Alþýðublaðið - 27.09.1983, Blaðsíða 4
alþyðu-S
Maðid I
Þriöjudagur 27. september 1983
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guómundsson.
Stjórnmálaritstjóri og ábm. Guómundur Árni Stefánsson.
Blaðamenn: Þráinn Hallgrimsson og Friðrik Þór Guðmundsson.
Auglýsingastjóri: Helma Jóhannesdóttir
Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir.
Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármóla 38, Keykjavík, sími 81866.
Setning og umbrot: Alprcnt hf. Ármúla 38.
Prentun: Blaðaprcnt, Síðumúla 12.
Áskriftarsíminn
er 81866
Met í ferðalögum til útlanda
Félagsheimili Selljarnarness var þéttsetið allan laugardaginn er
þar fór fram ráöstefna um launamál kvenna á vinnumarkaöinum.
Samband Alþýðuflokkskvenna stóð fyrir þessu ráöstefnuhaldi, sem
greinilega féll í frjóan jarðveg mcðal kvenna á höfuðborgarsvæð-
inu. Á annan tug erinda voru flutt, sem fjölluöu öll um launamis-
réttið gagnvart konum frá mismunandi sjónarhornum og síðan
fóru fram fjörugar umræður og fyrirlesarar svöruðu fjölmörgum
fyrirspurnum fundarmanna. Að erindum loknum fór síðan fram
pallborðsumræða undir stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, þar sem-
menn skiptust á skoðunum um efni ráðstefnunnar.
Krislinn Karlsson, félagsfræð-
ingur fjallaði í erindi sínu um
launamisrétti kynjanna i ljósi fé-
lagsfræðinnar. I máli hans kom
fram, að hefðbundin félagsfræði
hefði á undanförnum árum verið
gagnrýnd fyrir að lita of gagnrýnis-
laust á stöðu kvenna i samfélaginu.
Hann fór yfir upplýsingar sem fram
hafa komið í könnunum á islandi
um stöðu kvenna, en þær sýna að
atvinnuþátttaka kvenna fer vaxandi
hér á landi á síðasta áratug jafn-
framt sem fram kemur, að þó að
konur sæki nú í vaxandi mæli út á
vinnumarkaðinn, þá liggja heim-
ilisstörfin mun meira á þeirra herð-
um. Einnig kom fram í máli Krist-
ins, að konur ráðast fremur i þau
störf á vinnumarkaðinum, þar sem
þeim eru ekki fengin mannaforráð
eða stjórnun.
í erindi Hannesar G. Sigurðsson-
ar um niðurstöður vinnumarkaðs-
könnunar Framkvæmdastofnunar
kom m.a. fram, að atvinnuþátttaka
kvenna hefur margfaldast frá því
1960 til 1981. Hefur fjöldi kvenna
nærri fjórfaldast á vinnumarkaðin-
um á þessu kjörtímabili. Á árinu
1980 voru karlar með um nálægt
50% hærri árstekjur en konur. Þar
af skýrði lengri vinnutími um 27%
mun.
Björn Björnsson, hagfræðingur
ASI fjallaði um eftirvinnu, bónus
og yfirborganir á vinnumarkaðin-
um með tilliti til launa karla og
kvenna. Fram kom í erindi hans að
yfirborganir og yfirvinna skapa
stærri hluta af launum verkamanna
en verkakvenna, en konur fá hins
vegar hærra hlutfall bónuss. Hann
deildi mjög á bónusfyrirkomulag-
ið, þó að það hefði ákveðna kosti,
þá fylgdu því einnig miklir gallar.
Finna þyrfti nýtt og heilbrigðara
launakerfi til að leysa hinn ómann-
eskjulega bónus af hólmi.
Vilhjálmur Egilsson, hagfræð-
ingur vinnuveitenda fjallaði um
viðhorf vinnuveitenda til launamis-
réttis í landinu. Hann sagði að verð-
mætasköpun fyrirtækja skipti
mestu máli og fyrirtæki gætu ekki
og mættu ekki láta fordóma og
klikuskap ráða ferðinni við t.d. val
Framh. á 2. síðu
Eftir harmleikinn yfir Sjakalín:
Þögn í N-Kóreu
Beiskja og reiði í Suður-Kóreu
Þegar ríkisstjórn Pouls Schluters
tók við rikisforráðum í Danmörku,
gáfu ráðherrar og þá sérstaklega
forsætisráðherrann Poul Schliiter
út yfirlýsingar um að ríkisstjórnin
ætlaði að vera heima og stjórna, en
láta af' þeim afleita sið fyrri ríkis-
stjórna að vera á sífelldum ferða-
algert með í utanferðum. Hver ein-
asti ráðherra héfur verið á faralds-
fæti — nenta kirkjumálaráðherr-
ann, sem orðið hefur að vera heima
hjá sér og stjórna!
