Alþýðublaðið - 31.03.1983, Qupperneq 2
2
Fimmtudagur 31. mars 1983.
Útboð
Tilboð óskast í byggingu dagheimilis og leikskóla viö
Hraunberg 10 í Reykjavik, fyrir byggingadeild borgarverk-
fræðings.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3
Reykjavík gegn 3000 kr. skilatryggingu. Tilboöin verða opn-
uð á sama stað, þriðjudaginn 19. apríl kl. 11 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800
Fóstrur
Starf forstöðumanns dagvistarheimilisins á Eskifirði
er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 1. júní en
starfið veitist frá 1. ágúst.
Bæjarstjóri
Laus staða
Lektorsstaða í íslenskum bókmenntum við heimspekideild
Háskóla íslands er laus til umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækj-
enda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf,
skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101
Reykjavík, fyrir 18. apríl n.k.
Um er að ræöa sömu stööu og auglýst var með auglýsingu
dags. 18. þ.m. sem lektorsstaða í bókmenntum við heim-
spekideild Háskóla íslands.
Menntamálaráðuneytið
28. mars 1983
J.E. Fogarty-stofnunin í Bandaríkjunum býður fram styrki
handa erlendum vísindamönnum til rannsóknarstarfa við
vísindastofnanir í Bandaríkjunum. Styrkir þessir eru boðnir
fram á alþjóðavettvangi til rannsókna á sviði læknisfræði
eða skyldra greina (biomedical science). Hver styrkur er
veittur til 6 mánaða eða 1 árs á skólaárinu 1984—85.
Til þess að eiga möguleika á styrkveitingu þurfa umsækj-
endur að leggja fram rannsóknaáætlun í samráði við stofn-
un þá í Bandaríkjunum sem þeir hyggjast starfa við.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar um styrki þessa
fást í menntamálaráðuneytinu. — Umsóknir þurfa að hafa
borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykja-
vík, fyrir 20. júlí n.k.
Menntamálaráðuneytið,
24. mars 1983
Lausar stöður
Fjórar stööur fulltrúa viö embætti ríkisskattstjóra,
rannsóknardeild, eru hér meö auglýstar lausar til um-
sóknar frá 15. apríl n.k.
Hér er um aö ræöa tvær stööur löglærðra fulltrúa og
tvær stöður þar sem viðskiptafræðipróf er æskiiegt,
þótt einnig komi til greina menn með verslunarskóla-
próf eða samvinnuskólapróf og staögóöa þekkingu
og reynslu í bókhaldi.
Umsóknir meö upplýsingum um aldur, menntun og
fyrri störf sendist skattrannsóknarstjóra, Skúlagötu
57, Reykjavík, fyrir 11. apríl n.k.
Reykjavík 18. mars 1983
Skattrannsóknarstjóri.
Eiginmaður minn
Oddur A. Sigurjónsson
fyrrv. skólastj.
Hólagötu 24 Vestmannaeyjum
lést á sjúkrahúsi Vestmannaeyja aöfararnótt 26.
mars.
Útförin fer fram frá Landakirkju laugardaginn 2. apríl
kl. 17. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlega
bent á Sjúkrahús Vestmannaeyja.
Fyrir mína hönd barna okkar, tengdabarna og barna-
barna
Magnea Bergvinsdóttir
Minning_________________
Oddur A. Sigurjónsson, skólastjóri
f. 23. júlí 1911
d. 26. mars 1983
Sumarið 1942 voru kosningar
til Alþingis. Að venju voru víða
haldnir framboðsfundir og sótti
ég, þá stráklingur, einn slíkan á
Húsavík. Á meðal frambjóðenda,
sem komu fram á senunni í sam-
komuhúsinu, er mér enn í dag
minnisstæður þéttvaxinn en svip-
mikill maður, sem þar talaði fyrir
Alþýðuflokkinn. Sá reyndist heita
Oddur A. Sigurjónsson, og vera
þá skólastjóri í Neskaupstað. —
Svipmyndin frá þessum fundi þar
sem Oddur stóð í miðjum hita
hins pólitíska bardaga, hefur mér
ávallt verið minnistæð og tákn-
ræn, ekki síst eftir að kynni okkar
hófust, og hann veitti mér hlut-
deild með samstarfi í baráttugleð-
inni fyrir málstað þeirra er minna
máttu sín, á vettvangi bæjarmála
í Kópavogi.
