Alþýðublaðið - 08.04.1982, Page 2
2
Fimmtudagur 8. apríl 1982
RITSJÓRNARGREIN
ísland og umheimurinn
Sú venja hefur skapazt á Alþingi seinustu
árin, að talsmenn stjórnmálaflokkanna geri
allítarlega greinfyrir viðhorfum flokka sinna
til utariríkis- og alþjóðamála, í tilefni af
skýrslu utanríkisráðherra um utanríkismál.
Þessu ber að fagna. íslendingar geta ekki,
fremur en aðrar þjóðir, búið í einangrun. Við
erum flestum öðrum þjóðum fremur háðir
alþjóðaviðskiptum. Islendingum jafnt sem
öðrum stafar ógn af takmarkalausu víg-
búnaðarkapphlaupi stórveldanna. Þeir hljóta
þess vegna að reyna að afla sér þekkingar og
mynda sér skoðun á afvopnunarrftálum. Mis-
skipting auðsins í heiminum er helzta undir-
rót ófriðar og hernaðarátaka. islendingar
hljóta því að láta sig varða, hvaða stefnu
bandalagsþjóðir þeirra taka í málefnum
þriðja heimsins
Utanríkismálaumræðan s.l. þriðjudag leiddi
rækilega í Ijós um hvað er samstaða og um
hvað er ágreiningur milli stjórnmálaflokk-
anna í viðhorfum til alþjóðamála. Sérstaða
Alþýðubandalagsins er gamalkunn. Alþýðu-
bandalagið er eini íslenzki stjórnmálaf lokkur-
inn, sem vill rjúfa varnarsamstarf lýðræðis-
rikjanna og ætlar Islendingum að treysta á
varnarleysi og pólitíska einangrun. En þótt
hinir f lokkarnir séu sammála um það, að þátt-
taka fslendinga í varnarsamtökum lýðræðis-
rikjanna haf i gef izt vel, og eigi áf ram að vera
hornsteinn islenzkrar utanríkisstefnu, þá er
verulegur munur á viðhorfum þeirra til
alþjóðamála. Það er reginmunur á afstöðu
Alþýðuf lokksins annars vegar, og Sjálfstæðis-
flokksins hins vegar, til vandamála þriðja
heimsins og spurningarinnar um, hver skuli
vera stefna lýðræðisríkjanna í málefnum þess
heimshluta. Þessi skoðanamunur kom berlega
fram í ólíkum málflutningi þeirra Geirs
Hallgrímssonar og Kjartans Jóhannssonar í
utanríkismálaumræðunni á Alþingi. Að mati
jafnaðarmanna ber að setja kröfuna um virð-
ingu fyrir mannréttindum á oddinn. Forystu-
riki lýðræðisins mega undir engum kringum-
stæðum veita andlýðræðislegum herforingja-
stjórnum stuðning, hvorki í orði né verki. Hið
tvöfalda siðferði sem lýsir sér í afstöðu
Reaganstjórnarinnar til Pótlands og El Salva-
dor er ekkert einkamál Bandaríkjastjórnar,
vegna þess að það veikir siðf erðisþrek og póli-
tíska stöðu lýðræðisríkjanna á alþjóðavett-
vangi.
En þrátt fyrirþennan skoðanaágreining er
engu að síður víðtæk samstaða með þremur
stjórnmálaflokkum um áframhaldandi þátt-
töku íslendinga í varnarsamtökum lýðræðis-
ríkjanna, sem tryggt hef ur f rið í okkar heims-
hluta í bráðum f jóra áratugi. Um það sagði
Kjartan Jóhannsson í ræðu sinni: „Atlanz-
hafsbandalagið var stofnað sem vörn gegn út-
þensiu sovétkommúnismans. Hlutverk þess
var að tryggja lýðfrjálsum þjóðum á Norður-
hveli frið og öryggi og standa þannig vörð um
lýðræðisskipulagið. Það hefur tekizt. Við höf-
um notið friðar. Þann einfalda sannleika skul-
um við festa okkur í huga".
Ennfremur sagði Kjartan: „Varnarleysi Is-
lands býður heim hættunni á hernámi og ógn-
unum, eins og dæmin sanna einmitt þessa dag-
ana. Alþýðubandala^smenn segja að aðild
okkar að Atlanzhafsbandalaginu og tilvera
varnarstöðvargeri okkur aðskotmarki Rússa.
