Alþýðublaðið - 27.09.1983, Side 3
Þriðjudagur 27. september 1983
3
Hvaö er
Kjartan Jóhannsson formaður Alþýðuflokksins flytur ræðu sína á Akranesi. Al-
þýðuflokkurinn hefur nú byrjað fundarherferð um allt land undir kjörorðinu:
Hvað er ríkisstjórniu að gera þér. Á laugardaginn var einnig fundur á Húsavík,
þar sem Árni Gunnarsson og Jón Baldvin Hannibalsson voru frummælendur.
Um 70 til 80 manns voru á þeim fundi. Með Kjartani á myndinni er hinn máls-
hafinn á Akranesi Eiður Guðnason alþm. og fundarstjórinn Rannveig Edda
Hálfdanardóttir.
Eiður Guðnason minnti á orð
fyrrum formanns fjárveitinga-
nefndar nörska þingsins, Gunnar
Berge í nýlegu viðtali, þar sem
hann segir, að engin ríkisstjórn í
Noregi hefði geta gert svo harðar
efnahagsráðstafanir sem sú ís-
lenska, hvortsem jafnaðarmenn
eða hægri menn hefðu verið við
völd. Hann hrakti þær fullyrðing-
ar talsmanna ríkisstjórnarinnar
að aðgerðirnar væru sambærileg-
ar við það sem gert hefði verið á
öðrum Norðurlöndum á síðustu
árum. Hvorki aðgerðirnar í Nor-
egi eða Finnlandi á sínum tíma
væru sambærilegar við aðgerðir
ríkisstjórnar Steingríms Her-
mannssonar.
ráðherra er að skopast að íslensku
þjóðinni hún á það ekki skiliðþ
sagði formaður Alþýðuflokksins.
Kjartan Jóhannsson sagði
einnig, að á sama tíma og verið
væri að skerða kjör fólks með
12000 krónur í mánaðarlaun,
væri hver stórbyggingin á vegum
hins opinbera og fjársterkra aðila
að rísa. Það þyrfti að beina fjár-
magni þangað sem þess væri mest
þörf í þrengingum okkar. Ríkis-
stjórnin hefði ekki tekið á neinum
málum öðrum en launamálum.
Ekki hefði verið hróflað við
spilltu kerfi í landbúnaði og sjáv-
arútvegi. Ofaná þetta allt bættist
síðan það að nú ætti að reka ríkis-
sjóð með halla, sem þýddi efna-
hagsstefnu undir kjörorðinu:
Eyðum núna, borgum seinna.
Fjölmargar fyrirspurnir komu
fram á fundinum og voru umræð-
ur fjörugar. Fundarmenn ræddu
þaú mál sem hæst ber svo sem
húsnæðismál og skattamál.
Landsfundir Alþýðubandalags og
Sjálfstœðisflokks á nœstunni
ÚR EINU
Sívaxandi ólga vegna titlatogs
Mikil og sívaxandi togstreita
gerir nú vart við sig í öfgaflokk-
unum tveimur, Sjálfstæðisflokki
og Alþýðubandalagi. Ekki milli
þessara tveggja flokka eins og oft
áður; nei nú eru innanflokks-
vandamálin í þessum flokkum
yfirþyrmandi. Það eru nefnilega
landsfundir Alþýðubandalags og
Sjálfstæðisflokks í nóvember ( í
sitthvoru lagi þó) og það er hart
barist um titlana í þessum íhalds-
flokkum báðum.
Sagan endurtekur sig hjá Sjálf-
stæðisflokknum; spurningin er
vill Geir áfram eða ekki. Ekki
þarf að spyrja þess, að fáir flokks-
menn óska eftir Geir áfram,
a.m.k. á þessu stigi málsins og
kunnugir telja Geir sjálfan ekki
sérlega áhugasaman um áfram-
haldandi setu á þeim ófriðarstóli,
sem formannssætið í Sjálfstæði-
flokknum er. Og nákæmlega eins
og gerðist nokkrum mánuðum
fyrir síðasta flokksfund Sjálf-
stæðisflokksins, þá rís upp sveit
kandídata, sem telur sig uppfylla
öll skilyrði til starfans. Síðast
gerðist það, að þrátt fyrir fjölda
lysthafenda, þá þótti skásti kost-
urinn sá, að Geir yrði áfram. Gæti
niðurstaðan orðið sú sama nú?
