Alþýðublaðið - 29.07.1982, Side 1
alþýöu
blaðió
Fimmtudagur 29. iúli 1982
111. tbl. 63. árg.
Sameiginlegt skipbrot Sjá leiðara
Kosningar og skoðanakannanir Sjá grein bls. 4
„Við eigum að tala minna um gamla fólkið
en framkvæma meira” sjá grein bis. 4
Mikil verðlækkun á lýsi
og mjöli á mörkuðum
heims:
w
Oseldar birgðir
í Suður-
Ameríku
meginástæðan
Mikil verölækkun hefur
orðið á lýsi og mjöli á siðustu
mánuðum. Nú eru hér á landi
birgðir af óseldu fiskimjöli
sem nema um 8000 lestum og
eru það miklu meiri birgðir en
venjulega eru til hér. Astæðan
er sú, að fiskimjöl hefur safn-
ast fyrir á mörkuðum i Suður-
Ameriku vegna mikillar
framleiðslu þar, en einnig hef-
ur markaðurinn i Evrópu
dregist nokkuð saman.
Til marks um að hrun sem
orðið hefur á verði fiskimjöls
þá var gert ráð fyrir þvi i
fyrrahaust að rúmir 7 dollarar
fengjust fyrir tonnið en reynd-
in er sú að nú fást ekki nema
um fimm dalir á tonn og er
það með allra lægsta verði
sem þekkst hefur um árabil.
Lýsið hefur einnig hrapað i
verði og er komiö niður fyrir
300 dali tonn en reiknað hafði
verið með að yfir 400 dalir
fengjust fyrir tonnið.
Ekki er búist við að neinar
verðhækkanir verði á þessum
vörum á næstunni og jafnvel
talið að verðið geti fariö enn
meira niður eftir þvi sem
heimildarmenn Alþýöublaðs-
ins sögðu igær.
Atvinnulífid á Raufarhöfn:
„Útgerðin
hangir á
honiminni”
— segir Guðmundur
Lúðviksson hjá Jökli hf.
Að sögn Guðmundar Lúðviks-
sonar hjá Jökli h/f, sem gerir út
togarana tvo á Raufarhöfn, hefur
útgerðin þar hangið á horriminni
um nokkurt skeið.
„Hér eru málin leyst frá degi til
dags. Aflinn er nokkuð minni en i
fyrra, en hann verður þó að telj-
ast sæmilegur og ef frá eru taldir
erfiðleikarnir vegna skulda og
oliukostnaðar hefur þetta gengið
þokkalega. Við höfum getað stað-
ið við launagreiðslur og höfum
ekki þurft að fækka fólki meðan
aflinn hefur verið sæmilegur.
Eins og er er þvi nóg að gera”,
sagði Guðmundur.
Á Raufarhöfn hefur verið næg
atvinna að undanförnu. Starfs-
mönnum hjá Sildarverksmiðju
rikisins þar hefur fækkað nokkuð
frá fyrri árum en það hefur ekki
skapað atvinnuleysi. Þó er það
svo að þegar haustar hafa verk-
efnin þar verið meiri og þá hafa
trillukarlar komið þangað til
starfa sem e.k. varavinnuafl.
Ekki er útlit fyrir að svo verði i
ár, með hliðsjón af stöðvun loðnu-
veiðanna.
A Raufarhöfn hefur vöxtur bæj-
arins verið litill undanfarin ár og
hefur dregið úr fólksfjölda frá þvi
hann náði hámarki 1978. Þá náði
ibúatalan 512, en um þessar
mundir búa á Raufarhöfn og i
hreppnum um 470 manns. Ekkert
Framhald á 3. siðu.
óskar Vigfússon, formaður Sjó-
mannasambands tslands.
Sjómenn eftir fundinn með Steingrími:
fund Steingríms Her-
mannssonar sjávarút-
vegsráðherra til að fá
staðfest hvort líklegt
þætti að í væntanlegum
aðgerðum ríkisstjórnar-
innar fælist skerðing á
hlutakjörum sjómanna.
