Alþýðublaðið - 23.10.1982, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 23.10.1982, Blaðsíða 1
Laugardagur 23. október 1982 158. tbl. 63. árg. Sigurður E. Guðmundsson, borgarfulltrúi: DAVÍÐ ODDSSON FÓR MEÐ RANGT MAL f SJÚNVARPINU A borgarstjórnarfundi á fímmtu- dag s.l. gagnrýndi Sigurður E. Guðmundsson borgarfulltrúi Al- þýðuflokksins Davíð Oddsson, borgarstjóra harðlega fyrir ein- hliða, ósannan og ódrengilegan málfíutning í sjónvarpi í vikunni, er hann sat fyrir svörum um borgar- mál. „Davíð lét ekkert tækifæri ó- notað til að ráðast að fyrrverandi meirihluta, líkt og hann væri á kosningafundi. Hann lét einnig vera að fara rétt með staðreyndir í sumum tilvikum”, sagði Sigurður E. Guðmundsson í viðtali við Al- þýðublaðið í gær. „Enginn fulltrúi fyrrverandi meirihluta var til and- svara þarna og því var þetta ódrengileg framkoma”, bætti hann við. Sigurður E. Guðmundsson Hvað er til marks um óheiðar- leika í tilsvörum Davíðs Oddssonar í þættinum? „Jú, það má benda á nokkur dæmi um rangfærslur og beinlínis rangar fullyrðingar. Borgarstjóri málaði hallann á Búr afar dökkum litum, sagði meðal annars að tapið væri um 20-30 milljónir á þessu ári. Það væri einhver munur en hjá Út- gerðarfélagi Akureyringa, sem bæri sig, enda væri það hlutafélag! Þetta er vitaskuld orðum aukið, samkvæmt hálfsársuppgjöri BÚR er hagnaður af fiskvinnslunni 10.1 milljón króna (fyrir verðbreyting- arfærslur). Á sama tírna er hins vegar tap af togurunum 21.3 milj- ónir króna. Mismunur er því tap upp á 11.2 milljónir króna en ekki 20-30 milljónir króna.” En er raunverulega hagnaður af rekstri útgerðarfélags Akur- eyringa? „Þetta er afskaplega hæpin full- yrðing hjá Davíð og ég veit ekki hvaðan hann hefur þetta. Svo mik- ið er víst, að forstjóri fyrirtækisins, Framh. á bls. 3 Tekjur af áfengissölunni hækkað um 51% íslendingar keyptu á tímabil- inu 1. júlí til 30. september áfengi fyrir um 166 milljónir króna og er sú upphæð 50.7% hærri en á sama tíma í fyrra. Um 73% heildarsölunnar varð í Reykjavíkurútibúunum, þar var selt fyrir urn 121 milljón- ir og varð aukningin þar einnig mest hlutfallslega, um 52.5% meiri að verðgildi en í fyrra. Hlutfallslega minnsta aukningin á sölu samkvæmt verðlagi var hjá Seyðisfjarðar- útibúinu, um 37.3%. Fjármálaráðherra bjartsýnn á framtíð Kröfluvirkjunar: Krafla mun standa undir sér með tíð og tíma Hjörleifur Guttormsson, iðnað- arráðherra sagði í samtali við A1 - þýðublaðið ísíðustu viku að hann væri „engan veginn ánægður” með það sem helði komið út úr borun- um og framkvæmdum við Kröflu fram að þessu, en niðurstöður bor- ana í sumar lægju að vísu ekki fyrir ennþá. I fjárlögum nú er gert ráð fyrir 220 milljónum til greiðslu vaxta og afborgana við Kröllu en á móti koma sáralitlar tekjur. Við spurðum í gær Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra, hvort hann ætl- aði að halda áfram að setja fjár- magn í Kröfluvirkjun, en sú á- kvörðun tengist lánsfjáráætlun sem verið er að vinna þessa dagana. „Kröfluvirkjun er meðal meiri háttar orkuframkvæmda og er því tekin inn í lánsfjáráætlun, sem ver- ið er að vinna að nú. Þetta er ekki ennþá ákveðið endanlega. í sumar voru boraðar þrjár holur, en árang- ur af þessum borunum ræður því hvort haldið verður áfram að bora eða ekki”. Og hvernig virðist þér árangur vera? „Samkvæmt fyrstu fréttum af þessum borunum, þá er árangur mjög góður, þessar holur skila að því að mér er sagt um 15 MW og ein þeirra skilar um 7 MW. Spurning er hvort ekki eigi að bora áfram á því svæði sem bestan árangur