Alþýðublaðið - 07.05.1983, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.05.1983, Blaðsíða 4
alþýöu Laugardagur 7. maí 1983 Útgefandi: Alþýöuflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guðmundsson. Stjórnmálaritstjóri og ábm. Guömundur Árni Stefánsson. .Blaöamenn: Þrainn Hallgrímsson og Friörik Þór Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Áslaug G. Nielsen. Gjaldkeri: Halldóra Jonsdóttir. Dreifingarstjóri: Sigurður Steinarsson. Ritstjórn og auglýsingar eru aö Ármúla 38, Reykjavík, sími 81866. Setning og umbrot: Alprent hf. Ármúla 38. Askriftarsíminn er 81866 Ráðstefna um innra starf Alþýðuflokksins að Laugarvatni í sumar: „Nauðsynlegt að alþýðu- flokksfólk komi saman og ræði nýjar leiðir í starfinu" - segir Kristín Guðmundsdóttir formaður fræðsluráðs Afl. í næsta mánuði, helgina 10-12 júní n.k. mun fræðsluráð Alþýðu- flokksins efna til ráðstefnu á Laugarvatni um innra flokksstarf og nýjungar í pólitisku starfi á veg- um Alþýðuflokksins. Við slógum á þráðinn til Kristínar Guömunds- dóttur, formanns fræðsluráðs Alþýðuflokksins sem hefur haft veg og vanda að undirbúningi ráðstefn- unnar og spurðum hana hvað helst yrði gert á þessari helgarstefnu alþýöuflokksmanna. „Yfirskrift ráðstefnunnar er - Markmiö-Aðferðir-Leiðir og hún segir kannski talsvert mikið um það hvað við ætlum að gera þarna þessa daga á Laugarvatni. Við munum ræða þarna allt innra flokksstarf Alþýðuflokksins, fjalla um nýjar leiðir og nýmæli í flokksstarfi og starfi félaganna úti um land, út- gáfumál og útbreiðslumál flokksins munu rædd sérstaklega svo og fræðslumál innan flokksins. Það hefur komið í ljós að undanförnu að mikill áhugi er fyrir því að svona ráðstefna fari af stað og við viljum nú láta á það reyna hve vel tekst til. Þarna á að ræða sem flest mál tengd flokknum á einn eða annan hátt. Fyrir utan þau mál sem ég nefndi áður væri ekki úr vegi að ræða einnig starfsemi kjördæma- ráðanna, fjármál flokksfélaganna, fjáröflun, val á framboðslista, kosningastarf og svo frv. Umræðu- efnin eru rauninni óþrjótandi, en við munum vitanlega afmarka þetta talsvert til að geta krufið þau mál til mergjar sem rædd verða að einhverju marki“. Nú hafa einmitt raddir verið uppi eftir kosningarnar, að alþýðu- flokksfólk þyrfti að koma saman og ræða sín mál. Voru kosningaúr - slit kannski kveikjan að þessari ráð- stefnu? „Það þurfti ekki kosningaúrslit til. Við höfum verið með ráðstefnu sem þessa á döfinni um nokkurn Breytingar á atvinnuþátt- töku eftir kynjum: ;:i ^Æ\ Árið 1980 voru virkir samtals 147.089 manns en árið eftir var sú tala komin upp í 148.682 og hafði því starfandi landsmönnum fjölg- aö um 1.593, eða um 1.08%. Hins vegar fækkaði starfandi körlum úr 82.244 í 81.441, um 803 manns eða um 1%, en starfandi konum fjölgaði úr 64.845 i 67.241 eða um 2.396 og 3.7%. Þessi fækkun karla á vinnumarkaðinum varð einungis meðal kvæntra karla, þeim fækkaði um 3.076 en ó- kvæntir karlar urðu 2.273 fleiri. Fjölgun kvenna var einkum á- meðal hinna ógiftu, þeim fjölgaði um 1.765 meðan giftar konur voru 631 fleiri árið 1981. Einnig urðu töluverðar breyt- ingar á atvinnuþátttökunni eftir því hvort um full störf eða hluta- störf var að ræða. Árið 1980 unnu 20.3% karla fjórðung úr starfi, 10.4% hálft starf, 9.6% þrjá fjórðu úr starfi og 59.7% karla Körlum fækkar- konum fjölgar Dregur úr vægi hlutastarfa um leið og konur nálgast óðum að verða helmingur vinnuaflsins Árið 1981 voru 75.8% íslendinga á aldrinum 15-74 ára meira eða minna virkir í atvinnulifinu. Þar af nær 87% karla og tæp- lega 65% kvenna. Hins vegar var töluverður munur á atvinnu- þátttöku karla og kvenna þegar miðað er við hvort um fullt starf eða hlutastarf var að ræða. 4' fullt starf. Árið eftir höfðu hlut- föllin breyst þannig að 13.2% karlá unnu fjórðung úr starfi, 11.3% hálft starf, 10.6% þrjá fjórðu úr starfi og 64.9% fullt starf. Hlutfallslega voru því seinna árið mun fleiri karjar í fullu starfi, en mun færri unnu Framhald á 3. síðu VSI vill að launaþróun taki mið af þjóðartekjum en hvers vegna er kaupmátturinn ekki þriðjungi meiri nú, miðað við hækkun þjóðartekna frá 1971? Talsmönnum ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsens varð nokk- uð tíðrætt um afleiðingar