Ýmsir telja ekki ólíklegt að svo
gæti farið, þ.e. að Geir sæti áfram
til að forða upplausn og stríði inn-
an flokksins.
Þegar eru komnir fram á
sjónarsviðið þrír frambjóðendur
til formanns, enda þótt Geir sjálf-
ur hafi ekkert formlega gefið út
um það, hvort hann vilji sitja
áfram eða ekki. En þremenn-
ingarnir eru, Friðrik Sóphusson
varaformaður flokksins, Þor-
steinn Pálsson þingmaður og
fyrrum framkvæmdastjóri
Vinnuveitendasambandsins og
loks Birgir ísleifur Gunnarsson
þingmaður og fyrrum borgar-
stjóri. Ýmsir telja að með fram-
boði Birgis ísleifs hafi staðfesting
fengist á því, að Geir ætli ekki
fram, því samstarf þeirra á milli
hefur verið einkar náið í gegnum
tíðina og þeir sækja styrk í
flokknum til svipaðra hópa.
En mikið vatn á eftir að renna
til sjávar áður en glögg mynd fæst
af stöðu foringjaslagsins í Sjálf-
stæðisflokknum. Eitt er víst, að
miðað við núverandi stöðu mála,
þá er alltof fljótt að afskrifa Geir
Hallgrímsson. Þróun mála gæti
orðið sú sama og stundum áður,
að enginn annar valkostur væri
fyrir hendi og af mörgum vondum
valkostum, væri sá skásti að Geir
sæti áfram.
Titlatogið í Alþýðubandalag-
inu snýst fyrst og fremst um
embætti varaformanns. Þar hefur
setið Kjartan Ólafsson ritstjóri
Þjóðviljans og fallkandídat
Tekjur ríkisins að raungildi:
14% lægri en I fyrra
Tekjur ríkisins á fyrstu sjö
mánuðum ársins voru 14*% lægri
að raungildi en á sama tima i
fyrra. Það er einkum vegna
minnkandi tekna af óbeinum
sköttum sem þessi þróun hefur
orðið, ríkið hcfur ekki fengið eins
mikið í aðra hönd í gegnum söiu-
skatt, vörugjald, aðflutnings-
gjöld og fleira vegna minnkandi
eftirspurnar. Þannig hefur
minnkandi kaupmáttur dregið úr
tekjum ríkisins af óbeinum skött-
um.
Samdrátturinn hefur mestur
orðið hvað aðflutningsgjöldin
varðar, sem í ár hafa verið 29%
lægri að raungildi en í fyrra. Inn-
heimta söluskatts og orkujöfnun-
argjalds hefur á sama tímabili
dregist saman um 22% mælt í
föstu verðlagi.
Hins vegar hafa tekjur ríkis-
sjóðs á þessu tímabili vegna
beinna skatta, tekju- og eigna-
skatta einkum, nokkurn veginn
haldist að raungildi, hækkuðu um
86% á þessu ári í krónutölu, á
meðan framfærsluvísitalan
hækkaði um 84.2%.
Gróf atlaga
að launafólki
Félagsfundur í verkakvenna-
félaginu Framtíðinni, Hafnarfirði
mótmælir harðlega þeirri kjara-
skerðingu og afnámi samningsrétt-
ar sem felst í bráðabirgðalögum
ríkisstjórnarinnar frá því í maí í vor.
Frá 1. febrúar til 1. september
hækkaði verðlag í landinu yfir
50%. Á sama tíma og verðlag æðir
áfram er kjarasamningunum kippt
úr sambandi og allar launahækk-
anir bannaðar umfram 8% 1. júní
og 4% 1. október. Afleiðingin er sú
að nú vantar þriðjung á umsamin
Til umhugsunar:
Ákvörðun Ellerts Schram:
Ovirðing við kjósendur
Það vekur óneitanlega athygli,
þegar nýkjörinn þingmaður
ákveður að taka ekki sæti sitt á
þingi. Þetta hefur nú gerst. Ellert
Schram einn þingmanna Sjálf-
stæðisflokksins og ritstjóri DV
hefur lýst því yfir, að hann óski
eftir launalausu fríi frá þingstörf-
um um óákveðinn tima af per-
sónulegum ástæðum. Þessum
persónulegu ástæðum hefur
Ellert lýst í blöðum og sagt að
flokksbræður hans í Sjálfstæðis-
flokknum vilji lítt sína starfs-
krafta nýta og þess vegna sjái
hann ekki tilgang sinna starfa á
Alþingi.
