Alþýðublaðið - 04.11.1982, Side 1
alþýöu
blaðið
^\x|wí#S
±1%1
m
Fimmtudagur 4. nóvember 1982
164. tbl. 63. árg.
Friður — Frelsi —
Framtíð
sjá leiðara bls. 2
Frá 34. þingi SUJ
sjá bls. 4
Kjartan Jóhannsson
eftir fundinn með
ráðherranefndinni:
fyrirspurnum. I samtali við Kjartan
sagði hann Aiþýðublaðinu að hon-
um hafi fundist rétt að gefa ríkis-
stjórninni enn tækifæri á að ná
samkomulagi um framgang þing-
mála, ef hún þá á annað borð hef ði
raunverulegan áhuga á því.
„Á þessurn fundi mínum með
ráðherranefndinni byrjuðu þeir á
því að lýsa því yfir að þeir vildu
sitja enn áfram. Ékki kom það mér
á óvart. Okkar tillaga um að ríkis-
stjórnin fari frá stendur auðvitað
óhögguð en þeir vilja fyrir alla
muni sitja áfram. Lýsir þetta í senn
hugarfari þeirra og ábyrgðarleysi.
Peir lögðu fram málalista einn
mikinn, með yfireitt hundrað mál-
um og var farið yfir hann. Kom í
ljós að þeir vissu æði lítið um mörg
þeirra og voru mörg þeirra með
öliu óafgreidd hjá þeim, þannig að
þeir gátu í engu svarað fyrirspurn-
Ríkisstjórnin veit
lítið um áform
sín og stefnu
Tel rétt að gefa henni tækifæri
enn um sinn og mun því
hitta ráðherranefndina aftur
Ráðherranefnd ríkisstjórnarinn-
ar hitti fulitrúa stjórnarandstöð-
unnar í þriðja sinn siðast liðinn
þriðjudag, til að ræða framgang
þingmála og dagsetningu væntan-
legra kosninga.
Geir Hallgrímsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins,lýsti því yfir að
honum þættuþessir fundir tilgangs-
lausir og að hann væri hættur.
Hins vegar var ákveðið að Kjart-
an Jóhannsson myndi áfram ræða
við stjórnarliðana, jafnvel þó hon-
um hafi fundist ráðherranefndin
ósköp svifasein og treg að svara
um mínum þar um, hvorki um efni
eða stefnu. Allt var þetta mjög ó-
ljóst hjá þeim, t.d. gátu þeir ekk-
ert sagt ákveðið um vísitölufrum-
varpið eða um erlendar lántökur.
Eg spurðist einnig fyrir um
stefnu og áform varðandi vaxta-
málin, enda af æmu tilefni. Engin
ákveðin svör bárust, né um gengis-
mál almennt".
Er þá einhver von á að þessar
viðræður beri árangur?
„Eins og ég sagði þá gengur
þetta ákaflega hægt og ráðherra-
Framh. á bls. 2
Alþýðuflokkurinn með frumvarp
til laga um atvinnulýðræði:
Launþegarnir öðlist
beina stjórnunaraðild
að atvinnulífinu
— segjr Sighvatur Björgvinsson alþingismaður
Enn á ný hafa þingmenn Al- nær til víðara sviðs. Efni þess móti atvinnulýðræði og sögu
þýðuflokksins lagt frarná Alþingi varðareinn mikilvægasta þáttinn málsins hér á Islandi. Er vísað í
frumvarp til laga um atvinnulýð- í stefnu Alþýðuflokksins um virk- þá greinargerð til frekari upplýs-
ræði. Þingmenn Alþýðuflokksins ara lýðræði og aukna valddreif- inga, en frv. var flutt á þskj. 315.
og Alþýðubandlagsins hafa um ingu. Með því er lagt til að Málið hlaut ekki afgreiösiu.
