Alþýðublaðið - 24.04.1982, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.04.1982, Blaðsíða 4
íslandsklukkan er það verka Halldórs Laxness, sem almenn- ustum vinsældum hefur náö, og best hefur selst. Það er bæði eðlilegt og furðulegt, furðuiegt því vfsir bókmenntafræöingar og gagnrýnendur hafa átt f erfiðleikum meö að koma sér saman um hina réttu Uílkun á verkinu, eðlilegt þvi verkiö segirsögu islensku þjóöarinnar, á hennar mestu niðurlægingar- timum meö óviöjafnanlegri frá- sagnarlist. Höfundurinn leikur á alla strengi I hjörtum lesenda, eftir dapurlegar lýsingar á hörmungum einokunar og ein- veldis koma óviðjafnanlega fyndnar lýsingar á islenskum kotkörlum og erlendum stór- bokkum. Varla dettur nokkrum manni það i hug, eftir aö hafa lesiö Islandsklukkuna, aö slíkt meist- arastykki hafi oröiö til án undir- búningsvinnu. Þaö þarf ekki nema aö lita rétt lauslega yfir verkiö til aö veröa þess áskynja aö höfundirinn hefur náö þvi valdi á tungutaki sögutimans, hugarheimi og aldarfari, aö slikt næstekkinema meö mikilli og samviskusamlega unninni heimavinnu. Enda ganga allir sem lesiö hafa verkið aö þvi sem visu, aö Laxness hafi fært sér i nyt heimildir svo sem annála, dómabækur, bréfasöfn og þess háttar. Þaö er hinsvegar ekki fyrr en nú, um fjörutíu árum eftir aö fyrsta bindi Islandsklukkunnar kom út, aö kannaö hefur veriö nákvæmlega og af samvisku- semi hvaöan Halldór Laxness dró sér föng i þetta mikla verk. Eirikur Jónsson hefur nú um nokkurt skeiö kannaö þetta, og hefur nú Hiö Islenska bók- menntafélag gefiö út niður- stööur hans, I bókinni Rætur Islandsklukkunnar. Þaö er skemmst frá aö segja aö viö lestur þessa mikla verks, (það er rúmar 400 siður) vekur þaö manni furöu hversu viöa Laxness hefur leitaö. Og aö sama skapi hlýtur maður aö dástaö vinnusemi og þolinmæöi Eiriks Jónssonar, aö leita allt þetta uppi. Þvi I eftirmála greinir Eirikur frá þvi, aö helstu ritogefnisflokkar, sem Laxness hefur leitað fanga i séu: Alþingisbækur, Annálar, Biskupasögur, Bréfabækur, Dómskjöl, Eddur, Fornaldar- sögur, Guðfræðirit, Heilagra manna sögur, Islendingasögur, Islensk og dönsk sagnfræöirit, Konungasögur, Kvæöi, Mynd- list, Riddarasögur, Ritgeröir, Rimur, Sagnaþættir og munn- mæli, Sálmar, Skáldsögur, Þjóösögur og Ævisögur. brauö. Fallstykki eru meira verö en brauö”. (170)” Hér er Eirlkur óþarflega var- færinn. Þaö þarf varla aö efast um hver visan felst i yfirlýsingu þýska fangavaröarins. Annars er vert aö hugsa til þess, aö eftir þvi sem fram liöa stundir veröur þaö óljósara fyrir lesendur Islandsklukk- unnar til hvers kafli sá hér að ofan visar, eöa þá samtalið milli herra Offelen og Arnars Arnæus i þrettánda kaflanum i Eldur i Kaupinhafn. Þar sem verkið visar til atburöa og mál- efna sem brennandi voru þegar verkiö var ritaö, er liklegt aö lesendur, segjum um og eftir næstu aldamót,eigi erfitt meö aö fóta sig. bó er þaö vist aö islandsklukkan verður lesin þá, og svo lengi sem islenska er töluö. Þvi verkið iheild er meira en summa kaflanna. Þó einstaka atriði i' verkinu eigi eflaust