Alþýðublaðið - 18.12.1982, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 18.12.1982, Qupperneq 2
Laugardagur 18. desember 1982 ^RITSTJÓRNARGREIN 1 X ¥ Afstaða Alþýðuflokksins til bráðabirgðalaganna hefur allt frá utgáfu þeirra verið skýr og afdráttar- laus. Alþýðuflokkurinn telur þessar ráðstafanir kák eitt og skipta litlu um ástand efnahagsmála. Bráða-‘ birgðalögin eru dæmigerð bráðabirgðalausn, - og Alþýóuflokkurinn hafnar síendurteknum bráða- birgðalausnum, þar sem ekki er tekið á vandanum, heldur honum aðeins velt áfram. Þirigflokkur Alþýðuflokksins gerir sér að sjálf- sögðu (jóst að til aðgerða verður að grípa vegna aðsteðjandi efnahagsvanda þjóðarinnar. Þing- flokkur Alþýðuflokksins hefur í samræmi við þessa afstöðu flokksins lagt fram tilögur til efnahagsúr- ræða. Þessar tillögur eru í 8 liðum og fyigja nefndar- álifl Kjartans Jóhannssonar um bráðabirgðalög ríkisstjórna.rinnar, en Kjartan er fulltrúi Alþýðu- flokksins í hefndinni. I nefndarálitinu er farið nokkrum oröum um inni- hald bráðabirgðalaganna og þar sagt ma.: „Ráðstafanir eru gamalkunnar: Einhliöa á- kvörðun rikisstjórnar um almenna lækkun launa ásamt skattahækkunum og tilfærslum fjármuna í kjöifar gengisfellingar. Aðgerðir af þessu tagi hafa ítrekað verið reyndar á umliðnum árum. Árangur hefur enginn orðið'þegar litið er til iengri tíma en örfárra mánaða. Þvert á móti hafa stöðugar bráða- birgðalausnir af þessu tagi komið í veg fyrir, að nokkur raunveruleg stefnubreyting hafi verið gerð í stjórn efnahagsmála, og því í sannleika sagt unnið gegn þeim markmiðum, sem þeim hefur verið ætl- að að ná. Þannig mun einnig fara nú.“ í nefndaráliti Kjartans Jóhannssonar eru síðan tíunduð þau atriði, sem Alþýðuflokkurinn telur nauðsynleg, sem skref í átt til gerbreytffar stefnu og stjórnunar í efnahagsmálum þjóðarinnar. Skulu þessi atriði tíunduð hér, en þingmenn Alþýðu- flokksins hafa þegar flutt frumvörp og þingsálykt- unartillögur á Alþingi sem ganga í sömu átt. 1. Með breytingum á lögum um tekju og eigna- skatt verði komið á afkomutryggingu heimilanna þar sem þjóðfélagið ábyrgist öllum þegnum þjóðfélagsins tiltekið lágmark lífskjarastig, sem verðbólga, skattahækkanir, tekjumissir vegna sjúkdóma, aldurs og örorku, atvinnumissi og aðrar fái ekki hróflað við. Jafnframt verði með breyting- um á sömu lögum tryggð jöfnum á orkukostnaði. 2. Með breytingum á lögum um framleiðsluráð landbúnaðarins og fjárlögum verði stigið fyrsta skrefið í afnámi útflutningsbóta á landbúnaðaraf- urðir með því að lækka þá fjárhæð sem til þess er ætluð á fjárlögum, um 1/4 hluta. í staðinn verði landbúnaðinum veittur tfmabundinn framleiðslu- og framleiðnistyrkur til stuðnings við nýjar og ábat- asamar búgreinar og uppbyggingu iðnaðar í dreifbýlinu. 3. Samþykkt verði frumvarp um tímabundna stöðvun á innflutningi fiskiskipa og hagkvæmni í endurnýjun fiskiskipastólsins. Áhersla verði lögð á að efla hagræðingu og tækniframfarir í fiskvinnslu og breytingar í þá átt gerðar á lögum og reglum um lánveitingar stofnlánasjóða. 4. Kosin verði á Alþingi nefnd til þess að gera í samráði við sjómenn og útvegsmenn tillögur um kvæmni fáist á íslenskum fiskimiðum og hag- stæðustu útgerðaraðstæður fái að njóta sín. 5. Allt sparifé verði samstundis verðtryggt til þess að tryggja hag sparifjáreigenda og skapa á ný nægilegt framboð á lánsfé. Jafnframt verði sam- þykkt frumvarp um breytingu á útreikningsreglum lánskjaravísitölu þannig að greiðslubyrði af verðtryggðum lánum auskist aldrei umfram hækk- un verðbóta á laun. 6. Til þess að mæta sérstaklega áhrifum verðtryggingarstefnunnar gagnvart húsbygg- ingum verði samþykkt frumvarp um sérstök við- bótarlán úr bankakerfinu tii húsnæðisöflunar. 