Alþýðublaðið - 10.03.1982, Qupperneq 3
Miðvikudagur 10. mars 1982 Miðvikudagur 10. mars 1982
3
Árásirnar á Sjöfn
- Svo virðist sem alvarlegur kosningageigur hafi
heltekið samstarfsaðila Alþýðuflokksins í borgar-
stjórnarmeirihlutanum í Reykjavík. Það er skiljan-
legt. U.þ.b. helmingur félaganna lét sig vanta í for-
valið hjá Sigurjóni, að sögn flokkskontórsins vegna
fjöldaumsagna um vegabréfsáritun til Bandaríkj-
anna. Og sjálfstætt kvennaframboð vofir yfir rauð-
sokkadeildinni eins og demoklesarsverð. Og Jósteinn
prófkjörssigurvegari velkist eins og bögglað roð fyrir
brjóstinu á uppstillingarnefnd Framsóknar. Þeim
mun neðar sem honum er stjakað eftir listanum, ger-
ist hann grinagtugari, og segist ævinlega vera í
baráttusætinu, hvort (aað er númer fimm eða níu
skipti ekki meginmáli. En framsóknarmönnum er
ekki skemmt, fremur en Viktoríu drottningu forðum.
Hvort sem uppákoman út af svokallaðri stjórn-
kerfisnefnd var sett á svið af einskærum kosninga-
hrolli eða ekki, er hún jafnfráleit. Tilgangurinn er
augljóslega sá að reyna að koma höggi á Sjöfn Sigur-,
björnsdóttur. Hún er sökuð um hyskni í starf i og skróp
á nefndarfundum, sem hafi leitt til þess að stjórn-
kerfisnefnd var lögð niður.
Staðreyndin er sú, að Sjöfn hafði mætt á 14 af 16
fundum nefndarinnar þegar Framsóknar- og Alþýðu-
bandalagsmenn ákváðu einhliða, að leggja niður
nefndina. Þar með höfðu þeir, án nokkurs samráðs,
ákveðið að slíta samstarf meirihlutaaðilanna í þessu
máli, eins og Sigurður E. Guðmundsson, borgar-
f ulltrúi, lýsir þvi. Það var þeirra ákvörðun, og þeirra
einna. Það er beinlínis lítilmannlegt að ætla að varpa
ábyrgð af eigin gerðum yf ir i samstarf saðila, með því
að bera hann upplognum sökum um vanrækslu í
starf i.
Kjarni málsins er þessi: Stjórnkerfisnefnd undir
formennsku framsóknarmannsins Eiriks Tomas-
sonar, hef ur haldið sautján fundi frá því hún hóf störf
á árinu 1980. Allt fram á seinustu fundi var hún að
kalla f yrir sig ýmsa embættismenn borgarkerf isins fil
skrafs og ráðagerða. Það var ekki fyrr en á 14. f undi
sem tillaga var gerð um f jölgun borgarf ulltrúa úr 15 í
21 og var það mál þó á kosningastefnuskrá allra
meirihlutaf lokkanna.
Á 15. fundi nefndarinnar lagði Sjöfn Sigurbjörns-
dóttir fram tillögur um stofnun skólaráða við alla
grunnskóla borgarinnar. Á næstseinasta fundi
nefndarinnar lagði Adda Bára Sigf úsdóttir fyrst f ram
tillögur frá Alþýðubandalaginu um aukna miðstýr-
ingu í ráðum og nefndum. Næsti fundur er ekki
haldinn f yrr en tæpum f jórum mánuðum seinna, og þá
til þess eins að leggja nefndina niður, að Alþýðu-
flokksmönnum forspurðum.
Sjöfn Sigurbjörnsdóttir hef ur gert skýra grein fyr-
ir sinni afstöðu. í fyrsta lagi sýnist hæpið úr því sem
komið er að borgarf ulltrúar, sem missa umboð sitt
frá kjósendum eftir nokkrar vikur, séu að samþykkja
gagngerar breytingar á starfsháttum borgarstjórnar
undir lok kjörtímabilsins. Eðlilegra verður að teljast,
að nýr meirihluti, sem tekur við að loknum kosningum
í vor, taki endanlega ákvörðun i þeim efnum. Hins
vegar væri nýr meirihluti betur undir það búinn að
taka ákvörðun í málinu, ef stjórnkerf isnefnd hefði
lokiðstörfum með eðlilegum hætti.
