Alþýðublaðið - 24.04.1982, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.04.1982, Blaðsíða 3
Laugardagur 24. apríl 1982 RITSJORNARGREIN 3 í skammarkróknum útgjöld, sem fjölskyldan hefur vanið sig á, en hefur ekki efni á. Slik röggsemi kostar óneitan- lega nokkra sjálfsafneitun og getur valdið fjölskyldumeðlim- um óþægindum. En fyrsta skil- yrðið er að fjölskyldufaðirinn fáist til að horfast i augu við óþægilegar staðreyndir og segi fjölskyldunni sannleikann, um hvernig komið er. Þvi miður virðist hvergi örla á þvi karlmannlega æðruleysi. Sé litið á ráðstöfunarhlið þjóðarbúskaparins, kemur i ljós, að þjóðarútgjöld hafa undanfarin þrjú ár aukist veru- lega umfram vöxt þjóðartekna. Og hefur þessi mismunur farið vaxandi ár frá ári og komið fram i auknum viðskiptahalla við útlönd. A siðasta ári nam aukning þjóðarútgjalda 4,2% saman- borið við aðeins l,6%aukningu þjóðartekna. Fjárfesting hefur aukist litilsháttar, en mun minna en einkaneysla. Aukning fjárfestingar var einna mest i fiskiflotanum, og svo mun einnig verða á þessu ári, þó löngu sé ljóst orðið, að afkasta- geta flotans er orðin of mikil. - Viðskiptahallinn reynist vera rúmlega 1000 millj. kr., sem jafngildir 5% af þjóðarfram- leiðslu og er helmingi meiri halli en árið áður. Viðskiptahallinn er jafnaður með erlendum lántökum til langs tima umfram afborganir. Erlendar lántökur til langs tima námu 1686 millj. kr., en afborganir af eldri lánum 641 millj. kr. Skuldaaukning viö útlönd nam þvi I045millj. kr., sem var rúmlega 17% meira en árið áður, reiknað i erlendum gjaldeyri. 1 árslok námu heildarskuldir þjóðarbúsins til langs tima 8474 millj.kr. miðað við gengi i árslok. Fært til meðalgengis ársins nemur það 37,2% af þjóðarframleiðsku og hefur þetta hlutfall aldrei fyrr verið jafn hátt. Sú mikla breyting varð á s.l. ári, að framleiðsla sjávarafurða jókst aðeins um 2%, eftir að hafa vaxið að meðaltali um nálegt 13% árlega 4 árin þar á undan. Þannig hefur botnfisk- aflinn aukist um nálægt 60% á undanförnum 5 árum. Það er þessi mikla framleiðsluaukning sem hefur haldið þjóðrbúinu á floti, þrátt fyrir eindæma lélega hagstjórn undanfarinna ára. Nú er hins vegar komið að endimörkum þessa vaxtar. Þrátt fyrir litilsháttar bætt viðskiptakjör á s.l. ári, eru horf- urnar framundan iskyggilegar. Þar veldur mestu hrun loðnu- stofnsins, efnahagssamdráttur og vaxandi samkeppni á erlendum mörkuðum. Ef gjald- eyristekjur hætta að vaxa, hefur það snöggversnandi áhrif á greiðslubyrði erlendra lána. Þetta er þegar komið á daginn. A s.l. ári nam greiðslubyrðin 16,6% af útflutningstekjum. Áætlað er að hún r júki upp i 20% þegar á þessu ári og hlutfall erlendra skulda af þjóðarfram- leiðsluuppi 40%.