Alþýðublaðið - 23.10.1982, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.10.1982, Blaðsíða 2
Laugardagur 23. október 1982 RITSTJORNARGREIN Sleggjudómar borgarstjóra Gera veröur þá einföldu kröfu til stjórnmálamanna sem fram koma i fjölmiðlum, að þeir fari rétt með stað- reyndir. Það er í rauninni grundvallaratriði til þess að menn geti talað saman um deiluefni og fundið á þeim lausnir, að þeir séu sammála um forsendur og stað- reyndir, er fyrir liggja. Almenningur er löngu orðinn leiður á þrasi, áróðri og blekkingum, sem engum tilgangi þjónar nema þeim að koma óorði á stjórnmálin og þá stjórn- málamenn, sem þessum aðferðum beita. Davíð Oddéson borgarstjóri er áróðursmaður, en hann sést lítt fyrir og fer frjálslega meö staðreyndir, ef það hentar honum betur. Þetta sýndi sjónvarþsþátturinn Á hraðbergi, sem sýndur var í vikunni í sjónvarpinu, svo ekki varð um villst. Davíð Oddsson fór þar ekki mildum höndum um fyrrverandi meirihluta borgarstjórnar, enda þótt enginn væri þar til andsvara. Ekki var það drengi- legt. En verra var þó, að hann fór rangt með staðreyndir. Bent hefur verið á að tölur þær, sem hann fór með um lóðaúthlutanirá síðasta kjörtímabili voru rangar, þarsem hann tók ekki tillit til úthlutana til verkamannabústaða eða til félagslegra íbúðabygginga. Hann lýsti dökkum rekstrarhorfum hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur, sem hann sagði að mundi tapa um 20-30 milljónum á þessu ári. Um leið fullyrti hann að sambærilegt útgerðarfyrirtæki, Út- gerðarfélag Akureyringa myndi sýna hagnað á árinu. Og ástæðan;jú hún ereinföld. Útgerðarfyrirtæki Útgerðarfé- lags Akureyringa er nefnilega hlutafélag. En hvaðan hafði Davíð Oddsson þessar upplýsingar? Ekki kannast Gísli Konráðsson forstjóri Utgerðarfé- lags Akureyringa við það að hagnaður verði af fyrirtæk- inu á þessu ári. Hann fullyrti í samtali við Sigurð E. Ennþá hangir sverð kúgunar og ófrelsis yfir alþýðu Póllands. Pólska herstjórnin linar ekki ógnartökin og al- menn mannréttindi eru þar fótum troðin. Hin nýja vinnulöggjöf herstjórnarinnar gegnir því hlut- verki einu að koma Samstöðu - hinum frjálsu verkalýðs- samtökum - á kné í eitt skipti fyrir öll. Nú á að taka upp gömlu aðferðirnar á nýjan leik. Verkalýðsfélög eiga nú að vera undir beinni stjórn herstjómarinnar. Það á að innleiða rússneska kerfið aftur. Rauði fasisminn herðir enn tök krumlunnar og kreistir blóðið úr pólskum verkalýð. Foringjar Samstöðu sitja enn í fangelsi. Óttinn við styrk þeirra meðal pólskrar alþýðu er orsök þess að herstjórn- in heldur þeim innilokuðum. En mannshugurinn verður Guðmundsson, borgarfulltrúa Alþýðuflokksins, að ekk- ert rekstraruppgjör lægi fyrir, en hins vegar væri það tilfinning hans að fyrirtækið yrði fyrir rekstrartapi á þessu ári. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um þau ónákvæmu vinnubrögð sem Davíð Oddsson hefur tamið sér í sæti borgarstjóra. Dæmin eru í rauninni miklu fleiri. Ef svo heldur fram kemur að því að fólk getur ekki tekið mark á borgarstjóra og oddvita sjálfstæðismanna í borgarstjórn. ekki fiötraöur til langframa og pólsk alþýða verður ekki kúguð með boðum og bönnum. Baráttuandinn meðal Samstöðufélaga verður til staðar eftir sem áður. En pólsk alþýða þarf stuðning, styrk og aðstoð í bar- áttu sinni. Það skal því heilshugar tekið undir þá kröfu miðstjórnar Alþýðusambands íslands, að pólsk stjórn- völd láti af mannréttindabrotum og virði rétt verkafólks til að bindast samtökum. Herstjórnin I Póllandi er aðeins útibú höfuðstöðvanna í Kreml. Baráttan fyrir frelsi og réttlæti í Póllandi er því ekki aðeins barátta gegn her- stjóminni pólsku heldur og ægivaldi rússneska