Alþýðublaðið - 04.11.1982, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 4. nóvember 1982
Attatuj ára:
Krístján Sigurðsson, Siglufirði
I dag, 4. nóvember, er Kristján
Sigurðsson fyrrum verkstjóri og
bæjarfulltrúi áttræður.
Hann er fæddur og uppalinn
Siglfirðingur og er því kunnur hér
og á ýmsan hátt nátengdur sögu
og uppvexti þessa byggðarlags.
Kristján ólst upp í stórum hóp
systkina er öll voru og eru kennd
við föðurhús þeirra, Eyri í Siglu-
firði, en foreldrar þeirra voru
dugnaðar- og sæmdarhjónin
Andrea Sæby og Sigurður
Jónsson.
Kristján átti ekki því láni að
fagna að ganga menntaveginn,
enda voru lítil skilyrði til þess
fyrir verkamannabörn á þeim
tíma, en meðfæddir eiginleikar
og kynni almennings af honum
sem traustum manni og félaga
urðu til þess að alþýða þessa
bæjar fól honum ýmis störf á fé-
lagslegum og opinberum vett-
vangi, svo að ævisaga hans og
nafn eru tengd félagsmála- og
bæjarmálasögu Siglufjarðar.
Kristján á Eyri gerði trésmíði
að ævistarfi sínu og vann í tugi ára
við húsasmíði, bátasmíði og við-
haldi húsa og báta.
Jafnframt var hann verkstjóri á
söltunarstöð Samvinnufélags Is-
firðinga til fjölda ára. Kristján
var harðduglegur verkstjóri og
þóttu þau verk ganga vel er hann
tók að sér.
Ungur að árum skipaði Krist-
ján sér í franrvarðarsveit sigl-
firskra verkamanna og gegndi
þar mörgum trúnaðarstörfunr og
tvívegis var hann formaður í þeim
samtökum.
Hann var einn af þeim stóra
hóp siglfirskra ungmenna er
stofnuðu tóbaksbindindisfélagið
„Gunnar“ undir handleiðslu
Guðmundar heitins Skarp-
héðinssonar um 1916. Heit þess-
ara ungmenna var algert tóbaks-
bindindi. Pað heit hefur Kristján
haldið þótt áttræður sé. Áfengra
drykkja hefur hann aldrei neytt.
Þessi reglusemi og staðfesta Krist
jáns hlýtur að mega teljast nær
einsdæmi og mætti ungt fólk í dag
taka sér reglusemi hans og stað-
festu sér til fyrirmyndar.
Kristján var einn af stofnend-
um Kaupfélags Siglfirðinga og
varaformaður um margra ára
skeið eða þar til starfsemi þess
var af mistökum lögð niður.
Slíkur baráttumaður, sem
Kristján Sigurðss. er.haslaði sér
snemma völl við hlið þeirra
manna, er aðhyllast hugsjónir og
stefnumið lýðræðisjafnaðar-
manna og var einn af stofnendum
Alþýðuflokksfélags Siglufjarðar
8. janúar 1931 og var kosinn í
fyrstu stjórn þess. Síðan hefur
hann gengið ótrauður til starfa á
þeirn vettvangi og verið einn
helsti forvígismaður jafnaðar-
manna í þessurn bæ og hvorki séð
eftir vinnu né fjármunum, þegar
málstaðurinn átti í hlut.
Þann 27. janúar 1946 var Krist-
ján kosinn í bæjarstjórn en áður
hafði hann verið varabæjar-
fulltrúi. Bæjarfulltrúi var hann til
27. maí 1974 eða samtals 28 ár.
Hann sat 523 bæjarstjórnarfundi.
Á árunum 1970 til 1974 var hann
forseti bæjarstjórnarinnar. Hann
gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir
bæjarfélagið, enda er hann í dag
manna fróðastur um sögu bæjar-
málanna um áraraðir.
Það verður aldrei sagt unr
Kristján Sigurðsson, að hann tali
eins og hver vill heyra. Hann er
fljótur að átta sig á málum, er
reikningsglöggur maður með af-
brigðum og heldur óhikað fram
skoðunum sínum og sannfær-
ingu, hvort sem áheyrendur eru
honum sammála eða ekki. Við
fyrstu kynni er hann kannski dá-
lítið hrjúfur, en þeim mun
traustari, þegar inn úr skelinni er
komið. Þeir eru margir siglfirð-
ingarnir, sem notið hafa greiða-
semi hans og hjálpar, þegar þeir
hafa verið í vanda staddir.
Dugnaður og hreinskilni,
hjálpsemi og trygglyndi eru þeir
eiginleikar Kristjáns, sem hafa
gert hann traustan forsvarsmann.