I annan stað hefur Sjöfn Sigurbjörnsdóttir lýst sig
andvíga tillögugerð Alþýðubandalagsins. Hún gengur
helzt út á það að borgarráðsmenn taki yfir for-
mennsku fleiri nefnda og ráða. Hún stefnir því ad
aukinni miðstýringu og samþjöppun valds í höndum
helztu f lokkspótíntáta. Hún stef nir í þveröf uga átt við
yfirlýsta stefnu jafnaðarmanna um meiri valddreif-
ingu og virkara lýðræði. Um það gat þvi ekkert sam-
komulag orðið. Hins vegar ber minna í milli Alþýðu-
flokksmanna og Framsóknarmarína. Milli þeirra er
ágreiningurinn um vinnubrögð.
i ræðu sinni í borgarstjórn lýsti Sjöfn kynnum sínum
af mjðstýrðu stjórnkerfi, áþekku því sem Alþýðu '
bandalagsmenn mæla nú með, i sveitarstjórnum sums
staðar á Norðurlöndum. „Það hefur viðhaldið klíkum
og jaf nvel heilum ættum á valdastólum svo áratugum
skiptir, og í einum bæ jafnvel f hundrað ár. Er, mikil
óánægja meðþetta úrelta stjórnkerf i meðal jafnaðar-
manna á Norðurlöndum og stef nt að róttækum breyt-
ingum i lýðræðisátt."
í fundargerð 15. fundar stjórnkerfisnefndar seg-
ir svo orðrétt: „Rætt var (einnig) um, hvernig hægt
væri að hvetja forstöðumenn til þess að spara. Ekki
kom nein lausn á því rpáli". — úr þvi sem komið er
verður varla héraðsbrestur, þðtt borgarbúar spari sér
slikanefnd.
Helstu niðurstöður úr skýrslu
Starfsskilyrðanefndar
Á ársfundi Félags isienzkra iðnrekenda föstudaginn 5. marz s.l.
gerði dr. Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, grein fyrir niðurstöð-
um svokaliaðrar starfsskilvrðancfndar atvinnuveganna. Niðurstöð-
ur nefndarinnar voru aðalviðfangsefni þingsins. Aiþýðublaðið birtir
hér útdrátt með heiztu niðurstöðum nefndarinnar. Fyrri hlutinn fer
hér á eftir, seinni hluti verður birtur á morgun.
Áhrif opinberra aðgerða
Starfsskilyrði þau, sem at-
vinnugreinunum eru búin af
stjórnvöldum, eru nátengd
markaðs- og samkeppnisskil-
yrðum greinanna. Þær atvinnu-
greinar, sem flytja út afurðir
sinar eða keppa við erlendan
innflutning, hafa mun minna
svigrúm til að ráða söluverði af-
urða sinna. Áhrifa opinberra
aðgerða á afkomu þessara
greina eru af þeim sökum mun
afdrifaríkari, en ef um er að
ræða atvinnurekstur, sem nýtur
verndar á heimamarkaði. Er
þvi afar eðlilegt, að stjórnvöld
taki mið af samkeppnisskilyrð-
um, þegar ákvarðanir eru tekn-
ar um starfsskilyrði atvinnu-
greina.
Á striðsárunum og eftir þró-
aðist hér hafta- og millifærslu-
kerfi,sem fól i sér mjög misjöfn
starfsskilyrði fyrir atvinnu-
greinarnar. Sjávarútvegur afl-
aði á þessum árum um 90% af
verðmæti útflutningsafurða.
Rekstrarstaða sjávarútvegs og
annarra útflutningsgreina var
oft erfið, þar sem verðbólga og
óraunhæf gengisskráning
þrengdi sifellt að. Sem ráð við
þvi, urðu millifærslur og ýmis
friðindi i skattlagningu og fjár-
mögnun helst fyrir valinu. Iðn-
aður var svo að segja alveg
bundinn heimamarkaði og sam-
keppnisstaða hans varin með
tollum og beinum innflutnings-
hömlum á samkeppnisvörum.
