Alþýðublaðið - 07.05.1983, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.05.1983, Blaðsíða 3
Laugardagur 7. maí 1983 3 Atvinnuþátttaka 4 fjórðung úr starfi. Fór því saman að um leið og körlum fækkaði á vinnumarkaðinum unnu þeir sem eftir voru hlutfallslega lengri vinnutíma. Hjá konum riðlaðist þessi skipting einnig nokkuð. Árið 1980 unnu 27 % þeirra fjórðung úr starfi, 22.8% hálft starf, 15.8% þrjá fjórðu úr starfi og 34.3% fulltstarf. 1981 var skiptingin hins vegar sú að 23.4% kvenna unnu fjórðung úr starfi, 23.9% hálft starf, 17.1% þrjá fjórðu úr starfi og 35.5% fullt starf. Um leið og atvinnuþátttaka kvenna jókst lengdist vinnutíminn, konum sem unnu um 2 tíma á dag fækkaði verulega, en hinum fjölgaði nokk- uð sem unnu 6-8 tima á dag. Burt séð frá kynferði fjölgaði þeim sem unnu fullt starf úr 48.5% í 51.6% á milli þessaraára. En af öllum starfandi lækkaði hlutfall karla úr 55.9% í 54.8% og um leið hækkaði hlutfall kvenna úr 44.1% í 45.2%. Konurnar síga því upp á við og vinna í rikara mæli fullt starf. Þátttökuhlutfall kvenna í atvinnulífinu nálgast óð- um 70%, en til samanburðar má geta þess að þátttakan á hinum Norðurlöndunum er hjá konum frá 54% í Noregi upp í 63% í Sví- þjóð. íslenskar konur og reyndar karlar einnig eru þvi mun virkari almennt í atvinnulífinu hér á landi, en það er einkum vegna mun hærri atvinnuþátttöku elstu og yngstu aldurshópanna. Konur eru því á réttri leið hvað atvinnuþátttöku varðar, en eftir stendur að árið 1981 voru meðal- laun karla fyrir ársverk krónur 129 þúsund, en kvenna kr. 85 þús- und. Karlarnir höfðu því að með- altali 51.7% hærri laun en konur fyrir hvert ársverk. Kvæntir karlar höfðu 66.7% hærri laun en giftar konur og ókvæntir karlar höfðu 30.6% hærri laun, þannig að jöfnuðurinn er þó meiri meðal ó- kvæntra/ógiftra, en það fólk er tæplega helmingur mannaflans. Íhaldið__________________1_ kvæmdir út og enn stæðu þær lóðir auðar, nema hvað á einum stað væri hafin bygging skrif- stofuhúsnæðis og væri það dæmigert um forgangsröðina hjá sjálfstæðismönnum. í þriðja lagi benti hann á að framkvæmdir við B-álmu Borgarspítalans hefði seinkað verulega vegna peninga- tregðu ríkisvaldsins og í fjórða lagi að af hálfu vinstri meirihlut- ans hefði verið tilbúnar teikning- ar og útboðsgögn fyrir byggingu dvalarheimilisins Seljahlíðar í Seljahverfi, en þær framkvæmdir áttu að hefjast síðasta sumar, um leið og byggingu Droplaugastaða væri lokið. Þessari áætlun hefði núverandi meirihluti umbylt og ekkert verið gert. Af öllu þessu dró Sigurður þá ályktun að algjör kyrrstaða væri ríkjandi af hálfu sjálfstæðismeiri- hlutans í byggingarmálum aldr- aðra. í samtali við Alþýðublaðið sagði Sigurður að sjálfstæðis- mennirnir hefðu misst niður heilt ár á þessu sviði og gæti það reynst dýrkeypt eins og horfurnar nú væru. „Það er sýnilegt að þær fram- kvæmdir sern kunna að hefjast á næstunni munu ekki skila neinu nothæfu húsnæði fyrir aldraða fyrr en í fyrsta lagi 1985—86 og þetta kalla ég hrikalegar horfur í húsnæðismálum aldraðra. Bygg- ing 200 söluíbúða leysir ekki vandann fyrir þá yfir 1000 um- sækjendur sem vilja leigja hjá borginni, það er flest allt fólk sem getur ekki eða vill ekki kaupa í- búðir. Ég fékk engin svör við því hvernig ætti að leysa vandamál þessa fólks. Húsnæðisvandi aldr- aðra hefur aldrei verið jafn mikill og ekki af tilefnislausu að þjón- ustumiðstöð aldraðra tali um al- gjört ófremdarástand", sagði Sig- urður. Stjórnarmyndun 1 manna hefur farið mikið í það að ræða þau atriði. Þeir sem fylgjast grannt með þessum stjórnarmyndunarvið- ræðum nú benda á, að þær séu nú því miður að færast í það horf sem varð um áramótin 79—80, þegar ríkisstjórn Gunnars Thor var mynduð eftir margra vikna þref. Menn séu að drukkna í pappirsgögnum í stað þess að á- REYKJAVÍKURHÖFN Yfirverkstjóri — Reykjavíkurhöfn Reykjavíkurhöfn óskar aö ráöa yfirverkstjóra. Verk- svið: Verkstjórn viö verklegar framkvæmdir við hafn- armannvirki og aöra mannvirkjagerð á vegum Reykjavíkurhafnar. Æskileg iðnaðarmenntun með framhaldsnámi. I_aun samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Nánari upplýsingar gefur yfirverkfræðingur. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu hafa borist undirrituðum eigi síðar en 13. maí. Hafnarstjórinn í Reykjavík, 28. apríl 1983 Gunnar B. Guðmundsson Frá Ljósmæðraskóla íslands Kennsla hefst í Ljósmæöraskóla íslands 1. september 1983. Inntökuskilyröi eru próf í hjúkrunarfræði. Umsóknir sendist skólastjóra Ljósmæöra- skóla íslands, fyrir 1. júní n.k. ásamt prófskír- teinum og heilbrigöisvottoröi. Umsóknareyöublöö fást í skólanum eöa hjá riturum Kvennadeildar. Nánari upplýsingar eru veittar í skólanum á mánudögum frá kl. 9.00—16.00 og miðviku- dögum kl. 13.00—16.00. Reykjavík 3. maí 1983 Skólastjóri kveða í byrjun ýmis grundvallar- atriði og láta síðan reyna á hvort vilji er til stjórnarmyndunar eða ekki. Allar líkur eru á því skv. heimildum Alþýðublaðsins, að Geir muni skila af sér umboðinu um helgina án þess að hafa náð árangri; Þá tekur Steingrímur hugsanlega við, en ekki er gert ráð fyrir því að sjálfstæðismenn verði áfjáðir í að láta málin ganga eftir að þeim hefur sjálfum mistekist. Þar sem Álþýðubandalags- menn hafa ekki sýnt mikinn á- huga á því að taka þátt í stjórn nú, kemur því væntanlega röðin að Alþýðuflokknum, ef tilraunir þeirra Steingríms og Geirs mistak- ast. Heimildarmenn Alþýðublaðs- ins bentu á mjög erfiða stöðu Geirs Hallgrímssonar í viðræðun- um. Bæði væri augljóslega lítið traust á honum innan þingflokks- ins, sem endurspeglaðist m.a. í fréttaflutningi Dagblaðsins af viðræðunum og hinum megin við borðið sætu nú framsóknarmenn, sem ættu mjög erfitt með að verja samstjórn Framsóknaflokks og Sjálfstæðisflokks eftir reynsluna sem fékkst af samstjórn þessara flokka 74—78. Steingrímur 1 mál eru send ráðuneyti til ákvörð- unar“. Ákvæði laga um stjórn flug- mála frá 1950 eru ótvíræð hvað málsmeðferð í slíkum tilfellum varðar. Þar segir orðrétt: „Ráð- herra ræður og skipar fasta starfs- menn flugmálastjóra til aðstoðar, eftir því sem þörf krefur, að fengnum tillögum flugráðs". Þessi Iög hafa verið brotin með reglugerðarbreytingu Steingríms Hermannssonar. I reglugerðinni frá 1957, sem enn stendur óhögg- uð, segir; „Flugráð fer með stjórn flugmála á Keflavíkurflugvelli undir yfirstjórn utanríkisráð- herra. Flugmálastjórinn á Kefla- víkurflugvelli hefur með höndum daglegan rekstur og stjórnar skrifstofu flugmálanna þar undir eftirliti flugráðs". I starfsreglum flugráðs segir um mannaráðning- ar; „Óheimilt er að ráða starfs- mann eða greiða honum laun fyrr en samgönguráðuneytið hefur aflað nauðsynlegra heimilda, samkvæmt þeim almennu regl- um, sem þar um gilda og staðfest það með bréfi til flugráðs". Stein- grímur Hermannsson hefur snið- gengið þessi lög og reglugerðir gjörsamlega. Samkvæmt þessum breytingum sem Steingrímur Hermannsson samþykkti og þeim fordæmum sem gefin hafa verið, hefur hann tekið yfirstjórn flugmála á Kefla- víkurflugvelli úr höndum Ólafs Jóhannessonar utanríkisráðherra og virðist stefna að því-af festu að hundsa flugráð gjörsamlega og gera það óvirkt með öllu. Sem og virðist hann með síðustu skipun- um í fyrrgreind störf ætla að koma öllu ákvarðanavaldi í flug- málum á íslandi undir Framsókn- arflokkinn, því samkvæmt heim- ildum Alþýðublaðsins eru flestir yfirmenn hinna ýmsu sviða flug- mála framsóknarmenn, flug- málastjóri, varaflugmálastjóri, fjármálastjóri, deildarstjóri flug- leiðsöguþjónustu, deildarstjóri flugvallaþjónustu og yfirstjórinn á Keflavíkurflugvelli. Þá eru af helstu embættum einungis eftir yfirmaður flugumferðarþjónustu og yfirmaður loftferðaeftirlitsins. radialhjólbarðar Bridgestone Superfiller radialhjólbarðarnir eru með sérstyrktum hliðum, sem er síður hætt við skemmdum, er ekið er á misjöfnum vegum. Hliðarnar eru ennfremur mýkri og sveigjanlegri —' en þekkist og bætir það fjöðrun við akstur á malarvegum. Valið er því ekki erfitt — BRIDGESTONE Superfiller undir bílinn. :á Islandi BÍLABORG HF Srhiöshöföa 23, sími 812 99

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.