7. Á næstu þremur árum verði ný eriend lán takmörkuð við skuldbreytingar og erlenda kostn- aðarþætti arðbærra framkvæmda, en önnurerlend lántaka verði bönnuð. 6. Framkvæmdastofnun verði lögð niður í núver- andi mynd, en byggðastefna verði mörkuð með afgreiðslu Alþingis á fjármögnunar - og fram- kvæmdaáætlun í byggóamálum til fjögurra ára i senn. Framkvæmd slíkra áætlana verði i höndum aðila, sem lúti sameiginlegri stjórn ríkisvalds og sveitarfélaga. í þessum tillögum Alþýðuflokksins er lagt til at- lögu við efnahagsvanda þann sem að þjóðinni steðjar. Með ofangreindum aðgerðum yrói stigið fyrsta skrefið í átttil kerfisbreytingar í efnahagsmál- ,um og gerbreyttra stjórnarhátta. - GÁS. RITSTJÓRN ARGREIN Sundraður Sjálfstæðisflokkur „Einn flokk til ábyrgðar,“ segir í slagorði Sjálf-- stæðisflokksins. Þar er biólað til kjósenda og þeir beðnir um að'veita Sjálfstæðisflokknum fulltingi og tryggja honum meirihlutavald á Alþingi. v Finnst fólki það fýsilegur valkostur ? En hvaða flokk í Sjálfstæðisflokknum er verið að kalla til ábyrgðar, ef fólk krossar við D - ið í kjörklef- anum. Er þá verið að krossa við Geirsflokkinn, Gunnarsflokkinn eða-Albertsflokkinn ? Það vita kjósendur aldrei fyrirfram. Þegar fslenskir kjósend- ur láta glepjast til stuðnings við Sjálfstæðisflokkinn, þá er það eins og að veðja hver úrslitin verða og þannig er því farið með Sjálfstæðisflokkinn, þú veist aldrei, fyrir víst, hverjir fara þar með völdin hverju'sinni. Ef litið er á lista sjálfstæðismanna í Reykjavík í þessu tilliti, þá er því enn ósvarað hvort hugsan- legir kjósendur Sjálfstæðisfloksins væru að skipa Albert Guðmundssyni til öndvegis í flokknum, hvort Friðrik Sophussón væri á toppnum, hvort Ellert Schram og DV sætu á valdastólum , eða jafnvel hvort einhverjum kjósanda hafi dottið í hug að- styðja við bak Geirs Hallgrímssonar með því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Allirþessirframbjóðend- ur hafa með ýmsum hætti reynt að skapa sér sér- stöðu innan Sjálfstæðisflokksins og hafa þar af leiðandi verið ósammála í afstöðunni til ýmissa grundvallaratriða. Neyðarlegri er þó staðan í Norðurlandi - vestra hjá Sjálfstæðisflokknum. Ef fólk í því kjördæmi dytti armur flokksins kominn undir og annar klofnings- í hug að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, hvað væri það hópur tekinn við taumunum. þá að biðja um ? Óbreytta ríkisstjórn með Pálma Hitt er svo annað mál, að út af fyrir sig væri Jónsson I ráðherrastóli, en meirihluta þingflokks kannski nauðsynlegt að láta Sjálfstæðisflokkinn Sjálfstæðisflokksins út á klakanum, eða væri verið einan og óstuddan fá ábyrgð landsmála í hendur. aö reyna lyfta Eyjólfi Konráð Jónssyni til vegs og Það myndi vafaiaust draga fram ýmis þau svip- virðingar og koma Pálma út á gaddinn ? Þetia leiftur flokksins, sem foringjar flokksins reyna að dæmi getur ekki gengið upp.Hvernig ætla þeir að fela fyrir fólki. f stjórnarsamstarfi við aðra aðila, fara að sjálfstæðismenn á Norðurlandi vestra ? hefur flokkurinn ekki fengið að sýna sitt rétta andlit Ætlar Pálmi að hrósa ríkisstjórninni í hástert á fram- - andlit afturhalds og íhalds. Það er í sjálfu sér tími boðsfundum fyrir kosningar, en Eyjólfur Konráð til kominn að fólk fái að sjá