Þar sem mikil óvissa er um afkomuhorfur og greiðslugetu þjóðarinnar er þessi greiðslubyrði orðin hættu- lega þung. Til þess að mæta þessum vanda verður að búa svo um hnútana, að erlent láns- fé sé notað i hófi, að arðbærar framkvæmdir gangi fyrir um fjármagn og reynt verði að auka hlutdeild innlends sparnaðar i fjármögnun nauðsynlegra framkvæmda. En þvi miður sýnir núverandi rikisstjórn enga tilburði i þá átt. Fyrir liggur að einu að- gerðirnar sem stjórnar- flokkarnir hafa náð samstöðu um, þ.e. timabundin gengis- binding, skerðing visitölubóta á laun og fölsun framfærsluvisi- tölu með sivaxandi niður- greiðslum, hafa allar runnið út i sandinn. Glansmyndin um trausta stöðu rikisfjármála stenzt ekki, þegar betur er að gáð. Útkoma rikissjóðs eins gef- ur ekki nema takmarkaða mynd af þróun og áhrifum opinberra fjármála. Þannig jókst láns- fjárþörf rikisins vegna opin- berra framkvæmdaum 65% frá fyrra ári, en innlend fjáröflun aðeins um 34%. Munurinn var jafnaður með erlendum lántök- um, sem jukust um 129% i isl. kr., eða rúm 50% miðað við meðalgengi bæði árin. Sama þróun á sér stað i fjármögnun fjárfestingalánasjóða, en útlán þeirra jukustum 74% miðað við fyrra ár. Lántökuþörf sjóðanna nam 69% af útlánum, og hefur aldrei verð meiri. Helsta ástæða vaxandi lánsfjárþarfar fjárfestingasjóðs er hlutfalls- iega minnkandi framlög tii þeirra úr ríkissjóði og af mörk- uðum tekjustofnum. Lántökuþörfin er langt um- fram það fjármagn, sem unnt er að fá innanlands. Afleiðingin er sú, að leitað hefur verið eftir erlcndum lánum umfram það ntark sem samrýmanlegt hefur verið efnahagsiegu jafnvægi. Erlend lánsfjárnotkun mun enn aukast á yfirstandandi ári og hefur í för með sér bæði innlend þensluáhrif og aukna skulda- byrði. Þetta hömluleysi i stjórn rikisfjármála veldur þvi, að peningamálastjórn má heita i molum. Þannig reynist útlána- aukning innlánastofnana i heild nálægt 69% og aukning peninga- magns 62%, sem er hvort tveggja umfram verðlags- breytingar milli ára. Þráláta eftirspurn eftir lánsfé má rekja til ótta við vaxandi verðbóigu, aukinnar verðbólgueftirvænt- ingar almennings og fyrirtæk ja. Niðurstaðan erþvisú. að eftir efnahagsmálaóstjórn liðinna ára eru lslendingum nú settir nokkuð harðir kostir. Vegna skuldasöfnunar erlendis telur seðlabankastjóri nauðsynlegt að koma sem fyrst á jölnuði i viðskiptum þjóðarinnar við útlönd. Aö óbreyttum þjóðar- tekjum verður þvi marki ekki náð nema með lækkun þjóðarút- gjalda. Þaö gerir hins vegar stórauknar krofur til arösemi fjárfestingar, sem verður i vax- andi mæli að byggjasl á aukn- um innlendum sparnaði. Þvi miður sjást þess engin merki, að núv. rikisstjórn láti sér þessi varnaöarorðaö kenningu verða. — JBH. -----------------RITSTJÓRNARGREIN Vaxtarbroddurinn liggur hjá Alþýðuflokknum Ársfundur Seðlabanka Þeir sýndust ekki upplits- djarfir, ráðherrarnir, þar sem þeir sátu eins og i skammarkrók undir áfellisorðum seðlabanka- stjórans á aðalfundi bankans. Það var litið eggjahljóð i ræðu bankastjórans. Hann likti landsstjórnarmönnum við fjöl- skyldufeður sem lifa glannalega um efni fram og láta hverjum degi nægja sina þjáningu. Útgjöldum þessarar gjálifu fjölskyldu er stefnt langt um- fram tekjur. Til þess að ná endum saman slær fjölskyldu- faðirinn lán á báðar hendur og hleður upp skuldum. Þessu auðfengna fé er i mörgum greinum heldur óforsjárlega varið. Of stórum hluta þess er varið i vafasama neyslu eða fjárfestingu, sem litlum eða engum arði skilar. Greiðslu- byrðin af uppsöfnuðum skuldum