Oddur A. Sigurjónsson fluttist
til Kópavogs í byrjun sjöunda ára-
tugsins og gerðist fyrsti skóla-
stjóri nýstofnaðs gagnfræðaskóla
þar, en hafði áður stýrt farsællega
gagnfræðaskólanum í Neskaup-
stað um aldarfjórðungs skeið. —
Nokkur átök urðu í skólamálum,
út af komu Odds hér til starfa, en
hann var fljótur að sigra í þeim
átökum, enda bardaga vanur og
baráttuglaður. Fór svo í þeim mál-
um mörgum árum síðar er Oddur
hugðist láta af skólastjóra störf-
um skv. eigin ósk, án þess að vera
kominn á endanleg aldursmörk
opinberra starfsmanna, að sam-
kennarar hans óskuðu eindregið
eftir því, að hann gegndi skóla-
stjórastörfum áfram og varð hann
við þeim óskum og stýrði skólan-
um af festu og reisn þar til honum
þótti sínum tíma lokið og nýir
kennsluhættir hér á landi að
hefjast, sem honum þótti ekki
vera allskostar að sinu skapi.
Á Kópavogsárum Odds hafði
það fallið í hlut undirritaðs að
sitja um nokkurt árabil í bæjar-
stjórn Kópavogs fyrir Alþýðu-
flokkinn. Meðal allra nánustu
stuðningsmanna og hugmynda-
fræðinga var Oddur A. Sigur-
jónsson, og ekki meiriháttar mál-
um ráðið til lykta, án þess að við
hann væri rætt og ausið af brunni
víðtækrar reynslu hans og þekk-
ingar frá árum hans í Neskaup-
stað en þar hafði hann átt sæti í
bæjarstjórn um árabil. Var hann
óspar á tíma sinn í þessum efnum,
skrifaði ótal greinar í Alþýðublað
Kópavogs á þeim árum, enda ein-
dæma baráttufús og bardaga-
glaður með stílvopnið í hendi og
latti sjaldan stórræðanna en und-
ir harðri skel baráttumannsins sló
heitt og viðkvæmt hjarta. Greinar
hans voru yfirleitt beinskeittar,
enda manninum einstaklega létt
um áhrifamikinn rithátt og þaul-
lesinn í fornsögunum, sem hann
vitnaði til eftir þörfum til að
krydda mál sitt og stíl. Hann
hafði skrifað og gefið út um Iangt
skeið í Neskaupstað eigið blað, og
hér sunnanlands ritaði hann
margar athyglisverðar greinar í
dagblöð um áhugasvið sín, með
því orðfæri að eftir var tekið.
Hann starfaði um skeið eftir að
hann lét af kennslustörfum, við
blaðamennsku hjá Alþýðublað-
inu og ritaði þar fasta dálka. En
eftirminnilegastur er þó hinn
sterki persónuleiki einarðar
skoðanir hans og víllaus tilsvör og
málflutningur.
Nú að leiðarlokum minnist ég
með innilegu þakklæti ánægju-
legra stunda á hans góða heimili
og óhvikuls stuðnings og vináttu í
samstarfi við Odd hér í Kópavogi
og sendi eftirlifandi konu hans
Magneu Bergvinsdóttur og þeirra
stóra og myndarlega afkomenda-
hópi samúðarkveðjur.
Ásgeir Jóhannesson
•
Tvær vikur eru liðnar síðan ég
heimsótti vin minn, Odd A. Sigur-
jónsson, þar sem hann dvaldist á
Landspítalanum eftir uppskurð.
Sá stutti heimsóknartími var
fljótur að líða eins og flestar aðrar
stundir, sem við Oddur höfum
setið að spjalli. Og þótt ég sæti
þarna við sjúkrabeð hans, verður
ekki sagt að orðfæri hans væri
frábrugðið því, er ég átti að
venjast, þegar ég hitti hann að
máli áður fyrr í fullu fjöri. Hann
fór ekki mörgum orðum um veik-
indi sín eða dvölina á Landspítal-
anum, en gerði það með þeim
hætti að ekki varð varist hlátri, þó
að hlátur væri kannski ekki innst
í huga. En þannig var Oddur A.