utanað- komandi áhrifa fyrir þjóðarbúið á árinu 1982 þegar lífskjörin voru til umræðu manna á meðal. Víst er að samkvæmt bráðabirgðatöl- um minnkaði þjóðarframleiðslan um 3—4% frá 1981 til 1982 og samkvæmt spám er gert ráð fyrir að í ár verði þjóðarframleiðslan um 2—3% minni en 1982. Um leið hafa þjóðartekjur minnkað. Miðað við 1971 voru þjóðartekjurnar um 41% hærri að raunvirði árið 1980, en 38% hærri árið 1982 og drógust því saman á þessum tveim árum um ca 2%. Þjóðartekjur á mann drógust meir saman á þessum tíma eða um ca. 4.5% en hvað með kaupmáttinn? Þeir tala nú hátt sem vilja að verðbætur á laun miðist við þjóð- artekjur. Gott og vel. Hvernig hefur þá þróun kaupmáttarins verið samanborið við þróun þjóð- artekna? Miðað við vísitöluna 100 árið 1971 hafa þjóðartekjur íslendinga hækkað markvisst í gegnum árin þannig að 1980, eftir fyrsta stjórnarár þeirrar stjórnar sem enn situr, voru þjóðatekjurnar um 38% hærri og þjóðartekjur á mann um 24.5% hærri. Sama árið var kaupmáttur kauptaxta allra launþega miðað við vísitölu fram- færslukostnaðar (1971 = 100) að- eins 6.7% hærri, en þó mjög mis- munandi eftir stéttum. Þannig Framhald á 2. síðu tíma en ekki fastákveðið neinn fundartíma fyrr en nú. Við höfum rætt þessa hugmynd i fræðsluráð- inu í nokkra mánuði og fannst svo tilvalið, þegar júnímánuður var lít- ið bókaður undir flokksstarf að velja hann undir ráðstefnuna. Fjöldi fólks hefur beinlínis óskað eftir því við okkur að slík ráðstefna yrði haldin og ég tel sjálf að þetta yrði gott tækifæri fyrir alþýðu- flokksfólk að hittast og ræða sín mál. Mér finnst tónninn hjá almennu flokksfólki sem samband hefur við okkur vera sá núna að nú sé einmitt tíminn til að reyna að efla allt flokksstarf Alþýðuflokksins og brydda upp á nýjum hugmyndum, sem að gagni geta komið við að afla jafnaðarstefnunni fylgis“. Hverjir verða boðaðir og boðnir á ráðstefnuna? „í fyrsta lagi vil ég segja það að allir áhugasamir alþýðuflokks- menn eru velkomnir á þessa ráð- stefnu meðan húsrúm leyfir. En þar að auki verða sérstaklega boðaðir formenn félaga, flokksstjórnar- fólk, menn úr framkvæmdastjórn flokksins, fólk úr verkalýðsmála- nefnd og sveitarstjórnarmenn, Sujarar og formenn kjördæmis- ráða. En þetta á ekki að vera nein stjóraráðstefna. Ég vona að sem flest almennt flokksfólk sjá sér fært að koma og við fáum inn á ráð- stefnuna nýtt áhugasamt fólk með ferskar hugmyndir“. Er farið að hyggja að dagskrá ráðstefnunnar? „Já, hún er tilbúin svona í gróf- ustu dráttum. Hún hefst á föstu- dagskvöld með kvöldverði og ávarpi formanns Alþýðuflokksins, Kjartans Jóhannssonar. Síðan hefst ráðstefnan sjálf með erindum og umræðum á laugardeginum. Við gerum síðan ráð fyrir því að umræðum ljúki um hádegisbil á sunnudag. Ýmis nýmæli verða þarna og við munum efna til hug- myndasamkeppni um það hvernig megi efla allt innra starf flokksins". Þannig að þú ert bjartsýn á að Framh. á síðu 2 Alþýðuflokks- fólk Munið fundinn að Hótel Esju miðvikudaginn 11 maí - kl. 8.30. Fundarefni: Niðurstöður kosninganna og staðan í þjóðmálum. Framsögumaður Kjartan Jóhannsson Allir stuðningsmenn A-listans velkomnir Alþýðuflokksfélögin í Reykjavík. MFA- Utgáfustarf og fjölmiðlun Námskeið 6.—11. júní MFA heldur námskeiö í Reykjavík dagana &—11. júní n.k. um útgáfustarf og fjölmiölun. Viðfangsefni m.a.: Erindi og umræöur um stefnu og hlutverk fjölmiöla: Erna Indriðadóttir. Utvarps- og sjónvarpstækni: Magnús Bjarn- freðsson. Gerö fréttabréfa af einfaldri og flóknari gerö. Frágangur handrita og Ijósmynda fyrir prent- un. Útlitsteiknun og mismunandi áherslur í framsetningu efnis, viötalstækni: Sigurjón Jóhannsson, Guöjón Sveinbjörnsson o.fl. Stjórnandi námskeiðsins: Sigurjón Jó- hannsson. Námskeiöiö er opiö félagsmönnum aöildar- félaga ASÍ. Fulltrúar þeirra verkalýösfélaga og sambanda, sem gefa út fréttabréf og tímarit hafa forgang um þátttöku til 25. maí. Námskeiöiö verður haldiö í Listasafni ASÍ, Grensásvegi 16 og stendur flesta dagana frá kl. 09.00—17.00. ' Þátttaka tilkynnist til skrifstofu MFA Grensásvegi 16, Reykjavík, sími 84233. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu MFA, sími 84233. Menningar- og fræðslusamband alþýðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.