Alþýðublaðið - 18.03.1982, Blaðsíða 2
2
Fimmtudagur 18. mars 1982
RITSTJÓRNARGREIN—-----------------
Sök bítur sekan
Það hefur verið fróðlegt að blaða í stjórnarmál-
gagninu Þjóðviljanum undanfarna daga. Olafur
//verzlar með land á Suðurnesjum" segir á forsíðu
þann 10/3. //Aukning á umsvifum hersins". //Furðuleg
vinnubrögð", segir Svavar formaður. „Utanríkisráð-
herra getur ekki ákveðið að taka hvaða land sem er
undir herinn".
Og næsta dag: „Með hótunum, fjárboðum og
landsverzlun" hefur ólafur þröngvað bæjarstjórninni
i Keflavík til hlýðni." Vegur hefur nú verið ruddur
áleiðis að því markmiöi hersins að koma upp hafnar-
aðstöðu f yrir 35 þús. lesta olíuskip í Helguvík, og olíu-
stöð, sem þjóna á i framtíðinni vaxandi flotaumsvif-
um á N-Atlantshafi og eldsneytissveit á Keflavikur-
flugvelli. Allt eru þetta liðir í áformum Bandaríkja-
stjórnar um aukinn vigbúnað í Evrópu..." Og enn-
fremur: „Hernaöarhagsmunir Bandaríkjanna og
valdahroki í utanrikisráðuneytinu ráða ferðinni" í
rikisstjórninni.
Daginn eftir segir yfir þvera forsíðu: „Fram-
sóknarflokkurinn styður útþenslustefnu ólafs". Og
degi síðar: Allt mun þetta „færa Island nær því að
verða þungamiðja i hernaðarkerfi Bandarikjanna á
N-Atlantshafi". Spurter: „Getur utanríkisráðuneytið
lagt Þingvöll undir herinn?" „Ég trúi því ekki"/segir
Svavar formaður, „að ólafur Jóhannesson ætli að
keyra málið á enda".
En það er nákvæmlega það sem Ólaf ur Jóhannesson
hef ur gert: Hann hef ur keyrt málið á enda. Geip Þjóð-
viljans og kommaráðherranna um hótanir, mútur,
lagabrot, útþenslustef nu, hernaðarumsvif etc., eru að
vísu staðleysustafir. ölafur hefur framfylgt fyrir-
mælum Alþingis, tekið ákvörðun um staðarval olíu-
tanka í samræmi við ráðgjöf sérfróðra aðila og sam-
eiginlegar kröfur hlutaðeigandi sveitarfélaga. Hann
hefur hvergi farið út fyrir valdsvið sitt. Engin lög
brotið. Ekki lagt neitt nýtt land undir varnarsvæði. Og
hann hef ur tekið tillit til sérþarfa Alþýðubandalagsins
um að geymarými verði ekki aukið.
Ákvörðun Ólafs er endanleg og hún stendur
óhögguð. Það uppátæki Svavars formanns að setja af
ráðgefandi nefnd um skipulagsmál og skipa aðra nýja
er markleysa. örþrifaráð Hjörleifs til að útiloka is-
lenzkan verkta1<a frá að standa við gerðan samning
þýðir það eitt, að verkið f ærist í hendur útlendinga og
ríkissjóður verður skaðabótaskyldur.
Utanríkiráðherra hefur brugðizt hart við ögr-
unum kommanna og ófrægingarherferð. Hann hefur
keyrt málið á enda — sem Svavar Gestsson vildi í
lengstu lög ekki trúa. Nú liggur það fyrir. Að baki
þeirri ákvörðun stendur meirihlutavilji þriggja þing-
flokka.
Hvað gera kommar þá, þegar þeir hafa teflt sig
heimaskítsmát? Ekki tjóar að bera fram vantraust.
Það yrði kolfellt. Að hætti japanskra samuraja hefur
Fljótamaðurinn boðið þeim útgönguleiðina — að
fremja pólitíska kviðristu — ef þeim er annt um ær-
una.
Enþað stóðaldrei til. Máliðvar af komma hálfueitt
stórt blöff, f rá upphaf i til enda. Það stóð aldrei til að
velja milli ærunnar og ráðherrastólanna. En um ná-
kvæmlega það stendur málið nú og annað ekki. Nú
mega allir sjá og heyra, hvorn kostinn Alþýðubanda-
lagið velur. Það velur stólana. Áróðursherferðin, sem
átti að minna einlæga herstöðvaandstæðinga á hug-
sjónatryggð Flokksins,hefur snúizt í höndum þeirra
eins og búmerang, og hittir nú fyrir, ekki utanríkis-
ráðherra, heldur þá sjálf a. Þannig fór um sjóferð þá.
Hitt er mesti misskilningur að það sé nokkurt f arar-
snið á „þjóðfrelsishreyfingunni" út úr ráðherra-
stólum. Það hvarflar ekki að sjálfstæðishetjunum
Ólafi Ragnari og Svavari að fara að manna götuvígin.
Að vísu er boðaður fundur á Hótel Borg. En hann er
ekki til annars en að kvarta undan meðferðinni.
Kommarnir reyna að telja sínu fólki trú um að féjags-
málaráðherra eigi ósagt síðasta orðið þegar kemur að
staðf estingu á hönnun haf narf ramkvæmda. En það er
aumlegt yfirvarp, ætlað til þess eins að vinna tíma í
ráðherrastólunum og blekkja auðtrúa sálir.
