Alþýðublaðið - 04.12.1982, Page 3

Alþýðublaðið - 04.12.1982, Page 3
Laugardagur 4. desember 1982 3 Ræða Sighvats Björgvinssonar í vantraustsumræðunum: Alþýðuflokkurinn vill kerfisbreytingar í stað skammtímaráðstafana Reynslan hefur dæmt stefnu ríkisstj órnarin nar Hér er hvorki staður né stund til að deila við gamlan samherja. í fjölmörgum málum höfum við Vil- mundur Gylfason staðið saman og barist saman. Pað er ekkert launungarmál, að ég sé eftir Vil- mundi úr Alþfl. og svo er um fleiri flokksbræður mína. En ákvörðun hans fékkst ekki breytt. Við, gaml- ir samherjar hans í Alþfl., viljum kveðja hann án hnjóðsyrða og ósk- um honum góðs. Merkið stendur þótt maðurinn falli. Vilmundur hefur nú vikið sér undan merki Alþfl. Pað er okkar hlutverk, hinna, að halda því á lofti. Pað munum við gera. Samkv. upplýsingum Þjóðhags- stofnunar er hraði verðbólgunnar nú sá hinn sami og var þegar ríkis- stj. tók við völdum. Störf hennar; niðurtalning Framsfl. hafa ná- kvæmlega engum árangri skilað. Stöndum við þá í sömu sporum og fyrir tæpum þremur árum? Því miður ekki. Rányr/cjustefna Kaupmáttur umsaminna launa hefur lækkað um 5% í valdatíð stjórnarinnar. Gengi krónunnar hefur rýrnað um 2/3 á sama tíma. Nýja krónan er nú 48 aurá virði. 52 aurar af upphaflegu verðgildi hennar hafa horfið. Lausafjárstaða banka hefur versnað þrítugtfalt í tíð ríkisstj. 10% ríkistekna fara nú í að halda Kjartan 1 uppi fölsku verði á landbúnaðaraf- urðum og útgjöld þjóðarinnar þess vegna nema sömu fjárhæð og varið er til allra heilbrigðismála í landinu. Erlendar skuldir hafa í tíð ríkisstj. aukist á föstu verðlagi úr 11 milljörðum í 17.5 milljarða kr. eða um 59%. Þessi stefna er rányrkjustefna. Fyrir þremur árum varaði Alþ.fl. þjóðina við, hvað gerast mundu ef slíkri stefnu yrði áfram fylgt. Nú hefur reynslan dæmt. Skammtímaráðstafanir eins og þær, sem brbl. ríkisstj. eru nýjasta dæmið um, eru haldlausar. Þess vegna er Alþfl. á móti brbl. í stað þeirra krefjumst við kerfisbreyt- inga. Við viljum nýja stefnumótun í málefnum atvinnuveganna, svo að verðmætin, sem þjóðin lætur þeim í té, fari að skila sér til hennar aftur í bættum lífskjörum. Við vilj- um gerbreyta skattakerfinu, setja mörk á erlendar lántökur og gera þjóðarátak til þess að losa okkur út úr feni erlendra óreiðuskulda. Við viljum skipulega valddreifingu á öllum sviðum. Breytingar af þessu tagi verða ekki fluttar í einu þing- máli. Til þess eru þær allt of víðfeðmar. Við Alþfl. menn höfum þegar gengið frá umfangsmiklum tillögum okkar í veigamestu atr- iðum þessarar nýju stefnu og mun- um á næstunni leggja sérstakt kapp á að kynna þær fyrir almenningi. Við höfum smíðað vopnin. Við höfum trú á þeim. Við förum þess á leit að fá að sýna þá trú okkar í verki. Ábyrgðina verðum við aftur að leiða til öndvegis Góðir hlustendur. Stærsti vandi okkar er samt ekki af efnahags- legum rótum runninn. íslenska þjóðfélagið er opið og frjálst en frelsi má ekki misnota. Það gerist nú æ tíðara að einstakir hópar og ráðamenn telja sér ekki lengur skylt að fylgja leikreglum nema þeir sjái sér persónulegan hag í því. Slíkt er ekki frelsi, hæstv. forsrh., það er stjórnleysi. Þannig vinnu- brögð, eru við það miðuð að aðrir axli ábyrgðina að leikslokum. Samskiptareglur okkar þurfa ávallt að vera í endurskoðun og þeim má vissulega breyta, en menn verða að virða þær leikreglur, sem þeir sjálfir setja sér. Engin snilld er í því fólgin að brjóta það, sem menn ætla öðrum að virða. Snilld- in, sem margir halda að felist í því þegar valdsmenn brjóta leikreglur sjálfum sér til framdráttar kemur á síðari stigum fram sem reikningur til aðdáendanna, reikningur, sem menn borga fyrir með rýrnandi lífs- kjörum. Núv. ríkisstj. var mynduð á þessum grundvelli, ekki til þess að ná tilteknum árangri, heldur annars vegar til að færa ákveðnum einstaklingum upphefð og hins vegar til þess að reka fleyg í einn af flokkum þjóðarinnar. Sumir hafa dáðst að þeim mönnum, sem léku þessa leiki. Nú, hæstv. forsrh., ert þú að afhenda aðdáendum þínum reikninginn. Góðir áheyrendur. Innan fárra mánaða verða nýjar kosningar. Ég vil hvetja ykkur til þess að gera ykkur ljóst hvaða afleiðingar það hefur að ýta þá enn frekar undir það los og ábyrgðarleysi, sem orðið