er orðin glæfraleg. Og það sem verra er: Það virðist ætla að syrta verulega i álinn. Þessi gjálifa fjölskylda virðist ekki eiga von á auknum tekjum á næstunni, og verður það helst fyrir að fleyta sér áfram enn um hrið á aukinni sláttumennsku. Þess sjást engin merki aö fjölskyldufaðirinn ætli að taka á sig rögg og koma fjármálum heimilisins á réttan kjöl. Til þess þarf hann að skera niður Aiþýðuf lokkurinn er eini flokkurinn, sem bætir við sig fylgi í skoðanakönnun DogV vegna komandi borgarstjórnar- kosninga, sem birt var nú í vik- unni. Miðað við niðurstöður skoðanakönnunar frá júní i fyrra, hefur flokkurinn bætt við sig tæpum þremur prósentum á meðan aðrir flokkar tapa niður fylgi í stórum stíl. Þessar niðurstöður í skoðana- könnuninni fara saman við tilfinningu kjósenda hér í borg- inni og raunar um allt land, Alþýðuf lokkurinn er í sókn. Þessi úrslit eru líka í samræmi við skoðanakönnun DogV, sem birt var fyrir skömmu, og f jallaði um stöðu f lokkanna á landsvísu. Þar einnig var Alþýðuf lokkurinn ein- asti flokkurinn sem bætti við sig frá fyrri könnunum. Á hinn bóginn staðfesta þessar skoðanakannanir að hópur óákveðinna kjósenda stækkar. Þeir vilja hafa frjálst val, þegar að kosningum kemur. Þá er það líka athugunarvert, að f jölmarg- ir neita að svara, eða einn af hverjum 10. Má ætla að sá hópur afneiti þeim aðferðum, sem viðhafðar eru í skoðanakönnun DogV, því auðvitað er öllum Ijóst að 600 manna úrtak, þar sem helmingur þeirra sem svara eru óákveðnir eða neita að svara get- ur gef ið brenglaða mynd af stöðu mála. Þrátt fyrir þetta, hafa skoðanakannanir DogV gefið hugmyndir um meginstrauma i stjórnmálunum. Það er t.d. fullljóst að Alþýðuf lokkurinn er í sókn, eftir nokkra lægð undan- farin misseri. Það er líka fyrirliggjandi, að Alþýðubandalagið á undir högg að sækja. Fyrir það fyrsta er Ijóst, að Kvennaframboðið mun höggva grimmt inn i ráðir Alþýðubandalagsins, auk þess sem kjósendur bandalagsins eru sáraóánægðir með frammistöðu þess i núverandi ríkisstjórn. Alþýðubandalagið er því ekki aðeins á hröðu undanhaldi hér í borginni heldur um allt land. Samkvæmt hinni nýbirtu skoðanakönnun missir Alþýðu- bandalagið þrjá borgarfulltrúa, fer niður i tvo — enda þótt fulltrúum sé fjölgað í 21 í kosn- ingunum i mai. Er fylgi Alþýðu- bandalagsins nú í 10%, en var í síðustu kosningum tæplega 30%. Samkvæmt þessu eru því 2/3 hlutar fylgisins á braut. Þessar tölur eru rothögg fyrir Alþýðu- bandalagið og einkanlega geta ráðherrar flokksins í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen tekið sneiðina til sín. Hvað Sjálfstæðisf lokkinn varðar, þá eru það ógnvekjandi tölur, sem birtast í títtnefndri skoðanakönnun. Það, að Sjálf- stæðisf lokkurinn fái hér ein- ræðisvald með 2/3 hluta borgar- fulltrúa að baki, er nokkuð sem fáir Reykv'íkingar myndu vilja upplifa — jafnvel ekki f jölmarg- ir kjósendur Sjálfstæðisflokks- íns. Við slíkar aðstæður myndi íhaldið sýna sitt rétta andfélags- legaandlit. Þá þyrfti íhaldiðekki lengur að taka tillit til f élagslegri afla innan Sjálfstæðisflokksins eða leita eftir samvinnu við félagshyggjuf lokkana