Niðurstaða málsins er einföld: Forystulið Alþýðu-
bandalagsins hefur hamrað á því, að lausn Helgu-
víkurmálsins, sem þegar liggur fyrir, sé sú að gera
ísland að „þungamiðju í hernaðarkerfi Bandaríkj-
anna á N-Atlantshafi". Trúi þeir sínum eigin áróðri,
eru þeir með áframhaldandi setu sinni í þessari rikis-
stjórn orðnir samábyrgir þessu hernaðarkerfi. Fram-
hjá þeirri óhagganlegu staðreynd komast þeir ekki,
hvernig sem þerir reyna að klóra í bakkann á
safnaðarfundum. I þessu máli hefur verið látið á
reyna trúnað þeirra við málstaðinn í eitt skipti fyrir
öll. Og þeir voru vegnir —og léttvægir f undnir.
—jbh
Kveðja frá Iðnskólanum
í Reykjavfk:
UNNUR
BJARNADÓTTIR
Unnur Bjarnaddttir
iþróttakennari var skipuii
kennari við Iðnskólann i
Reykjavlk haustið 1980. Unnur
haföiáðuri mörg árkenntiðn-
nemum iþróttir þótt aðaistarf
hennar væri við Vörðuskól-
ann.sem áður hét Gagnfræöa-
skóli Austurhæjar.
Auk iþrótta og leikfimi
kenndi Unnur skyndihjálp.
Hún var vel látin sem
kennari, lifsglöð og áhugasöm
um að auka menntun sina.
Fáir voru jafn ötulir og hiín
við að sækja allskyns nám-
skeið.
Við þetta sviplega fráfall
Unnar þakkar skólinn henni
vel unnin störf i þágu iðnnema
og vottar ættingjum og vinum
sam úð.
Ingvar Asmundsson
Opinber stofnun
óskar eftir
HÚSNÆÐI
Hollustuvernd rikisins, sem tekur til
starfa i haust i samræmi við lög nr.
50/1981, um hollustuhætti og heilbrigðis-
eftirlit, óskar eftir húsnæði til leigu sem
allra fyrst.
Um er að ræða húsnæði að stærð 1.200 til
1.500 fermetrar.
Allar nánari upplýsingar gefur Ingimar
Sigurðsson, stjórnarformaður Hollustu-
verndar rikisins, Laugavegi 116, Reykja-
vik, s. 25000 og 28455.
Tilboð óskast send á sama stað fyrir 10.
april n.k.
Reykjavik, 16. mars 1982.
lÉr Iðnskólinn í Reykjavík
Skrifstofa skólans verður lokuð frá kl. 14 i
dag vegna útfarar Unnar Bjarnadóttur
iþróttakennara. Kennsla fellur niður frá
sama tima.
iðnskólinn i Reykjavik.
Alþýðuorlof og Dansk Folke-ferie i samstarfi við Samvinnuferð-
ir/Landsýn, munu á næsta sumri efna til þriggja gagnkvæmra orlofs-
ferða fyrir félagsmenn verkalýðssamtakanna á íslandi og Danmörk.
Hér er um að ræða framhald og aukningu á þvi samstarfi sem hafið
var á siðasta ári milli þessara samtaka.
Ferðirnar til Danmerkur verða sem hér segir:
1. ferð: Frá 28. júni til 17. júli. Verðkr. 5.700,00
Innifalið i verðinu er rútuferð um Danmörk frá 28. júni til 10. júli þar
sem er gisting og fullt fæði ásamt leiðsögn. Gist er i sumarhúsum og
skólum hinna einstöku félaga innan danska verkalýðssambandsins.
17. júli heimferð til Keflavikur.
2. ferð: frá 17. júli til 31. júli. Verð kr. 3.700,00
Hér er um að ræða 2ja vikna ferð, þar sem að hóparnir dvelja eina
viku i senn i sumarhúsum i Karrebeksminde og Helsingör. Farin
verður ein dagsskoðunarferð á hvorum stað, en að öðru leyti er dvöl-
in þar án skipulagðrar dagskrár. Fæði ekki innifaiið.
31. júli heimíerð til Keflavikur.
3. ferð: Frá31. júli til 18. ágúst. Verð kr. 5.700,00
31. júli til7. ágúst dvalið um kyrrt á einum stað i 7 nætur i sumarhús-
um, án skipulagðrar dagskrár. Fæði ekki innifalið þann tima.
Frá7. ágúst til 18. ágúst er rútuferð um Danmörk þar sem er gisting
og fullt fæði ásamt leiðsögn. Gist er i sumarhúsum og skólum hinna
einstöku félaga innan danska verkalýðssambandsins.
18. ágúst heimferð til Keflavikur
Afsláttur fyrir börn innan 12 ára er krónur 800.- i hverja ferð.
Rétt til þátttöku i ferðunum eiga félagsmenn i aðildarfélögum Alþýðu-
orlofs, sem eiga orlofshús i ölfusborgum, Svignaskarði, Vatnsfirði,
Illugastöðum eða Einarsstöðum og fær hvert orlofssvæði tiltekinn
fjölda þátttakenda i hverja ferð. Alls verða 120 sæti bókuð i hverja ferð
eða samtals 360 sæti i allar ferðirnar.
Bókanir i ferðir þessar fara fram á timabilinu frá 17. mars til 31. mars
1982 og er tekið við bókunum á eftirtöldum stöðum:
Alþýðuorlof, Lindargötu 9, Reykjavik
simi 91-28180 (kl. 13.00-17.00)
Alþýðusamband Vestfjarða
Alþýðuhúsinu, ísafirði simi 94-3190
Alþýðusamband Norðurlands, Brekkugötu 4, Akureyri.
Simi 96-21881
Alþýðusamband Austurlands, Egilsbraut 25, Neskaupstað.
Simi 97-7610
Stjórn Alþýðuorlofs.