Alþýðublaðið - 13.07.1983, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.07.1983, Blaðsíða 4
alþýóu- LlEI'iIJ Miövikudagur 13. júlí 1983 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jchannes Guðmundsson. Stjórnmálaritstjóri og ábm. Guðmundur Árni Stefánsson. Blaðamenn: Þráinn Hallgrimsson og Friörik Þór Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Áslaug G. Nielsen. Gjaldkeri: Halldóra Jonsdóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Reykjavík, sími 81866. Setning og umbrot: Alprent hf. Ármúla 38. Áskriftarsíminn er 81866 Bandaríkin: Fyrrverandi hermenn úr Víetnamstríðinu krefjast skaöabóta vegna díoxineitrana „Atvinnuleysi var óþekkt í Austurríki á síðasta áratug. Nú er nærri þriðji hver ungur maður í landinu atvinnulaus,“ segir Piermayr Mynd: Jim Smart „Meginverkefni friðar- hreyfingar í Austurríki er að koma í veg fyrir uppsetningu nýju vopn- anna“ — segir Piermayr Andreas, friðaráhugamaður og atvinnulaus rafvirki frá Linz í Austurríki „Meginverkefni okkar í friðar- hreyfingu Austurríkis nú um þessar mundir er að koma í veg fyrir að hinum nýju vopnum frá Bandaríkj- unum, Persing, 2 og cruiseeldflaug- unum verði komið fyrir í Evrópu. Það er nóg af vopnum fyrir á þessu svæði og ný vopn munu einungis auka vandann. Áhyggjur okkar í Austurríki beinast að því að vopn- unum verður sumum komið fyrir nálægt iandamærum Austurríkis og auka þau þannig hættu, sem landsmönnum stafar af vopna- burði stórveldanna.“ Þetta sagði Piermayr Andreas, rafvirki frá Linz, sem leit við hjá okkur á Al- þýðublaðinu í gær og spjallaði um y'jórnmál í Austurríki og baráttu ..iðarhreyfingar þar í landi fyrir af- vopnun og fækkun vígvéla stór- veldanna. Piermayr er rafvirki að mennt, vann í nokkur ár hjá hinu þekkta rafmagnsfyrirtæki Siemens, en nú hefur honum ásamt mörgum öðr- um ungum mönnum verið sagt upp störfum. Það er samdráttur hjá fyrirtækinu eins og víðar í austur- rísku atvinnulífi. Við spurðum Piermayr um atvinnuástand al- mennt í Austuríki og atvinnuhorfur ungs fólks sérstaklega. „Við höfðum nánast ekkert at- vinnuleysi í Austuríki á síðasta ára- tug. Það var eitt af stefnumálum jafnaðarmanna, sem stjórnað hafa landinu lengi að láta atvinnuupp- byggingu sitja í fyrirrúmi. En á árinu 1980 tók að bera á atvinnu- leysi í fyrsta sinn í langan tíma. Og nú er svo komið að allt að þriðjung- ur ungs fólks fær ekki vinnu og litl- ar horfur eru á því á næstu árum að bætt verði úr. Við horfum nú upp á um 1% aukningu atvinnuleysisins á hverju ári, án þess að fá rönd við reist. Ekki lengur einir um á- byrgðina En vandinn er nú sá m.a. að jafn- aðarmenn bera ekki lengur einir á- byrgð á stjórn landsins. Ég tel það af hinu illa vegna þess að þeir verða að ganga til málamiðlana með frjálslyndum og nýjar hugmyndir um atvinnusköpun eiga þar ekki greiðan aðgang. Félagsmálaráð- herra sem kemur úr röðum jafn- aðarmanna vill grípa til ýmissa ráð- stafana til að miðla atvinnu, stytta vinnuvikuna auk þess sem vilji er til að byggja upp atvinnulífið. En Framhaíd á 2. síðu Um fjörutíu þúsund hermenn sem tóku þátt í Víetnam stríðinu á sínum tíma, unnu einn áfangasigur í baráttu sinni fyrir skaðabótum á dögunum. Árum saman hafa sam- tök hermanna sem börðust í Víet- nam barist fyrir því að stjórnvöld viðurkenndu afleiðingar efnahern- aðar í Vietnam á sínum tima. Sú barátta hefur að mestu verið unnin fyrir gíg þar til nú. Skýrslur sem birtar voru í Washington í siðustu viku sýna svo ekki er um að villast, að framleiðandi efnisins „Agent Orange" sem notað var í hernaðin- um, vissi vel um eiturverkun efnis- ins. Efnið inniheldur m.a. hið hættulega efni díoxín, sem eins og kunnugt er hefur valdið rniklum hörmungum t.d. í Seveso á Italíu á sínum tíma. Húðkrabbamein, lifrarskemmdir og vansköpuð