Þessi ákvörðun Ellerts Schram
varpar ljósi á ástand innanflokks-
mála í Sjálfstæðisflokknum.
Einnig vekur það spurningar um
eðli og tilgang þingstarfa. Það er
greinilegt að hagsmunabaráttan
innan Sjálfstæðisflokksins er
engu minni nú en fyrr. Titlatogið
og persónulegur reipdráttur ein-
staklinga og hópa er ennþá
vandamál í flokknum. Ellert hef-
ur lýst því þannig, að ákveðin
valdaöfl í flokknum, „hafi sett
hann út í horn“.
Hitt er svo annað mál, að kjós-
endur kusu Ellert Schram og 59
aðra einstaklinga til þingstarfa í
kosningunum í apríl síðastliðn-
um. Frambjóðendur lofuðu fyrir
þær kosningar að gera allt sem í
þeirra valdi stæði til að vinna
þjóðinni og fólkinu í landinu vel.
Tæpast verður séð hvernig þeir
ætla að fara að því, ef þeir neita
svo nokkrum mánuðum siðar að
taka sæti á Alþingi.
Ellert Schram er enginn ný-
græðingur á þingi, þótt ungur sé.
Hann hefur setið þar áður og
þekkir starfsvenjur þingsins
mæta vel, alveg eins og hann er
gjörkunnur ástandi innanbúðar-
mála í Sjálfstæðisflokknum.
Hann mátti því vita, þegar hann
bauð sig fram, hver þróun mála
yrði.
Ekki er því hægt annað en
gagnrýna ákvörðun Ellerts
Schram. Hann getur ekki varið
afsögn sína gagnvart kjósendum
Sjálfstæðisflokksins né stuðn-
ingsmönnum í prófkjöri flokks-
ins með því einu að hann hafi ekki
hlotið þá titla né þann frama inn-
an Sjálfstæðisflokksins, sem
hann hafði dreymt um. Hann var
kjörinn þingmaður, en segir af sér
því embætti áður en hann hefur
störf.
Þessi afsögn leiðir einnig hug-
ann að stöðu DV í hinu pólitíska
litrófi. Þetta er enn ein staðfesting
þeirra tengsla sem „hið óháða og
frjálsa“ síðdegisblað hefur við
Sjálfstæðlsflokkinn. Menn
hlaupa úr ritstjórastól þess blaðs
inn á framboðslista Sjálfstæðis-
flokksins og síðan til baka aftur,
þegar þingmennskan freistar ekki
lengur. Það þarf ekki frekar vitn-
anna við: DV er og hefur verið
blað Sjálfstæðisflokksins. Allt
fréttamat og öll pólitísk skrif
staðfesta það.
Ákvörðun Ellerts Schram leiðir
einnig til þess, að Geir Hallgríms-
son utanríkisráðherra og formað-
ur Sjálfstæðisflokksins sest nú á
þing. Hann er fyrsti varaþing-
maður reykvískra þingmanna
Sjálfstæðisflokksins. Tæpast
mun hins vegar Geir vera fús til að
setjast á þing undir þessum
kringumstæðum og fá að sitja þar
svo lengi sem duttlungar Ellerts
Schram segja til um, því hvernær
aðstæður gætu breyst á þann veg,
að Ellert langaði á þing á nýjan
leik.
En það sem fyrst og fremst
stendur upp úr í þessu máli, er sú
óvirðing, sem kjósendum er sýnt
með ákvörðun af þessu tagi. Ekki
er fráleitt að ætla að með þessari
ákvörðun hafi Ellert Schram
endanlega undirritað sinn póli-
tíska dauðadóm, því þetta er ekki
í fyrsta sinn, sem hann hefur ekki
þolað pressuna; 1978 stóð hann
upp úr öruggu sæti.á lista Sjálf-
stæðisflokksins, svo Pétur
Sigurðsson mætti komast á þing.
