Alþýðublaðið - 07.05.1983, Blaðsíða 1
Laugardagur 7. maí 1983
63. tbl. 64. árg.
íhaldið í borgarstjórn hef-
ur ekkert gert:
Ófremdarástand í
húsnæðismálum
aldraðra í Reykjavík
Tíundi hluti Reykvíkinga yfir 67 ára
sóknir um leiguhúsnæði fyrir
aldraða og um hvernig borgar-
stjórnarmeirihlutinn hygðist ráða
bót á því „algjöra ófremdará-
standi“ sem fyrir hendi er og ekki
þolir neina bið, að mati stjórnar-
þjónustumiðstöðvar aldraðra.
Páll gaf upp þriggja mánaða
tölur um að 991 umsóknir lægju
fyrir og sagði að framkvæmda-
nefndin hefði komið sér saman
um að sækjast eftir lóðum fyrir
200 söluíbúðir á fjórum stöðum i
bænum. Skyldu þessar íbúðir
vera turnbyggingar, 6—8 hæðir.
Sigurður E. Guðmundsson
benti á að samkvæmt öruggum
upplýsingum væri tala umsækj-
enda komin vel yfir 1000 manns.
Svarar þetta til þess að um tíundi
hluti þeirra Reykvíkinga sem náð
hefðu 67 ára aldri væru nú í hús-
næðisvandræðum. í öðru lagi
benti Sigurður á, að vinstri meiri-
hlutinn hefði samþykkt byggingu
50 söluíbúða á sínum tíma en það
hefði verið eitt fyrsta verk nýja
meirihlutans að strika þær fram-
Framhald á 3. síðu
hafa leitað eftir aðstoð
Á borgarstjórnarfundi síðast
liðinn fimmtudag svaraði Páll
Gíslason, formaður fram-
kvæmdanefndar um stofnanir í
þágu aldraðra, fyrirspurn Sigurð-
ar E. Guðmundssonar, borgar-
fulltrúa Alþýðuflokksins um um-
Sigurður E. Guðmundsson borg-
arfulltrúi: Algjör kyrrstaða hjá í-
haldsmeirihlutanum í húsnæðis-
málum aldraðra.
Steingrímur Hermannsson enn við
sama heygarðshornið:
Þverbrýtur lög og regl-
ur um flugmál og
hunsar flugráð
Þrem dögum fyrir kosningar,
20. apríl síðast liðinn, undirritaði
Steingrímur Hermannsson, sam-
gönguráðherra, setningu reglu-
gerðar um flugmálastjórn ís-
lands, þar sem staðfest var skipu-
rit fyrir stofnunina, svo og útgáfu
þriggja skipunarbréfa til starfs-
manna flugmálastjórnar. Með
reglugerðarbreytingu þessari hef-
ur meðal annars yfirstjórn flug-
mála á Keflavíkurflugvelli verið
komið undir flugmálastjórn, sem
hingað til hefur verið undir flug-
ráði og Utanríkisráðuneyti.
Reglugerðarbreyting þessi var
samþykkt af Steingrími án þess að
hún hafi verið borin undir Flug-
ráð. Flugráði var einfaldlega til-
kynnt um þetta með bréfi tveim
dögum eftir kosningar. Sem og
voru skipunarbréf varaflugmála-
stjóra, framkvæmdarstjóra flug-
umferðardeildar og umdæmis-
stjóra i flugvallarumdæmi I til-
kynnt Flugráði.
í samtali við Leif Magnússon,
formann flugráðs, kom fram að
reglugeröarbreyting þessi stang-
aðist á við lög um stjórn flugmála
frá 1950 og reglugerð um skipulag
flugmála á Keflavíkurflugvelli frá
1957, sem enn væru í fullu gildi.