Sjálfstæðisflokkinn fyrir jafnóðum að rífa það niður sem Pálmi hefur sagt ? það sem hann er. Sjálfstæðisflokkurinn lýtur stjórn Og þetta eru menn, sem sitja hlið við hlið á lista kaupahéðna og lögfræðinga. Allt tal málsvara Sjálfstæðisflokksins. flokksins um að Sjálfstæðisflokkurinn sé flokkur En hin forkostulega staða í Norðurlandi vestra er allra stétta, er auðvitað algjörlega út í bláinn. Það langt frá því einstök ínnan Sjálfstæðísflokksins. þarf ekki annað en líta yfir sviðið og skoða fulltrúa Línurnar þar eru einfaldlega gleggri, en svipaðar flokksinsá Alþingi. Hvarerufulltrúarlaunafólks?- uppákomur hafa gerst, eru að gerast og mun ger- Nei, lögfræðingaveldið ræður þar ríkjum í Sjálf- ast í röðum sjálfstæðismanna. Þar berst einn hóp- stæðisflokknum. urinn gegn ríkisstjórninni, annar með henni og sá Það væri því freistandi að gefa Sjálfstæðis- þriðji veit ekki í hvorn fótinn skal stíga. Hvernig er flokknum tækifæri á því að afhjúpa sig. Það er hins hægt að treysta fiokki til ábyrgðar, sem svona er vegar alltof dýrt spaug að iáta stjórn landsins í ástatt um ? hendur Sjálfstæðisflokksins eins, þótt um Það var því skiljanlega ekki mikill sannfæringar- skamman tíma yrði. Þjóðin yrði lengi að ná sér eftir krafturinn í Geir Hallgrímssyni formanni Sjálfstæð- slíkt tímabil. En sá dagur rennur upp, að gríma isflokksins í sjónvarpinu fyrr í þessari viku, þegar Sjálfstæðisflokksins fellur; og þá blasir við ramm- hann lét þá von í Ijós, að Sjálfstæðisflokkurinn fengi asta afturhald og samtryggingarflokkur atvinnurek- meirihlutaaðstöðu á þingi. Forysta flokksins rekur enda og kaupahéðna. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sem rótlaust þang fyrir veðri og vindum. Einn dag- aldrei verið og verður aldrei flokkur launafólks. inn er þessi armurinn ofan á, næsta dag er sá -GÁS Sveitarstjóri - Ólafsvík Starf sveitarstjóra í Ólafsvík er laust til umsóknar. Starfið veitist frá 1. fébrúar 1983. Umsóknir um starfið ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist sveitarstjóra Ólafsvikurhrepps, sem veitir allar nánari upplýsingar fyrir 7. jan. næstkomandi. Hrep snefnd Ólafsvíkurhrepps. Bílbeltin hafa bjargað II UMFERÐAR RAÐ Landhelgisgæslan hafði afskipti af 11 netaveiðibátum á 3 vikum Á seinustu 3 vikum hefur Land- helgisgæslan haft afskipti af 11 netaveiðibátum, sem stundað hafa veiðar fyrir Suðurlandi, Vesturlandi og Norðurlandi. Bátar þessir hafa verið á neta- veiðum, ýmist án þess að hafa til- skilin veiðileyfi frá Sjávarútvegs- róðneytinu - eða þeir hafa verið með ranglega merkt veiðarfæri eða ómerkt, - og einnig hcfur verið um að ræða of mörg net í sjó. Landhelgisgæzlan gaf við- komandi fiskiskipunr fyrirmæli um að sigla til hafnar og þurftu því ýmsir bátar að hætta veiðum strax, svó að settum reglum og skilyrðum væri uppfyllt. Mál þessara báta eru tekin fyrir hjá viðkomandi embættum í heimahöfnum þeirra. Landhelg- isgæzlan kannar alltaf af og til á hafi úti hvort lögboðinn öryggis- búnaður fiskiskipa sé í lagi og haffærisskírteinr sömuleiðis og sendir upplýsingar þar um eftir hverja skoðun til Siglingamála- stofnunarinnar. Nú í vikunni kom varðskip að togara á hafi úti fyrir Vestfjörðum, sem ekki var með gilt haffærisskírteini. það hafði runniö út fyrir rúmum 3 mánuðum síðan. Skipherra varðskipsins gaf fyrirmæli um að togarinn skyldi strax sigla til hafnar og fór hann til ísafjarðar til þess að koma málum sínum í lag.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.