Að nokkru leyti vegna þessara
aðstæðna var iðnaður yfirleitt
settur skör lægra i opinberri
fyrirgreiðslu, skattmeðferð og
aðgangi að lánsfé. Reynt var að
ná ákveðnu tekjustigi fyrir
bændur, fyrst með einokun inn-
lenda markaðarins og siðar
einnig útflutningsuppbótum á
umframframleiðslu. Við bætt-
ustýmsar ivilnanir, sérstaklega
varðandi fjáröflun.
Undanfarna tvo áratugi hefur
þessi skipan mála verið að
breytast jafnt og þétt i átt til
opnara markaðskerfis. Inn-
flutningshöft hafa verið afnum-
in á svo til öllu nema landbúnað-
arafurðum. Tollvernd iðnaðar
hefur einnig verið afnumin i
áföngum, svo að iðnaður býr nú
að lang mestu leyti við óhefta
samkeppnierlendra fyrirtækja,
um leið og hann hefur orðið út-
flutningsgrein i vaxandi mæli.
Samkeppnisstaða mikils hluta
iðnaðar er af þeirri ástæðu orðin
hliðstæð stöðu sjávarútvegs.
Undantekningin frá þessari þró-
un er landbúnaður, sem býr við
algera markaðsvernd á veru-
legum hluta af hefðbundinni
framleiðslu sinni. Miðað er við
að ná viðmiðunartekjum með
verðákvörðunum á innlendum
markaöi og uppbótum á útflutn-
ingsverð. Nokkur hluti búvöru-
framleiðslunnar er þó fluttur út
án uppbóta. svo sem lifandi
hross, æðardúnn, gærur og loð-
dýrafeldir.
Samfara opnun markaðarins
og aukinni erlendri samkeppni
hefur verið markmið stjórn-
valda að jafna starfsskilyrði og
draga úr óþarfa mismunun,
sem áður var, t.d. i skattmeð-
ferð, lánskjörum og aðgangi að
fjármagni. Séu borin saman
skilyrði þau, sem sjávarútvegur
og iðnaður búa nú við i þessu
efni, miðað við það sem var fyr-
ir áratug eða tveimur, þá er
auðséð, að mikil breyting hefur
orðið á. Engu að siður er þvi þó
haldið fram, að viða gæti mis-
ræmis enn.
Samanburður á starfs-
skilyrðum atvinnuvega
Er það megin tilgangur þess-
arar athugunar að kanna, hvort
svo er og meta fjárhagslegt
vægi þess. Fyrst og fremst er
litið á meiri háttar efnahags-
lega mismunun, sem felst i sér-
tækum ákvæðum, og stjórnvöld
gætu einhverju um ráðið. Mis-
munandi náttúruleg skilyrði
greinanna og aðstæður erlendis
eru ekki viðfangsefni nefndar-
innar. Samanburðarathugun
nefndarinnar á starfsskilyrðum
hefur beinst að fjórum megin
sviðum: verðmyndunar- og
gengismálum, tekjuöflun hins
opinbera, opinberum framlög-
um og þjónustu og að lokum
lánskjörum og aðgangi að láns-
. fé.
Eftir þvi sem aðstæður hafa
leyft hefur verið litið til eftirfar-
andi skiptingar atvinnugrein-
anna:
1. Landbúnaður.
2. Vinnsla landbúnaðarafurða
3. Fiskveiðar
4. Fiskvinnsla
5. Otflutnings- og samkeppnis-
iðnaður
G. Annar iðnaður
Hér á eftir verður fyrst gerð
grein fyrir nokkrum megin nið-
urstöðum varðandi hverja at-
vinnugrein (2.1.). Siðan er getið
um þá málaflokka, sem skipta
mestu máli við áframhaldandi
jöfnun starfsskilyrða 2.2.)
Niðurstöður með tilliti til
atvinnugreina:
Landbúnaður
1. Landbúnaður býr við nær
algera markaðsvernd. Þetta á
þó ekki við nokkrar smærri bú-
greinar, svo sem loðdýrarækt,
sem er útflutningsgrein, og
mjög hliðstæð útflutningsiðnaði
i samkeppnisaðstöðu.