Flugráð hélt fund síðast liðinn
fimmtudag, en á þeim fundi voru
samþykktar tvær ályktanir um
þessi mál. Önnur var send Sam-
gönguráðuneytinu og segir þar
meðal annars:
„Með vísan til 2. greinar laga
um stjórn flugmála nr. 119/1950,
svo og 1. og 11. greinar starfs-
réglna Flugráðs nr. 235/1976,
mótmælir Flugráð þessari máls-
meðferð. Umræddar skipanir í
stöður eru ákveðnar án þeirrar
umsagnar eða tillagna flugráðs,
sem framangreind lög og starfs-
reglur mæla fyrir um. Að auki eru
sniðgengin þau ákvæði 5. greinar
laga um réttindi og skyldur starfs-
manna ríkisins, er kveða á um
skyldu stjórnvalda að auglýsa
lausar stöður í Lögbirtingablaði,
venjulega með 4 vikna fyrirvara.
Við setningu framangreindrar
Steingrímur Hermannsson hefur
heldur betur látið hendur standa
f ram úr ermum og hikar ekki við að
hundsa lög og reglur.
reglugerðar, svo og staðfestingu
skipurits stofnunarinnar, hefur
aðeins að óverulegu leyti verið
tekið mið af rökstuddum tillögum
og fyrirvörum flugráðs... auk þess
sem skipuritið er ekki í samræmi
við gildandi reglur um skipulag
flugmála á Keflavíkurflugvelli nr.
94/1957, sem settar voru af utan-
ríkisráðuneyti“.
Einnig var samþykkt ályktun
sem send var flugmálastjóra,
Pétri Einarssyni. Þar segir:
„Að gefnu tilefni ítrekar flug-
ráð fyrirmæli til flugmálastjóra,
að allar tillögur, er varða megin-
þætti flugmálastjórnar og/eða
ráðningu eða skipun starfsmanna
í stöður, skuli fyrst leggja fram til
meðferðar í flugráði áður en slík
Framhald á 3. síðu
Framsókn hið leiðandi afl í umleit-
unum formanns Sjálfstæðisflokksins
Hvað er að gerast í stjórn-
armyndunarviðræðunum?
Lítiö iniðar í stjórnarmyndun-
arviðræðum Geirs Hallgrímsson-
ar eftir þeim heimildum sem Al-
þýðublaðið aflaði sér í gær. Svo
virðist að það sé ekki formaður
Sjálfstæðisflokksins sem leiöir
viðræðurnar sem nú snúast ein-
göngu um efnahagsmál. Heimild-
armenn okkar úr rööum frani-
sóknarmanna fullyrða, að það
séu í rauninni framsóknarmenn
sem leiði viðræðurnar og formað-
ur Sjálfstæöisflokksins hafi kom-
ið allt að því gagnalaus til þessara
viöræöna.
Þeir heimildarmenn sem Al-
þýðublaðið ræddi við i gær voru
allir sammála um, að lítið ihiðaði
i viðræðunum. Fyrstu dagarnir
fóru í könnunarumræður um
efnahagsaðgerðir, en þar komu-
sjálfstæðismenn að mestu leyti
tómhentir til dyra. Síðustu dagar
hafa hins vegar farið í að ræða
ýmsa möguieika varðandi efna-
hagsaðgerðir hugsanlegrar ríkis-
stjórnar Framsóknar og Sjálf-
stæðisflokksins. Það eru að sögn
heimildarmanna blaðsins efna-
hagssérfræðingar Framsóknar
með Halldór Ásgrímsson reikni-
meistara í fararbrod'di, sem leitt
hafa viðræðurnar um einstök at-
riði efnahagsaðgerða. Þeir hafa
lagt fyrir Geir og hans lið ýmsar
krefjandi spurningar um áhrif
efnahagsráðstafana og tími
Framh. á síðu 3
■RITSTJORNARGREIN1
Hver eru úrræði þeirra?
Hver eru úrræöi nýju framboðanna, Bandalags
jafnaöarmanna og Samtaka um kvennalista, hvað
efnahagsmálin áhrærir? Ekki ætlar Bandalag
jafnaöarmanna aö stöðva hásveiflu veröbólgunnar
meö því að kjósa forsætisráðherra einhvern tíma
beinni kosningu — eöa hvaö? Ekki ætlar Kvenna-
listinn aö hamla gegn verðhækkunum í landinu
meö fjölgun dagvistarheimila — eöa hvaö?
