Alþýðublaðið - 18.03.1982, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.03.1982, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 18. mars 1982 3 Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur Almennur félagsfundur verður haldinn í Iðnó mánudaginn 22. mars kl. 20.30. Fundaref ni: Borgarmálef nin. Framsögumenn verða: Sigurður E. Guðmundsson, Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, Bjarni P. Magnússon og Guðríður Þor- steinsdóttir. Fundarstjóri verður Jón Baldvin Hannibalsson. Stjórnin Tilboð óskast i smiði og afgreiðslu lampa af ýmsum gerðum fyrir byggingu 7 á Landsspitalalóð. Útboðs- og verklýsing er til afhendingar á skrifstofu vorri að Borgartúni 7, Reykja- vik. Tilboð verða opnuð i viðurvist við- staddra bjóðenda á sama stað kl. 11 f.h. þriðjudaginn 11. mai n.k. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 - Staðfestir 4 sveitir hafa beint spiótum sin- um að. Það hefur þvi oft verið tilviljunum háð, hvernig þús- undir óbreyttra borgara hafa orðið fyrir barðinu á öryggis- sveitum. Amnesty International átti viötal við flóttamenn í Mexikó, Hondúras og Costa Rica. Lýs- ingar þeirra á voðaverkum og kúgunaraðgerðum voru sam- hljóða og staðfesta upplýsingar margra annarra aöilja. Lýsing- um flóttamanna bar þannig saman þrátt fyrir það, að engin leið væri fyrir þá að hafa sam- band sin á milli. Nokkrum fangabúðum var einungis hægt að komastað i litlum flugvélum. Fjöldi fómarlamba báru ör á likama sinum, sem virtust stað- festa frásagnir þeirra. Allar sveitir stjórnarher- manna og og lögreglu tengjast þessum ógnarverkum, herinn, lögreglusveitir, og sveitir i tengslum við herinn. Nokkur dæmi um ógnar- verk Meðal þeirra vitnisburða, sem nefndin hlýddi á má nefna eftirfarandi dæmi: „Hermennnirnir brenndu húsið okkar i júnimánuði, þeir drápu frænku mina, sem gekk með fyrsta barn sitt.. þeir tóku fóstrið og köstuðu þvi fyrir hundana....” „Þjóövarðliðar drápu föður minn, þeir skáru hann á háls. Siðan nauðguðu þeir mér — all- ir. Þeir nauðguðu síðan 15 ára gamalli dóttur minni einnig. Siöan var hnifblaöi brugðið á háls mér og mér varpað ofan á lik föður mins.” „Þrjátiu vel vopnaðir menn i herjökkum með grimur fyrir andlitum með áletruninni „dauðasveitir” komu inn i þorp- ið okkar, þeir handtóku og drápu nokkra bændur. Siðan fóru þeir til þorps i grenndinni, handtóku Romilia Hernandez (21 árs)... Þeir nauðguðu henni og skáru hana siðan á háls.... samdægurs voru þessir „dauða- sveitarmenn” fluttir burt i þyrlu Salvadorhers.” Fréttabréfið lýsti hinni vax- andi ofbeldisöldu i landinu, allt frá þvi að stjórnvöld lýstu yfir neyöarástandi i mars 1980. Flest grimmdarverk unn- in af stjórnarhermönnum 1 skýrslu samtakanna segir, að Amnesty hafa vitaö af hern- aðarátökunum i E1 Salvador og frásögnum af mannréttinda- brotum stjórnmálaafla, sem ekki eru i tengslum viö stjórn- völd. Amnesty hefur hins vegar komist að þeirri niöurstöðu, eft- ir vandlega athugun, að flest brotanna, þar meö taldar pynt- ingar, mannshvörf, og morö af yfirlögðu ráði, eru unnin af ör- yggissveitum landsins og bein- ast að óbreyttum borgurum, sem engan þátt eiga i aðgerðum skæruliöa. Fulltrúi samtakanna sagði þann 9. mars s.l. að yfirvöld i E1 Salvador hefðu hvað eftir annað verið krafin svara um ýmis atr- iöi, en engin