Sé litið á önnur skilyrði en
markaðsstöðu, er landbúnaður
ýmist verr eða betur settur en
aðrar greinar, sem nefndinni
var falið að athuga.
a) Landbúnaður greiðir hærri
aðflutnings- og sölugjöld af
innfluttum aðföngum en
sjávarútvegur og iðnaður.
b) Uppsöfnun söluskatts er
meiri en i öðrum greinum og
er ekki bætt.
c) Landbúnaðuer er undanþeg-
inn launaskatti.
d) Bein framlög úr ríkissjóði
eru meiri en til annarra
grcina þar á meðal til fjár-
festingar.
e) Fjárfestingar eru fjármagn-
aðar hlutfallslega minna
með lánsfé. Aðgangur að
lánsfé til rekstrar er rýmri
vegna endurkaupakerfisins.
Meginatriði er, að á meðan
markaðsvernd helst óbreytt, er
ekki unnt að segja, að önnur atr-
iði ráði úrslitum. Vegna mark-
aðsverndarinnar eru landbún-
aði sköpuð önnur og öruggari
skilyrði en öðrum atvinnugrein-
um.
Vinnsla landbúnaðaraf-
urða
2. Vinnsla landbúnaðarafurða
nýtur að miklu leyti sömu
verndar og landbúnaður. Sú
staðreynd, að úrvinnslugrein
landbúnaðarins er á margan
hátt verr sett en samkeppnis-
iðnaður og fiskvinnsla, t.d.
varðandi aðflutningsgjöld, veg-
ur því ekki mjög þungt á móti
þvi öryggi, sem innflutnings-
Jóhannes Nordal formaður
star fskilyrðanefndar.'
bann á beinum samkeppnisvör-
um skapar. í stuttu máli eru
helstu niðurstöðurnar, hvað
varðar vinnslu landbúnaðaraf-
urða, að öðru leyti þessar:
a) Sláturhús og mjólkurbú eru
undanþegin aðstöðugjaldi.
b) Uppsöfnun söluskatts er ekki
bætt.
3. Fiskveiðar hafa um langt
skeið notið þess að vera önnur
frumgrein islenskrar fram-
leiðslu. A sama hátt og landbún-
aði hefur fiskveiðum lengst af
verið búin betri starfsskilyrði en
öðrum atvinnugreinum. Hins
vegar er markaðsstaða þessara
frumvinnslugreina gerólik, þar
sem afurðir sjávarútvegs eru i
óheftri samkeppni á erlendum
mörkuðum. 1 hve rikum mæli
þessi markaðsstaða sjávarút-
vegs sem heildar ræður starfs-
skilyrðum fiskveiða er háð fisk-
verðsákvörðunum. Dregið er úr
áhrifum erlendra markaðsað-
stæðna á fiskveiðar, að svo
miklu leyti sem fiskverð er
ákveðið með hliðsjón af öðrum
þáttum en söluverði afurðafisk-
vinnslunnar, einkum innlendri
launaþróun, en i þá átt hefur
stefnt undanfarin ár. Þótt þvi sé
af mörgum haldið fram, að
vegna auðlindaaðstöðu ættu
fiskveiðar að greiða auðlinda-
skatt og flestir áliti fiskvesiðiflot
ann of stóran, þá hafa aðgerðir
stjórnvalda yfirleitt stuðlað að
stækkun flotansog þannig hvatt
til aukinnar sóknar.
Að öðru leyti eru megin atrið-
in i starfsskilyrðum fiskveiða i
samanburði við aðrar atvinnu-
greinar þessi:
a) Aðstöðugjald er mun lægra.
b) Fiskveiðar eru undanþegnar
launaskatti.
c) Sjómenn njóta meiri háttar
tekjuskattsfrlðinda umfram
starfsfólk annarra atvinnu-
greina.
d) Uppsöfnun söluskatts er ekki
bætt.