áratugaskeið reynt að koma í launþegar öðlist beina stjórnun- Meginefni frv. var endurflutt
gegn þeim brcytingum á lögum araðild að atvinnulífinu og árið eftir af sömu flm., en þá hver
sem hafa í lör nteð sér aðild meðákvörðunarrétt uin aliar á- kafli þcss sem sjálfstætt þingmál.
launþega að stjórnun fyrirtækja kvarðanir sem þar eru teknar á Ekkert þeirra fruinvarpa hlaut
og stofnana; um samstarfsnefnd- veguni einstakra fyrirtækja. Nái afgreiðslu.
ir, meðákvörðunarrétt og fleira, nteginefni frumvarpsins fram að Frv. það, semhérerflutt.erað
en lítt hefur þokast áfram vegna ganga á Alþingi verður stigið meginntáli til hið sama og frv. frá
andstöðu íhaldsmanna. stærsta skref í' átt til virkara 1977. Það hefur þó verið aðlagað
f því frumvarpi sem Alþýðu- lýðræðis og aukinnar valddreif- nýrri hlutafélagalöggjög, sem
flokksmennleggjaframnúersér- ingar í þjóðfélaginu sem stigið 'samþykkt var á Alþingi 12. maí
staklega fjallað um aðild hefur verið um margra ára skeið. 1978-(lög nr. 32), auk þess sem
launþega að stjórnun fyrirtækja Þetta eina málgæti gjörbreytt öll- hið upphaflega frv. heíur verið
og stofnana, samstarfsnefndír, um aðstæðum í atvinnu- og fé- stytt og einfaldað. Ástæðan fyrir
breytingu á lögum um hlutafélög, lagsmálum landsmanna og stór- endurflutningi nú er m.a. sú, að
breytingar á iögum um sam- aukiö virka þátttöku fólks í á- Alþýöubandalagið, sem á um-
vinnufélög, breytingar á lögurn kvörðunum sem varða hag hvers liðnumárumhefurveriðábáðum
um Áburðarverksmiðju ríkisins og eins og samfélagsins í heild", áttum um afstöðu til aðildar
og breytingar á fögum urn sem- sagði Sighvatur. starfsfólks að stjórn atvinnufyrir-
entsverksmiðju. - tækja, hefur nú lýst sig fylgjandi
Fyrsti flutningsmaður frum- I greinargerð nteð frumvarp- málinu og í yfirlýsingu ríkis-
varpsins er Sighvatur Björgvins- inu segir m.a.: stjórnarinnar, sem fylgdi bráða-
son, formaður þingflokks Al- „Vegna þessarar stöðu, sem birgðalögum hennar frá því í ág-
þýðuflokksins, og var hann ljós var orðin fyrir allmörgum úst s.L, er m.a. vikið'að því, að
spurður um megináherslur þess. árum, brugðu þingmenn Alþýöu- ríkjsstjórnin muni uthuga um
„Alþýðuflokkurinn hefur lengi flokksins á það ráö árið 1977, á framgang slíks máls. Tími sh'kra
haft þessi mál á sinni dagskrá, en 98. löggjafarþinginu, að flytja athugana er löngu lióinn og löngu
sérstaklega þó frá 1967, er Bene- mjög ítarlegt fruntvarp til íaga kominn tími frantkvæmda. Þvíer
dikt Gröndal flutti tillögu um þá um atvinnulýðræði og var Sig- rétt og eðlilegt að þingmál um
breytingu á lögum um Sements- hvatur Björgvinsson Tyrsti flm. framkvæmd atvinnulýðræðis sé
verksmiðju ríkisins, að til víðbót- Það frv. var mjög svipað því sem lagt fram á Alþingi og látið reyna
ar við stjórnarmenn kjörna af hór er flutt, en miklum mun ítar- á raunvcrulegan vilja þingmanna
Alþingi skyldu starfsmenn verk- legra og nákvæmara í smáatr- og þingflokka til að koma málinu
smiðjunnar kjósa tvo úr sínum iðum um framkvæmd. Meö frv. frá meðþvíað afgreiða frumvarp-
hópi. Frumvarpið fékkstekki af- fylgdi mjög yfirgripsmikil grein- ið breytt eða óbreytt,
greitt. Þetta frumvarþ sem við nú argerð um stöðu þessara rnála í
leggjum fram er öllu ítarlegra og nálægum löndum, rök með og á ,.Vilji er allt, sem þarf.“
Hvar ætlar Davíð
að skera niður?
Eins og menn muna kom Davíð
Oddsson fram í sjónvarpsþættinum
„Á hraðbergi“ 12. október síðast
liðinn og viðhafði þar ýms þau orð
og staðhæfíngar sem síðan hafa
verið gerð ómerk með gildum rök-
um. Greip hann í þessum þætti til
lygarinnar í trausti þess að enginn
úr minnihluta borgarstjórnar var
viðstaddur til að andmæla. M.a.
laug hann gróflega um lóðaúthlut-
anir fyrrverandi meirihluta.