er þjóðarmein. Slíkur leikur er of dýru verði keyptur til þess að við höfum efni á, að láta hann eftir okkur. Ábyrgðina verðum við aftur að leiða til öndvegis. Slíkt á að geta orðið sameiginlegt mark- mið okkar allra, hvaða stjómmála- skoðun svo, sem við höfum. Slíkt verður að vera takmark okkar og tilgangur, að næstu kosningum loknum á meðan við enn höfum til þess tíma. Markús Á. Einarsson, Salomé Þorkelsdóttir og Karl Steinar Guðnason sem lagt hafa fyrir- spurnina fram. Nánar til tekið eru spurningarnar þessar: 1) Hvar er að finna lagaákvæði eða samninga, þar sem Hafnar- fjarðarkaupstað er gert að taka þátt í kostnaði við athugun á starfsemi íslenska álfélagsins, sem iðnaðar- ráðuneytið hefur staðið fyrir? 2) Hver tók þá ákvörðun að Hafnarfjarðarkaupstað er gert að taka þátt í umræddum kostnaði, sem ríkisbókhaldið tilkynnir í bréfi 5. nóv. s.I.? 3) Hefur Hafnarfjarðarkaupstað áður verið gert að taka þátt í slíkum kostnaði? 4) Hefur verið haft samráð við Hafnarfjarðarkaupstað um þá at- hugun sem fram hefur farið? 5) Var umrædd ákvörðun tekin með vitneskju Hafnarfjarðarkaup- staðar? 6) Hvenær hófust greiðslur á um- ræddurn kostnaði? 7) Hvernig skiptist kostnaður á árinu 1981 vegna athugunar á starf- semi íslenska álfélagsins, að fjár- hæð kr. 2.831.803 á eftirtalda út- gjaldaflokka: a) Aðkeypt sérfræðiþjónusta. b) Ferðakostnaður. c) Funda- og risnukostnaður. d) Annað? 8) Hver er útlagður kostnaður vegna athugunar á starfsemi ís- lenska álfélagsins til 31. okt. 1982 og hvernig greinist hann á sömu útgjaldaflokka? 9) Hefur verið tekin afstaða til athugasemda Hafnarfjarðarkaup- staðar vegna umræddrar gjald- færslu? Lausar stööur Borgarverkfræðingurinn í Reykjavík óskar að ráða starfsfólk í eftirtalin störf: 1. Almenn skrifstofustörf. 2. Ljósprentun. Góð kunnátta í íslensku og vélritun ásamt hæfni til að starfa sjálfstætt áskilin. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsreynslu sendist skrifstofustjóra borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, fyrir 13. desember n.k. Borgarverkfræðingurinn í Reykjavík ÚTBOÐ Hitaveita Suðurnesja og Sjóefnavinnslan hf. óska eftir tilboðum í raufun á fóðurrörum fyrir gufuholur. Magn ca 3000 m. Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Guðmundar og Kristjáns, Laufásvegi 12 Rvík. frá og með þriðjudeginum 7. des. 1982. Tilboðsgögn verða opnuð á sama stað mánudaginn 13. des. 1982. Flokksstjórn Alþýðuflokksins Fundur verður í flokksstjórn Alþýðuflokksins n.k. mánudag 6. desember kl. 17.00 í Iðnó (uppi). Dagskrá: 1. Alþýðublaðið 2 Kjördæmamálin 3. Onnur mál Formaður v Staða Hafnamálastofnun ríkisins óskar að ráða við- skiptafræðing. Starfsvið: Kostnaðareftirlit, áætlanagerð og bókhald. Umsóknir sendist fyrir 10. desember. Hafnamálastofnun ríkisins Seljavegi 32 Sími 27733 Jektorar Fyrir lensingu I bátum og fiskvinnslustöðvum. Síiyirteiygjyir J(S)iri)®®®in) ESTABLISHED 1 925 — TELE X: 2057 STURLA-IS - TELEPHONES 14610 & 15210 Styrkur til háskólanáms í Hollandi Hollensk stjórnvöld bjóða fram tvo styrki handa íslendingum til háskólanáms I Hollandi skólaárið 1983-84. Styrkirnir eru einkum ætlaðir stúdentum sem komnir eru nokkuð áleiðis í háskólanámi eða kandídötum til framhaldsnáms. Nám við listaháskóla eða tónlistarháskóla er styrkhæft til jafns við almennt háskólanám. - Umsóknir um styrkina, ásamt nauð- synlegum fylgigögnum, skulu hafa borist menntamálaráðu- neytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 5. janúar n.k. - Sérstök umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 1. desember 1982 ffi| Borgarspítalinn Ifil LAUSAR STÖÐUR Afleysingastaða hjúkrunarfræðings á sótt- hreinsunardeild. Vinnutími 4 klst. virka daga. Stöður hjúkrunarfræðinga á ýmsum deildum spítalans. Um er að ræða 8 klst. eða 4 klst. vaktir. Stöður sjúkraliða á lyflækninga-, handlækn- inga- og endurhæfingadeildum. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu hjúkrun- arforstjóra sími 81200. LAGERMAÐUR Óskum eftir að ráða lipran mann til framtíðar- starfa í birgðastöð spítalans sem fyrst. Upp- lýsingar um starfið veitir Brynjólfur Jónsson í síma 81200 - 368 milli kl. 10-12. Reykjavík, 3. des. 1982 Borgarspítalinn

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.