Alþýðublaðið - 03.11.1982, Síða 3

Alþýðublaðið - 03.11.1982, Síða 3
Miðvikudagur 3. nóvember 1982 3 Fasteignamat ríkisins: Fasteignaverð hefur hækkað meir en dæmi eru til áður Byggingakostnaður hækkaði um 64.1% á einu ári í nýútkomnu fréttabréfi Fast- eignamats ríkisins kemur fram að fasteignaverð hækkaði frá 1. okt. 1981 til sama tíma þessa árs meir en dæmi eru til um áður. Þetta á við allar gerðir fasteigna þótt hækkunin hafi verið breytileg eftir tegundum og landshlutum. Byggingakostnaður hækkaði á þessu tímabili um 64,1% og hefur hækkunin aldrei verið meiri á þessu tímabili frá því Fasteigna- matið tók til starfa 1976. Arin 1977-1981 nam hækkunin nálægt 50% öll árin. íbúðir í fjölbýlishúsum hækk- uðu hlutfallslega mest, um 88% yfir árið. Frá 1978 hefur verð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hækkað um nálægt 40% umfram bygginga- kostnað, en utan þess svæðis hef- ur íbúðarverð aftur á móti fylgt hækkun byggingakostnaðar nokkuð vel. í september s.l kostaði hver fermetri í íbúð í fjölbýlishúsi í Reykjavík 10.600 kr. Þá er miðað við að íbúðin sé greidd á einu ári. Samkvæmt útreikningum Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins, sem er grundvöllur vísitölu byggingar- kostnaðar, kostaði fermetrinn 8.900 kr. í okt. Sameign er sleppt í báðum tilfellum. Þessar tölur benda eindregið til þess að íbúðir í fjölbýlishúsum seljast nú yfir byggingarkostnaði. Reykjavíkurborgar 1983 Nú stendur yfir gerð fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar fyrir árið 1983. Athygli borgarbúa, svo og hagsmunasam- taka (t.d. íbúasamtaka), er vakin á að óskir, tillögur og ábendingar varðandi gerð fjár- hagsáætlunarinnar þurfa að hafa borist borgarráði fyrir 15. nóvember n.k. Borgarstjórinn í Reykjavík, 1. nóvember 1982. Flokksstarfid Aðalfundur Alþýðu- flokksfélags Akraness Þorvaldur Þorvaldsson var kjör- inn formaður Alþýðuflokksfélags Akraness á aðalfundi félagsins, sem fram fór 1. nóvember s.l. Aðrir í stjórn voru kjörnir: Böðvar Björgvinsson, varafor- maður, Sigurjón Hannesson, rit- ari, Baldur Magnússon, gjaldkeri og Magnús Þórðarson, meðstjórn- andi. Líflegar umræður urðu á fundin- um um starf vetrarins og hyggur félagið á öflugt starf, en að undan- förnu hafa því bæst allmargir nýir liðsmenn. Á fundinum flutti Eiður Guðna- son alþingismaður einnig erindi um stj órnmálaástandið. Ragnar 1 lögur um framkvæmdir og hraða þeirra, en eins og ég gat um hafa engar endanlegar ákvarðanir ver- ið teknar, þær munu byggjast á því hvað við treystum okkur til að taka að láni erlendis frá. Meira er eiginlega ekki hægt að segja um málið að svo stöddu", sagði Rang- ar Arnalds fjármálaráðherra í _____________________ Marianella 4 og lýðræði. Stjórn Ronalds Reag- ans er á góðri leið með að leiða Bandaríkjamenn inn í nýtt Vietnam-stríð. Við biðjum banda- rískan almenning að hafna stefnu Reagans í málefnum MiðAmeríku. Þetta gerum við til þess að æska Bandaríkjanna verði ekki send út í nýtt Víetnamstríð og komið verði í veg fyrir þjóðarmorð í Mið- Ameríku. Hvað getum við gert? Við Norðurlandabúa viljum við segja tvennt: í fyrsta lagi að barátta okkar er barátta fyrir réttlæti. Hitt er að hafa í huga hverjir sitja á stjórnlagaþingi E1 Salvador. For- seti þingsins er Roberto D’Abuis- son, sem er morðingi Romerbs erkibiskups. Og það eru fleiri á stjórnlagaþinginu, sem hafa staðið að morðum og pyntingum. Og hvernig getur slíkt þing hlotið traust þegar allir, þar á meðal leið- togar þess.eru viðurkenndir morð- ingjar. Fólk hefur rétt til að verja sig, þegar á það er ráðist með vopnum. Eina hryðjuverkastarfsemin í E1 Salvador er sú sem stjórnvöld styðjast við til að halda völdum. Það er mikilvægt að fólk á Norðurlöndum geri sér grein fyrir þessu og veiti okkur siðferðilegan stuðning. Umsóknir um framlög úr Framkvæmda- sjóði aldraðra Heilbrigöisráöherra hefur staöfest reglur um úthlutun úr Framkvæmdasjóði aldraðra. Skv. [Deim reglum veitir sjóðurinn framlög meö eft- irgreindum hætti (reglurnar birtast innan skamms í B-deild Stjórnartíöinda); .1. Allt að 10% byggingarkostnaðar íbúða fyrir aldraða. 