Slíka menn er gott fyrir land og
lýð að eiga.
Enn er Kristján hress í anda og
fylgist vel með og baráttukjarkúr-
inn er óbilaður. Það hefur aldrei
verið nein lognmolla kringum
Kristján á Eyri. Þar hafa stund-
um stríðir stormar blásið, sem
hann hefur staðið af sér með
sóma, enda alltaf verið vinsæll af
alþýðu manna.
Kristján er ekkjumaður. Konu
sína, Olöfu Gísladóttur, missti
hann fyrir nokkrunt árum. Ólöf
var mikilhæf og greind kona er
bjó manni sínum myndarlegt og
gott heinrili og þar átti Kristján
gott athvarf, er hann kom
þreyttur úr vinnu eða af storma-
sömum og erfiðum fundum. Það
var ekki tekið út með sældinni að
vera verkalýðsleiðtogi og
jafnaðarmaður á þeinr tímum og
er það svo enn hér í dag. Um
margra ára skeið tók Ólöf virkan
þátt í störfum Kvenfélagsins
„Von“.
Þeim hjónum varð ekki barna
auðið, en ólu upp fósturdóttur.
Þau voru alltaf nrjög barnelsk.
Mörg siglfirsk börn komu á heim-
ili þeirra og var ætíð tekið mjög
hlýlega á nróti þeim.
Þetta átti ekki að vera hein ævi-
saga Kristjáns Sigurðssonar,
heldur aðeins, að öðrum þræði,
þakka honum á þessu merka af-
mæli öll óeigingjörnu störfin, en
að hinurn þræðinum að bera hon-
urn kveðju flokkssystkina hans á
Siglufirði, sem þakka honurn
fórnfús og góð störf fyrir Al-
þýðuflokkinn hér, fyrir
verkalýðshreyfinguna áður fyrr
og bæjarfélagið okkar. Þessi störf
verða honum seint fullþökkuð.
Við óskum honunr bjarts og
góðs ævikvölds. Undir þessar
óskir taka allir Siglfirðingar, sern
þekkja og hafa kynnst Kristjáni
Sigurðssyni.
Til hamingju með daginn,
gamli vinur og baráttufélagi.
Jóhann G. Möller.
Kjartan 4
chenarfundinum - andi ótta og
uppgjafar, er enn á kreiki”, segir
ritstjórinn, og leggur Brésnev al-
gerlega að jöfnu við Hitler.
Áfram heldur ritstjórinn.
Leiðari hans þann 7. nóv. fjallar
um friðarhreyfinguna undir yfir-
skriftinni „Feigðarhreyfing”.
Sami tónninn er og í leiðurum
hans 10., 14., og 28. nóvember.
Sama gildir um leiðara hans 30.
desember: „Friðarsinnar eða
friðarspillar” og 18. febrúar:
„Vatn á myllu kölska”.
Þann27. apríl, nokkrumvikum
eftir ívitnaða ræðu formanns Al-
þýðuflokksins um utanríkismál,
birtist leiðari ritstjórans: Pax so-
vética? Þar segir ritstjórinn m.a.,
að meginmarkmið sovéskrar
utanríkisstefnu í okkar heims-
hluta sé að rjúfa varnarsamstarf
V-Evrópu og Bandaríkjanna
með ógnunum. Um þetta segir:
„Frammi fyrir þessari hótun er
evrópsk utanríkispólitík ekki til.
Þetta birtist í sundurleitum og
máttvana viðbrögðum V-
Evrópuríkja við ágengni Sovéts-
tjórnarinnar... Menn hafa notað
orðið „Finnlandiseringu” um
þetta ástand. Einnig má tala um
„nýja Múnchen” - uppgjöf án
styrjaldar.”
Ég á erfitt með að sjá, hvernig
málflutningur ritstjórans getur
þjónað málstað þess friðar, sem
jafnaðarmenn unr allan heim
berjast fyrir. Engu er líkara en
ritstjórinn geri sér far um að gefa
einhliða og villandi mynd af bar-
áttu friðarhreyfingarinnar. Það
er eins og hann sé að reyna að
vera á eins öndverðum meiði við
Þjóðviljann og unnt er. Mönnum
gæti jafnvel dottið í hug að hann
vilji gera alla friðarviðleitni um
þessar mundir tortryggilega. Rit-
stjórinn kýs að deila á þá friðar-
sinna, sem best liggja við höggi
og lengst vilja ganga, hamrar á
þvf, að friðarhreyfingin berjist
fyrir einhliða afvopnun. Hins
vegar sér hann ekki ástæðu til að
gera frumkvæði jafnaðarmanna i
afvopnunarmálum um þessar
mundir að umtaisefni, skýra t.d.
frá starfinu innan Alþjóðasam-
bands jafnaðarmanna undir for-
ystu Kalevi Sorsa, frá störfum
Palme-nefndarinnar eða baráttu
norrænna jafnaðarmanna fyrir
kjarnorkuvopnalausu svæði á
Norðurlöndum. Ætli sé ekki rétt-
ara að kalla þetta að „halla sér til
hægri”, en að „sækja fram fyrir
sósíaldemókratískri stefnu?”