Yms önnur ummæli Davíðs í
þessum þætti urðu til þess að
minnihlutinn tók þennan þátt sér-
staklega fyrir í borgarstjórn.
í dag leggur Sigurður E. Guð-
mundsson, borgarfulltrúi Alþýðu-
flokksins, svohljóðandi fyrirspurn
fram í borgarstjórn:
„I umræðuþætti í sjónvarpinu
hinn 12. október s.l. kom fram hjá
borgarstjóra að búast mættí við
niðurskurði í framkvæmdum borg-
arinnar á næsta ári og árum sam-
fara þeirri lækkun fasteignagjalda,
sem hann kvað ákveðna. Af því
tilefni er spurt hverjar þær fram-
kvæmdir séu, sem fyrirhugað er að
draga úr eða skera niður á næsta ári
og árum.“
Verður fróðlegt að heyra svör
Davíðs við þessari fyrirspurn, ef
þau þá koma á annað borð.
41. flokksþing Alþýðuflokksins:
Þingið hefst á morgun
— klukkan fimm í Gamla bíó
Flokksþing Alþýðuflokksins,
það 41. í röðinni, hefst á morgun
klukkan 17 með þingsetningu og
stuttri dagskrá í Gamla bió- Þar
mun m.a. Kjartan Jóhannsson
formaður flokksins flytja ræðu.
Það er vert að vekja sérstaka at-
hygli á þingsetningunni, því þing-
ið hefst nú fyrr á föstudegi en
áður hefur gerst, auk þess sem
öllu Alþýðuflokksfólki er boðið
til þingsetningar, en ekki aðeins
kjörnum flokksþingsfulltrúum.
Þingsetningin stendur fram til
klukkan 18.30 og þá er gert hlé á
þingstörfum. Þeim verður síðan
fram haldið í Kristalssal Hótels
Loftleiða klukkan 20 annað
kvöld og verða þá kjörnir starfs-
menn þingsins, fluttar skýrslur,
auk þess sem umræður um skýrsl-
ur fara fram og afgreiðsla þeirra.
Þingið mun síðan halda áfram
klukkan 9 á laugardagsmorgni í
Kristalssalnum og er áætlað að
því ljúki um kvöldmatarleytið á
sunnudeginum.
Dagskrá þingsins er birt í heild
á 2. síðu Álþýðublaðsins í dag.
VAXTARAUNIR RAÐA-
MANNA FRAMSÚKNAR
Það virðist aldrei ætla að verða
nógsamlega vel staðfest hve
Framsóknarflokkurinn er opinn í
báða enda. Umræðurnar síðustu
daga um vaxtamálin hafa undir-
strikað þau sannindi.
I þingumræðunum um vaxta-
málin hefur formaður flokksins
lagt fram eina línu í málinu, vara-
formaður flokksins aðra og ritari
flokksins þá þriðju.
Steingrímur Hermannsson for-
maður vill lækka vextina. Tómas
Árnason ritari flokksins og
viðskiptaráðherra vill hækka þá
örlítið - þó ekki of mikið. Þriðja
leiðin er svo leið Halldórs Ás-
grímssonar þingmanns og vara-
formanns Framsóknarflokksins,
en Halldór er auk þess formaður
bankaráðs Seðlabankans og stóð
sem slíkur að nýlegri vaxtahækk-
un Seðlabankans.
Svo er Halldór harðlega víttur
af þingflokki Franrsóknar fyrir
ákvörðun Seðlabankans og sagt
að þessi ákvörðun hans og Seðla-
bankans „kunni að leiða til
greiðsluþrots atvinnufyrirtækja
og atvinnuleysis”.
Það virðist hins vegar engu
máli skipta innan Framsóknar
þótt skiptar skoðanir séu innan
flokksins um ýms mikilvæg mál,
eins og t.a.m. vaxtamálin. Flokk-
urinn er ekki og hefur aldrei verið
stefnufastur í einu eða neinu og
það því viðgengist að flokksmenn
tali út og suður um málin, án þess
að flokkurinn hafi af því áhyggjur
að nokkru marki.
En það er þægilegt fyrir kjós-
endur að átta sig á stefnumiðum
Framsóknar í vaxtamálum,
nefnilega stórhækkkuðum vöxt-
um, lítið eitt hækkuðum vöxtum
og síðast, en ekki síst, Stein-
grímsleiðinni; lækkuðum vöxt-
um.
Ergo: Framsókn heldur öilum
leiðum opnum, eins og venju-
lega.