eftir aö þvælast fyrir lesendum i framtiöinni, er hins- vegar vist, að þeir stórfyndnu kaflar, þar sem ferö Jóns Hreggviðssonar um Holland og Danmörk er lýst munu aldrei valda lesendum vonbrigðum. Og það var aldeilis ekki ónýtt aö lesa sér til um þaö hverjar heimildir Laxness haföi fyrir sér, þegar hann skrif- aði__þá kostulegu lýsingu. Sérlega var gaman aö sjá aö prófastsfrúin, sem Jón Hregg- viðsson hitti I Rotterdam átti sér fyrirmynd i'lýsingum Eiriks Olafssonar frá Brúnum á stúlk- um sem gengu um Homensgade iKaupmannahöfn.Ogvíða er aö finna óvænta fróöleiksmola svipaða þessu. Eins og áöurhefur veriö sagt, fer Eirikur varlega i' það aö full- yröa um tengsl milli eldri texta og verks Laxness. Þaö er gott, þvl þaö er eflaust auövelt aö gleyma sér viö þaö aö tina til heimildir og finna þeim stað i verkinu. Hinsvegar er alltaf hætta á aö menn missi sjónar á verkinu sjálfu, upphafspunktin- um, vib slika leit. Aö visu fellur Eirikuraldrei i þá gryfju, en þvi er ekki aö neita aö sumt af þvi sem hann hefur grafið upp viröist ekki skipta höfuö máli. Þannig má sem dæmi taka, aö hann sýnir framá, ákveöin tengslmilli Mágus sögu jarls og ákveöinna atriöa I tslands- klukkunni. Hann bendir á aö minni um hvfta og svarta örlagahesta úr þeirri sögu sé endurvakiö I Islandsklukkunni, t.d. i lýsingu á brottför biskups- hjónanna frá bingvöllum I sögu- lok. ,,I Mágussögu jarls tákna hvitir hestar giftu og dökk- Laugardagur 24. apríl 1982 klæddir menn á svörtum hestum hiö gagnstæða.” Nú er þaö ekki aðeins i'Mágus sögu jarls, sem svart er ógæfu- litur. Þaö er ævafornt minni og vel þekkt. T .d. er þaö til staöar i sögunni um Minótáinn og The- seif kóngsson.Það er varla til sá maöur sem hefur lesiö eitthvaö af skáldsögum, sem ekki hefur kannast viö aö svartur litur sé tákn ógæfú og hvitur gæfu. Þaö breytir þvi litlu fyrir skilning lesandans á verkinu, aö vita aö þar er visan i Mágus sögu. Þaö mun vera til meöal blómaaödá- enda ákveöiö táknkerfi blóma, þar sem rós merkir eitt og lúp- ina annaö, meöan rauöur túli- pani þýðireitthvaöalltannaö en hvit nellika. Ef tækist nú aö sanna, aö Laxness heföi ein- hverntimann lesið bækling um þetta efni, mætti eflaust lesa eitthvað stórmerkilegt úr náttúrulýsingum hans. tslandsklukkan hefur veriö eitt vinsælasta bókmenntaverk á tslandi allt frá því þaö fyrst komútfyrir fjörutiu árum. Slikt verk sem tslandsklukkan er, er óháö tilfallandi umfjöllun og veröur eflaust enn um sinn ást- sælt verk. Þvl mun bók Eiriks Jónssonar ekki breyta, enda vart til þess hugsuð. Bók Eirlks Jónssonar erhinsvegar eins og manna af himnum ofan, fyrir þá sem vilja kanna sköpunarsögu Islandsklukkunnar vandlega. Það er engin forsenda fyrir þvi, aö njóta íslandsklukkunnar, aö lesa þetta verk Eiriks, en ef menn vilja kynnast þvi eilitiö, hvernig meistaraverk verður til, er tilvaliö að lesa saman, kafla fyrir kafla, Islandsklukk- una, og Rætur Islandsklukk- unnar. Og ef menn gera þaö munu þeir sjá aö einn helsti styrkur verks Eirlks er einmitt sá, aö hann lætur heimildirnar sjálfar tala, en