Alþýðublaðið - 11.09.1982, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.09.1982, Blaðsíða 3
Laugardagur 11. september 1982 llr skýrslu 4 færslu og þjónustujafnvægis i landinu. Þaö þýöir ekki annaö en aö viðurkenna þaö, aö ekki verður komist hjá þvi, ef dreifbýlis- menn vilja halda vöku sinni,að lita á málin á raunsæjan hátt, aö jafna verður kosningarétt og efla heimastjórn i landshlutum, eftir héruöum og sveitarfélög- um, auk dreiföar velferöarþjón- ustu rikisins. Þetta eru verkefni sem er undirstaða nýrrar byggðastefnu, sem jafnframt beinist að nýtingu orkunnar til stærri og smærri iönþróunar sem grundvöll varanlegs byggðajafnvægis. Það þarf engin aö láta blekkja sig á þvi að hægt sé aö byggja upp hag- sæld og atvinnuþróun á upp- byggingu þjónustustarfsemi eingöngu, ef undirstöðuna vantar. Atvinnustarfsemin og byggöahagsmunir fólksins veröa aö réttlæta tilfærslu þjón- ustustarfseminnar og uppbygg- ingu nýrra þróunarkjarna. Mis- tökin hafa verið þau, að ekki var gætt að byggja upp þessar greinar i kjölfar atvinnuupp- byggingarinnar. A sama tima og stjórnar- skrárbreyting er i undirbúningi starfar nefnd, sem vinnur að endurskoðun sveitarstjórnar- skipulags, og samningu sveitar- stjo'rnarlaga. Það má segja aö nú sé kjörið tækifæri fyrir sveitarstjórnarmenn að láta i sér heyra um hver sé þeirra skoðun. Framundan er lands- fundur Sambands isl. sveitar- félaga. Það er þvi ekki að ófyrirsynju, að fyrir þessu þingi liggur tillaga um, að Fjórðungs- samband Norðlendinga leiti samstöðu annarra landshluta- samtaka um að gæta hagsmuna landsbyggðarinnar, vegna af- leiðinga breyttra áhrifa lands- hlutanna á Alþingi, eftir kosn- ingalagabreytingu. Það verður ekki komist hjá þvi að viður- kenna staðreyndir. Meta verður gildi landshlutasamtakanna, sem virkan hlekk i sveitar- stjórnarkerfinu. I þessu máli verður að reyna á þolrifin i samstarfi landshlutasamtak- anna”. Dagskrá Verkalýðsmála- ráðstefnunnar Laugardagur, 11. september. Ráðstefnan i Reykjavfk. Kl. 10.00 Ráðstefnan sett. örlygur Geirs- son, varaform. verkalýðsmála- nefndar. Framsöguerindi: Samvinna Norska Verkamanna- flokksins og Norska Alþýðusam- bandsins með sérstöku tilliti til Norður Noregs. Framsögumaður: Asbjörn Kristofersen. Umræður. Fyrirspurnir. Framsöguerindi: Samvinna Finnska Jafnaðar- mannaflokksins og verkalýðs- hreyfingarinnar i Finnlandi. Framsögumaður: Kurt Gustafs- son frá Finnska ASl Umræður. Fyrirspurnir. Framsöguerindi: Alþýðuflokkurinn og verkalýðs- hreyfingin. Framsögumaöur: Karvel Pálma- son, alþingismaður. Umræður. Fyrirspurnir. Hádegisverðarhlé. Pallborðsumræöur: Hvaö getum við lært af frændum vor- um — hvernig eigum viö að haga vinnubrögðum okkar hér á Is- landi? Umræöustjóri: Jón Baldvin Hannibalsson, ritstjóri. Niðurstööur. Kl. 18.00. Ráðstefnuslit. Sunnudagur 12. september Ráöstefnan sett á Isafiröi. Kl. 11.00 Dagskráin að ööru leyti eins og i Reykjavik. Kl. 18.30. Ráðstefnuslit. Verkalýðsmálanefnd Alþýðuflokksins. Um mótun nýrrar byggða- stefnu segir hann: „Það er búið aö koma miklu óorði á byggðastefnuna svo- nefndu. Þetta má aö mestu rekja til handabakavinnu- bragða í Framkvæmdastofnun rikisins, á kauphallarmarkaði hinna pólitisku hrossakaupa. Menn hafa eignað það byggða- stefnu að of margir skuttogarar eru i landinu. Séu hins vegar at- huguð skipakaup siðustu ára hefur bróðurparturinn af inn- flutningi farið á Suövestur- hornið. Fiskvinnslan og út- gerðin hefur ekki haft viðunandi rekstursgrundvöll, þannig að þessi fyrirtæki viðsvegar um landið hafa lent i vanskilum. Það er reynt að koma óorði á byggðastefnu, þegar þessum rekstri er veitt skuldajöfnunar- lán úr Byggðasjóði. Þannig má lengi telja. Hinu gleyma menn að byggðastefna áttunda ára- tugsins var sú framleiöslustefna til lands og sjávar, sem sýndi og sannaöi að þjóðin gæti búið i landi sinu á innlendum atvinnu- vegum. Þetta var uppbygg- ingarstefna, sem skapaöi þjóð- inni góð lifskjör. Nú er þessi þróun stöðvuð. Aflatakmarkanir