2. Allt að 50% byggingarkostnaðar dvalar- heimila fyrir aldraða. 3. 85% byggingarkostnaðar hjúkrunar- og sjúkradeilda fyrir aldraða. Sjóðstjórn auglýsir eftir umsóknum um framlög úr Framkvæmdasjóði aldraðra árið 1983. I umsókn skal vera ýtarleg lýsing á húsnæði, fjölda vistrýma, sameiginlegu rými, byggingakostnaði, fjármögnun og verk- stöðu. Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar. Umsóknir skulu hafa borist sjóðstjórninni í síðasta lagi 1. desember n.k., Laugavegi 116, 105 Reykjavík. Stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra MFl Felagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Dagvistun barna Fomhaga 8, simi 27277. Ný dagheimili Stöður forstöðumanns dagheimila við Ból- staðarhlíð og Bústaðaveg eru lausar til um- sóknar. Fóstrumenntun áskilin. Laun skv. kjarasamningi borgarstarfsmanna. Umsókn- arfresturertil 14. nóvember. Umsóknirsend- ist til skrifstofu Dagvistar barna, Fornhaga 8, en þar eru veittar nánari upplýsingar. Hjúkrunarfræðing- ur- Hafnarfjörður Vegna forfalla óskast hjúkrunarfræðingur til afleysingastarfa við skóla-heilsugæslu nú þegar. Umsóknir sendist undirrituðum að Strandgötu 6. Bæjarritarinn Hafnarfirði FUJ - Reykjavík Félagsfundur verður haldlnn í kvöld, þriðjudaginn 2. nóvember klukkan 20.30. Fundarstaður: Hótel Esja, 2 hæð. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Kosningar til fulltrúaráðs Alþýðuflokksfélaganna í Reykjavík. 3. Stjórnmálaviðhorfið. Frummælandi Sighvatur Björgvinsson al- þingismaður. 4. Ónnur mál. Stjórnin. FUJ - Hafnarfirði Félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 3. nóvember næst- komandi klukkan 20.30 í Alþýðuhúsinu. Dagksrá: 1. Greint frá þingi SUJ, sem fram fór um síðustu helgi. 2. Rætt um þing Alþýðuflokksins. 3. Starf vetrarins og fjármál félagsins. 4. önnur mál. Félagar eru hvattir til að mæta vel og stundvíslega. Stjórnin Fulltrúaráð Alþýðuflokksins í Reykjavík Fundur verður haldinn í Fulltrúaráðinu n.k. miðvikudag 3. nóv. kl. 20.30 að Hótel Esju. Dagskrá: Kosning fulltrúa í flokksstjórn Alþýðuflokksins fyrir næsta kjörtíma- bil. Mætið vel og stundvíslega. Stjórnin. Framboðsfrestur vegna prófkjörs Alþýðuflokksins í Reykjavík Prófkjör um skipan fjögurra efstu sæta á framboðs- lista Alþýðuflokksins við næstu væntanlegar Alþingis- kosningar í Reykjavik fer fram dagana 27. og 28. nóvember 1982. Kjörgengi hafa þeir, sem fullnægja kjörgengisákvæð- um laga um kosningar.til Alþingis, og hafa auk þess skrifleg meðmæli minnst 50 manna, sem flokks- bundnir eru í félögum Alþýðuflokksins í Reykjavík. Prófkjör er bindandi um skipan sætis á framboðslista, ef sá frambjóðandi, sem kjöri nær, hlýtur a.m. k. 20 af hundraði kjörfylgis Alþýðuflokksins í Reykjavík við síð- ustu Alþingiskosningar. Berist aðeins eitt löglegt fram- boð í eitthvert sæti listans er sjálfkjörið í viðkomandi sæti. Kosningarétt hafa allir þeir, sem orðnir eru 18 ára og lögheimili eiga í Reykjavík, enda séu þeir ekki flokks- bundnir í öðrum stjórnmálaflokki. Fre nboðsfrestur rennur út kl. 24.00, laugardaginn 13. nóvember n.k.. Tillögur um framboð ber að senda formanni kjörstjórnar, Grétari G. Nikulássyni, á skrif- stofu Alþýðuflokksins, Hverfisgötu 8-10, Reykjavík. Reykjavík 11. október 1982 KJÖRSTJÓRN

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.