Alþýðublaðið - 17.03.1982, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 17.03.1982, Qupperneq 2
2 Miðvikudagur 17. mars 1982 RITSJÓRNARGREIN HARA KÍRI Fyrrverandi starfsbróðir ólafs Jóhannessonar, Henry Kissinger, lýsir i endurminninqum sínum sáttaumleitunum milli israela og Araba eftir YomKippur striðið. Hann kveðst varla hafa’ kom'Szt í krappari dans. Að fenginni þeirri óviðjafnanlegu reynslu segir hann það aðalatriðið í list sáttasemj- arans að skilja ævinlega eftir undankomuleið fyrir veikari aðilann, svo að hann geti bjargað andlitinu. Auðmýking þess sem er minni máttar gerir hann gjarnan frávita af hefndarhug. Flest bendir til þess að Ólafur Jóhannesson hafi ekki mátt vera að því þessa dagana að lesa Kissinger. Hann hefur nú búið svo um hnútana að fjandvinir hans, kommaráð- herrarnir, eiga enga undankomuleið aöra en útgöngu- leiðina. Gamli maðurinn ætlar þeim sýnilega að berg- ja bikar auðmýkingarinnar í botn. Ulfúðin og hefndarhugurinn á stjórnarheimilinu er nú komin á það stig, að illdeilur araba og gyðinga hverfa í skuggann hjá þeim ósköpum. Kommaráð- herrarnir geta sjáifum sér um kennt, hvernig komið er fyrir þeim. Þeir hófu þennan leik. Þeir sáust ekki fyrir í offorsinu að koma höggi á utanríkisráðherra. En áskanir þeirra á hendur f Ijótamanninum reyndust fleipur og valdsmannlegar ráðherragjörðir þeirra reistar á sandi. Þeir hafa einfaldlega tapað malinu: Orðið heimaskitsmát. Með offorsi sinu tryggðu þeir Ólaf i einróma stuðning þingf lokks Framsóknar. Van- traust á Ólaf yrði kolf ellt á þingi og þar með banabiti kommanna sjálfra. Hér eftir er ekkert mark takandi á gífuryrðum þeirra, nema þeir fylgi þeim eftir i verki, þ.e.a.s. með afsögn. En það var aldrei mein- ingin. Btöffið átti að duga. En gamli maðurinn undi því ekki að vera blóraböggull kommastrákanna í þessu máli og ákvað að kenna þeim mannasiði. „Þeir geta náftúrlega gengiö út" sagði Olafur í morgun- póstsviðtali. „En er nú eins og að fyrirfara sér póli- tiskt" bætti hann við með bros á vör. Skilaboðin eru skýr: Étiði ofani ykkur öll stóru orðin, eða fremjið pólitískt harakíri ella. Vesgú! Mistök kommanna voru þau að láta ekki sitja við orðin tóm. Gifuryrði þeirra um meint lögbrot utan- ríkisráðherra, landverziun, hótanir, mútur og aðra valdníðslu, eru tiltölulega meinlaus, af því að þau eru marklaus, og allir vita að þau eru ætiuð til heima- brúks. En þegar Svavar tók uppá því að fara að setja af nefndir og skipa aðrar að eigin geðþótta, fór hann yfir strikið. Þó keyrði um þverbak þegar pólitískur meinleysingi eins og Hjörleifur Guttormsson lét hafa sig til þess að stöðva samningsbundnar fram- kvæmdir, sem ekki var í hans verkahring, með vald- boði. Látum vera þó hann sitji á öllum ákvörðunum um virkjanir, stóriðju og steinullarverksmiðjur, meðan þaðtelst vera í hans verkahring, og hann hefur umboð til þess með stuðningi þingf lokks framsóknar- manna.. En þegar hann er farinn að útiloka íslenzka verktaka frá opinberum framkvæmdum, og fleygja milljörðum út um annarra manna glugga, þá hefur hann gengið feti f ramar en hann