Alþýðublaðið - 04.11.1982, Page 4

Alþýðublaðið - 04.11.1982, Page 4
alþýðu- Fimmtudagur 4. nóvember 1982 Ctgefandi: Alþýöuflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guómundsson Stjórnmálaritstjóriog ábm. Jón Baldvin Hannibalsson. Ritstjórnarfulltrúi: GuOmundur Árni Stefánsson. BlaöamaOur: Þráinn Haiigrfmsson. Gjaldkeri: Haildóra Jónsdóttir. jDreifingarstjóri: Siguröur Steinarsson. Ritstjórn og augtýsingar eru aö Siöumúla 11, Reykjavlk, simi 81866. Áskriftarsíminn er 81866 Frá 34. þingi Sambands ungra jafnaðarmanna um síðustu heigi: Þjóðamauðsyn að ríkisstjórnin fari frá hið bráðasta Stjórnmálaályktun: Gagnslitlum bráða- birgðaráðstöfunum verður að linna 34. þing SUJ fordæmir harð- lega gctuleysi og dugleysi núver- andi ríkisstjórnar. Þessi ríkis- stjórn er stjórn kerfiskarla, full- trúi þess kerfis samtryggingar og spillingar sem jafnaðarmenn berjast gegn. Ríkisstjórnin hefur einvörð- ungu beitt haldiitlum skanim- tímaaðgerðum en ekki reynt að leysa efnahagsvandann á raun- hæfan hátt og til frambúðar. Vegna gctuleysis ríkisstjórnar- innar hcfur cfnahagsvandinn hríðversnað og lífskjör fara versn andi með degi hverjum. Bráða- biigðalögin nú cru skilgetið af- kvæmi aðgerðarleysis og rangra ákvarðana ríkisstjórnarinnar fyrr á kjörtímabilinu. Inntak þessara laga er kjaraskerðing án þcss að fyrirheit sé gefið um raun- hæf tök á vandanum. Þingið minnir á þau úrræði sem Alþýðuflokkurinn lagði fram í gerbreyttri efnahagsstefnu fyrir kosningarnar 1978 og útfærð voru í efnahagsmálafrumvarpi flokksins eftir kosningarnar. Hefði verið gripið til slíkra raun- hæfra aðgerða í tíma, í stað þess að skjóta vandanum sífellt á frest, hefði það leitt til minnkandi verðbólgu og heilbrigðara at- vinnulífs. Þjóðarbúið hefði þá verið betur í stakk búið til að mæta ytri áföllum. Hið eina af þessum úrræðum Alþýðuflokks- ins sem hefur náð fram að ganga, nefnilega raunvaxtastefnuna, hefur núverandi ríkisstjórn ekki vílað fyrir sér að eyðileggja, þótt lögbrot hafi þurft til. Þannig bæt- ir ríkisstjórnin siðleysi og Iögleysi ofan á getuleysi. Eftir að ríkis- stjórnin ákvað að sitja sem fast- •ast, þótt hún hefði misst starfhæf- an meirihluta á Alþingi, er ljóst að öngþveitið í efnahagsmálum mun enn aukast. Það er því þjóð- arnauðsyn að ríkisstjórnin fari frá hið bráðasta og við taki stjórn sem hefur vilja og kjark til að Ieysa verðbólguvandann til hags- bóta fyrir alþýðu þessa lands. 34. þing SUJ leggur þunga áherslu á, að í því uppgjöri sem framundan er sé brýnt að snúast af alefli gegn þeirri hertu íhalds- og afturhalds- stefnu sem felst í hinni svoköll- uðu frjálshyggju og stefnt er gegn velferðarkerfinu og öðrum fé- lagslegum ávinningum alþýðunn- ar. SUJ telur að efna skuli til kosninga við fyrsta tækifæri, til að þjóðin fái starfhæfa ríkis- stjórn. 