Alþýðublaðið - 10.03.1982, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 10.03.1982, Qupperneq 4
....!. ................................. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guömundsson Stjórnmáiaritstjóri og ábm. Jón Baldvin Hannibaisson. Ritstjórnarfulltrúi: Guðmundur Arni Stefánsson. Blaðamaöur: Þráinn Hallgrimssón. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. Auglýsingar: Sigríður Guömundsdóttir. Dreifingarstjóri: Sigurður Steinarsson. Miðvikudagur 10. mars 1982 RitstjórnogauglýsingareruaöSiðumúIa 11, Reykjavik.simi81866. alþýóu ■ ■jhTvnvM Askriftarsíminn er 81866 (Jrleikriti Frakkans, Jean Gen- et, Svalirnar, sem Nemenda- leikhúsið frumsýnir á morgun. Nemenda- ieikhúsið sýnir Svalirnar Nemendaleikhús Leiklistar- skóla islands frumsýnir á f'immtudaginn 11.3 leikritið Svalimar eftir Jean Genct. Leikstjóri er Brynja Benc- diktsdóltir. Leikmvnd og búninga gcrir Sigurjón Jóhannsson. Lýsing David Waltcrs. Þýðing Sigurður Pálsson. Nemendur Nemendaleik- hússins, sem eru 8 talsins leika öll helstu hlutverk en fá til liðs við sig Pétur Einarsson skólastjóra Leiklistarskdlans i eitthlutverkið. Einnig aðstoða aðrir nemendur skólans við sýninguna. Höfundur leikritsins Jean Genet fæddist i Paris árið 1910. Fyrsta verk, sem gefið var út eftir Genet kom út árið 1942. Siðan hefur hann skrifað nokkur leikrit, sögur og einnig ritað fjölmargar greinar um ýmis málefni. Hér á landi hef- ur aðeins eitt leikrit verið sýnt eftir Genet, Vinnukonurnar, sýnt á vegum Grimu árið 1963. Svalimar, sem Nemenda- leikhúsið tekur nú til sýninga, voru fyrst fmmsýndar i Lond- on árið 1957, siðan hefur leik- ritið verið sýnti öllum stærstu leikhúsum heims undir stjórn þekktra leikstjóra t.d. Peter Brook. Yfirleitt hefur Genet verið ósáttur við allar þesssar uppfærslur og jafnvel hleypt upp sýningum. Og þá er bara að vita hvað honum finnst um uppfærslu Nemendaleikhúss- ins. Frumsýning er á fimmtu- daginn og er uppselt á þá sýn- ingu. 2. sýning sunnudag 14.3. aðrar sýningar auglýstar i dagblöðunum. Sýnt er i Lindarbæ. Bolaúás A ársþingiiðnrekenda fjallaði einn fyrirlesarinn um niður- greidd lán til landbúnaðar og skipakaupa. A útlenzku væru slik lán köliuð „softloans” eða „linkulán”. Þá stóð Bjarni Bragi, forstöðumaður hagdeild- ar Seðlabankans upp, og flutti stytztu ræðu sem til hans hefur heyrzt, svohljóðandi: Hefurðu fengið „linkulán”? lizt þér að fremja vaxtarán? Finnst þcr að þvi engin smán ætið að vera i rekstri „down”? Myndin er af fangabúöum stjórnvalda í Guate-mala, þar sem margir stjórnarandstæöingar hafa verið hafðir i haldi. Cariboni frá Uruguay — 51 árs sögukennari: Hjarta- sjúklingur í 15 ára fangelsi og pyntaður við og við Raúl CARIBONI da Silva — Uruguay Raúl er 51 árs sögukennari og námsstjóri. Hann afplánar nú 15 ára fangelsisdóm. Hann þjáist af alvarlegum hjartasjúkdómi. Raúl Cariboni var handtekinn i mars ’73 3 mán. fyrir herbylting- una i Uruguay fyrir að vera einn af stofnendum 2ja kennarasam- banda i Montevideo (Theachers Trade Union of Montevideo, og National Federation of Teach- ers). Þrátt fyrir aö hann þjáist af al- varlegum hjartas júkdóm i (mitral valvular stenosis,) þurfti hann að þola miklar pyntingar eftir að hann var handtekinn sem leiddi til þess að hann fékk hjartaslag. Þann 