bjarnar- ins.sem hefur látið loðinn hramm ófrelsis og kúgun'ar falla á æ fleiri stöðum heimsbyggðarinnar. -GÁS. Sýnum samstöðu með Samstöðu Ritaraembætti Norrænu Ráðherranefndarinnar (Nordisk Ministerrád Sekretariat) vill ráða: 1) Ráðunaut 2) Ritara Ráðningin er frá 1. janúar 1983 eða sem fyrst eftir þann dag. Ncrrræna Ráðherranefndin ersamvinnustofnun ríkisstjórna Norður- landa og var stofnsett árið 1971. Samvinnan snýst um flest svið samfélagsins svo sem: iðnað, félagsmál, orkumál, umhverfismál, málefni vinnumarkaðarins, vinnustaðaumhverfi, byggðamál, neytendamál, samgöngumál, og þróunaraðstoð Norðurlandanna. Ritaraembætti Ráðherranefndarinnar hefur aðsetur í Olsó og hefur daglega umsjón með samvinnu tengdri Ráðherranefndinni. Það sér um útreikninga, undirbúning og að ákvörðunum Ráðherranefndar- innar, og stofnunum henni tengdar, sé hrint í framkvæmd. Báðar þessar stöður krefjast mjög góðrar kunnáttu í dönsku, norsku eða sænsku. Stöður ráðunautar fylgja ferðalög innan Norðurlandanna. Samningstíminn er 3-4 ár og er möguleiki á framlengingu. Ríkis- starfsmenn eiga rétt á fríi á fjögurra ára fresti. Ritaraembættið býður bæði upp á góð vinnuskilyrði og laun. Ritaraembætti Ráðherranefndarinnar hefur á huga á að fá umsókn- ir frá báðum kynjum um stöður þessar. Staða ráðunautar Aðalverkefni ráðunautarins er að sjá um starfsemi ritaraembættis- ins sem tengist embættismannanefndinni um orkumál og að halda sambandi við norrænar stofnanir og starfshópa ásamt stofnunum í hverju landi á sviði orkumála. Þetta er ný staða og er sett á laggirnar vegna sýnilegrar aukinnar samvinnu Norðurlandanna á þessu sviði, einkum hvað varðar olíu og gas. Ráðunauturinn skal sjá um stjórn samvinnu á þessu sviði m.a. með' þátttöku í stefnumörkun Ráðherranefndarinnar. Einnig skal hann vinna úr þessari stefnumörkun og sjá um að hún komist í fram- kvæmd. Ráðunautnum mun einnig vera falin önnur verkefni tengd ritara- embættinu. Umsækjendur þurfa að hafa reyslu af opinnberri stjórnsýslu. Þeir sem hafa sérþekkingu eða reynslu á sviði orkumála munu ganga fyrir. Ráðunauturinn þarf að geta unnið sjálfstætt, hafa stjórnunar- hæfileika og samstarfsvilja. Umsóknarfrestur er til 5. nóvember 1982. Nánari upplýsingar veita: Flemming Björk Pedersen, deildarstjóri, Olof Holmberg, ráðunautur, Kristofer Erlandsson, ráðunautur eða Ragnar Kristoffersen, framkvæmdastjóri. Staða ritara Ritarinn mun tilheyra þeirri deild ritaraembættisins, sem sér um samræmingu og sameiginlega þjónustu og verkefni. Fyrst um sinn mun aðalverkefni hans vera símavarsla og aðstoð við telexþjón- ustu. Reynsla í skrisstofustörfum og vélritunarkunnátta er nauðsynleg. Ritarinn verður að geta unnið sjálfstætt, vera viðmótsþýður og viljugur til samstarfs. Finnskukunnátta kæmi sér vel. Umsóknarfrestur er til 5. nóvember 1982. Nánari upplýsingar veita: Ragnar Kristoffersen, framkvæmdastjóri, Ingrid Slettum Höymork ráðunautur, eða Gunnvor Hansen, ritari. Upplýsingar um stöðurnar má fá í síma (02) 111052. Skriflegar umsóknir sendist: Nordisk Ministerrád Generalsekrtæren Postboks 653, Ölavs plass, Oslo 1. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför föður okkar, tengdaföður afa og langafa’ Árna Björns Kristóferssonar frá Kringlu. Aðstandendur ÚTBOÐ Rafmagnsveitur ríkisins óska eftirtilboð- um í eftirfarandi: RARIK-82040 Aflspennar. Opnunardagur: Þriðjudagur 30. nóvember 1982, kl. 14:00. RARIK-82045 Stauraspennar. Opnunardagur: Þriðjudagur 30. nóvember 1982, kl. 14:00. RARIK-82046 Rafbúnaður í dreifistöðvar. Opnunardagur: Þriðjudagur 16. nóvember 1982, kl. 14:00. RARIK-82049 Vír fyrir háspennulínur. Opnunardagur: Þriðjudagur 