„Stefna Reagans, Jóns
Baldvins og Morgun-
blaðsins”
Ritstjóri Alþýðublaðsins tekur
undir þann málflutning Reagans
Bandaríkjaforseta, að Sovét-
mönnum hafi tekist að raska
hernaðarjafnvæginu sér í hag,
þannig að nú hafi Sovétmenn
yfirburði (t.d. leiðarar 7. og 10.
nóvember). Þetta er meginrök-
semd Reagans fyrir aukinni
hervæðingu hins vestræna heims:
það verði að vinna upp yfirburði
Sovétmanna.
Við skulum líta á, hvað Palme-
nefndin um afvopnunar- og ör-
yggismál segir um þetta. Álit
nefndarinnar er undirritað ekki
aðeins af ýmsum jafnaðar-
mönnum, svo sent Olof Palme,
Egon Bahr, afvopnunarsérfræð-
ingi þýskra sósíaldemókrata, Gro
Harlem Brundtland og David
Owen, fyrrverandi utanríkisráð-
herra Breta, heldur einnig m.a.
af Cyrus Vance, fyrrverandi
utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, auk fulltrúa austantjalds-
ríkja og ríkja þriðja heimsins.
Palme-nefndin segir, að það
ríki nokkurn veginn jafnvægi
milli Vesturs og Austurs hvað
kjarnorkuvígbúnað snertir, sé
litið á þau mál í heild, en hins
vegar ríki mikið ójafnvægi á ein-
stökum sviðum. Þannig hafi
Sovétríkin fyrst og fremst ein-
beitt sér að kjarnorkueldflaugum
á landi niðri, lítið sett í kafbáta og
svo sem ekkert í langdrægar
sprengjuflugvélar. Bandaríkin
hafi hins vegar snúið sér nokkuð
jafnt að uppbyggingu allra þátt-
anna þriggja. Þannig hafi Sovétr-
íkin yfirburði í landflaugum, en
Bandaríkin á hinn bóginn í
sprengjuflugvélum búnum kjarn-
orkuvopnum. Af einhverjum
ástæðum beinir ritstjóri Alþýðu-
blaðsins sjónum sínum eingöngu
að einum þessara þátta, nefnilega
landflaugununr, og kemst þvi að
villandi niðurstöðu.
Ritstjóri Alþýðublaðsins vísar
gjarnan til þeirrar merku um-
ræðu, sem fram fari um öryggis-
og varnarmál Evrópu, úti í heimi,
ekki síst íþýskum fjölmiðlum. Ég
verð að játa, að ég gat því miður
ekki séð, að ritstjóri Alþýðu-
blaðsins hefði í leiðaraskrifum
sínum og öðrum skrifum orðið
fyrir miklunr áhrifum af umræð-
um unr þessi mál á meðal þýrskra
sósíaldemókrata að minnsta
kosti, þótt ég læsi þýsk blöð og
tímarit daglega sl. vetur og væri
áskrifandi að málgagni þýskra
krata, Vorwárts. Surnunt hefði
eflaust þótt ástæða til að Alþýðu-
blaðið birti eitthvað af skrifum
þýskra jafnaðarmanna um þessi
efni. En það er vart hægt að tala
um að Alþýðublaðið hafi mynd-
ast við að gera það. Á hinn bóg-
inn virðist ritstjórinn helst hafa
talið þörf á að leggja íhaldspress-
unni lið í þessum efnunr með við-
tali við talsmann hins þýska
íhaldsflokks CDU í varnarmálum
þann 24. sept. ífyrra meðgrein úr
hinu þýska íhaldsblaði Frankfurt-
er Allgemeine Zeitung þann 22.
okt. og grein 3. des., þar sem
byggt er á bandaríska vikuritinu
TIME, sem t.d. hefur stutt stefnu
Reagans í málefnunt E1 Salvador.
Þegar litið er á frammistöðu og
málflutning ritstjóra Alþýðu-
blaðsins í þessum málum í heild,
er þá furða þótt menn spyrði
hann saman við íhaldið? Hver
furðar sig á því, að Helgi Skúli
Kjartansson, unr árabil einn
helsti talsmaður ungra jafnaðar-
manna, og þó ekki herstöðva-
andstæðingur, skuli í nýlegri
tímaritsgrein („Kjarnorkuhitler”
í Tímariti MM 4/82) tala um
„stefnu Reagans forseta, Jóns
Baldvins og Morgunblaðsins”?