Staðreyndin er sú, aö þessi framboð tvö, lögöu
ekki fram neina stefnu um efnahagsmál fyrir kosn-
ingar, engar handfastar tillögur hvernig ætti aö
mæta óðaverðbólgunni, erfiöri stööu atvinnuveg-
anna og tryggja afkomu launafólks I landinu. Þessi
höfuömál voru ekki á dagskrá nýju framboöanna
og eru ekki enn.
Þaö er hins vegar ábyrgöarhluti hjá nýjum fram-
boðum sem þúsundir kjósehda hafa bundið vonir
viö, aö sýna auö borö, þegar spurt er um stefnuna
í efnahagsmálum. Á þeim erfiöleikatímum sem nú
eru í þjóðfélaginu geta kjörnir fulltrúar þjóöarinnar
Ráðningarskrifstofa Framsóknarflokksins
Steingrímur Hermannsson, formaöur Fram-
sóknarflokksins hefur nú rekiö smiöshöggiö á feril
sinn í ráöherraembætti. Á þeim tíma sem hann
hefur verið í ráöherraembætti hefur hvert
hneykslismálið rekiö annaö. Nægir þar aö minna
á íscargómálið, Einars Benmálið og veitingu flug-
leyfa til Arnarflugs ásamt svo mjög umdeildri á-
kvörðun hans aö ráða mætan framsóknarmann til
að stjórnaflugmálumísléndinga. En þessi afreks-
verk nægja ekki - áfram skal haldið jafnvel þegar
Ijóst er aö stjórn Gunnars Thoroddsens er um-
boðslaus og aðeins spurning um tíma hvenær hún
fer frá.
ekki verið stikkfrí. Þótt úrræöi Framsóknarflokks,
Sjálfstæöisflokks og Alþýöubandalags séu mörg
hver loftkennd og feli ekki I'sér neinar afgerandi úr-
bætur, þá eru þessir flokkar aö reyna, þótt viljinn
sé ef til vill meiri en mátturinn af ýmsum orsökum.
Það verður aö krefjast þess sama af nýju framboð-
unum, aö þáu reyni aö setja sig inn í efnahagsmál-
in og ieggi þar orö í-belg. Til þess voru fulltrúar
þeirra kjörnir á þing. Því verkefni veröa þeir að
sinna. . qás.
Þremur dögum fyrir kosningar, hinn 20 apríl s.l.
undirritaði samgönguráðherra nýtt skipurit fyrir
Flugmálastjórn íslands ásamt því aö ákipa þrjá
nýja starfsmenn flugmálastjórnar í embætti. Meö
þessu er m.a. öll yfirstjórn flugmála/færö undir
flugmálastjórn í Reykjavík. Þaö vekur athygli, aö
þessi grundvallarbreyting á stjórn flugmála er
gerö án samráös viö Flugráð, sem lögum sam-
kvæmt á aö veita umsögn um slíkar breytingar. Þá
brýtur Steingrímur Hermannsson meö stööuveit-
ingunum allar reglur um starfsveitingar á vegum
hins opinbera. Lögum samkvæmt ber honum aö
auglýsa stööur á vegum ríkisins. Þess í stað á-
kveður Steingrímur Hermannsson að skipa starfs-
menn í stööur tveimur dögum fyrir kosningar án
nokkurra auglýsinga eins og lög gera ráö fyrir.
Þessi aðferð nú viö mannaráöningar minnir um
margt á það~ hvernig Pétri Einarssyni var smám
saman komið í starf flugmálastjóra. Steingrímur
Hermannsson viröist stefna aö því leynt og Ijóstaö
gera alla flugmálastjórn á íslandi aö litlu fram-
sóknarfyrirtæki. Þessum ákvörðunum Steingríms
veröa flugráðsmenn og áhrifamenn í flugmálum
aö mótmæla kröftuglega. Þaö er ekki hægt að sitja
undir þvítil lengdar, að yfirstjórn flugmála á íslandi
verði smám saman gerð að ráðningarskrifstofu á
vegum Framsóknarflokksins. — Þ-H-