draga úr afla- magni. Skipulagður samdráttur i landbúnaöi. Margfeldisáhrifin á byggðastarfsemi, viöskipti og þjónustu eru aö hverfa. Fólki mun fækka i sveitum og viö fisk- veiðar. Liklegt er að um 100 manns á Noröurlandi þurfi á hverju ári, á þessum áratug, að hverfa að nýjum atvinnu- greinum. Hvort sem mönnum likar betur eða verr verða menn að horfa framan i þær stað- reyndir aö hvorki landbúnaður og sjávarútvegur verða nógu mannmargar atvinnugreinar til að standa undir vexti i þjónustu- greinum”. iffe RÍKISSPÍTALARNIR lausar stödur LANDSPÍTALINN HJOKRUNARFRÆÐINGAR og LJÓS- MÆÐUR óskast á Kvennadeild. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 29000. SJÚKRALIÐI óskast í hlutastarf virka daga á dagdeild öldrunarlækningadeildar. Upplýs- ingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 29000. STARFSMAÐUR óskast á barnaheimili Land- spítalans við Engihlíð. Vinnutími frá kl. 14.30 til 19.00 Upplýsingar veitir forstöðumaður barna- heimilisins í sima 29000 (591) Ví FILSSTAÐASPíTALI MEINATÆKNIR óskast sem fyrst í hálft starf á rannsóknastof u Vífilsstaðaspítala. Upplýsingar veitir deildarmeinatæknir í síma 42800 KLEPPSSPÍTALI HJOKRUNARFRÆÐINGAR óskast sem fyrst eða eftir samkomulagiá ýmsar deildir spítal- ans. Barnaheimili og húsnæði á staðnum. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 38160 SJÚKRALIÐAR óskast til starfa á ýmsar deildir spítalans. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri Klepps- spítalans í síma 38160 RANNSÓKNASTOFA HASKÓLANS AÐSTOÐARMAÐUR óskast við krufningar. Upplýsingar veitir deildarstjóri krufninga í sima 29000 Reykjavik, 12 september 1982 RÍKISSPITALARNIR Útboð Innkaupastofnun Reykjavikurborgar óskar eftir tilboðum i 20 stk. dreifisperra v. Rafmagnsveitu Reykjavikur. Ot- boðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi. Til- boö verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 12. október 1982 kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYK3AVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Sími 25800 Staða viðskiptafræðings Hafnamálastoí'nun rikisins óskar að ráða viðskiptafræðing til að vinna við áætlana- gerð og kostnaðareftirlit hafnafram- kvæmda. Umsóknir um starfið sendist skrifstofunni fyrir 24. september. PÓST- OG SlMAMÁLA- STOFNUNIN óskar að ráða VERKAMENN til staría i nágrenni Reykjavikur og úti á landi. Nánari upplýsingar verða veittar i starfs- mannadeild Rikisstarfsmenn BSRB í BSRB Utankjörstaöaatkvæðagreiðsla um aðal- kjarasamninginn er á skrifstofunni Grettisgötu 89, á skrifstofutima til föstu- dagsins 17. september Yfirkjörstaöastjórn S JÁV AR ÚTVEGSRÁÐ U N E YTIÐ REYKJAVlK Laus staða Staða háskólamenntaðs fulltrúa i sjávar- útvegsráðuneytinu er nú þegar laus til .umsóknar. Hagfræði- eða viðskiptafræði- menntun æskileg. Laun samkvæmt launa- kerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist ráðuneytinu fyrir 1. október 1982 Nemendur sem vilja læra NORSKU og SÆNSKU til prófs i stað dönsku komi til viðtals sem hér segir og hafi með sér stundaskrár sinar: NORSKA 5 bekkur mánud. 6 bekkur mánud. 7 bekkur þriðjud. 8bekkur miðv.d 9bekkur miðv.d. 13/9 kl. 17.00 13/9 kl. 18.00 14/9 kl. 17.00 15/9 kl. 17.00 15/9 kl. 18.00 1. og 2. ár framhaldsskóla mæti þriðjud. 14/9 kl. 18.00 SÆNSKA 5bekkur miðv.d. 6bekkur miðv.d. 7 bekkur þriðjud. 8 bekkur þriðjud. 9 bekkur mánud. 15/9 kl. 18.30 15/9 kl. 17.00 14/9 kl. 18.30 14/9 kl. 17.00 13/9 kl. 17.00 1. ár framhaldssk. mæti til kennslu i Laugalækjarskóla miðv.d. 6/10 kl. 19.30 2 ár framhaldssk. mæti i Laugalækjarsk. 13/9 kl. 18.30 7—10 ára Ekki er boðið að kenna sænsku og norsku fyrir 4. bekk, en foreldrar sem vilja láta kenna 7—10 ára börnum sinum þessi mál til þess að viðhalda kunnáttu þeirra ættu að hafa samband við Námsfl. Rvk. i simum 12992 / 14106 þvi að i ráði er að setja upp frjálst nám fyrir þau. Reynt verður að hafa kennslu yngstu barnanna viðar en á einum stað i bænum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.