Davíð Scheving Thorsteinsson,
fyrrum formaður Félags is-
lenskra iðnrekenda.
e) Engin aðflutningsgjöld eða
sölugjöld eru greidd af skip-
um eða fastabúnaði þeirra.
f) Greitt er aflagjald af lönduð-
um afla. Þótt hér sé um
þjónustugjald að ræða, má
að nokkru jafna þvi við að-
stöðugjald.
g) Mun hærri lánshlutföll gilda
fyrir fjárfestingarlán fisk-
veiða.
Fiskvinnsla
4. Fiskvinnsla býr ekki við
sömu aðstöðu og fiskveiðar. Að
nokkru leyti er þessi atvinnu-
grein verrsetten útflutnings- og
samkeppnisiðnaður.
a) Uppsöfnun söluskatts er ekki
bætt
b) Fiskvinnslan nýtur þó lægri
aðstöðugjalda.
c) Aðflutningsgjölderu hærri en
fyrir útflutnings- og sam-
keppnisiðnað en lægri en
annarra greina.
d) Aðgangur að lánsfétil rekstr-
ar er rýmri vegna endur-
kaupakerfisins.
Samkeppnisiðnaður
5. Útflutnings- og samkeppn-
isiðnaður er ekki lengur vernd-
aður fyrir erlendri samkeppni
og i þvi tilefni hafa stjórnvöld
gert átak, til að bæta starfsskil-
yrði þeirra frá þvi sem var.
Vegna markaðsstöðunnar er
þýðingarmest að bera saman
sjávarútveg og þennan hluta
iðnaðar. Sambúðarvandi þess-
ara atvinnugreina birtist m.a. i
gengisskráningu krónunnar.
Ástæðan er sú, að sjávarútveg-
ur og afkoma hans hefur ráðið
meiru um skráningu gengis
vegna meiri hlutdeildar i út-
flutningsv^rðmæti. Að öðru
leyti kom eftirfarandi fram við
athugun nefndarinnar:
a) Aðstöðugjöld eru hærri en
fyrir sjávarútveg.
Viglundur Þorsteinsson nýkjör-
inn formaður Ftl.
b) Otflutnings- og samkeppnis-
greinum iðnaðar er búin
betri aðstaða en öðrum
greinum með endurgreiðslu
söluskattsog álagningu jöfn-
unargjalds.
c) Aðflutnings- og sölugjöld af
sérhæfðum fjárfestingar-
vörum og nokkrum öðrum
áföngum eru felld niður eða
endurgreiddi rikari mæli en
fyrir aðrar atvinnugreinar
nema fiskveiðar.
d) Opinber framlög eru mun
minni en til sjávarútvegs
eða landbúnaðar.
Annar iönaöur
6. Annar iðnaður er fyrst og
fremst viðgerðar- og þjónustu-
iðnaður. Er ekki um tollvernd
að ræða heldur fremur fjar-
lægðarvernd, sem skapar þess-
um greinum tryggari markaðs-
stöðu. Skilin milli samkeppnis-
iðnaðar og annars iðnaðar eru
þó ekki glögg, og fer bein og
óbein erlend samkeppni við
þessar greinar vaxandi. Mark-
aðsstaða annars iðnaðar er á
vissan hátt lik stöðu landbúnað-
ar, en á starfsskilyrðum þeirra
er mikill munur. Segja má, að
þessi iðnaður fylgi landbúnaði I
þeim atriðum, sem eru land-
búnaði i óhag, en njóti hins vegar
engra þeirra sérstöku fríðinda,
sem landbúnaði hafa verið veitt.
Að þessu leyti er likt á komið
með öðrum iðnaði og þeim at-
vinnugreinum, sem nefndinni
var ekki falið að kanna.
a) Uppsafnaður söluskattur er
ekki bættur.
b) Aðflutningsgjöld af aðföng-
um eru há.
C) Opinber framlög eru minni
en til landbúnaðar og sjáv-
arútvegs.
d) Aðgangur að lánsfé er tak-
markaðri og lánskjör óhag-
stæðari.
Tónlist
Sigurður Þór Guðjónsson skrifar
Musica Nova
Tónleikar Musica Nova i
Norræna húsinu 21. febrúar.
Efnisskrá: Atli Hcimir Sveins-
son: Gloria (1981).
