægst fer þetta hlutfall árið 1979, þegar það kemst niður i um fimmtung en fer siðan aftur vaxandi árið 1980. Opinber innkaup mál miðnaðarvara Ljóst er að rikisvaldið getur með þvi að beina við- skiptum sinum til innlendra aðila ráðið miklu um þróun i islenskum málmiðnaði á næstu árum. Hið opinbera er lang- stærsti einstaki kaupandi vöru og þjónustu á landinu. Ljóst er að Innkaupastofnun rikisins gegnir geysilega veiga- miklu hlutverki i innkaupum rikisins þó ýmsar stofnanir og fyrirtæki rikisins annist inp- kaup sin að hluta sjálf og kaupi verulegt magn beint. Skrá yfir vöruinnkaup inn kaupastofnunar frá árinu 1977 sýnir að alls námu innkaup stofnunarinnar það árið rúm- lega 3,5 milljörðum g.kr. Sé þessi upphæð framreiknuð til verðlags i lok des. 1981 nemur þessi upphæð 15.5 milljörðum g.kr. og er þó einungis hér um hluta af heildar innkaupum rikisins að ræða. Sé litið á skipt- ingu þessara verðmæta milli innfluttrar vöru og vöru fram- leiddrar hérlendis kemur eftir- farandi i ljós. Súluritið sýnir verðmæti innfluttrar málmiðnaðarvöru. Skyggði hluti súlnanna sýnir verðmæti innfluttrar málmiðnaðarvöru ann- arrar en fiskiskipa. Allar tölur eru færðar til verðlags I lok árs 1981. Innflutningsverðmæti Keypt af innlendum framleiðendum A verðlagi ársins 1977 2.593 millj.g.kr. 952 millj.g.kr. Fært til verðlags i lok árs 1981 11.357 millj.g.kr. 4.170 millj.g.kr. lýsingum um fyrirtækin s.s. um starfsmannafjölda og svo frv. \ukin inarkaðshlut- deild — meiri atvinna íslensk málmiðnaðarfyrir- tæki stefna að aukinni markaðs- hlutdeild. Mjög aukið eftirlit innan fyrirtækjanna ásamt könnunum á arðvænlegum við- fangsefnum, mun leiða i ljós hvaða verkefni eru fýsileg til framleiðslu og hver standa ekki undir kostnaði. Ljóst er að sam- keppnin á málmiðnaðarmark- aðnum mun harðna verulega á næstunni og til að standast hana, þarf m.a. að hefja um- fangsmiklar markaðsaðgerðir tilað skapa grundvöil fyrir betri stöðu fyrirtækjanna gagnvart erlendri framleiðslu. Ljóst er, að þúsundir ung- menna munu bætast við á vinnumarkaðinn hér á landi á næstu árum. Vitað er að hinir vænst að hann taki við nýju starfsfólki i samræmi við það. Þá kröfu verður einnig að gera, að hann geti boðið þessu vinnu- afli upp á samkeppnishæf laun og kjör. Samkvæmt spám, sem gerðar hafa verið, þarf að skapa 2000 ný störf i islenskum málm- iðnaði á næstu 10 árum, en forsenda þess að slikttakist, er aukin markaðshlutdeild málm- iðnaðar innanlands og aukinn útflutningur. Þess má geta, að markaðshlutfallið innanlands um þessar mundir er tæp 70%. Fiskiskip og vönir til sjávarútvegs stór hluti innflutnings Stærstu flokkar innflutnings málmiðnaðarvara á árunum 1977-80 eru fiskiskip, katlar, tankar, pipur, hús og hurðir, ymis- búnaður til sjávarútvegs og fiskvinnslu, ýmsar vindur og skilvindur og ýmsar vélar og Ef einungis eru teknar þær vörur sem islensk málmiðnaðarfyrir- tæki framleiða í dag og gætu framleitt á næstu árum kemur eftirfar- andi í ljós: A verðlagi F®rt til verðlags ársins 1977 Iloksársl981 4.600 millj.g.kr. 460 millj.g.kr. Innflutt málmiðnaðarvara 1.050 millj.g.kr. Keypt af innlendum framleiðendum 105 millj.g.kr. Af þessu má sjá að verulegur hluti opinberra innkaupa er i dag af erlendum uppruna. Meginmarkmiðið hlýtur þvi að vera að auka sem mest hlut- deild innlendra fyrirtækja i vöruinnkaupum á vegum hins opinbera. Þó að þær upphæðir sem hérkoma framsýnistþegar á heildina er litið e.t.v. ekki mjög háar er vertað minna á að hér er einungis um hluta þeirra vöruinnkaupa að ræða, sem eiga sér stað á vegum hins opin- bera þvieins og fram kemur hér að framan, sjá ýmsar stofnanir og fyrirtæki hins opinbera um verulegan hluta af vöruinn- kaupum