34. þing SUJ leggur áherslu á að gagnslitlum bráðabirgða- ráðstöfunum linni, en við taki víðtæk endurreisn efnahagslífsins „Þing SUJ fordæmir harðlega getuleysi og dugleysi núverandi ríkisstjórnar. Þessi ríkisstjórn cr stjórn kerfiskarla, fulltrúi þess kerfis samtryggingar og spill- ingar, semjafnaðarmenn berjast gegn.” - Hér má sjá ímynd ríkis- stjórnarinnar í fullum skrúða utan við stjórnarráðið. og markviss uppbygging atvinnu- veganna. Stærsti vandi þjóðar- innar er sú óðaverðbólga, sem geisað hefur í landinu. Verðbólg- an hefur ruglað verðskyn, aukið spillingu og rýrt lífskjör. Þá hefur hún leitt til ringulreiðar í atvinnu- málum og óraunhæfrar fjárfest- ingar. Þing SUJ bendir á, að aðeins með samræmdum aðgerðum í fjármálum ríkisins, fjárfestingarmálum og banka- málum er hægt aðná árangri gegn verðbólgunni án þess að til atvinnuleysis komi. Beina þarf fjárfestingu í þau verkefni, sem skila mestum arði í þjóðarbúið. Til þess að það megi takast verð- ur að hafa öflugt eftirlit með því að lánsfé fari í það, sem til var stofnað. 34. þing SUJ telur ljóst að ríkisstjórnin hafi enga heildar- stefnu í atvinnumálum þjóðar- innar. Stefna ríkisstjórnarinnar í landbúnaðarmálum gefur ekki fyrirheit um það, að landbúnað- urinn muni í framtíðinni hætta að vera ómagi á þjóðinni. Engin heildarstefna er í sjávarútvegi, fluttir hafa verið inn togarar á sama tíma og fiskveiðiflotinn er allt of stór. Kjartan G. Ottósson: „Stefna Reagans, Jóns Baldvins og Morgunblaðsins” í síðustu grcin minni hér í Al- þýðublaðinu lagði ég út af þeim boðskap ritstjóra Alþýðublaðsins cftir sveitastjórnarkosningarnar í vor, að Alþýðuflokkurinn ætti hvorki að halla sér til hægri né vinstri, heldur sækja fram fyrir sínum eigin málstað, hinni sósíal- demókratísku stefnu sinni. Taldi ég ritstjóranum hafa gengið illa að halda sitt eigið heilræði, hcld- ur hefði hann því miður hallast um of til hægri. Til viðbótar þeim almennu ábcndingum, sem felast í því, hvernig ritstjórinn velur sér andstæðinga, ætla ég nú að renna traustari stoðum undir málflutn- ing minn með því að gaumgæfa afstöðu ritstjórans til einstakra málaflokka. Að sjálfsögðu verða þessu efni ckki gerð fullnægjandi skil i blaðagrein, en þeim, sem kunna að efast um að ég gefi hér rétta mynd af málflutningi rit- stjórans, vil ég benda á að fá að líta í gömul Alþýðublöð, t.d. á lestrarsal Landsbókasafnsins. Alþýðuflokksmenn taka undir kröfu friðarhreyf- ingarinnar Fyrri málaflokkurinn, sem ég ræði hér, er vígbúnaðarkapp- hlaupið og friðarhreyfingin. Alþýðuflokkurinn hefur tekið virkan þátt í samstarfi norrænna jafnaðarmanna og alþjóðasam- starfi jafnaðarmanna, þarsem af- vopnunarmái hafa verið eitt aðal- baráttumálið. Kjartan Jóhanns- son, formaður Alþýðuflokksins, gerði að mínu viti nokkuð góða grein fyrir afstöðu íslenzkra jafn- aðarmanna yfirleitt til þessara mála í gagnmerkri ræðu, sem hann flutti í umræðum um skýrslu utanríkisráðherra á Alþingi hinn 6. apríl í fyrravetur og Alþýðu- flokkurinn hefur gefið út fjölrit- aða. Um vaxandi spennu milli austurs og vesturs sagði Kjartan: „Aðgerðir Sovétríkjanna hafa lagt til eldiviðinn í þann tor- tryggnisloga, en ríkisstjórn Ron- alds Reagans hefur aukið á spennuna og óttann með ógæfu- legum yfirlýsingum og