er maður til. Auðmýking kommanna í þessu máli er ekki létt- bærari fyrir það að hún er sjálfskaparvíti. Hvað hafa þeir haft upp úr krafsinu? Akvörðun ólafs um f lutn- ing á tönkum í Helguvík, skv. ákvörðun Alþingis og kröfu sveitarstjórna á Suðurnesjum, er óhagganleg. Hún styðst við lög og öruggan þingmeirihluta. Forræði utanrikisráðuneytisins yfir skipulagsmálum á varnarsvæðumer staðfest. Nefndarskipun Svavars er marklaus í reynd. Valdniðsla Hjörleifs mun aðeins kalla skaðabótakröfur verktakans yfir ríkissjóð. Ragnar mun borga herkostnað kommanna fyrir hönd skattgreiðenda. flllt eru þetta þó smámunir hjá þeim beizka kaleik, sem kommaráðherrarnir verða nú að bergja í botn. Hafi þeir meint eitt einasta orð með sinum hástemmdu fullyrðingum um að verið sé að reisa á laun nýja flotastöð í Helguvík sem lið í vígbúnaðar- áformum Bandaríkjamanna á N-Atlanzhafi, — þá eiga þeir nú tveggja kosta völ: Að leggja sjálfir blessun sina yfir þessi meintu vigbúnaðaráform í verki eða hypja sig ella úr ráðherrastólunum. Sá á kvölina sem á völina. — JBH leiklist_________ Bryndis Schram skrifai ,,Ævintýrin gerast enn...” t Þjóðleikhtisinu Giselle rómantiskur ballett i tveimur þáttum við sögu eftir Gautierog St. George Tónlist: AdolpheAdam Danshöfundur: Anton Doiin Leikmyndogbhningar: William Chappell Lýsing: Kristinn Danielsson Hljbmsveitarstjóri: Jbn Stefánsson Anton Dolon og John Gilpin æfðu og stjórnuðu uppfærslunni. „Ævintýrin gerast enn” Fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna. Listafólkið var kallað fram á sviðið hvað eftir annað. Almenn hrifning og þakklæti rikti meðal áhorfenda. íslenzki dansflokkurinn hafði hlotið sina eldskirn. Giselle er eittelzta, þekktasta og vinsælasta verk ballettsög- unnar. Á miðri nitjándu öld, þegar römantikin var i háveg- um höfð, leituðu skáldin sér að yrkisefni i gömlum þjóðsögum. Þeir dýrkuðu ástina, fegurðina og hið göfuga i manninum. Giselle er eins konar sam- nefnari fyrirþetta timabil. Ung, saklaus sveitastUlka er svikin i ástum og lætur lifið i örvænt- ingu sinni. Handan grafar hittir hUn framliðnar brUðarmeyjar, sem eigra um skóginn að nætur- lagi og trylla unga elskhuga sina. Saga Gíselle er i senn falleg og dapurleg. KUnstin er i þvi fólgin að fá áhorfendur til að gleyma akróbatiskum tækni- brellum og lifa sig inn i hugar- heim stUlkunnar, sem upplifir ástina i fyrsta sinn. TUlkunar- mátinn, tbnlistin, hreyfingar dansaranna, eru aðeins endur- speglun á þeim tilfinningum, sem bærast i brjósti sögu- persóna. I fyrstunni saklausar, fagnandi, siðan vitskertar, an- kannalegar, og i lokin harm- þrungnar, stórbrotnar. Allt myndar þetta eina órjUfanlega heild. Og kannski er það einmitt þess vegna, sem Giselle hefur átt svo miklum vinsældum að fagna. HUn er ekki bara brUða, sem fullnægir akademiskum kröfum sérfræðinga, heldur mannleg vera, klædd holdi og blbði, sem vekur upp samUð og áhuga leikhUsgesta. Asdis MagnUsdóttir var valin Ur hópi islenzkra dansmeyja, til þess að fara með þetta vanda- sama hlutverk. HUn hefur áður sýnt, að hUn er bUin rikulegum hæfileikum, en