Ég segi: Varnarleysi við núverandi aðstæður
mundi gera okkur að tálbeitu og skotmarki
beggja. Tómarúm á islandi, eins og AB berst
fýrir, mundi auka umsvif beggja á haf inu um-
hverf is okkur og við gerðum frelsi okkar, ör-
yggi og sjálfstæði að leiksoppi.
Um afvopnunarmál og hlutverk f riðarhreyf-
inga sagði Kjartan: „Við Alþýðuflokksmenn
tökum undir þá kröfu friðarhreyfinganna að
kjarnavopnakapphlaupið verði að stöðva.
Vandinn er hins vegar sá, að austan járntjalds
skiptir vilji fólksins valdhafana engu, en þeir
verða að leggja sitt af mörkum til þess að
raunveruleg takmörkun vígbúnaðar náist.
Sannleikurinn er sá, að einhliða takmörkun
vígbúnaðar mun ekki endast. Jaf nvel þótt hún
yrði ákveðin, er fullvíst, að jafnskjótt og sá
aðili, sem til þess gripi/teldi að á hann hallaði,
yrðu þau öfl yfirsterkari sem teldu að víg-
búast yrði á ný, til að jafna metin. Hér getur
hvorki gilt: Þú fyrstsvo ég,— né heldur: Ég
f yrst svo þú. Báðir aðilar veróa að stíga skref-
in samtímis."
—JBH
Ballett Bryndis Schram skrifar mt
w
JAZZ-STE MMA
Söngleikurinn
JAZZ-INN
í Háskólabfói
Höfundur: Bára Magnúsdóttir
Hljómsveitarstj.: Arni Schev-
ing
Ekki er að spyrja aö dugnað-
inum i henni Báru. Ekki nóg
með, að hún reki öflugan skóla
fyrir fólk á öllum aldri.heldur '
stofnar hún til meiri háttar
uppákomu i einu stærsta sam-
komuhúsi landsins meö öllum
þeim tilkostnaði, sem þvi fylgir.
Hún ræður fjölmenna hljóm-
sveit — og það enga smákalla —
virkjar einn vinsælasta popp-
söngvara landsins og dregur
upp á svið úrval ungra glæsi-
kvenna og kennir þeim að dansa
af hjartans list. Þetta gæti ekki
hver sem er. Bára hefur ekkert
til sparað, lýsing er vönduð og
fjölbreytileg, „soundið” óað-
finnanlegt, og búningar allir vel
úr garöi geröir, bæði hvaö varð-
ar litaval og sniö. Allt skal vera
eins glæsilegt og kostur er.
Bára hefur sjálf samiö hand-
rit að sýningu þessari.Þar hefur
hún ætlað ser heldur mikiö, þvi
að handritið er veikasti hlekkur
sýningarinnar. Bæði er, að sag-
an er fremur einföld og barna-
leg, og heldur ekki spennunni til
loka. Auk þess er textinn ekki
nógu vandaður til að veita
ánægju. Það hefði verið mikill
styrkur fyrir Báru að fá til liðs
viö sig gagnrýninn rithöfund
eða bara einhvern, sem þekkir
reglur og takmörk leikhússins.
Það hefði verið til mikilla bóta
að þjappa textanum saman og
stytta sýninguna um einn
þriðja. Þá hefði hún orðið hnit-
miðaðri og meira spennandi.
A hinn bóginn er Bára snjall
dansahöfundur. Hún kann vel á
það fólk sem hún vinnur með,
ofbýður þvi hvergi, hefur
frjálslegan stil, þar sem hún
byggir að nokkru á klassiskri
hefð, en fer þó meira út i diskó-
stil. Nemendur hennar hafa
fæstir langan skóla að baki, og
setur það henni strax viss tak-
mörk. En hún notfærir sér
náttúrlegar hreyfingar og gef-
ur dansgleðinni lausan tauminn,
sem er kannski endanlega það
takmark, sem hún setur sér.
