Alþýðublaðið - 23.10.1982, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.10.1982, Blaðsíða 4
Útgefandi: Alþýöuflokkurinn. Framkvæ’mdastjöri: JóhannesGuömundsson Stjórnmálaritstjóri og ábm. Jón Baldvin Hannibalsson. Ritstjórnarfulltrúi: Guömundur Arni Stefánsson. Blaöamaöur: Þráinn Hallgrfmsson. Gjaldkeri: Haildóra Jónsdóttir. jDreifingarstjóri: Siguröur Steinarsson. Laugardagur 23 október 1982 RitstjórnogauglýsingareruaöSiöumúla 11, Reykjavik,simi81866. Askriftarsíminn er 81866 Bandalag kvenna i Reykjavik: Efnt til vinnuvöku í tilefni af ári aldraðra Bandalag kvenna í Reykjavik stendur um þessar niundir fyrir vinnuvöku í tilefni af ári aldr- aðra. Hófst hún að Hallveigar- stöðum í gærkvöldi og mun standa yfir til hádegis á sunnudag - degi Sameinuðu þjóðanna 24. október. Öllum ágóða af vinnuvökunni verður varið til eflingar starfsemi í þágu aldraðra, en sem dæmi um það má nefna, að nýlega færði stjórn og ellimálanefnd Banda- lagsins elli- og hjúkrunarheim- ilinu Droplaugarstöðum píanó að gjöf- Aðildarfélög að Bandalagi kvenna í Reykjavík eru 30 með um 13 þúsund félögum. Núver- andi aðalstjórn skipa: Unnur S. Ágústsdóttir, formaður, Svan- laug Árnadóttir, Sjöfn Sigur- björnsdóttir, Sigrún Sturludóttir og Vigdís Einarsdóttir. Magnús H. Magnússon, alþingismaður: Helga Má svarað Helgi Már spurði mig um það í Alþýðublaðinu 19. okt. sl. hvers vegna ég hafi setið hjá við atkvæða- greiðslu um þann úrskurð forseta Sameinaðs þings að vísa frá fyrir- spurn, sem Vilmundur Gylfason vildi leggja fyrir dómsmálaráð- herra. Svar: a) Ég þekki Jón Helgason, forseta Sameinaðs þings, ekki að öðru en sanngirni og réttsýni og er því ekki reiðubúinn til að greiða atkvæði til að hnekkja úrskurði hans nema þá að vel skoðuðu máli. b) Þegar atkvæðagreiðslan um úr- skurð forseta fór fram hafði ég ekki séð umrædda fyrirspurn og heldur ekki tillögu forseta um orðalagsbreytingu á fyrirspurn- inni, sem Vilmundur hafnaði. c) Ég tel ekki, að málfrelsi þing- manns hafi verið alvarlega skert með umræddum úrskurði for- seta, þótt fyrirspurnarformið hafi ekki dugað að þessu sinni. Margar aðrar leiðir eru þing- mönnum færar og hefur Vil- mundur nú notað eina þeirra, þ.e. flutning þingsályktunartil- lögu. Um þetta vil ég annars segja það, að mér virðist ýmsir þingmenn skerða málfrelsi ann- arra þingmanna mun meira en forsetar þingsins og á ég þá við1 það, að ræður ýmissa þing- manna eru oft það langar, að aðrir þingntenn komast ekki að með skaplegum hætti. d) Mér finnst efni umræddrar fyrirspurnar ekki það merkilegt eða aðkallandi að gera eigi úr því meiri háttar mál. e) Eftir að umrædd fyrirspurn var lögð fram á prentuðu þingskjali sé ég ekki, að synjun forseta hafi átt við nægileg rök að styðj- ast. Magnús H. Magnússon Kanadíska ríkið styrkir fiskflakautflutning á Bandaríkjamarkað Viðtal við Guðmund H. Garðarsson hjá S.H. hefur einkum orðið í sölum á verksmiðjuframleiddri vöru, en í henni var söluaukning miðað við sama tíma í fyrra um 12%. Hins vegar var samdráttur í flakasölu á sama tíma. Hverjar eru helstu skýringarnar á þessu? Samkeppnin er geysihörð á bandaríska markaðinum. Cold- water stendur mjög sterkt að vígi hvað snertir verksmiðjufram- leiddar vörur. Fyrirtækið á tvær mjög fullkomnar fiskiðnaðarverk- smiðjur, sem skapa mikla mögu- leika á sveigjanleika í framleiðslu nýrra vörutegunda og öðru er lýtur að því að mæta breyttum og nýjum kröfum í verksmiðjuframleiddum vörum. f sölu þessara vara ríkir að sjálf- sögðu mikil samkeppni, en hún er enn harðari og erfiðari viðureignar í sölu frystra fiskflaka vegna þess, að þar eigum við í höggi við fram- leiðendur, sem með ríkisstyrktri verðpólitík, hafa verið undir þeim fiskflakaverðum, sem íslendingar hafa náð í Bandaríkjunum. Fiskflök eru eins og allir vita stöðluð vara. Henni verður lítið breytt frá því formi sem hún er í við frystingu, þannig að helstu selj- endur eru að bjóða svipaða vöru. Okkar styrkur hefur verið gegnum árin og er enn, að íslensk fiskflök eru talin best að gæðum á mark- aðnum. { skjóli þess og krafti þess sölukerfis, sem Coldwater hefur yfir að ráða, eru frystu fiskflökin frá SH-frystihúsunum í háu verði Sem dæmi má nefna, að verðlista- verð Coldwater á frystum þorsk- flökum í 5 punda pakkningum er $1,80 pr. pund. Kanadamennj bjóða þorskflök í samskonar um-1 búðum á mun lægra verði. Er talið | Alþýðuflokksfélag Keflavíkur heldur félagsfund mánudaginn 25. okt. kl. 20.30 Dagskrá: 1. Kjör fulltrúa á flokksþing. 