25. mars ’73 var hann fluttur i Libertad fangelsið i San José héraði, og hefur hann verið þar i haldi siðan - að undanskild- um tveimur timabilum á árunum ’75—’76 er hann mun hafa verið fluttur — burt til pyntingar. Arið ’77 var Raúl Cariboni dæmdur i 13 ára fangelsi fyrir þátttöku i „skaðsamlegum sam- tökum” og fyrir „samsæri gegn stjórnarskránni”, — en i nóv. ’79 var dómurinn þyngdur I 15 ár. 1 september 1980 stóð til að hann yrði látinn laus gegn tryggingu, — en það hefur ekki verið gert. 1 desember ’78 fóru nokkrir læknar við Montevideo’s National Insti- tude for Cardiac Surger, fram á að honum yrði leyft að gangast undir hjartaskurðaögerð sem allra fyrst. Slikt leyfi hefur enn ekki fengist, og hefur AI áhyggjur af þvi að hinar slæmu aðstæður i Libertad fangelsinu leiði til þess að heilsu hans fari mjög hrak- andi. (I desember ’81 dó fangi, sem einnig var hjartasjúklingur, i Libertad fangelsinu hann hét Muguel Coitino). Vinsamlegast sendiö kurteis- lega orðað bréf, og farið fram á að Raúl Cariboni verði tafarlaust látinn laus. Skrifið til: Exmo. Sr. Presidente de la Repu- blica Teniente General (R) Gregorio C. Alvarez Casa de Gobierno Montevideo URUGUAY Labutin frá Fifippseyjum — starfsmaður friðarhreyfingarinnar Pyntaður, síðan sýknaður, en samt í haldi Rafael Labutin — Filippseyjum Rafael var einn af starfsbræðr- um friðarhreyfingarinnar á Filippseyjum. Hann hefur verið i haldi siðan i april ’79 og vitað er um að hann var pyntaður i nokkra daga eftir að hann var handtek- inn. Rafael Labutin var handtekinn af „ASSO” reglunni (Arrest, Search, and Seizure Order) þann 27. apríl 1979. Hans aðalstarfssvið hafði verið að rannsaka skýrslur og kvartanir um mannréttinda- brot i Calbay og Samar. Herlög þau sem Marcos forseti hafði komið á i september ’72 gáfu hon- um (eða dómsmálaráöherran- um) svigrúm t.þ.a. nýta þessa „ASSO” reglu i þeim tilgangi að handtaka fólk án dóms. Fyrst eft- ir handtökuna var Rafael haldið til yfirheyrslu á hinum ýmsu „ör- yggis-stööum” þar sem honum var haldið einangruðum frá um- hverfisinu. Hann mun hafa verið pyntaður i nokkra daga eða þang- að til að hann undirritaði eitt- hvert skjal sem sett var fram af hervaldinu. Hann var siðan flutt- ur i fangelsi i Tachloban borg, Leyte, og var þar i 18 mánuði tií yfirheyrslu. 1 október ’80 var hann fluttur i herfangelsi i Palo, Leyte. Það var ekki fyrr en i júni ’81 sem hann frétti af þvi að á hann hefði verið borin formlega kæra. Eftir að Marcos forseti tók upp herlög ’81, var rikisdómsmálum (sem áður heyrðu undir herdóm- stóla) visað til almennra dóm- stóla (civil courts). 1 desember ’81 kom Rafael Labutin fyrir slik- an dómstól i Samar, og var hann sýknaöur. Þrátt fyrir það þá er hann enn i haldi, nú i Catbalogan borg. Astæðan er sögð vera sú að þrátt fyrir herlög i landinu, þá geti einungis forsetinn látiö hann lausan vegna þess að hann var handtekinn af „ASSO” reglunni. Vinsamlegast sendið kurteis- lega orðað bréf, og farið fram á að Rafael Labutin verði tafar- laust látinn laus. Skrifið til: His Excellency Ferdinand E. Marcos Malacanang Palace Metro Manila THE PHILLIPPINES. Prestkosningar í Borgarnesi og nágrenni Prestskosningar i Borgar- prestakalli i Borgarfjarðar- prófastsdæmi fara fram sunnudaginn 28. marz. Um- sækjendur