Alþýðubandalagsins á Vestfjörð-
um. Flokksfólk hefur lítinn áhuga
á áframhaldandi varaformanns-
setu Kjartans og hann hefur sjálf-
ur fundið þann andbyr og metið
stöðuna þannig, að betra sé að
segja af sér embætti, frekar en
falla með skömm á landsfundin-
um. Og ýmsir vilja í sætið hans.
Talið er þó að slagurinn um vara-
formanninn komi til með að
tengjast ýmiss konar hagsmuna-
streitu, sem átt hefur sér stað
innan Alþýðubandalagsins hin
síðari ár og hefur meðal annars
endurspeglast í hörðum kosning-
um til miðstjórnar Alþýðubanda-
Iagsins. Þar má finna þrýstihópa,
eins og Þjóðviljaklíkuna, sem
tengist að hluta til gáfumanna-
félaginu eða menntamannaklík-
unni, á öðrum vængnum er svo
verkalýðsarmur flokksins. Þá má
finna togstreitu þéttbýlis og dreif-
býlis, karla og kvenna svo fátt eitt
sé talið.
Vaxandi ólga gerir vart við sig í
þessum flokkum báðum eftir því
sem nær dregur landsfundum
þeirra. Alþýðublaðið fylgist
grannt með þróun mála og hita-
stigi baráttunnar á næstu vikunr.
I ANNAÐ
kjör launafólks og þúsundir
heimila í Iandinu ramba á barmi
gjaldþrots.
Samningsrétturinn, einn af horn-
steinum lýðræðis í Iýðfrjálsum ríkj-
um, er tekinn af aðilum vinnu-
markaðarins með lögum.
Bráðabirgðalög ríkisstjórnarinn-
ar eiga sér ekki hliðstæðu í sögu
lýðveldisins.
Félagið fordæmir þessa grófu
atlögu að launafólki og krefst
samningsréttar, afnáms bráða-
birgðalaganna og nýrrar efnahags-
stefnu.
Ráðstefna
Ráðstefnan samþykkti eftirfar-
andi ályktun:
„Ráðstefna Sambands Aiþýðu-
flokkskvenna, haldin 24.'septem-
ber 1983, fordæmir harðlega það
launamisrétti sem ríkir á vinnu-
markaðinum.
Ráðstefnan samþykkir að efna til
þverpólitísks samstarfs um launa-
mál kvenna á vinnumarkaðinum.
Samþykkir ráðstefnan að boðað
verði til fundar kvenna úr öllum
stjórnmálaflokkum, þar sem leitað
verður samstöðu kvenna í laun-
þegahreyfingunni og öðrum áhuga-
aðilum um launajafnrétti kynj-
anna, sem skipuleggi síðan aðgerðir
sem leiði til úrbóta og uppræti
launamisréttið".
Undir þessa ályktun rituðu: Jó-
hanna Sigurðardóttir, Björg Ein-
arsdóttir, Sigríður Dúna Krist-
mundsdóttir, Guðrún Ágústsdóttir,
Gerður Steinþórsdóttir, Aðalheiður
Bjarnfreðsdóttir, Ragna Bergmann
og Jóhanna Friðriksdóttir.
Þögn
staðreyndum.
Hundrað þúsund Suður-Kóreu-
menn söfnuðust fyrir nokkru sam-
an á íþróttaleikvangi í Seoul til að
minnast hinna látnu. Mikil reiði
ríkti á þessum fundi í garð Sovét-
ríkjanna. „Ágiskanir um að slíkir
fundir séu einungis áróðursfundir
eru úr lausu lofti gripnar. Maður
gleymir fljótt slíkum fullyrðihgum
við að vera staddur á staðnum", seg-
ir danski blaðamaðurinn Lennart
Weber, sem fylgdist með minning-
arathöfninni. Hann segir, að mót-
mælaaldan í Suður-Kóreu sé í raun-
inni mótmælaaðgerð heillar þjóðar
og endurspegli reiði alls almennings
í landinu.
Kvenfélag
Alþýðuflokksins
í Hafnarfirði
Heldur fund 28.9 kl. 8.30 í Alþýðuhúsi Hafnarfjarðar.
Fundarefni: Friðarmál
Gestur fundarinser Guðmundur Árni Stefánsson