Alþýðublaðið - 17.03.1982, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.03.1982, Blaðsíða 4
alþýðu ■nFT'ir.j AAiðvikudagur 17. mars 1982 Útgefandi: Alþýöuflokkurinn. Framkvæ'mdastjóri: Jóhannes Guðmundsson Stjórnmálaritstjóri og ábm. Jón Baldvin Hannibalsson. Ritstjórnarfulltrúi: Guðmundur Árni Stefánsson. Blaöamaður: Þráinn Hallgrimsson. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. Auglýsingar: Sigríður Guðmundsdóttir. Dreifingarstjóri: Sigurður Stcinarsson. Kitstjórnogauglýsingar eru að Slðumúla 11, Reykjavik, simi81866. Askriftarsíminn er S1S66 Nokkrar fyrirspurnir frá þingmönnum Alþýðuflokksins: • Löggjöf um atvinnulýðræði • Atvinnumál á Suðurnesjum • Flugstöðin Keflavikurflug- velli Til félagsmálaráðherra um undirbúning lög- gjafar um atvinnulýð- ræði Frá Sighvati Björgvins- syni. 1. Hvað hefur félagsmálaráð- herra gert til þess að reka á eftir störfum nefndar, sem skipuð var 30. ághst 1973 af þáverandi félagsmálaráð- herra til þess að semja frumvarp til laga um at- vinnulyðræði i kjölfar samþykktar Alþingis á til- lögu til þingsályktunar þess efnis frá þingmönnum Alþýðuflokksins? 2. Hafinefndin ekki starfað er félagsmálaráðherra þá ekki reiðubúinn til þess án frek- ari tafa að leysa hana form- lega frá verkefni slnu, skipa nýja nefnd og sjá svo um að hún skili því viðfangsefni, sem Alþingi hefur falið rikisstjórninni að leysa með samþykkt umræddrar þingsályktunartillögu frá þingmönnum Alþýðuflokks- ins. Til forsætisráðherra um aðgerðir í atvinnumál- um á Suðurnesum. Frá Karli Steinari Guðnasyni og Kjartani Jóhannssyni 1. Hvenær og hvernig hyggst ríkisstjórnin framkvæma það ákvæði i stjórnarsátt- málanum er segir að undir- bUið verði öflugt átak i at- vinnumálum á Suðurnesj- um. 2. Hver er árangur af starfi nefndar þeirrar er skipuð var 24. jUni s.l. i þessu skyni. Til utanríkisráðherra um málefni flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli. Frá Karli Steinari Guðnasyni og Kjartani Jóhannssyni 1. Hvað liður störfum nefndar þeirrar er ráðherra skipaði 13. nóvember s.l. vegna nýrrar flugstöðvar á Kefla- vikurflugvelli. 2. Hefur veriöákveðið hvernig og hvort lantaka til byggingarinnar verður nýtt? 3. Hefur verið tekin ákvörðun um áfangaskiptingu bygg- ingarinnar? 4. Hafa verið gerðar breyting- ar á hönnun byggingarinn- ar? Albert kúskaður til hlýðni við Davíð: Davíð kandídat íhaldsins til borgarstjórasætis Albert Guðmundsson hefur nú endanlega látið kúga sig til hlýðni. Hann lét sig hafa það á fundi sjálfstæðismanna, sem haldinn var i Borgarnesi nú um helgina, að bera fram tillögu um Davið Oddsson — erkióvininn sjálfan — sem borgarstjóra- kandidat Sjálfstæðisflokksins i komandi borgarstjórnarkosn- ingum. 1 sjálfu sér kemur þetta ekki svo mjög á óvart, eftir það sem á undan hefur gengið. Albert hefur nefnilega kokgleypt hvern ósigurinn á fætur öðrum á undanförnum mánuðum. Hann tapaði slagnum um opin próf- kjör, hann varð undir i lokaöa prófkjörinu og hann þorði ekki i sjálfstætt framboð til borgar- stjórnar, heldur lét sig hafa það að setjast á stól að baki Davið Oddssyni og 'Markúsi Erni Antonssyni á borgarstjórnar- lista sjálfstæðismanna. Einu sinni var sagt að Albert Guðmundsson hefði bein i nefinu og hann léti ekki Geirs- liðið kúska sig. Nú segja menn þetta ekki lengur. En þrátt fyrir það, að Davið standi með pálmann i höndun- um innan raða sjálfstæðis- manna, þá er langt þvi frá að eining sé um hans stöðu á toppn- um. >að logar undir niðri og baknagið og niðurrifið als- ráðandi i öllum hornum. >að verður þvi ekki séð hvernig s jálfstæðismenn’ i Reykjavik geti ætlast til þess að borgarbúar flykkist um Davið Oddsson sem næsta borgar- stjóra i Reykjavik á meðan samflokksmenn vilja ekki sjá hann i þeim stól. Annars eru þetta auðvitað aðeins gárur i kaffibolla, þvi langur vegur er frá þvi að ihaldiö komist til valda i borg- inni eftir næstu kosningar. Fyrir það fyrsta er vinstri meirihlut- inn fastur i sessi og i öðru lagi hafa sjálfstæðismenn i minni- hluta ekki sýnt neitt, sem opna myndi dyrnar að meirihluta- völdum innan borgarstjórnar. Clfúð, deilur og hamagangur innan flokks mega sjálfstæðis- menn eiga sjálfir. Reykvikingar hafa ekkert við slika klofnings- menn að gera við stjórn borgar- innar. Davið Oddsson verður þvi aldrei annað en kandidat til borgarstjóra, þvi borgarstjóri verður hann aldrei. Og það veit liklegast Albert Guðmundsson manna best og lætur þvi gott heita. Hefurðu kynnt þér vinnuverndarlögin? Það sem einkennir nýju VINNUVERNDARLÖGIN öðru fremur er að gert er ráð fyrir samstarfi allra á vinnustaðnum að góðum aðbúnaði, öryggi og hollustu á vinnustaðnum. Grundvöllur þess, að um sam- starf geti orðið.