Alþýðublaðið - 01.04.1982, Síða 2

Alþýðublaðið - 01.04.1982, Síða 2
Fimmtudagur 1. apríl 1982 RITSJ ÓRN ARGREIN STERKUR LISTI fllþýðufolkkurinn varð seinastur til þess að ganga éndanlega frá framboðslista sínum fyrir borgar- stjórnarkosningarnar í vor. En þeir sem leggja seinast upp i róður eru ekki endilega þeir sem bera minnstan afla að landi. Það er flestra manna mál að vel hafi tekizttil um skipan listans. Um hann ríkir al- ger einhugur innan flokksins. Frambjóðendur verða hvarvetna varir við góðar undirtektir. Fyrsta sæti listans skipar Sigurður E. Guðmundsson/ framkvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar. • ríkisins. Sigurðurer einn helzti sérfræðingur Alþýðuf lokksins í húsnæðismálum. Húsnæðis- og skipulagsmál eru jaf n- aðarlega eitt mikilvægasta úrlausnarefni allra sveitarstjórna. Starfs síns vegna býr Sigurður yfir langri reynslu og haldgóðri þekkingu á þeim málum. Sú þekking mun koma borgarstjórn að góðum notum á næsta kjörtímabili. Sigurður hef ur lýst því að á næsta kjörtímabili þurfi að gera meiri háttar átak í hús- næðismálum í Reykjavík/ i líkingú við það sem gert var upp úr júnísamkomulaginu 1965 og leiddi til bygg- ingar 1250 ibúða, sem láglaunafólk hafði forgang að. Öðru sæti listans er Sjöfn Sigurbjörnsdóttir boryarfulltrúi. Sjöfn er trúlega umdeildasti borgar- fulltrúinn í núverandi meirihlutasamstarfi. Hún er þekkt að því að geta tekið sjálf stæðar ákvarðanir og láta ekki auðveldlega segja sér fyrir verkum. Borgar- búar bafa tekið eftir þvi að hún lætur ekki kommana komast upp með moðreyk, ef því er að skipta. Hún skírskotar því sterklega til þeirra f jölmörgu kjósenda, sem treysta litt á verkhæf ni sjálf stæðismanna, vegna eilífra flokkadrátta og úlfúðar. i þriðja sæti listans er Bjarni P. Magnússon, sem er hagfræðingur að mennt og framkvæmdastjóri fyrir ungu iðnfyrirtæki. Þrátt fyrir ungan aldur á Bjarni að baki mikið starf innan Alþýðuf lokksins. Hann var í fremstu röð þeirra ungu manna sem opnuðu Alþýðu- flokkinn upp á gátt fyrir nýjum hugmyndum og nýjum og lýðræðislegri vinnubrögðum og leiddi til hins mikla kosningasigurs flokksins árið 1978. Bjarni hefur starfað mikið að borgarmálum á liðnu kjör- tímabili, m.a. verið fulltrúi flokksins í stjórn veitu- stofnana Reykjavíkur. Hagfræðimenntun hans, reynsla af, atvinnurekstri og borgarmálum munu koma honum að góðum notum sem borgarf ulltrúa. Fjórða sæti listans skipar Guðriður Þorsteinsdóttir, lögfræðingur og framkvæmdastjóri jafnréttisráðs. Guðriður hefur verið virk i starfi innan raða ungra jafnaðarmanna. Reynsla hennar af starfi í þágu jafn- réttisbaráttu kvenna mun koma að góðum notum á vettvangi borgarmálanna. Ohætt er að f ullyrða að almenn ánægja ríkir meðal jafnaðarmanna í Reykjavik með skipun framboðs- listans. Menn treysta því að hér sé boðið úpp á sam- stæðan og vel verki farinn hóp, sem hafi allar for- sendur til aðgegna störfum borgarf ulltrúa með sóma. Meðal borgarbúa rikir eðlilega mest eftirvænting um það, hverjir muni mynda nýjan meirihluta í borgarstjórn að kosningum loknum. Of snemmt er að slá neinu föstu um það f yrirf ram. Sú ákvörðun er auð- vitað fyrstog fremst í höndum kjósenda sjálfra. Hið nýja kvennátramboð eykur óvissuna um það til muna. Sá'meirihluti, sem farið hef ur með völd í borgarstjórn á liðnu kjörtímabili, leggur nú sin mál undir dóm kjós- enda. En kosningarnar snúast ekki bara um það sem liðið er. Þær snúast líka um þau mál sem flokkarnir munu setja á oddinn sem meginverkefni á næsta kjörtímabili. Þar mun athygli kjósenda ekki hvað sízt beinast að málabúnaði flokkanna í atvinnumálum höfuðborgarinnar, húsnæðis- og skipulagsmálum. Síðan er það kjósenda sjálfra að leggja línurnar um framhaldið. Samstaða um málefnin hlýtur síðan að skera úr um það, hverjir veljast til samstarfs að kosn- ingum loknum. ' — JBH Potturinn og Pannan Nýr matsölustaður á horni Brautarholts og Nóatúns ísiðustu viku var opnaður nýr matsölustaður á horni Brautar- holts og Nöatúns, þar sem veit- ingahúsið Hliðarendi var áður til húsa. Eigendur