vopna- glamri.” Síðan segir Kjartan: „Nýjustu atburðirnir í vígbúnaðarkapp- hlaupi stórveldanna, úppsetning SS-20 kjarnorkueldflauganna af hálfu Sovétríkjanna og áform NATO um endurnýjun kjarna- vopnabúrsins í Evrópu, hafa vak- ið andsvar í fjöldahreyfingum í Evrópu og nú einnig í Ameríku, svonefndum friðarhreyfingum. Þetta eru sundurleitar hreyfingar að því leytinu, að áhersluatriði ýmissa hópa innan hreyfinganna eru mismunandi.” Um ótta þessa fólks við kjarnorkuvopn segir Kjartan: „Slík vopn má aldrei Kjartan Ottósson nota. Ég ætla mér ekki þá dul, að ráða þá gátu, hvort einmitt ógn- in, sem í þeim felst, hafi hindrað styrjöld. Hitt er ég hins vegar sannfærður um, að stöðug viðbót á báða bóga er bæði tilgangslaus og hættuleg.” Kjartan segir, að afvopnunin verði að vera gagnkvæm: „Skref- in verður að stíga í takt. Barátta friðarhreyfinganna er á hinn bóg- inn hávær skilaboð til stórveld- anna um að setjast að samninga- borði. Þeim skilaboðum, þeim boðskap, komast stórveldin ekki hjá að sinna. Við Alþýðuflokks- menn tökum undir þá kröfu frið- arhreyfingarinnar, að kjarn- orkukapphlaupið verði stöðvað, og stórveldin setjist að samninga- borði.” (Feitletranir mínar). Löngu áður en þessi ræða var flutt hafði glögglega komið fram skilningur almennra Alþýðu- flokksmanna á baráttu friðar- hreyfingarinnar. Þann 14. okt. er fjallað um málið á síðu Sambands ungra jafnaðarmanna. Þann 31. okt. er aftur grein á SUJ-síðunni um friðarhreyfingar, sem lýkur svo: „Gefum friðarhreyfingunni tækifæri.” Þann 3. nóvember eru birtar í Alþýðublaðinu ályktanir 5. landsfundar Sambands Alþýðu- flokkskvenna. Þar kemur m.a. fram, að fundurinn „Iýsir yfir stuðningi sínum við friðarhreyf- ingar í Evrópu, í baráttu sinni fyrir friði og afvopnun í heiminum”. „Sovésk áróðursher- ferð”, „Ný Miinchen”, „Feigðarhreyfing” o.s.frv. Málflutningur ritstjóra Al- þýðublaðsins er nokkuð á öðrum nótum. Þann 13. okt. 1981 birtist leiðari eftir hann undir fyrirsögn- inni „Þegar Rússar fundu upp friðinn”. Þar er fjallað um það sem ritstjórinn telur frábærlega heppnaða áróðursherferð Rússa í V-Evrópu um friðarvilja sinn. Þar er talað um friðarhreyfing- una sem „mótmælaliðið, sem nú röltir um V-Evrópu í fararbroddi hinnar sovésku áróðursherferð- ar”, og sagt að nú sé „Brésnev gamla klappað lof í lófa sem sér- legum boðbera friðarins á fjölda- fundum þvers og kruss um V- Evrópu”. Hins vegar fari þessir menn hamförum gegn Reagan Bandaríkjaforseta fyrir rangar sakir. Hér með er tónninn gefinn fyrir umfangsmikil skrif ritstjór- ans um afvopnunarmál. Fjórum dögum seinna birtist leiðari eftir ritstjórann: „Stríð og friður á fréttastofunni”. Þar er baráttu friðarhreyfingarinnar í V-Evrópu líkt við uppgjöf Chamberlains gagnvart Hitler með Miinchenarsamningnum, sem færði Hitler Tékkóslóvakíu á silfurfati. Ritstjórinn segir um Chamberlain: „Það sem stjórn- aði gerðum hans var óttinn við ofbeldishótanir nasismans. Hann gafst upp”. „Andinn frá Mún- Frh. á bls 3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.