Sigurjónsson allar stundir, hress í
máli og víkingur á orðsins víga-
slóðum.
Þegar við kvöddumst þarna á
Landspítalanum, þá lá það ein-
hvern veginn í loftinu, að báða
grunaði, að við ættum ekki eftir
að bera saman bækurnar framar,
þó að vandlega væri þagað um
slíkt. Þess vegna kom mér það
ekki á óvart, þegar ég frétti síðast
liðinn föstudag, að Oddur væri
Iátinn. Hann dó á sjúkrahúsinu í
Vestmannaeyjum, en þangað
hafði hann verið fluttur af Land-
spítalanum hálfum mánuði áður.
Oddur A. Sigurjónsson skóla-
stjóri fæddist 23. júlí 1911 að
Grund í Svínadal í Á-Húnavatns-
sýslu. Foreldrar hans voru Sigur-
jón bóndi að Rútsstöðum í Svína-
vatnshreppi, Oddssonar sjó-
manns í Brautarholti i Reykjavík,
Jónssonar, og Ingibjörg Jósefs-
dóttir bónda á Hamri í Svína-
vatnshreppi, Jósefssonar.
Oddur fæddist ekki með silfur-
skeið í munninum. Hann ólst upp
með móður sinni, við skorinn
skammt veraldlegra lífsgæða.sem
í þá daga var tildæmt hlutskipti
einstæðra mæðra og reyndar fá-
tækrar alþýðu þessa lands yfir-
leitt. Þau misjöfnu kjör, sem
hann hafði fyrir augunum í upp-
vextinu, beygðu hann samt hvorki
né brutu niður, heldur hertu hann
í eldinum og mótuðu lífsviðhorf
hans um alla ævi. Þannig gekk
hann snemma til liðs við Alþýðu-
flokkinn, til baráttu fyrir betra
hlutskipti til handa umkomulaus-
um og fátækum, sem þá áttu
formælendur fáa. Og síðar gerði
hann það að ævistarfi sínu að
leiða æskufólk til menntunar og
þroska, svo að það þyrfti ekki að
lúta sömu örlögum og margur af
hans kynslóð, sem varð að láta sér
,það lynda að sitja heima og horfa
á eftir embættismanna-og stór-
bændasonum til fundar við
menntagyðjuna.
Sjálfur braust Oddur til
mennta af miklu harðfylgi og
dugnaði, enda hafði hann til þess
alla hæfileika, þó að fararefni
væru að öðru leyti af skornum
skammti. Gangfræðaprófi lauk
hann 1930 og stúdentsprófi frá
Menntaskóla Akureyrar 1935, en
það nám hafði hann að miklu
leyti stundað utanskóla. Próf í
forspjallsvísindum tók hann í Há-
skóla íslands 1936 og loks
kennaraprófi frá Kennaraskólan-
um 1937.
í fyrstu kenndi hann um skeið i
heimabyggð sinni, en 1937 flytur
hann til Neskaupstaðar og gerist
þar skólastjóri gagnfræðaskólans
og síðan einnig iðnskólans þar,
sem hann mun hafa átt ríkan þátt
í að stofna og að sjálfsögðu að
leiða og móta.
Eftir langa og farsæla skóla-
stjórn í Neskaupstað flytur hann
svo með fjölskyldu sína til Kópa-
vogs árið 1960 og tekur þar við
starfi skólastjóra í nýstofnuðum
gagnfræðaskóla staðarins og heit-
ir sá skóli nú Víghólaskóli.
Þó að pólitískir vindar léku um
Odd A. Sigurjónsson í fyrstu, er
hann tók við þeim skóla, þá stóð
hann þann pilsaþyt af sér og stýrði
þeim skóla með festu og öryggi í
14 ár, þannig að sá skóli hefur
ávallt verið í fremstu röð meðal
jafningja. Það mun Oddi einnig
hafa verið mikið ánægjuefni að
hafa átt þess kost að leggja fyrstu
hornsteinana að menntaskóla í
Kópavogi þarna í Víghólaskólan-
um, en þar steig menntaskólinn
sín fyrstu spor undir leiðsögn
hans.