Er velferðarkerfið tóm
vitleysa?
Hitt málið, sem ég geri hér að
umtalsefni, er afstaða ritstjórans
til velferðarkerfisins.
Það ætti ekki að þurfa að
minna á, að baráttan fyrir al-
mannatryggingum hefur verið
einn snarasti þátturinn f þjóð-
málabaráttu jafnaðarmanna. Um
þessi efni segir svo í stefnuskrá
Alþýðuflokksins (bls. 8): „Mark-
mið tryggingakerfisins er jöfnuð-
ur lífskjara og frelsi frá ótta urn
afkomu og lífsbjörg. Með þvíá að
veita öryggi frá vöggu til grafar
gegn áföllum af slysum, sjúk-
dómum og öðrum erfiðleikum,
sem ógna afkonru fólks.”
Hvað dettur þá jafnaðarmanni
í hug, þegar hann les leiðara Al-
þýðublaðsins, „Paradísarmissir”,
6. febrúar sl.? Byrjað er á að lýsa
því í háðstón, hvernig velferðar-
ríki var komið á fót á Norður-
löndum („Það virtust engin tak-
mörk fyrir því, hvað „stóri
bróðir”, hið alsjáandi ríkisvald,
gat gert fyrir börnin sín”.) Síðan
segir frá því, að Danir hafi vakn-
að upp við vondan draum, hin
skandinaviska paradís sé glötuð:
„Gömlu ráðin, hærri skattar og
meiri ríkisforsjá, duga ekki
lengur. Þar er ekki lengur feitan
gölt að flá í atvinnulífinu. Það rís
ekki lengur undir allri félags-
ráðgjöfinni, sem nú er orðin aðal-
atvinnuvegur Dana. En hún
skilar litlum arði. Að vísu er
klámið enn gjaldeyrisaflandi út-
flutningsgrein, en samdráttar-
horfur þó alvarlegar jafnvel í
þeim bransa.” Kannast menn
nokkuð við tóninn?
Niðurstaða leiðarahöfundar
er: „Framti'ðargengi íslenzkra
jafnaðarmanna er ekki hvað sízt
undir því komið, hvort þeir hafa
vit á að láta víti hins danska sósí-
aldemókratís sér til varnaðar
verða”. Hvað á ritstjórinn við?
Ekki eitt aukatekið orð í þessum
leiðara getur gefið vísbendingu
um að eitthvað kunni að vera rétt
á bak við hugmyndina um vel-
ferðarríkið, þótt franikvæmdinni
kunni að vera ábótavant og of
langt kunni að hafa verið gengið.
Leiðarann eins og hann kemur
fyrir væri allt eins hægt að skilja
þannig, að verið sé að boða
leiftursókn „a la Reagan og
Thatcher”.
í leiðara 10. febrúar er þessu
enn gefið undir fótinn: „Fjöl-
margar rannsóknir renna stoðum
undir þá skoðun að velferðar-
greiðslur skili sér illa til þeirra,
sem helzt þurfa á þeim að halda.
Bróðurparturinn fari í að halda
uppi skrifræðinu sjálfu og vexti
þess.” Það væri þá kannski rök-
rétt framhald af þessum „rann-
sóknum” að hætta öllum vel-
ferðargreiðslum, taka upp stefnu
Reagans?
Sækjum fram fyrir
jafnaðarstefnunni!
Ég vil taka það skýrt fram, að
ég tel ýmsa Ijósa punkta í mál-
flutningi Alþýðublaðsritstjórans,
þótt því nriður séu áherslur of
víða rangar, og beri allar að sama
brunni. Ég tel hins vegar, að
vegna þess, hve Alþýðuflokkur-
inn hefur takmarkaða möguleika
á að koma málfutningi sínum á
framfæri við almenning, sé því
mikilvægara að nota sérhverja
leið því betur. Yfirvegaðri tónn,
sem heyrst hefur í Alþýðublaðinu
undanfarna mánuði vekur vonir
um að bæta nregi það tjón, sem ég
óttast að málflutningur ritstjóra
Alþýðublaðsins hafi valdið.
Núerflokksþingframunda. Ég
tel afar mikilvægt, að það taki af
öll tvímæli um raunverulega
stefnu flokksins m.a. í þeim
málaflokkum, sem hér hafa verið
ræddir, árétti og útfæri þá stefnu,
sem hann markaði sér með
stefnuskrá sinni 1976. Sú er ein
gæfuleið fyrir Alþýðuflokkinn og
íslenzka jafnaðarstefnu.
Eru luktir
og glitmerki
í lagi á hjólinu
þínu?