forðast þaö frekar en hitt að setja fram ályktanir sinar sem heilagan sannleik. Þvi þaö er spennandi aö leita aö fyrirmyndum og heimildum, og hætta á aö i slikum eltingaleik hverfi skóg- urinn fyrir trjánum. Alltof oft vilja kannanir, svipaðar og sú sem Eirikur hefur gert, veröa aö einskonar bókmenntalegum krossgátuleik, þar sem menn leita aö visbendingum og til- visunum eins og þeir væru aö lesa leynilögreglusögu eftir Agöthu Christie. Þá gryfju fell- ur E irikur ekki i, meö v erki slnu en sýnir lesandanum meö hóg- værð hversu margslungin og fin smiö er á tslandsklukkunni. ÓBG Rætir íslandsklukkunnar I lokaoröum slnum segir Eirikur m.a.: „Samanburður skáldverks og fanga höfundar leiöir frumleik hans i ljós, sýnir hvernig hann notar afla sinn, breyttan eöa óbreyttan, ellegar hvemig hann veröur honum hvati sjálfstæörar sköpunar. Frumleiki er ekki eingöngu fólginn i óháöri sköpun heldur einnig og ekki síður I öflun efnis og sérstæöri úrvinnsiu þess, nýrri skipan og samsetnipgu. Ór ’ deiglunni kemur hin samfellda heild: listáverkið.” Og þaö er sannarlega rétt, að notkun Laxness á heimildunum vekur aðdáun. Þaö er kannski óvæntast og um leiö til marks um frumleik hans, að hann notar hollensk málverk frá sögutimanum sem heimildir, og byggir lýsingar á klæöaburöi manna i Hollandi á þeim. Þrátt fyrir það, aö Eirikur hafi augljóslega unniö sitt verk af mikilli nákvæmni og hafi safnaö hér saman í einn staö miklum upplýsingum og merkum, er hann yfirleitt mjög varfærinn þegar kemur aö þvi aö draga ályktanir af sam- svörunum sem hann hefur fundiö milli gamalla bóka og verks Laxness. Hann lætur sér nægja, nema þar sem sam- bandiö erþeim mun augljósara, aö benda á ákveöna samsvörun, án þessaöslá nokkru föstu. Slík hógværö er hróss verö, þó stundum finnist manni varfæm- in ástæöulaus. T.d. má nefna kaflann um ævintýri Jóns Hreggviössonar meö þýöversk- um, en hann „speglar þá mar- tröösem vargöld þýska nasism- ans var öllum heimi á ritunar- tima tslandsklukkunnar. Vakt- meistari moröfélagsins sem gætir Jóns Hreggviössonar tekurséreinnig I munn orö sem minna mjög á hin kunnu slagorö sem kennd eru viö nasistafor- ingjann Hermann Göring. „Fallbyssur eru þarfari en smjör”, þegar hann segir: „Vér þýöverskir hugsum ekki um Sigurður Þór Guðjónsson skrifar Tónlist Skilningsleysi Sinfónlutónleikar 1. aprii Stjórnandi: Páll P. Pálsson Einleikari: Kristján Þ. Step- hensen Efnisskrá: Francaix. Leifur Þórarinsson. óbókonsert (frumflutn.) Brahms. Sinfónia nr. 1. Það sem mér finnst einna helst vanta I tónlist nútlmans er persónuleg nálægð tónskálds- ins. Erfitt er að skynja ein- hverja sálarlega kviku, hvort sem það væri sorg eða gleði, bjartsýni eða svartsýni. Þessi tónlist orkar oftast eins og vits- munalegur leikur, mismunandi hugvitssamlega af hendi leystur. En hér er eins gott að tala varlega. Sagan sýnir að fáir hafa sýnt eins mikið skilnings- leysi og tónlistargagnrýnendur. Enda held ég að flestir þeirra hafi orðið vit á að segja sem minnst um ný tónverk. Ég verö þó að viðurkenna hreinskiln- ingslega