Ernest Krenek: Five Pieces
fyrir básúnu og pianó.
Hans Werner Henze: Serenade
fyrir selló (1949),
Karólina Eiriksdóttir: Sumir
dagar fyrir sópran, flautu,
klarinettu, selló og pianó (1982).
Flytjendur: Anna Málfriður
Sigurðardóttir, Bill Gregory,
Sveinbjörg Vilhj álm sdóttir,
Gunnar Kvaran, Signý Sæ-
mundsdóttir, Bernard Wilkin-
son, Einar Jóhannesson og Guð-
riður St. Sigurðardóttir.
Mjög hæverskir og litt
auglýstir tónleikar Musica
Nova fóru fram i Norræna htís-
inu þ. 21. febrúar. Svona félags-
skap þarf dtki að auglýsa. Hann
mælir með sér sjálfur. Þarna
voru fluttf jögur tónverk, þar af
frumflutt tvö islensk verk. Hið
fyrra var Gloria eftir Atla
Heimi Sveinsson. Ekki veit ég
hvers vegna verkiö ber þetta
heiti. Er þetta trúarlegt tón-
verk? Eða er það lofsöngur til
lifsins? Eöa býr eitthvað allt
annað að baki nafnsins? NU
saknaði ég skýringa i efnisskrá
sem var vægast sagt illa Ur
garði gerð. En hvað sem öllu
liður var þetta frumlegt og
áheyrilegt verk. Atli getur nú
oröiö ekki stungiö niður penna
ánþessað skirskota verulega til
manns. Anna Málfriður Sigurð-
ardóttir lék þetta verk smekk-
lega.
Næst kom ágætur kabarett.
Það voru fimm stykki fyrir bá-
súnu og pianó eftir Ernest
Krenek. Þar var tekið upp á
ýmsu óvenjulegu og fyndnu.
Þetta er fyrsta flokks skemmti-
mUsik en að minum dómi tals-
vert þar framyfir. Þessi tónlist
var listavel leikin af Bill
Gregory og Sveinbjörgu Vil-
hjálmsdóttur. Þá lék Gunnar
Kvaran Serenöðu eftir Hans
Werner Henze, sem er eitt af-
kastamesta og frægasta tón-
skáld þeirra sem nú eru mið-
aldra. Þetta er æskuverk mjög
viðfelldið og fallegt og frábær-
lega leikið. Gunnar er glæsileg-
ur sellisti. Þessum ágætu tón-
leikum lauk svo meö verki
Karólinu Eiriksdóttur. Sumir
dagar við ljóö eftir Þorstein frá
Hamri. Ég hygg að mjög erfitt
sé aö hitta á viöeigandi tónbUn-
ing fyrir þessi þungu og erfiðu
ijóð. Eftir eina hlustun þori ég
allsekki að meta hvernig Karó-
linu hefur tekist. En gaman
væri að heyra þetta verk sem
fyrst aftur. Það er gleðilegt hve
mikill skilningur virðist rikja
milli nútima ljóðskálda og tón-
skálda. NU hlakkar maður bara
til að vita hverjir leggja
næst saman i púkk.
Sigurður ÞórGuðjónsson
ÍÞRÓTTARÁÐ REYKJAVÍKUR
TJARNARGOTU 20
Sundlaug Vesturbæjar
Starf forstöðumanns Sundlaugar Vestur-
bæjar er laust til umsóknar.
Laun skv. kjarasamningi borgarstarfs-
manna. Umsóknarfrestur er til 26. mars
n.k. Umsóknum sé skilað á skrifstofu
iþróttaráðs Reykjavikur, Tjarnargötu 20,
þar sem frekari upplýsingar eru veittar.
íþróttafulltrúi Reykjavikur
Fiskiskip
Til sölu 29 rúmlesta fiskiskip smiðað árið
1976. Allar nánari upplýsingar veittar á
skrifstofu Fiskveiðasjóðs Islands i sima
28055 og hjá Valdimari Einarssyni i sima
33954.
Tilboð óskast send Fiskveiðasjóði íslands
fyrir 16. mars n.k.
Fiskveiðisjóður tslands.