Nánar tiltekið er hér átt við
þær hugmyndir framsóknar-
manna aö hækka fiskverðið
framhjá skiptum á bilinu 6 til
6.5%, sem mundi samsvara þvi
að oliugjald færi upp i um 13-
14% af fiskverði. Óskar Vigfús-
son heíur lýst þvi yfir að slikar
aðgerðir myndu þýða lokahögg-
Fundarmenn hafa ekki viljað
greina náið frá hvað fram fór á
fundinum, en i samtali við Al-
þýðubiaðið sagöi óskar Vigfús-
son, formaður Sjómannasam-
bandsins,að vegna þessara hug-
mynda hefðu forystumenn sjó-
manna ákveðið aö hvetja sina
umbjóðendur til að segja upp
kjarasamningum sinum.
„Sjómannastéttinni er þörf á
að hafa vaðið fyrir neðan sig
vegnaþessara mála. Við munum
gripa til þeírra lögmætu að-
gerða sem við teljum þurfa. Við
fengum ekki staðfest hvaða til-
lögur eru nákvæmlega á ferð-
inni, en okkur var tjáð að innan
rikisstjórnarinnar væri ekki
samstaða um aðgerðir. Það hef-
ur verið tilhneiging allra stjórn-
valda að krukka i launakerfi
MUNUM SEGJfl SAMNINGUNUM UPP
- til að knýja á um að ekki verði krukkað i
launakjör sjómanna
Á þriðjudaginn gengu
fulltrúar sjómanna á
ið á hlutakjör sjómanna og af-
leiðingin yrði stórátök milli
þeirra og útgerðarmanna.
okkar og við verðum að tryggja
að svo verði ekki nú. 1 þvi
augnamiði ætlum við að segja
upp kjarasamningunum”, sagöi
Oskar.
Ánægja í herbúðum hvalverndunarmanna:
„Mjög ánægð með hvalveiðibannið
— segja forsvarsmenn
Skuldar, samtaka
áhugafólks um y
hvalaverndun
Samþykkt Hvalveiði-
ráðsins um að lækka alla
hvalveiðakvóta niður í 0/
sem jafngildir hvalveiða-
banni/ mælist misjafn-
lega fyrir eins og búast
mátti við. Kristján Lofts-
son hefur í þessu sam-
hengi talað um skrípa-
leik. Nú hefur Banda-
ríkjastjórn sett alla and-
stöðu af islendinga hálfu
í hnút# þar eð þeir hóta
hva Iveiðiþjóðum að
stöðva allan fiskinnflutn-
ing frá þeim ef sam-
þykktin verður ekki virt.
Og þar er auðvitað miklu
stærri hagsmuna að gæta.
Þegar Alþýðublaðið ræddi við
Skúlg Magnússon og Eddu
_ Bjarnadóttur, forsvarsmenn
' Skuldar, samtaka áhugafólks
um verndun hvalastofnsins.var
mikil ánægja rikjandi.
„Þetta er vissulega stórfinn
áfangi. Við vissum að til þessa
kæmi fyrr eða seinna. Þessi á-
kvörðun hefði upprunalega átt
að koma upp úr 1972, þegar um-
hverfismálaráðstefna Samein-
uðu þjóðanna samþykkti yfir-
lýsingu um að rétt væri að
stöðva hvalveiðar meðan stofn-
inn væri kannaður rækilega.
Þessa yfirlýsingu undirritaði
Magnús Torfi Ólafsson, þáver-
andi ráðherra, fyrir hönd is-
lenskra stjórnvalda. Alþjóða
hvalveiðiráðið tók hins vegar
þessa yfirlýsingu ekki til greina
og var tillaga um þetta felld þar,
m.a. af fulltrúa islenskra
stjórnvalda. Þetta sýnir tvö-
Framhald á 3. siöu.