börn eru meðal af- leiðinga efnanotkunarinnar segja talsmenn hinna 40.000 hermanna. Hermennirnir sjálfir telja að efnið hafi stórskaðað heilsu þeirra og þeir krefja stjórnvöld í Bandarikjunum um miklar skaðabætur. Hæstiréttur Bandaríkjanna hef- ur ákvarðað, að hermenn geti ekki sótt ríkið til saka fyrir tjón er þeir urðu fyrir í styrjöldinni. Hins vegar hefur dómstóll í New York ríki gef- ið hermönnum ábendingu um að þeir geti sótt hin fimm fyrirtæki til saka sem framleiddu efnið. Fyrirtækin verða því saksótt fyrir að hafa haldið upplýsingum um eit- % Valdimir Kamentsev sjávarút- vegsráðherra Sovétríkjanna Sjávarútvegs- ráðherra Sovét- ríkjanna í heim- sókn á íslandi Sjávarútvegsráðherra Sovétríkj- anna, Vladimir Mikhailovits Kam- entsev, er væntanlegur hingað til lands í opinbera heimsókn. Með heimsókn sinni er hann að endur- gjalda heimsókn Steingríms Her- mannssonar fyrrverandi sjávarút- vegsráðherra til Sovétríkjanna á síðasta ári. Vladimir Kamentsev mun hér ræða við ráðamenn m.a. Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra. Opinber heimsókn hans hefst á fimmtudag. Vladimir Mikhailovits Kaments- ev fæddist árið 1928 og hóf störf á árum heimsstyrjaldarinnar síðari. Frá árinu 1942 var hann kyndari á gufuskipi, rennismiður í skipa- smíðastöð og vélstjóri á skipi. Framhald á 2. síðu urverkun efnanna leyndum og munu lögmenn hermanna halda því fram við réttarhöldin, að skjól- stæðingar þeirra séu í rauninni fórnarlömb samsæris. Framleiðendur efnisins „Agent Orange“ halda því ekki fram að þeir hafi látið allar upplýsingar um þetta hættulega efni liggja frammi. „Fundur í Verkalýðsfélaginu Þór, haldinn á Selfossi, fimmtu- daginn, 30. júní sl. mótmælir harðlega bráðabirgðalögum ríkis- stjórnarinnar frá 26. maí síðast- liðnum, þar sem frjálsir kjara- samningar eru bannaðir með lög- um til janúarloka á næsta ári, og Hins vegar byggist vörn þeirra á því að rannsóknarstofur stjórnvalda hafi í rauninni enga tilburði haft til að kanna áhrif þeirra efna sem not- uð voru í stríðinu. Þar að auki halda þeir því fram að embættis- menn stjórnarinnar hafi á sínum tíma vitað allt sem vita þurfti um á- hrif díoxín. þá er bannað að semja um verð- bætur á laun næstu tvö árin og fyrirskipað að nýir samningar skuli gerðir eftir forskrift ríkis- stjórnarinnar. Þá er kjaraskerð- ingin þreföld á við áætlaðan sam- drátt þjóðartekna síðustu tvö ár- Framhald á 2. síðu Þeir fjörutíu þúsund hermenn í Bandaríkjunum sem nú krefjast skaðabóta eru þó aðeins brot þeirra sem urðu fyrir eiturverkun- um dxoxxn meðan á stríðinu í Víetnam stóð. Margir íbúðar Vfet- nam í dag bera þess merki að eitrið var notað þar sem þeir bjuggu er sprengjunum var varpað.... Tvö hundruð manns hafa nú verið drepnir í fiugránum Með flugráninu sem endaði í París á dögunum hefur statistikkin yfir manndráp í flugránum náð áð- ur óþekktu marki. Frá því að þessi óhugnanlegu rán hófust fyrir al- vöru á síðasta áratug, hafa tvö hundruð manns alls látið lifið fyrir morðingjum af þessu tagi. Þar af eru tveir tugir úr áhöfnum flugvéla en aðrir eru flestir farþegar vélanna og ránsmenn sjálfir. Það var ekki fyrr en alþjóðasamband flug- manna greip til sinna ráða og kynnti óhugnanlegar tölur um manndráp í flugvélum, að stjórn- völd í ýmsum löndum tóku við sér og fóru að undirbúa gagnráðstaf- anir. Þessi mynd var tekin í desember 1973, þegar flugræningjar PLO voru yfirbugaðir í flughöfninni í Róm. Kom til skotbardaga milli lögreglu og flugræningja með þeim afleiðingum að farþegar létust og særðust... hér sést einn farþeginn illa særður eftir vélbyssuskot. Verkalýðsfélagið Þór á Selfossi: Áskilur sér allan rétt til varnar félögunum í baráttunni fyrir bættum kjörum og lýðréttindum

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.