að óbókonsert Leifs bórarins sonar sem frumfluttur var á sinfóniutónleikum 1. april hrærði ekki i mér neina taug. Ég hafði enga sálræna nautn af þessum hljóöum. Tónlistar- menn gætu eflaust rökstudd ágæti verksins. En venjulegur tónlistarunnandi .er litið betur settur. Og lifsmáttur tónverka þegar til lengdar lætur er ekki komin undir viðurkenningu fræðimanna heldur viðhorfi upp og ofan fólks sem yfirleitt er ekki svo mikið sem læst á nótur. A þvi er litill vafi að fólk stendur miklu áttavilltara gagnvart tón- list nútimans en þvi sem nýtt er i bókmenntum og jafnvel mynd- list. Það eru aðeins nokkrir út- valdir sem eru með á nótunum. En kannski hefur þetta alltaf verið svona. Tónskyn alls þorra manna er á eftir tónskáldunum svo sem eins og hálfa öld. Eins gott er að hafa þaö hugfast. Samt sé ég enga ástæðu til að falla i stafi yfir þvi sem ég ekki skil. Betra er aö láta þaö liggja á milli hluta. Og ég læt þennan nýja óbókonsert Leifs Þórarins- sonar milli hluta liggja. Sömu- leiðis treysti ég mér ekki til að meta leik Kristjáns Þ. Stephen- sen i verkinu. En hann lék ágæt- lega i mjög áheyrilegu verki eftir Jean Francaix sem byrjaði þessa tónleika. Loks flutti hljómsveitin undir stjórn Páls P. Pálssonar fyrstu sinfóniu Brahms sem er eitt mesta tón- verk heimsins. Og hljómsveitin lék ágætlega einkum i miðköfl- um verksins, en ég hefði kosið meiri drama i fyrsta kaflanum og meiri tign i þeim siðasta. Mattheus^ arpassían Mér fallast satt að segja hend- ur aö skrifa um fyrsta flutning Mattheusarpassiunnar i heild á tslandi. Ég er þeirrar skoöunar að þetta verk sé kannski heil- agasta tónlist sem sköpuð hefur verið. bó haföi ég aldrei heyrt verkiö i tónleikasal. En nú á| föstudaginn langa rann upp sú langþráöa stund. Og ég hika ekki viö aö telja þennan flutning einhverja fegurstu, einstæöustu og upphöfnustu athöfn sem ég hef lifaö. Þetta var allt eins og i öðrum heimi. Ég þekki fólk sem heldur þvi fram aö einhver æðri blessun og kraftur geti komið yfir mann- fjölda sem safnast saman i lotn- ingu eöa tiibeiöslu eða á örlaga- rikum hættustundum. Þeir sem skyggnir eru sjá jafnvel sýnir undir slikum kringumstæöum. Ég hef alltaf látiö þetta liggja á milli hluta. En nú er mér næst aö halda aö einmitt svona kraftaverk hafi átt sér staö i Háskólabiói er Mattheusar- passian var flutt á föstudaginn langa. Ég geri mér ljóst aö ýmsum kann aö þykja þetta ónothæf hjátrú i tónlistar- gagnrýni. En dauöi og upprisa Krists er lika einber firra út frá sjónarmiöi sannana : og vlsinda. Jafnvel llfiö sjálft er tóm vitleysa skoöaö frá sjónarhóli tilgangs og rökfræöi. En þaö er samt. Og ég voga mér ekki að dæma hvernig flutn- ingur Mattheusarpasslunnar itiltókst. Þaö væri eins og aö hártoga ljós sólar eöa bláma himinsins. En ég verö aldrei samur maöur. Hvaöan þessi dýrö og blessum kom veit ég ekki frekar en hinstu rök lifsins. Ég veit að tónskáldiö hét Bach og flytjendur báru einhver nöfn. Það skiptir ekki máli. Eiliföin er nafnlaus. En guöi sé dýrðin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.