staðarins eru þeir Sigurður Sumarliðason, Úlfar Eysteinsson og Tómas Tómasson, sem hefur talsvert komið náiægt veitingahúsa- rekstri í borginni á siðustu misserum. Þeir hafa lagt út f miklar breytingar á húsnæðinu, sem uppfyllir nú allar þær kröfur, sem gerðar eru til salat- barstaða i henni Ameriku. Tómas Tómasson sagði við opnun staðarins, að það vekti fyrst og fremst fyrir eigendum staðarins aðbjóða upp á ódýran mat i vistlegu umhverfi, þar sem fólk gæti komið og borðað fyrir hóflegt verð. Aðalsmerki veitingahússins verður salat- barinn að ameriskum sið. Þri- réttuð máltið dagsins mun kosta 80—90 krónur. Ekki verður framreitt vin á staðnum, enda telja eigendur það ekki við hæfi, þar sem fjölskyldan fer út að borða,að vin sé haft um hönd. Potturinn og Pannan er opinn daglega frá 8.00 — 23.30. Samtök sveitarfélaga i Vesturlandskjördæmi: Fundur um húshitunarmál i Stykkishólmi Samtök sveitarfélaga i Vesturlandskjördæmi boða til fundar um húshitunarmál á Snæfellsnesi og í Dölum föstu- daginn 2. aprfl n.k. kl. 13.00 i Hótel Stykkishólmi. Tilgangur fundarins er að ræða ýtarlega um þá mögu- leika, sem nú eru fyrir hendi á húshitun á svæðinu og stuðla þannig að sem bestri stefnu- mótun hlutaðeigandi aðila. Til umræðu verður almenn stefnumörkun rikisvaldsins i húshitunarmálum, mögulegar orkusparnaðaraðgerðir, orku- öflunarmöguleikar, niður- stöðurog horfur á jarðhitaleit, rafhitunarmöguleikar, reynsla af RO-veitum, laus- legur kostnaðarsamanburður, gjaldskrármál o.fl. Framsögumenn verða full- trúar frá Iðnaðarráðuneyti, Orkustofnun og Rafmagns- veitum rikisins. Auk þeirra er alþingismönnum Vesturlands- kjördæmis, sveitarstjórnar- mönnum á svæðinu og öðrum áhugamönnum sérstaklega boðið á fundinn. ðlafur__________________1 Þær skýringar sem lik- legastar eru taldar á fjarveru Olafs eru, að hann telji sig ekki þurfa að skýra eitt né neitt i sinni embættisfærslu fyrir flokksmönnum. Þá mun Ólafi Jóhannessyni ekki hafa líkað alltof vel framkoma Steingrims formanns i Helguvikurmálinu og talið hann meö undirlægju- hátt við Alþýðubandalagiö i málinu. Þá var þvi einnig fleygt á tittnefndum miðstjórnarfundi, að ólafur væri orðinn dauð- þreyttur á pólitiska vafstrinu og vildi frið frá drepleiðinlegum og innihaldsrýrum Framsóknar- langlokum. Hann hafi þvi ein- faldlega ekki nennt á nefndan miðstjórnarfund. Þykir það ekki ólfklegasta skýringin, sér- staklega með hliðsjón af bragð- daufum, löngum og rislitlum miðstjórnarfundum. Kjartan 1 1. Hvað liöur afgreiðslu rikis- stjórnarinnar á ósk Hafnar- fjarðarbæjar um endurskoð- un á hlutdeild bæjarins i framleiðslugjaldstekjum af tSAL, samkvæmt samnings- bundinni kröfu bæjaryfir- valda? 2. Hvenær má vænta lagafrum- varps um þetta efni i sam- ræmi við ákvæði samnings milli iðnaðarráðuneytisins og bæjarstjórnar frá þvi i mai- mánuði 1976, sem bæjarstjórn hefur óskað atbeina forsætis- ráðherra við? Verður fróðlegt að heyra svör forsætisráðherra við þessum spurningum þingmannanna, en hér er á feröinni mikilvægt hagsmunamál fyrir Hafnfirð- inga. í|j Laus staða Staða forstjóra Innkaupastofnunar Reykjavikurborgar er laus til umsóknar. Launakjör eru skv. kjarasamningi við Starfsmannafélag Reykjavikurborgar. Staðan verður veitt frá lv júli I982aðtelja. Umsóknum skal skilað til skrifstofu minnar fyrir 20. april n.k. Borgarstjórinn i Reykjavik Egill Skúii Ingibergsson PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða LOFTSKEYTAMENN/SÍMRITARA til starfa í Neskaupstaö og á Höfn í Horna- f irði. Nánari upplýsingar verða veittar hjá starfs- mannadeild og stöðvarstjórum í Neskaupstað og á Höfn. Ungir jafnaðarmenn Ráðstefna um húsnæðismál verður haldin næstkomandi laugardag, 3. apríl, klukkan 13.30. Ráðstefnan verður haldin f hinu nýja húsnæði Sambands ungra jafnaðarmanna við Hverfisgötu 106 A, þriðju hæð. Framsögu- maður um húsnæðismálin verður Magnús H. Magnússon alþingismaður. Allir velkomnir. Verkalýðsmálanefnd SUJ Formaður: Árni Hjörleifsson Magnús H. Magnússon

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.