Alþýðublaðið - 06.03.1982, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.03.1982, Blaðsíða 2
Laugardagur 6. mars 1982 2------------RITSTJÓRNARGREIN-------------- AF RITSTJÓRUM MORGUNBLAÐSINS OG RAUÐU STJÖRNUNNI Allóvenjulega frétt var að finna „í blaði allra landsmanna", Morgunblaðinu fimmtudaginn 4. mars s.l.. Þar var f rá því greint, að Rauða stjarnan dagblað hersins í Sovétríkjunum hafi nýlega birt óvænta frétt af ástandinu í Afganistan. I fréttinni er opinská lýsing á lifinu hjá rússneskum hermönnum og þeim hörm- ungum, sem þeir þurfa að horfa upp á í baráttunni við andstæðinga stjórnarinnar. Hin mannlega eymd óbreyttra borgara, sem dregnir eru inn í hildarleik borgarastríðs er gerð að umtalsefni í fréttinni. Að mati þeirra Morgunblaðsmanna þykir þessi frétt Rauðu stjörnunnar" óvenju mannleg ef mið er tekið af skrifum sovéskra blaða." Það er illt að þurfa að benda þeim Morgunblaðs- mönnum á, að í þessu dæmi geta þeir sitthvað lært af ritstjórum Rauðu stjörnunnar. Það verður nefnilega ekki sagt um fréttaskrif Morgunblaðsins af borgara- stríðinu í El Salvador, að þar f ái að birtast hin mann- lega hlið átakanna. Dag eftir dag hefur Morgunblaðið birt fréttafrá- sagnir og umsagnir af gangi mála i El Salvador. í þessum skrifum er þess vandlega gætt að færa þau í þann búning, sem hentar áróðursmaskfnu Bandaríkj- anna. „Skæruliðaher El Salvador stjórnað að utan", er haft eftir Alexander Haig í flennifyrirsögn á for- síðu Morgunblaðsins á miðvikudag sl. án þess þó að nokkur rök séu færð fyrir þessari fullyrðingu. Heim- ildirnar eru frá leyniþjónustu Bandaríkjanna CIA. r Afimmtudag er aftur slegið upp stórfrétt, ákalli Jóse Napoleons Duartes, forseta El Salvador, sem ber ábyrgð á einhverjum mestu f jöldamorðum síðari ára. Forsetinn ákallar allar lýðræðisþfóðir heims til stuðnings við lýðræðið. Forsetinn hefur þó ekki virt lýðræðið meira en svo í sínu heimalandi, að hann hef- ur bannað alla andstöðu og aðra stjórnmálaf lokka en sinn eiginn og sannkallaða fasistaflokka hægri manna. Er það þetta lýðræði sem Morgunblaðið vill hampa á forsiðum sinum dag eftir dag? Ákalli Duartés á síðum Morgunblaðsins er vart hægt að líkja við annað en hræðilega martröð. „Okkar bar- átta er ekki aðeins í El Salvador, heldur f yrir lýðræðið alls staðar í latnesku Ameríku", segir Napoleon Duarte. Hvers konar lýðræði á hann við? Lýðræði eins og i Chile, þar sem stjórnarandstæðingar hafa horf ið eða verið myrtir þúsundum saman, á síðustu árum? Eða er hann máski að tala um lýðræði í eigin landi, sem byggist á vopnuðum sveitum öryggislögreglu og dauðasveita, er taka lögin i sínar hendur eftir að dimma tekur. Hverjum er Morgunblaðið að þóknast með þessum fréttaf lutningi? Vitaðer að fréttasendingar frá El Salvador verða nú óáreiðanlegri eftir því sem átökin í landinu f ærast í aukana. Sérstök ástæða er til að taka fréttum frá Hvíta húsinu með f yrirvara. Það er af knýjandi nauð- syn, sem f jölmörg blöð í Evrópu og víðar hafa sent sina eigin fréttamenn til landsins til að f lytja fregnir af ástandinu. Á Norðurlöndum eru blöð uppfull af f regnum f rá El Salvador. Það eru ekki fréttir f rá for- setaskrifstofu landsins eða Alexander Haig. Menn vita hvaðþeir f uglar syngja. Þaðeru fréttir af fólkinu i landinu, þeim hildarleik og mannlegum örlögum sem tengjast þessu blóðbaði. Það eru f réttir af börnum og ungmennum sem horf a upp á misþyrmingar og morð á foreldrum sínum. Það eru fréttir sem sýna okkur hina manniegu hlið átakanna, þá hlið sem Morgun- blaðinu hef ur nánast alveg láðst að birta landsmönn- um. Blöð jafnaðarmanna í Evrópu og ekki síst á Norð- urlöndum, hafa sinnt fréttaflutningi af strfðinu í El Salvador af miklum áhuga. Þau hafa f lest ekki dregið dul á samúð sína með almenningi oa fvrirlitninau sína á hernaðarstuðningi stjórnarinnar í Washington við þá ógnarstjórn, sem fer með völdin í El Salvador. Viðhorf almennings og stjórnmálamanna i þessum löndum mótast