um prestakallið eru fjórir: Séra Friörik J. Hjartar, sóknarprestur í Búð- ardal, séra ólafur Jens Sig- urðsson, sóknarprestur i Hvanneyrarprestakalli, Þor- björn Hlynur Arnason, cand theol, Kópavogi og önundur Björnsson, cand theol, Reykjavik. Umsækjendur flytja guðs- þjónustur í prestakallinu sunnudagana 14. og 21. marz eins og hér greinir: Borgarneskirkja: Sunnu- daginn 14. marz kl. 11: Sr. Friðrik J. Hjartar. Sama dag kl. 14: önundur Björnsson. Sunnudaginn 21. marz kl. 11: Þorbjörn Hlynur Amason. Sama dag kl. 14: Sr. Ólafur Jens Sigurðsson. Borgarkirkja: Sunnudaginn 14. m arz kl. 16 messa þeir séra Ólafur Jens Sigurðsson og Þorbjirn Hlynur Arnason. Sunnudaginn 21. marz kl. 16 messa sr. Friðrik J. Hjartar og önundur Björnsson. Allir umsækjendur flytja prédikun i kirkjunni og annast altarisþjónustu saman. Félagsheimilið Lyngbrekka (fyrir Alftanes-, Alftartungu og Akrasóknir): Sunnudaginn 14. marz kl. 13.30 messa þeir Þorbjörn Hlynur Arnason og séra Ólaf- ur Jens Sigurðsson. Sunnudaginn 21. marz kl. 13.30 messa þeir önundur Björnsson og séra Friðrik J. Hjartar. Allir umsækjendurnir pré- dika og hafa sameiginlega með höndum altarisþjónustu við guðsþjónusturnar. Kosið í Háskólanum á morgun Umbótasimar þykja sigur- stranglegir Kosningar til stúdentaráðs og háskólaráðs fara fram I Háskóla tslands á fimmtudag. Þrir listar eru i kjöri, C listi Umbótasinnaðra stúdenta, A listi Vöku og B listi vinstri manna. A nýliðnu kjörtimabili störfuðu Umbótasinnar og Vökumenn saman og mynd- uðu meirihluta innan stúdentaráðs. Umbótasinnar buðu fyrst fram i Háskólanum, fyrir réttu ári og unnu þá góðan sigur. Þeir náðu þá oddaað- stöðu í stúdentapólitikinni, en „vinstri menn” höfðu þá haft meirihluta i stúdentaráði um árabil. Þrátt fyrir tilraunir Umbótasinna tilsamstarfs við „vinstri menn” að kosningum loknum, gekk það dæmi ekki upp vegna sárinda „vinstri manna” yfir kosningaúrslit- um. Það urðu þvi Vökumenn og Umbótasinnar, sem ndðu saman að lokum. Alveg mun óráðið hverjir munu starfa með hverjum eft-' irkosningarnar i dag. Listarn- ir ganga til kjörsins með óbundnar hendur í þvi tilliti. Fyrstu fjórir C lista Um- bótasinna til stúdentaráðs eru eftirtaldir: Bergþór Skúlason, Elin M. Lýðsdóttir, Aðalsteinn Steinþórsson og Elsa B.Frið- finnsdóttir. A framboðslista Umbótasinna til háskólaráðs eru, Þórmundur Bergsson, Matthias Guðmundsson, Kristján Guðmundsson og Sig- urður Jónsscm. Stúdentaráð er skipað 30 fulltrúum stúdenta, en 13 full- trúar eru kosnir á morgun. Kosið er frá 9-18.00. Nýtt sérrit frá Siglingamálastofnun rikisins: Notkun gúmmí- björgunar báta öt er komið fyrsta hefti af SÉRRITI SIGLINGAMALA- STOFNUNAR RIKISINS, en það fjallar um gúmmibjörg- unarbáta, um hvað er i þeim og hvernig megi best nota þá. Það er ætlun Siglingamála- stofnunarinnar að gefa út fleiri slik myndskreytt sérrit um ýmis þau málefni, sem mega verða til að auka þekk- ingu sjófarenda á atriðum, sem varða öryggi sjófarenda, aðbúnað þeirra og hollustu- hætti. Sérstaklega skal vakin athygli á þvi, að i þessu fyrsta sérriti eru kynnt þau lyf, sem framvegis verða i gúmmi- björgunarbátum, en þar hefur MORFIN verið fjarlægt, og engin ávanalyf eru lengur i lyfjapakka gúmmibjörgunar- báta.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.