Áður er hér vikið að því, að
Oddur Sigurjónsson hafi snemma
komið til liðs við Alþýðuflokk-
inn. Sú liðveisla varð heldur ekki
endaslepp. Með hugsjónum
jafnaðarmanna stóð hann vígreif-
ur til hinstu stundar og hafði þá
marga hildi háð fyrir þann mál-
stað bæði í ræðu og riti. Slíkur
félagsmála- og bardagamaður lét
sér það ekki lynda að sitja auðum
höndum. í Neskaupstað sat hann
tvívegis í bæjarstjórn fyrir
Alþýðuflokkinn, fyrst 1946 - 1950
og síðan aftur 1954 - 1958. Þá var
hann einnig í framboðum fyrir
Alþýðuflokkinn í S-Múlasýslu og
S-Þingeyjarsýslu. Á Neskaup-
staðarárunum gaf hann út
Hamar, fjölritað blað, sem hann
skrifaði og vann að öllu leyti.
Óvíða mun málstaður Alþýðu-
flokksins hafa verið sóttur og var-
inn af meira harðfylgi en á síðum
Hamars, enda ritstjórinn ekki
þekktur fyrir hálfvelgju, vinguls-
hátt eða vettlingatök, hvorki í
ræðu né riti.
Oddur A. Sigurjónsson
kvæmtist eftirlifandi konu sinni,
Magneu Sigríði Bergvins dótturfrá
Svalbarðseyri, 13. ágúst 1938,
dóttur Bergvins Jóhannssonar
verkamanns og konu hans Sumar-
rósar Magnúsdóttur. Magnea er
mikil mannkostamanneskja og
hefur án efa reynst manni sínum
ómetanlegur lífsförunautur.
Hún hefur verið eiginkona,
móðir og húsmóðir í þeirri bestu
merkingu, sem þau orð hafa í
huga og hjarta okkar, enda duld-
ist engum, hversu Oddur mat
hana mikils.
Þau hjón eignuðust sex börn,
röskar og dugandi manneskjur,
sem bera vitni um hollt og gott
uppeldi og þá mannkosti, er þau
eiga kyn til. Börn þeirra eru: Rósa
Ingibjörg póstfulltrúi í Kópavogi,
býr með Sigurði Sigvaldasyni tré-
smið, Jóhann Bergvin skipstjóri í
Vestmannaeyjum, giftur Maríu
Friðriksdóttur, Guðmundur
Magnús yfirkennari og bæjarfull-
trúi í Kópavogi, giftur Sóleyju
Stefánsdóttur, Hrafn Ósk ar
stýrimaður í Vestmannáeyjum,
sambýliskona hans er Friðrikka
Sævarsdóttir, Svanbjörg kennari í'
Vestmannaeyjum, gift Sævaldi
Elíassyni stýrimanni á Herjólfi,
og Lea ljósmóðir í Vestmannaeyj-
um.
Þegar Oddur A. Sigurjónsson
lét af skólastjórn í Kópavogi 1974,
gerðist hann blaðamaður við Al-
þýðublaðið um fjögurra ára skeið,
en þau hjón fluttu síðan heimili
sitt til Vestmannaeyja 1978.
Ég saknaði vina í stað, þegar
þau fluttu úr bænum. Það var allt-
af gott og notalegt að sækja þau
hjón heim á Skjólbraut og njóta
þar þeirrar einlægu gestrisni og
vináttu, sem „kom að innan“.
Oddur hafði margt að miðla í
samræðum. Hann átti að baki sér
margvíslega lífsreynslu, var flest-
um mönnum minnugri, víðlesinn
og fróður í sögu þjóðarinnar fyrr
og síðar og bókmenntum hennar
fornum og nýjum. Allt þetta lék
honum á tungu ásamt ófáum
kvæðum og lausavísum, sem
hann kunni reiprennandi og gat