Dansarnir eru vel upp byggöir,
nokkuð einhæfir aö visu, en
rythmiskir og gleðirikir. Hóp-
dansarar eru þrautþjálfaðir og
þokkafullir, og þeir renndu sér i
gegnum verkiö af krafti og inn-
lifun. Þeir voru nokkuö jafnir að
getu, og ekki ástæða til að lofa
einn umfram annan. Bardaga-
listamennirnir Haukur og Hörð-
ur ásamt félögum vöktu sér-
staka athygli, og var gaman aö
hafa þá með i hópnum.
Aðalhlutverkin voru i höndum
þeirra Sigrúnar Waage og Guö-
mundar Garöarssonar. Sigrún
hefur um árabil æft listdans og
ýmist naut þess eða galt i þessari
sýningu. Ef tii vill hefði hún ver-
iö meira „sexy” ef henni heföi
tekizt að þurrka burt klassisk
áhrif, en hins vegar naut hún
þess miklu frekar og oftar að
eiga að baki mikla þjálfun sem
listdansari. Hún hefur fallegan
likama og elskulegt andiit og
vann samúð áhorfenda með
þokkafullri túlkun sinni. Sigrún
hefur ekki mikla söngrödd en
fór vel meö það, sem henni var
faliö.
Guömundur Garðarsson er
einnig ágætur dansari, léttur og
fimur, en hins vegar galt hann
þess að vera ekki nógu tónviss i
söngatriðunum.
Pálmi Gunnarsson fór hins
vegar á kostum i söngnum.
Hann hefur einkar þægilega
rödd og naut þess greinilega að
hlaupa úr einu gervinu i annað.
Þá er eftir að geta hljómsveit-
arinnar og hennar framlags til
þessarar sýningar. Sá þáttur
var frábær, lögin kraftmikil og
hvetjandi, auk þess sem útsetn-
ingin var bæði hugmyndarik og
fjölbreytileg. Einkum þótti mér
blásarinn koma skemmtilega á
óvart.
Það er ómetanlegt fyrir dans-
ara að hreyfa sig eftir lifandi
tónlist, og væri óskandi, aö is-
lenzki ballettinn nyti alltaf
sömu aðstöðu og nemendur
Báru. tslenzk dansmær sem
starfar erlendis, tók svo til oröa
i fjölmiölum fyrir skömmu, aö
einhver dugmikil og efnuð kona
(eða maður) þyrfti að taka að
sér tslenzka dansflokkinn og
styðja hann til dáða, eins og
tiðkast i öðrum löndum. Ég sé
ekki betur en að sú kona sé
fundin.
Bryndis
Höfundur handrits og dansa: Bára Magnúsdóttir. llljómsveitar-
stjóri: Arni Scheving.
Nefnd um
Þjóðskjala-
safnið
A aldarafmæli Þjóðskjalasafns
tslands 3. þ.m. skipaði mennta-
málaráðherra nefnd til þess að
fjalla um þróun safnsins og fyrir-
komulag opinberrar skjala-
vörslu. Skal nefndin i þvi
sambandi hyggja að hlutverki
héraðsskjalasafna og tengslum
þeirra við Þjóðskjalasafn. Einnig
ber að kanna hvort leggja skuli
rikari skyldur en nú er á atvinnu-
fyrirtæki og umsvifamiklar opin-
berar stofnanir um skjalageymd
og safnþjónustu i tengslum við
Þjóðskjalasafn. Þá er nefndinni
ætlað að rannsaka itarlega hug-
myndir um grisjun embættis-
skjala og hvern hlut tækni af
ýmsu tagi gæti átt i hagstæðri
þróun Þjóðskjalasafns og skjala-
vörslu. Nefndinni ber að leggja
mikla áherslu á að meta hús-
næðisþörf Þjóðskjalasafns og
gera tillögur um hvernig hag-
felldast verði aö fullnægja henni
og þá höfð hliðsjón af þvi að Þjóð-
skjalasafni er ætlað að fá til sinna
nota allt Safnahúsið þegar Lands-
bókasafn flyst i Þjóðarbókhlöðu.
1 nefndina eru skipaðir Birgir
Thorlacius ráðuneytisstjóri, for-
maður, Bjarni Vilhjálmsson
Þjóðskjalavörður og Bjarni
Einarsson, framkvæmdastjóri
byggöadeildar Framkvæmda-
stofnunar rikisins.
Bílbeltin
hafa bjargað