536
óhöpp
og slys í
umferðinni
w ■ w •¥
i jum
Samkvæmt bráðabirgða-
skráningu umferðarslysa urðu
536 slys og óhöpp i umferðinni
i júnimánuði einum hér á
landi. Samkvæmt þessu hefur
tala umferðarslysa og óhappa
i umferðinni heldur hækkað en
samsvarandi tala fyrir júni-
mánuð i fyrra var 510. Óhöpp
þar sem einungis er um eigna-
tjón að ræða voru 487, slys
meðmeiðslum voru 47 og hafa
þau aukist um þriðjung frá
siðasta áriog dauðaslys voru 2
i júni á þessu ári en eitt dauða-
slys varð i júnimánuði á sið-
asta ári.
Það vekur athygli þegar töl-
ur um hina slösuðu eru skoð-
aðar, að rúmur þriðjungur
þeirra er á aldrinum 17-20
ára og þar af er helmingur
ökumenn bifreiða og bifhjóla.
Tveir staðir á landinu skera
sig úr hvað fjölda slasaðra á-
hrærir en það eru Reykjavik
þar sem 21 slasaðist i mánuð-
inum og i Kópavogi, þar sem
16 slösuðust.
Vöruskiptajöfnuður jan.-júní óhagstæður
um 1353 milljónir:
Sjö fiskiskip flutt inn
fyrir um 120 milljónir
— þar af sex skuttogarar
Stöðugt hallar undan fæti i
viðskiptum landsmanna. Vöru-
skiptajöf nuður landsmanna
fyrstu sex mánuði ársins er nei-
kvæður um 1353 milljónir króna
samkvæmt nýju yfirliti Hafstof-
unnar. (Jtflutningur nemur
samtals rúmum 3600 milijónum
en innflutningur er rúmlega
5000 miiljónir króna, þannig að
vöruskiptajöfnuðurinn er langt
frá þvl að vera I jafnvægi. Þetta
helst I hendur við það verö sem
nú er á islensku krónunni, en
talið er að erlendur gjaldeyrir
sé nú seldur á útsöluverði enda
er nú talið að gengisfelling sé
ekki langt undan. Það sem hlýt-
ur að vekja sérstaka athygli I
slðustu fréttatilkynningu Hag-
stofunnar, er að alls voru flutt
inn 7 fiskiskip á þessu timabili
og fyrir þau greitt samtals um
120 milljónir króna.
Af þeim sjö fiskiskipum sem
flutt voru inn, var eitt frá Dan-
mörku, 4 skuttogarar voru flutt-
ir frá Bretlandi, einn skuttogari
var fluttur frá Danmörku og
einn var fluttur frá Noregi.
Samtals gerir þessi innflutning-
ur nálægt 120 millj. króna.
Samtals voru flutt inn skip að
upphæð um 250 millj. króna
og eru þá með talin vöruflutn-
ingaskip og ein bilferja.
Af útflutningi var flutt út ál og
álmelmi fyrir 441 millj. kr. og
kisiljám fyrir um það bil 76
millj. króna.
Hagstofan getur þess I at-
hugasemd með þessum upplýs-
ingum, aö við samanburð á ut-
anrikisverslunartölum 1981
veröi að hafa i huga að meðal-
gengi erlends gjaldeyris i janú-
ar-júni 1982 sé talið vera 42.8%
Framhald á bls 3.
Hvalur dreginn á land I Hvalfirði. Ferðamenn hefðu örugglega
meiri ánægju af að sjá Hvalfjörðinn krökkan af hvali og þar með
bera nafn sitt með réttu, telja forsvarsmenn hvalverndarsinna.
Stöðugt bætist I fiskiskipaflota landsmanna og dýrmætum gjaldevri
er eytt til að stækka flota sem allir eru sammála um að sé allt of stór
, — myndin er af aflaskipinu Vigra frá Reykjavík.