sinum, svo sem Póst- og si'mamálastjórn, Vita- og hafnarstjórn, Rarik Orkustofnun, Rannsóknar- stofnanir atvinnuveganna, Iðn- tæknistofnun Islands, Háskóli Islands o.fl. Samband málm og skipa- smiðja vekur á þvi athygli, að það sé eðlileg krafa islenskra fyrirtækja, að þau hagi inn- kaupum sinum þannig að þau efli innlenda framleiðslu og stuðli að tækniþróun i landinu. Þetta megi gera án þess að ganga á viðskiptaleg markmið. Bolabás Já og svo var það hann Denni samningaráð- herra með meiru, sem var alitaf að tala um að telja niður... var hann ekki talinn upp í siðustu viku. Á RATSJÁNNI FRAMFARIR „Það er einn liðurinn i hug- myndum okkar. Við verðum að taka út liði þannig að útkoman verði sanngjörn. T.d. að taka meira tillit til óhagstæðra við- skiptakjara en nú er gert. Það hefur svo oft verið sagt, að hluta viðurkennt að laun geta ekki hækkað hér þegar olia hækkarer- lendis. 1 vísitölunni höfum við lika liði svo sem innlenda orku, þar sem við erum að gera stórt átak til að bæta afkomu almennings með hitaveitu og orkufram- kvæmdum. Það er f rauninni stór- undarlegt að þetta skuli vera i visitölu, ekki sist þegar þess er einnig gætt að orkufyrirtækin eru öll i eigu þessa sama almennings sem færkauphækkun þegar orku- verð hækkar.” Þetta segir sjávarútvegsráð- herrann, Steingrimur Hermanns- son, i viðtali við Timann á laugar- í ÞAKGERÐ daginn. Stórmerkilegt! Og i sjónvarpinu á föstudags- kvöldið hét Ingólfur Ingólfsson þvi, að hvað sem á dyndi, myndi hann halda áfram að tala við Steingrim eins og við vitiborinn mann. Hvilik þrákelkni! Það var hinsvegar gaman að lesa frásögn Steingríms i Timanum af hugmynd um Fram- sóknarmanna, sérlega, eftir að hann hafði lýst þvi yfir við Moggann, að honum dytti ekki i hug að segja frá einni einustu þeirra. Það var einnig traust- vekjandi að heyra Steingrim ræða nauðsyn þess, að „lakka” verðbólguna, og var ekki annað að heyra á viðmælendum hans i sjónvarpssai, að þeir skildu það vei, og styddu jafnvel af heilum hug, að verðbólgan yrði „lökkuð”. Enda sjálfsagt! Þegar búið er að „lakka” verðbölguna, má búast við þvi, að hún endist betur á eftir. Þá ræðir Steingrimur i Tima- viðtalinu nokkuð tækninýjungar i verðbólguvörnum. Hann segir m.a.: „Þá er að athuga hvernig verðlagsmálum verðiháttað. Þar erum við með ákveðin þök eða viðmiðunarmörk ársfjórðungs- lega. Þvi á að halda áfram, en hinsvegar að færa þetta inn i meira nútimahorf og ég vona að það geti náðst samstaða um slikt og jafnvel orðið til verðlækkunar. Þar þurfum við einnig að vinna á.” Þar er Þagall formanni Framsóknarflokksins hjartan- lega sammála, og telur hér orð i tima töluð, svo ekki sé meira sagt. Við þekkjum það öll hversu sorgleg húsbyggingasaga Islend- inga , hefur verið allt frá upphafi byggðar hér á isaköldulandi. Vitur maður hér i bænum flokkaði fyrir nokkru siðan alla húsagerðarmenn i'fjóra flokka 1) tveggjatil fjögurra fata menn. 2) fjögurra til sex fata menn. 3) sex til átta fata menn. 4) átta fata menn og meira. Fötur þessar, sem notaðar eru til viðmiðunar I flokkuninni, eru þær fötur, sem nota þarf til að forða innbúi f inna húsa frá skemmdum vegna þak- leka. Og öll vitum við og höfum vitað lengi, að visitöluþökin eru lek! Það er löngu kominn tfmi til að ganga frá þeim á nútimalegan hátt, svo þeim megi treysta og ai- menningur i landinu, sauð- svartur, og bláfátækur launþega- lýður þessa lands, geti treyst þvi, að þegar hann er einusinni kom- inn i skjól undir visitöiuþakinu, geti hann þó allavega treyst þvi að hafa allt sitt á þurru þar undir, þó ekki verði þar endilega mikill vöxtur. Bætum visitöluþakið með Steingrimi! —Þagall

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.