þurfa allir að þekkja til aðalatriða VINNU- VERNDARLAGANNA. 1 Vinnuverndarlögunum er gert ráð fyrir, að i fyrirtækjum þar sem eru 1—9 starfsmenn skal atvinnurekandi og/eða verkstjóri hans stuðla að góðum aöbúnaði, hollustu og öryggi á vinnustað i nánu samráði við starfsmenn og félagslegan trúnaöarmann þeirra. Þar sem eru 10 starfsmenn eða fleiri tilnefnir atvinnurek- andi af sinni hálfu öryggisvörð en starfsmenn kjósa sér öryggistrúnaðarmann. Þar sem eru 50 starfsmenn eða fleiri tilnefnir atvinnurek- andi af sinni hálfu öryggisvörð en starfsmenn kjósa sér tvo full- trúa. öryggistrúnaðarmönnum og öryggisvörðum er ætlað að hafa samvinnu um aö fylgjast með að öryggi, aðbúnaður og hollusta á vinnustaðnum sé i samræmi við lög og reglur. öryggisnefnd á að skipu- leggja aðgerðir i vinnuverndar- málum, annast fræðslu starfs- manna um efnið og hafa eftirlit meö, að ráðstafanir komi að til- ætluðum notum. Verkstjóri á að beita sér fyrir, að starfsskilyrði innan þess starfssviðs, sem hann stjórnar, séu fullnægjandi hvað varðar vinnuverndarmál. Hann skal sjá um, að þeim ráðstöfunum, sem gerðar eru til þess að auka öryggi og bæta aðbúnað og hollustuhætti, sé framfylgt. Skyldur starfsmanna eru i sem fæstum orðum þau, að þeir skulu stuðia að þvi, að starfs- skilyrði innan starfssviös þeirra séu fullnægjandi og að þeim ráðstöfunum, sem gerðar eru til þess að auka öryggi og bæta aðbúnað og hollustuhætti, sé framfylgt. Hlutverk atvinnurekandans er að sjá til þess, að full- nægjgndi skilyröi séu á vinnu- staðnum svo hægt sé að vinnaá forsvaranlegan hátt en starfs- menn, verkstjórar, og þeir sem gegna trúnaðarstörfum varð- andi vinnuverndarmál á vinnu- staö, sjá til þess að unnið sé samkvæmt fyrirmælum, lögum og reglugerðum. Eintak af lögunum er hægt að fá hjá: Félagsmálaráðuneyti, Vinnueftirliti rikisins, hjá stéttarfélögunum og öðrum hagsmunasamtökum. Tilboð í Sultártangavirkjun: Mikill mis munur á tilboðum A föstudag voru opnuð tilboð hjá Landsvirkjun i smiði og uppsetningu á lokum ásamt tilheyrandi búnaði fyrir Sult- artangastiflu. Verkið á að framkvæma á þessu og næsta ári. Eftirfarandi tilboð bárust i verkið: Bjóðendur Tilboðsfjárhæð i krónum (gengi 12.03.82) Framl.samv. fél. iðnaðarm. Kr. 7.883.300 Framl.samv. fél. iðnaðarm. ” 8.694.646 Vélsm. Stál hf. Landssmiðjan Vevey SA GanzMávag Stálsmiðjan hf. Vélsm.Ormsog Viglundar sf. Zschokke Wartman AG Stálsmiðjanhf. NewtonChambers 8.806.000 9.337.200 9.741.857 9.770.031 9.929.682 10.170.132 10.599.340 10.759.909 Eng.Ltd. ” 11.207.827 Sorefame ” 11.480.570 Granges Hedlund ”13.461.772 Normihf. ” 14.391.720 Glenfield & Kennedy Ltd. ” 14.901.233 Sumitomo Corporation ” 16.324.103 Áætlun ráðunauta Landsvirkjunar ” 10.889.000 Tilboðin verða nú könnuð nánar með tilliti til Utboðs- gagna og borin endanlega saman. Að þvi loknu mun stjórn Landsvirkjunar taka afstööu til þeirra Gerist áskrifendur að Alþýðublaðinu áskriftasimi 8-18-66 Kjartan Jóhannsson Sjöfn Sigurbjörns- dóttir Guðmundur Vé- steinsson Jóhanna Siguröar- dóttir Bjarni P. Magnús- Kristin Guömunds- son dóttir Sveitarstjórnaráðstefna Sveitarstjórnarráö og framkvæmdastjórn Alþýðuflokksins gangast fyrir ráð- stefnu um sveitarstjórnarmál laugardaginn 20. mars í veitingahúsinu Gaflinum Dalshrauni 13, 2. h. Hafnarf irði og hefst hún kl. 10. DAGSKRÁ: Kl. 10 Ráðstefnan sett af formanni sveitarstjórnar- ráðs, Sjöf n Sigurbjörnsdóttur 1) Umræður um stefnumið. a) Sjálfsforræði sveitarfélaga, framsaga: Magnús H. Magnússon b) Þjóðareign á landi framsaga: Guðmundur Vésteinsson c) Fjölskyldumál framsaga: Jóhanna Sigurðardóttir 2) Kosningaundirbúningur: framsaga: Bjarni P. Magnússon Kristín Guðmundsdóttir. 3) Ráðstefnuslit: Kjartan Jóhannsson, Alþýðuf lokks. Magnús H. Magnússon formaður

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.