svör hefðu borist við fyrirspurnum samtakanna. Amnesty —,Þ Leikhús 4 En það eru fleiri en Brynja, sem hafa lagt krökkunum liö. Leikmynd Sigurjóns Jóhanns- sonar er hreint afbragð, og er ótrúlegt, hve mikið rúmast á svo litlu sviöi. Ennfremur eru búningar hans mjög vandaöir og mátulega stiliseraðir. Það eina sem rauf annars mjög góð- an heildarsvip, var byltingar- senan á götum úti. Hún var veikasti hlekkur sýningarinnar, bæði leiklega og hvaö umgerð snerti. Það vantaði allan sann- 'færingarkraft i þaö atriði, enda mjög erfitt og ólikt öllu öðru i verkinu. Ekki má sleppa að geta lýs- ingarDavids Walters, sem virt- ist einstaklega vönduð og upp- lyftandi. Það var sem sagt ekkert til sparað, svo að þessi sýning mætti verða eins góð og kostur var. Fjórir viðurkenndir lista- menn lögðu nemendum lið, og mætti jafnvel bæta þeim fimmta við, þvi að skólastjór- inn, Pétur Einarsson.brilleraði i hlutverki erindreka drottning- ar. Og hvernig féllu krakkarnir að þessari glæsilegu umgerð? Allt eru þetta fallegir krakkar, sem hafa hlotið góða þjálfun. Samstilltur hópur, sem virðist vera góðum hæfileikum búinn. Ekki er ástæða til að geta neins sérstaklega, þvi að þau eru nokkuð jöfn. öll eiga þau það sammerkt að vera ekki enn orð- in fulloröin og hafa þvi ekki nægilega reynslu til að bera til að geta túlkað mergjaðar per- sónur Genet á fullkomlega sannfærandi hátt. Enda bjóst kannski enginn við þvi. En þau bættu það upp með leikgleðinni, sem geislaði af hverju andliti, og þau beittu fyrir sig ágætri tækni, sem ber skólanum góðan vitnisburð. En þau eru enn of ung til að skilja allt. Bryndis Schram Þekkír þú lífeyrísrétt þinn? Þessir lífeyrissjóðir mynda eina lífeyrisheild. • Lsj. ASB og BSFI • Lsj. byggingamanna • Lsj. Dagsbrúnarog Framsóknar • Lsj. Félagsgaröyrkjumanna • Lsj. Landssambands vörubifreiöastjóra • Lsj. málm- og skipasmiða • Lsj. Nótar, félags netagerðarfólks • Lsj. rafiðnaðarmanna • Lsj. verksmiðjufólks • Lsj. Vesturlands • Lsj. Bolungarvíkur • Lsj. Vestfirðinga • Lsj. verkamanna, Hvammstanga • Lsj. stéttarfélaga í Skagafirði • Lsj. Iðju á Akureyri • Lsj. Sameining Akureyri • Lsj. trésmiða á Akureyri • Lsj. Björg Húsavík • Lsj. Austurlands • Lsj. Vestmanneyinga • Lsj. Rangæinga • Lsj. verkalýðsfélagaáSuðurlandi • Lsj. verkalýðsfélaga á Suðurnesjum • Lsj. verkafólks í Grindavík • L.sj. Hlífar og Framtíðarinnar SAMBAND ALMENNRA LÍFEYRISSJÓÐA Samræmd lífeyrishieild Kjartan Jóhannsson Sjöfn Sigurbjörns- dóttir Guðmundur Vé- stcinsson Jóhanna Sigurðar- dóttir Bjarni P. Magnús- son Kristin Guðmunds- dóttir Sveitarstjórnaráðstefna Sveitarstjórnarráð og framkvæmdastjórn Alþýðuflokksins gangast fyrir ráð- stefnu um sveitarstjórnarmál laugardaginn 20. mars í veitingahúsinu Gaflinum Dalshrauni 13, 2. h. Flafnarf irði og hefst hún kl. 10. DAGSKRÁ: Kl. 10 Ráðstefnan sett af formanni sveitarstjórnar- ráðs, Sjöfn Sigurbjörnsdóttur 1) Umræður um stef numið. a) Sjálfsforræði sveitarfélaga, f ramsaga: Magnús H. Magnússon b) Þjóðareign á landi framsaga: Guðmundur Vésteinsson c) 2) 3) F jölskyldumál framsaga: Jóhanna Sigurðardóttir Kosningaundirbúningur: framsaga: Bjarni P. Magnússon Kristín Guðmundsdóttir. Ráðstef nuslit: Kjartan Jóhannsson, Alþýðuf lokks. Magnús H.Magnússon formaður

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.