því orðið verulega af sönnum frétta- flutningi, sem ekki liggur gegnum Hvíta húsið á leið sinni til Evrópu. Það er ógæf a okkar, að stærsta og víðlesnasta blað landsins skuli halda að landsmönnum falskri mynd af því sem er raunverulega að gerast i El Salvador. Von- andi vilja ritstjórar Morgunblaðsins ekki vera eftir- bátar kollega sinna á Rauðu stjörnunni, dagblaði Rauða hersins, og fara að flytja okkur „hina mann- legu hlið " átakanna í El Salvador. Jfe RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSPÍTALINN SÉRFRÆÐINGAR (2) i kvensjúkdóma- fræðum og fæðingarhjálp óskast til starfa frá 1. mai n.k. eða eftir samkomulagi. Til greina kemur ráðning i hlutastarf. Umsóknir er tilgreini náms- og starfsferil sendist stjórnarnefnd rikisspitalanna fyrir 5. april n.k. Upplýsingar veita yfir- læknar Kvennadeildar i sima 29000. AÐSTOÐARLÆKNIR óskast á lyf- lækningadeild frá 1. april n.k. til 1. árs. Umsóknir er greini nám og fyrri störf sendist Skrifstofu rikisspitalanna fyrir 25. mars n.k. Upplýsingar veita yfiriæknar lyf- lækningadeildar i sima 29000. KLEPPSSPÍTALINN Lausar eru til umsóknar sex stöður GÆSLUMANNA við Kleppsspitalann. Umsóknir berist Skrifstofu rikisspital- anna fyrir 25. mars n.k. Upplýsingar veitir starfsmannastjóri i sima 29000. Reykjavík, 7. mars 1982, RÍKISSPÍTALARNIR. Mælingaverkfræðingur Varnarliðið á Keflavikurflugvelli óskar að ráða mælingaverkfræðing á Verkfræði- skrifstofu Varnarliðsins. Byggingaverkfræðingur með starfs- reynslu i landmælingum kemur einnig til greina. Mjög góðrar enskukunnáttu kraf- ist. Umsóknir sendist Ráðningarskrifstofu Varnarmáladeildar, Keflavikurflugvelli, eigi siðar en 19. mars 1982. Nánari upplýs- ingar veitir Ráðningarskrifstofa Varnar- máladeildar i sima 92-1973. Landmælingar íslands KORTADEILD Staða kortateiknara er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Æskilegt er að umsækjandi hafi lokið prófi i tækniteiknun. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist Samgönguráðuneyt- inu fyrir 29. mars 1982. Nánari upplýsingar gefur deildarstjóri Kortadeildar, Svavar.Berg Pálsson. Tilboð óskast i að steypa upp og fullgera geymsluhús við Lögreglustöð á Akranesi. Stærð 85 íermetrar, 248 rúmmetrar. Útboðsgagna má vitja á Verkfræði- og teiknistofuna s/f Kirkjubraut 40 Akranesi gegn 500 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtu- daginnl8.marsn.k. Bæjarfógetinn á Akranesi. lítboð FLOKKSSTARI Akureyri Fundur vqrður haldinn i anna laugardaginn 6. mar Stjórnin. Akureyri Kvenfélag Alþýðuflokks laugardaginn 6. mars kl. Félagskonur mætið vel o Stjórnin. FUJ-Reykjavil Félag ungra jafnaðarms sinn fyrir árið 1982 í Iðnó ' mars klukkan 20.30. Venjuleg aðalfundarstöi önnur mál. Félagar fjölmennið. Stjórnin. Kópavogsbúai Skrifstofa Alþýðuflc 7 verður opin virkí laugardaga og sunn 44700. Alþýðuflokksfélögin Alþýðuflokksl Hafnarfirði Arshátið Alþýðuflokksféla daginn 6. mars i Gaflinur með borðhaldi kl. 7.30 e.h Allir velkomnir. Miðapantanir og nánari u Arui Ujörleifsson, s. 52453 Klin Harðardóttir, s. 52911 Valgeröur Guðmundsdóttii Alþýðuflokksfélögin Hafna Prófkjör í Mosfe Prófkjör Alþýðuflokksfé bjóðenda i þrjú efstu sæ sveitarstjórnarkosningarn fram dagana 13. og 14. mai stendur kjörfundur yfir frá Frambjóðendur eru þei 11—3. sæti listans Gréta Aðalsteinsdóttir tanga 59. Sigurður R. Simonarsi 20. 12—3. sæti listans Bryndis Öskarsdóttir, h Oddur Gústafsson, hljói 1 3. sæti listans: Grétar Snær Hjartarsi tanga 30. Georg H. Tryggvason, 1 32. Rétt til þáttöku i próf lögheimili i Mosfellssveit kjördegi hinn 22. mai n. öðrum stjórnmálaflokki. Niðurstöður prófkjörsim listanum ef frambjóðandi kvæðamagns sem félagið kosningum. Til þess að atkvæði sé sætin. Upplýsingar um rétt ti fundar veitir formaður kjc yfirverkstjóri, Markholti £ Grindavík Alþýðuflokksfólk c prófkjör Alþýðuflc n.k. kl. 10.00 — 22 Ákveðum öll skipa Stjórnin

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.