gaf í sumar. En ég vil taka það fram að þetta eru einungis lausafréttir, sem ekki eru staðfestar. í sambandi við frekari framkvæmdir verður einnig að hafa í huga hvenær þörf er á orkunni. Ef þetta er rétt, að fengist hafi 15 MW, þá erum við komnir með fulla nýtingu á aðra vélasam- stæðu virkjunarinnar. En gefur þetta dæmi í heild ekki Er Kröfluævintýrinu aö Ijúka? „Engan veginn ánægður með árangurinn” - segir Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra I athugasemdum við fjárlaga- frumvarpið er meðal annars að fínna eftirfarandi athugasemd við Kröfluvirkjun. „Ráðgert er að afla Kröfluvirkjun lánsheimildar til að standa undir fjármagns- kostnaði til virkjunarinnar. Gert lands. Alþýðublaðið sneri sér gær til Hjörleifs Guttormssonar iðnaðarráðherra og spurði hani hvort áfram ætti að veita fé ti framkvæmda við Kröflu. „Það er nú ekki ráðið ennþá oj verður ekki endanlega afgreit Meðfylgjandi úrklippa úr Alþýðublaðinu s.l. laugardag, sýnir svo ekki verður um villst, að þeir flokksbræður Hjörleifur og Ragnar eru langt frá því sammála um framtíðarhorfur Kröfluvirkjunar. Ragnar Arnalds fjármálaráðherra og fyrrum Kröflunefndarmaður. tilefni til mikilla vonbrigða? „Það voru auðvitað mikil von- brigði hve lengi vel gekk seint að fá orku til virkjunarinnar. Það á sér margar skýringar eins og menn vita. Boranir lágu niðri um skeið og nú hafa verið boraðar sex holur á tveimur árum. Nú er einsýnt að við erum að komast með virkjunina á rétt ról. Það sem einkennir þessa virkjun, er að byrjað er að reka hana áður en framkvæmdum er lokið. Það hefur vitaskuld í för með sér kosti og galla, þegar verið er að reka virkjunina með innan við 1/4 af afkastagetu. Lán til framkvæmd- anna voru einnig tekin til skamms tíma og skemmri en eðlilegt getur talist með mannvirki sem á að standa í áratugi”. Framh. á bls. 3 Kosið á fll- þýðuflokksfélagi Reykjavíkur um helgina Alþýöuflokksfélag Reykja- víkur cfnir í dag og á morgun til kosninga mcðal félagsmanna sinna. í þcssum kosningum - sem eru tvískiptar - verða ann- ars vegar kjörnir fulltrúar AF- þvðuflokksfélagsins í fulltrua- ráð Alþýðuflokksfélaganna í Reykjavík og hins vegar verða kjörnir fulltrúar félagsins á flokksþing Alþýðuflokksins, sem fram fer 5.-7. nóvcmber næstkoinandi. Kosningarnar fara fram á skrifstofu Alþýðuflokksins og standa frá klukkan 14-18 bæði laugardag og sunnudag. Félagar í Alþýðuflokksfé- laginu eru hvattir til að notfæra sér kosningaréttinn og mæta á kjörstað, en kjósa á 50 fulltrúa á flokksþing og 50 í fulltrúaráðið. RITSTJORNARGREIN ÆTLAR KRÖFLUÆVINTÝRIÐ ENGAN ENDI AÐ TAKA? Kröfluævintýrinu er enn ekki lokið. Kröflukóngarnir vilja enn ekki viðurkenna mistök sín. Þeir rembast eins og rjúpan við staurinn. Ennþá á að halda áfram að ausa fé í Kröfluvirkjun. Mistakasaga Kröfluvirkjunar verður ekki rakin hér. Sú saga er öllum kunn. Sukkið og sóunin jafnhliða algjöru fyrirhyggjuleysi, var einkenni hinnar margfrægu Kröflu- nefndar. Þeir sem í þeirri makalausu nefnd sátu , munu aldrei losna við Kröflustimpilinn. Krafla mun hanga sem myllusteinn um háls þeirra, hér eftir sem fyrr. En þaö furðulegasta við þetta mál er sú staðreynd, að þeir menn sem báru ábyrgð á Kröfluhneykslinu sitja nú á valdastólum ríkisstjórnarinnar. Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra var iðnaðarráðherra á tímum Kröfluvit- leysunnar. Ingvar Gíslason menntamálaráðherra var varaformaður Kröflunefndar. Ragnar Arnalds fjármála- ráðherra sat einnig í Kröflunefnd. Það er grátbrosleg staðreynd, að þessir menn, sem stóðu að einhverri almestu fjárfestingardellu sem uppvís hefur orðið hér á landi, eru nú meðal valdamestu manna þjóðarinnar. Það er ekki öfundsvert fyrir íslensku þjóðina að lúta forsjá manna, sem hafa gert sig seka um algert dómgreindarleysi og blindu við ákvarðanir í öðru eins stórmáli eins og Kröfluvirkjun var og er. Þúsundir milljóna nýkróna hafa farið í Kröfluhítina í gegnum árin og enn gleypir Krafla fé skattborgaranna. í fjárlögum fyrir árið 1982 er gert ráð fyrir því, að 220 milljónir króna gangi til Kröflu til þess að greiða fjár- magnskostnað af fyrirtækinu. M.ö.o. það eiga að fara jafnmiklir fjármunir til að greiða afborganir og vexti af Kröfluævintýrinu og fara sem framlag ríkisins til Háskóla íslands. Hvert mannsbarn á íslandi á þannig að borga 1 þúsund krónur á næsta ári til að greiða af skuldum, sem stofnað hefur verið til vegna Kröfluvirkjunar. Að vísu verður þetta fjármagn til Kröflu tekið að láni erlendis, en þá skuld þarf að greiða og auðvitað verða það skatt- greiðendur sem borga brúsann eins og alltaf áður. Reiknaö er með að Kröfluvirkjun geti staðið undirdag- legum rekstrj þessa fyrirtækis. Ekkert umfram fé kemur hins vegar til að greiða skuldir fyrirtækisins, hvað þá að virkjunin gefi af sér fjármagn til að halda áfram borunum og rannsóknum. Það hefur verið mikið borað við Kröflu í gegnum árin. Alltaf við og við hafa taismenn virkjunarinnar lýst því yfir að nú loks sé árangur að koma í Ijós. Árangurinn lætur hins vegar ennþá á sér standa. Og nú enn á ný gera menn sér vonir um árangur við Kröflu. Og fjármálaráð- herra lýsir því yfir í Alþýðublaðinu í dag, að Kröfluvirkjun verði tekin inn í lánsfjáráætlun, sem verið er að vinna þessa dagana. Það á sem sé að halda áfram fjáraustrin- um í Kröfluvirkjun. Ragnar Arnalds fjármálaráðherra og fyrrum Kröflunefndarmaður segir sfðan orðrétt í Alþýðu- blaðinu: „Ég er bjartsýnn á að Kröfluvirkjun standi undir sér með tíð og tíma og árangur virðist ágætur af borunum undanfarið.” Lengi má manninn reyna. Ragnar Arnalds virðist lítt ætla að læra af þeirri keðju mistaka, sem hann og fleiri stóðu að í Kröflunefnd. Það þarf ekki lítið pólitískt hug- rekki að nota orðið bjartsýni um Kröfluvirkjun eftir þær hrikalegu fjárfúlgur, sem þetta fyrirtæki hefur gleypt í gegnum árin og skilað illa til baka eða alls ekki. Samráðherra Ragnarsog flokksbróðir, HjörleifurGutt- ormsson iönaðarráðherra, fer hins vegar hægar í sakirn- ar, þegar spáð er í spilin um framtíð Kröflu. f viðtali f Alþýðublaðinu í síðustu viku, viðurkennir hann fúslega, að Krafla hafi valdið honum vonbrigðum. Hann segir einnig, að áður en ákvarðanir verða teknar um frekari framkvæmdir við Kröflu, þá verða málin öll sett undir gagnrýnið mat, Hjörleifur slær engu öðru föstu um Kröflu, en að gera megi ráð fyrir því að þeirri meginstefnu verið viðhaldið að halda virkjuninni í rekstri. Hjörleifur Guttormsson hefur haft það orð á sér, að teygja mál og toga út í hið óendanlega til þess að komast hjá því að taka ákvarðanir. Heldur virðist þó hin varfærna stefna Hjörleifs í Kröflumálinu viturlegri en alblinda Ragnars Arnalds fjármálaráðherra. Kröflunefndarkóngar hafa teygað bikarinn í botn. Mál er að linni. Óráðsían í kringum Kröfluvirkjun verður að taka enda. Alþýðuflokkurinn einn íslenskra stjórnmála- flokka, hefur allt frá byrjun staðið utan Kröfludellunnar og barist gegn henni. Alþýðuflokkurinn mun berjast gegn áframhaldandi peningasóun og fyrirhyggjuleysi í þeim efnum. -GÁS.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.