í minni- hluta, sem flokkurinn hefur stundum neyðst til í meirihluta- aðstöðu, þegar meirihluti sjálf- stæðismanna hefur staðið tæpt. Það er þó huggun harmi gegn, að þessi skoðanakönnun hvað varðar fylgi Sjálf stæðisf lokksins er ekki trúverðug. Niðurstöður af þessu tagi hafa sést áður, en sem betur fer hafa þær reynst langt frá raunveruleikanum, þegar kosningaúrslit liggja f yrir. Þessu til stuðnings má á það benda, að fylgi íhaldsins frá skoðanakönn- un í júní á síðasta ári, hefur hrapað. Þróunin er því niður á við hvað Sjálfstæðisflokkinn varðar. Eða hver vill sitja uppi með borgarstjóra, með einræðis- vald sem heitir Davíð Oddsson — leiftursóknarharðlínumann af verstu tegund. Hver vill raun- verulega skipta á núverandi borgarstjóra, Agli Skúla Ingi- bergssyni, iðnum og drífandi starfsmanni borgarinnar manni úr íhaldssamasta armi Sjálf- stæðisf lokksins, þar sem Fried- mann og aðrir ámóta spekingar kapítalismans eru í guðatölu? Hver sanngjarn og heiðvirður borgarbúi er ekki í vandræðum með valið. Sjálfstæðismönnum sjálfum er það Ijóst, að það er mjög á brattann fyrir flokkinn í kom- andi borgarstjórnarkosningum. Þeir ekki frekar en aðrir trúa á þessa fylgissveiflu til íhaldsins, eins og skoðanakönnunin segir til um. Morgunblaðið greinir þess vegna frá þessri könnun, eins og feimið fermingarbarn og vill minnst um málið segja, enda minnugt ófaranna í síðustu borgarstjórnarkosningum, þegar allar kannanir bentu til þess að meirihluti ihaldsins héldi, en kjósendur í Reykjavík voru á öðru máli og veltu íhaldinu úr sessi með eftirminnilegum hætti. Kjósendur í Reykjavík verða að átta sig á því, að vaxtarbrodd- urinn er einungis í Alþýðuf lokkn- um. Ef forðast á ægivald Sjálf- stæðisf lokksins í málefnum Reykjavíkurborgar er Alþýðu- flokkurinn einasti valkosturinn. Framsóknarmenn eru i mikilli ládeyðu og komast ekki úr dal vonleysis og deyfðar í þessum borgarstjórnarkosningum frekar en undangengnum. Mannfall er fyrirsjáanlegt hjá Alþýðubanda- lagi og hver vill kasta atkvæði sínu í stefnulaust Kvennafram- boð — framboð sem enginn veit hvað stendur fyrir eða hvað vill — annað en það að bjóða fram. Skoðanakannanir, ískaldur raun veruleiki kosninga- baráttunnar og framtíðarhorf ur sýna svo ekki verður um villst, að Alþýðuf lokkurinn er einasti raunhæfi valkostur félags- sinnaðra kjósenda. Flokkurinn er eini f lokkurinn sem er ekki sund- urtættur af innbyrðis a'greiningi, því frambjóðendur flokksins standa samhentir og einhuga í baráttunni. Því er ekki að heilsa hjá öðrum flokkum. Síðast en ekki síst er það borðliggjandi að Alþýðuf lokkur er einasti flokkur- inn um þessar mundir, sem er í uppgangi og vexti. Það er því mikilvægt fyrir heill borgarinnar að herða enn sóknina fyrir Alþýðuf lokkinn og gera sigur hans glæsilegan í borgar- stjórnarkosningunum eftir mán- uð. Síðasti mánuður fyrir kosn- ingar hefur oft áður verið Alþýðuf lokknum drjúgur og ekki er að efa að svo verð- ur nú og hinir „óákveðnu kjósendur" muni koma i stórum stíl til liðs við frambjóðendur Alþýðuf lokksins. — GAS.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.