2. Rætt um þau mál er fyrir flokksþingi liggja 3. Önnur mál. Félagar fjölmennið Stjórnin Stjórnarfundur Coldwater Sea- food Corporation var haldinn í síð- ustu viku í Rowaytpn í Connecticut í Bandaríkjunum. í því tilefni sneri Alþýðublaðið sér til Guðmundar H. Garðarssonar hjá Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna og spurði frétta af starfsemi Coldwater í Banda- ríkjunum. Éins- og kunnugt er af fréttum, hafa markaðsaðstæður fyrir sölu á frystum fiski verið mjög erfiðar í Bandaríkjunum. í stað mikillar söluaukningar, eins og var fyrir nokkrum árum, hefur sala á fryst- um fiski frá íslandi dregist saman. Hvað Coldwater áhrærir, þá voru heildarsölur að magni til fyrstu 9 mánuði þessa árs 3% minni en á sama tíma í fyrra, þannig hvað heildarsölur áhrærir, það sem af er árinu, er útkoman betri en leit út fyrir á fyrstu mánuðum þessa árs, þegar stefndi í mun meiri minnkun. Batinn á seinni hluta þessa árs Guðmundur H. Garðarsson, viðskiptafræðingur blaðafulltrúi Sölumiðstöðvar Hraðfrystihús- anna. 41. flokksþing Alþýðuflokksins 41. flokksþing Alþýöuflokksins verður haldið dagana 5.-7. nóvember n.k. í Kristalssal Hótels Loftleiða, Reykjavík. Dagskrá nánar auglýst síðar f.h. Alþýðuflokksins Kjartan Jóhannsson, formaður Karl Steinar Guðnason ritari Guðfinnur Einarsson, stjórnarformaður Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna og Þorsteinn Gíslason, framkvæmdastjóri Coldwater Seafood Corp- oration ræða við forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur í heimsókn henn- ar til Coldwater í september sl. Ljósm.: G.T.K. að þau sveiflist á bilinu 20-50 sent pr. pund. Upplýst hefur verið í opinberum gögnum fyrir vestan að ákveðið kanadískt fyrirtæki hefur nýverið fengið styrk að upphæð tuttugu milljónir kanadískra dollara til að styrkja aðstöðu sína í sölum frystra fiskflaka til Bandaríkjanna. Þá er einnig vitað um það, að Nýfundnalandsstjórn hefur styrkt stöðu ákveðins fjölda frystihúsa með vaxtalágum lánum að heildar- upphæð 20,7 milljónir kanadískra dollara. Þetta með öðru veldur að sjálf- sögðu íslenskum útflytjendum á fiskflökum miklum erfiðleikum og getur hugsanlega haft skaðleg áhrif á framtíðarstöðu okkar. Þessu reynum við auðvitað að mæta með öllum ráðum. Hvað með þróun á fiskneyslu í Bandaríkjunum? Gerð var athugun á neyslu nokk- urra mikilvægra matvælategunda í Bandaríkjunum síðastliðin 5 ár, þ.e. tímabilið 1976 til 1981. 1 ljós kom m.a. að neysla á fiski hefur svo til staðið í stað. Aukning- in var 0,8%. Mikil aukning var í neyslu kjúklinga eða 20,3% svína- kjöts 19,4% og grænmeti 7,4% en Framh. á bls. 2 Einar T. Eliasson, yfirverkfræðingur Kröfluvirkjunar: NAUM SENNILEGA 23 MEGAWðTTUM I HAUST „Boranir í sumar hafa gengið vel, 3 holur hafa verið boraðar og þær lofa allar góðu. Fyrsta holan gefur af sér um 4 megawött, útlit er fyrir að önnur holan muni gefa af sér svipað og sú þriðja, sem reyndar kemst ekki í gagnið á þessu ári, virðist ætla að gefa af sér 7-8 megawött”. Þessu svaraði Einar T. Elíasson, yfirverkfræðingur Kröfluvirkjunar þegar Alþýðublaðið innti hann eftir því hvernig gengið hafi að bora í sumar. Einar var spurður að því hvaða áhrif þetta hefði á nýt- ingu vélasamstæðnanna við Kröflu. „Aðeins önnur vélasamstæðn- anna er í gangi, hætt var við að nýta hina. Nýtingamöguleiki þeirra samtals er um 60 megawött, en 30 meðan aðeins önnur er í gangi. Af- kastagetan er nú um 15 megawött, en reikna má með því að í haust, þegar fyrri holurnar tvær komast í gagnið, fari hún upp í rúmlega 23 megawött. Fljótlega rná svo búast við því að sú vélasamstæða sem í notkun er verði fullnýtt, því með þessum nýjustu holum fæst nóg afl til þess. Það fer svo eftir fjár- veitingavaldinu hvað gert verður við þá vélasamstæðu sem eftir er”, sagði Einar. Laus staða Staða framkvæmdastjóra rannsóknaráðs ríkisins er laus til um- sóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, fyrir 19. nóvember n.k. Menntamálaráðuneytið, 19. október 1982 Nauðungaruppboð sem auglýst var í 64, 66, 68 tbl. Lögbirting- blaðs 1982 á íbúðarhúsi að Aðalgötu 20 á Sauðárkróki, þinglýstri eign Hreins Sigurðs- sonar, fer fram að kröfu Búnaðarbanka ís- lands og Tryggingastofnunar ríkisins, á eigninni sjálfri miðvikudaginn 27. október 1982 kl. 10.30. Bæjarfógetinn á Sauðárkróki

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.