30. nóvember 1982, kl. 14:00. RARIK-82050 Götugreiniskápar ásamt tengibúnaði. Opnunardagur: Fimmtudagur 18. nóvember 1982, kl. 14:00. RARIK-82051 Afl- og stýristrengir. Opnunardagur: Fimmtudagur 2. desember 1982 kl. 14:00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykja- vík fyrir opnunartíma, og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Raf- magnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með þriðjudegi 26. október 1982, og kosta kr. 25,- hvert eintak. Reykjavík 21. október 1982 RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Framboð til prófkjörs Kjördæmisráð Alþýðuflokksins í Vesturlandskjör- dæmi hefur ákveðið að auglýsa eftir framboðum í tvö efstu sæti á lista Alþýðuflokksins í Vesturlandskjör- dæmi við næstu Alþingiskosningar. Prófkjörið fer fram laugardaginn 27. nóvember næst- komandi. Kjörgengur til prófkjörsins ér hver kosningabær mað- ur, sem hefur meðmæli 25 flokksbundinna Alþýðu- flokksmanna í kjördæminu. Frambjóðandi, sem býður sig fram í 1 .sæti listans skal einnig bjóða sig fram í 2. sæti listans. Niðurstöður prófkjörsins eru bindandi hljóti frambjóð- andi sem kjörinn er minnst 20% af kjörfylgi Alþýðu- flokksins í Vesturlandskjördæmi við síðustu Alþingis- kosningar. Berist aðeins eitt framboð til sætis á listanum er sjálf- kjörið í það sæti. Framboðsfrestur rennur út þann 6. nóvember næst- komandi. Framboðum skal skilað til formanns prófkjörsstjórnar Braga Níelssonar, Esjubraut 7, Akranesi. Kjördæmisráð Alþýðuflokksins í Vesturlandskjördæmi. Alþýðuskólinn í Reykjavík Stofnaður hefur verið nýr skóli í borginni, sem heitir Alþýðu- skólinn í Reykjavík. Markmið hans og tilgangur er að veita fólki í Reykjavík og nágrenni möguleika til náms á sviði félags- og fundar- starfa, um verkalýðs- og kjaramál, stjórnmálastefnur með sérstaka áherzlu á jafnaðarstefnuna, frí- stundanám og önnur þau hugðar- efni, sem mestur áhugi reynist vera fyrir. Kappkostað verður að haga kennslunni þannig, að hún verði sem aðgengilegust fyrir alla. Þann- ig verður t.d. fyrst og fremst kennt á kvöldin og um helgar, kennslu- gjöldum verður mjög íhófstilltog lögð verður áherzla á að kenna í litlum hópum, svo að námið komi hverjum og einum að sem beztu gagni. Kennarar og leiðbeinendur verða úr hópi hinna hæfustu manna. Skólinn mun, fyrst um sinn amk. hafa starfsemi sína í félgsmiðstöð Sambands ungra jafnaðarmanna að Hverfisgötu 106 A í Reykjavík. Margvíslegt námskeiðahald hefur þegar verið ákveðið á komandi vetri. Fyrsta námskeiðið verður í félags- og fundastörfum, sem og framsögn, og fer fram helgina 23. og 24. október. Innritun á það fer fram í síma 29244 kl. 9-17 dag hvern. í þeim síma fer jafnframt fram innritun á önnur námskeið skólans í vetur. Að skólanum stendur Fræðslu- ráð Alþýðuflokksins í Reykjavík, en það er skipað fulltrúum alþýðu- flokksfélaganna í borginni og Full- trúaráðs Alþýðuflokksins í Reykjavík. Guðmundur 4 samdráttur var í neyslu nautakjöts um 19,4%. Bandaríkjamenn eru miklar kjötætur og er ástæðan fyrir þessum samdrætti í nautakjöti sú, að það er miklu dýrara en áður og neyslan því færst yfir á kjúklinga og svínakjöt. Hvernig gengur með útflutning á flski í flugi? Um síðustu mánaðamót var eitt ár liðið frá því að Coldwater Sea- food Corporation hóf reglulegan flutning á ferskum fiskflökum til Bandaríkjanna. Er farið með einn flugvélarfarm á viku eða um 40 tonn. Frá áramótum til 30. sept. s.l. var búið að flytja út 1300 tonn af flökum að upphæð rúmlega $2 milljónir. Aðallega er um karfa- flök að ræða og hefur þessi flug- frakt flutningur í stórum dráttum gengið mjög vel. G.T.K.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.