Úlfhildur Hannesdóttir,
Smiðshúsum, Eyrarbakka,
lést að Hrafnistu, Reykjavik, þ. 4. mars. útförin fer fram
frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 13. mars kl. 13.30.
Vandamenn
ÚTBOÐ
Tilboð óskast i byggingu fjölbýlishúss að Aðallandi 8 i
Reykjavik með alls sex ibúðum fyrir byggingasjóð
Reykjavikurborgar.
Otboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Frikirkjuvegi
3 Reykjavik gegn kr. 5.000 skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 15. april
n.k. kl. 11 f.h.
IhfNKAUPA5TOFNUN REYKIAVIKURBORGáR
Frikuk|uvegi 3 — Simi 2S800
Orðsending
til félagsmanna B.S.F. Skjóls
Þar sem lóðaúthlutun hefur verið auglýst
hjá Reykjavikurborg og umsóknarfrestur
er til 19. mars, en hins vegar er vitað að
mikil eftirspurn er um lóðirnar, vekjum
við athygli félagsmanna á þvi að þeir sem
hafa hug á að byggja einbýlishús, raðhús
og/eða i fjölbýlishúsi og vilja nota félagið
og aðstöðu þess til framkvæmdanna sæki
um lóð skv. punktakerfi lóðanefndar á
• eyðublöðum sem fást hjá borgarverkfræð-
ingi og verða lika til á skrifstofu félagsins i
vinnuskála að Neðstaleyti 9 -17 er verður
opin frá kl. 13 -18. Siminn er 85562.
Nýir íélagsmenn velkomnir.
Félagið mun siðan sameina þessar um-
sóknir félagsmanna þannig að úthlutun til
þeirra verði sem mest samtengd til hag-
ræðingar við framkvæmdir. Félagið mun
einnig sækja um úthlutun á einhverskonar
sambýlishúsalóðum i blandaðri byggð.
Stjórn BSF Skjóls.
FLOKKSSTARF
Prófkjör í Mosfellssveit
Prófkjör Alþýðuflokksfélags Kjósarsýslu um val fram-
bjóðenda i þrjú eíslu sæti íramboðslista félagsins við
sveitarstjórnarkosningarnar i Mosfellssveit i mai n.k. fer
fram dagana 13. og 14. marz. Kosið verður i Brúarlandi og
stendur kjörfundur yfir frá kl. 13.00 — 18.00 báða dagana.
Frambjóðendur cru þessir:
11—3. sæti listans
Gréta Aðalsteinsdóttir, héraöshjúkrunarkona, Arnar-
tanga 59.
Sigurður R. Simonarson, æfingakennari, Arnartanga
20.
12—3. sæti listans
Bryndis óskarsdóttir, húsmóðir, Byggðarholti 33.
Oddur Gústalsson, hljóðupptökumaður, Stórateigi 14.
1 3. sæti listans:
Grétar Snær Hjartarson, starfsmannastjóri, Brekku-
tanga 30.
Georg H. Tryggvason, íramkvæmdastjóri, Arnartanga
32.
Rétt til þáttöku i prófkjörinu hefur hver sá sem á
lögheimili i Mosfellssveit, verður oröinn fullra 18 ára á
kjördegi hinn 22. mai n.k. og er ekki flokksbundinn i
öðrum stjórnmálaflokki.
Niðurstöður prófkjörsins eru bindandi um skipan sætis á
listanum ef frambjóðandi hlýtur minnst 1/5. hluta þess at-
kvæöamagns sem félagið fékk i siðustu sveitarstjórnar-
kosningum.
Til þess aö atkvæöi sé gilt verður að kjósa I öll þrjú
sætin.
Upplýsingar um rétt til aö greiða atkvæði utan kjör-
fundar veitir formaöur kjörstjórnar, Hreinn Þorvaldsson,
yfirverkstjóri, Markholti 6, simi 66162.
Alþýöuflokksfélag Kjósarsýslu.
Grindavík
Alþýðuflokksfólk og óháðir munið opið
prófkjör Alþýðuflokksins þann 14. mars
n.k. kl. 10.00 — 22.00.
Ákveðum öll skipan framboðslistans.
Stjórnin