engu að siður kom hUn verulega á óvart, að þessu sinni og vann stórsigur sem tUlkandi listamaður. Það hefur ekki borið mikið á Ásdisi að undanförnu, en það er engu likara en að hUn hafi notað þennan tíma til þess að bUa sig undir þau átök, sem hUn átti i vændum, bæði likamlega og andlega. HUn stígur nU fram á fjalirnar sem þroskuð listakona. Tæknilega hefur hón aldrei ver- ið betri, hreyfingar mjUkar en samt ákveðnar, jafnvægi óhagganlegt, og næstum full- komin lina frá hvirfli til ilja. En þar að auki tókst henni að skapa ógleymanlega persónu i Giselle og sýndi þar með btviræða leik- hæfileika. 1 hennar meðförum varð Giselle dramatískt persóna, sem hrærði hjörtu allra viðstaddra. 1 hlutverki elskhugans, Al- brechts, er Helgi Tbmasson en eins og alþjóð er kunnugt, er Helgi einn d'aðasti dansari Bandarikjanna um þessar mundir. Hlutverk Albrechts, sker sig Ur öðrum klassiskum karlhlutverkum að þvi leyti, að það gefur dansaranum tækifæri til leiktUlkunar. Albrecht er dramatisk persöna, en ekki bara tæknilegur aðstoðarmaður sólbdansarans. Helgi sannaði okkur enn einu sinni tæknilega yfirburði sina, hann er lfettur sem fis, hefur magnþrunginn stökkkraft og fullkomið jafn- vægi. Að visu háðu honum verulega þrengsliná sviðinu, og maður fann, aö hann tók ekki fullkomlega á, varð að hemja sigtil þess að stökkva ekki fram af sviðinu. Mikið vildi feg gefa til þess að sjá Helga i rfettu um- hverfi. Og þrengslin háöu fleirum en Helga. Aldrei hefur maður fundið fyrir þvi eins áþreifan- lega og nUna, hversu litið svið ÞjóðleikhUssins er og gefur i rauninni takmarkaða mögu- leika. Leikmyndin var mjög fyrirferðarmikil, byggð upp á algerlega hefðbundinn hátt, há- rómantísk og þjóðsagnakennd. Hun ein minnkaði dansplássið verulega, og gaf sýningunni ® ÚTBO Tilboð óskast i að selja ofaniburði fyrir Grjóti Tilboðin verða afhent á Reykjavik. Tilboðin verða opnuð á n.k. kl. 14 e.h. INNKAU PASTOFNUN Fríkifkjuvegi Eiginmaður n Þorlákur 1 verkfræöingu lést 15 þ.m. Elisabet Björ um aðalskoðun bifreiða i lögsagnarum- dæmi Keflavikurflugvallar fyrir árið 1982. Aðalskoðun bifreiða fer fram i húsakynn- um bifreiðaeftirlitsins að Iðavöllum 4, Keflavik, eftirtalda daga frá kl. 8 til 12 og 13 til 16. Þriðjudaginn 23. mars J-ltilJ-75 Miðvikudaginn 24. mars J-76 til J-150 Fimmtudaginn 25. mars J-151 til J-225 Föstudaginn 26. mars J-226ogyfir. Við skoðun skal framvisa kvittun fyrir greiðslu bifreiðagjalda, svo og gildri ábyrgðartryggingu. Vanræki einhver að færa bifreið til skoð- unar á auglýstum tima, verður hann lát- inn sæta ábyrgð að lögum og bifreiðin tek- in úr umíerð hvar sem til hennar næst. Lögreglustjórinn á Keflavikurflugvelli, 9. mars 1982. FLOKKSSTARF Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur Almennur félagsfundur um borgarmál verður haldinn mánudaginn 22. mars kl. 20.30 i Iðnó. Stjórnin. F.U.J. Suðurnesjum Heldur félagsfund miðvikudaginn 17. mars að Bárunni við Hringbraut. Fundarefni: 1. Inntaka nýrra féiaga. 2. Umræður um aðalfund. 3. önnur mál. Stjórnin

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.