Ekki eru allar ferðir ráðherranna
opinberar heimsóknir. Sumar ferðir
þeirra eru vegna „samráðs“ við
starfsbræður í öðrum löndum,
aðrar beinlínis á vegum hins opin-
bera og enn aðrar sem flokkast ekki
undir opinberar ferðir.
Af ferðum þeirra félaga má nefna
að forsætisráðherrann hefur ekki
látið sitt eftir liggja og hefur m.a.
heimsótt London, París, Osló,
Washington, New York, Thailand,
Japan og Helsingfors.
Forsætisráðherrann hefur haft svo
mikið að gera, að hann hefur leyft
sér að heimsækja einar fimm til sjö
heimsborgir.
Fjármálaráðherrann, Henning
Christofersen, hefur einnig verið
iðinn við kolann í útlöndum. Hann
hefur komið við í New York, Was-
hington, Brussel, Frankfurt, Osló
London, París, Canada, Stavanger,
Bonn, Helsingfors, Rom, Líbanon,
Jordan, Moskvu, Genf og Tel Aviv.
Reiðir Suður-Kóreubúar fara um götur í Seoul
liæfi „bandarískra heimsvalda-
sinna“, viku eftir árásina á S-Kóre-
önsku vélina.
Það er ekki óvenjulegt, að slíkar
greinar birtist í málgögnum í Norð-
ur-Kóreu. En einmitt vegna þess,
hvernig á'stóð, þ.e. að fjöldi fólks
hafði misst ættingja sína og vini í
suðurhluta landsins, fylltust margir
reiði við þessi greinaskrif og einnig
vegna þess að ekki var minnst á at-
burðinn í fjölmiðlum.
En öruggt má telja, að áróður
stjórnar Norður-Kóreu nær ekki
inn að hjartarótum alls ahnennings
í landinu. Margir þeifra sem fórust
með flugvél Suður-Kóreanska flug-
félagsins eiga einnig ættingja og
vini í Norður-Kóreu; og þó að við-
brögð þeirra komi ekki fram í fjöl-
miðlum í norðurhlutanum, þá má
gera ráð fyrir því að þau séu mjög af
svipuðum toga og annars staðar i
heiminum, þar sem fólk fylgist með
Framh. á 3. síðu
lögum um heiminn. Reynslan hefur
nú sýnt Dönum að þeir sem tala
mest um aðhald og sparnað fyrir
kosningar, eru ekki reiðuþúnir til
að spara og beita aðhaldi þegar á
reynir. Þurfum víð íslendingar
reyndar ekki að leita út fyrir land-
steinana til að sjá það. En hvað um
það. Það hefur sem sé komið í ljós,
að á síðasta ári á aðhaldsstjórn
Pouls Schluters í Danmörku (Sumir
myndu segja afturhaldsstjórn)
Utanríkisráðherrann gerir það gott
í útlöndum. Á lista hans yfir ferða-
lög til útlanda eru nú þegar Brussel,
Strassborg, Bonn, Maputo, Dar es
Salam, Mareru, Osló, Bankok,
París og að sjálfsögðu Reykjavík.
Kirkjumálaráðherrann er eini ráð-
herrann í dönsku aðhaldsstjórn-
inni, sem hefur verið heima hjá sér
að stjórna aðhaldinu síðasta árið.
Of langt yrði upp að telja öll
ferðalög ráðherranna. Minnt skal
þó á í lokin að gott væri að sjá sam-
bærilegan lista yfir ferðalög
íslensku ráðherranna frá því að
ríkisstjórn Steingríms Hermanns-
sonar tók við völdum í vor. Hún
hefur gefið út fyrirskipanir um
sparnað og aðhald í ríkisrekstri, en
nú síðustu daga er erfitt að finna
þann ráðherra Sjálfstæðisflokksins
sem ekki er í útlöndum.
„Þeir ættu að sýna einhver merki
um sorg. Við erum þó þrátt fyrir allt
í sömu fjölskyldu“. Þetta eru
dæmigerð viðbrögð Suður-Kóreu-
manna við þögn Norður-Kóreu-
manna eftir harmleikinn yfir
Sjakalín, þar sem Sovétmenn skutu
niður farþegaflugvél með 269 far-
þega innanborðs. Þessi atburður
hefur eins og nærri iná geta skcrpt
andstæðurnar inilli Norður og Suð-
ur-Kóreu. Suöur-Kóreumenn eru
sárir og reiðir vegna viðbragðanna í
norðurhluta landsins. Fréttamenn
segja, að reiði manna eftir fjölda-
morðiö beinist fyrst og fremst að
Sovétmönnum en síðan að vinum
þeirra og bandamönnum í Norður-
Kóreu. Ekki hefur það bætt úr, aö
í Norður-Kóreu hefur ekki verið
minnst á þetta mál í fjölmiölum,
hvorki í blöðum, útvarpi eða sjón-
varpi. Hins vegar birtist í opinberu
málgagni stjórnarinnar í Norður-
Kóreu grein um giæpsamlegt at-
Aðhaldsstjórnin í Danmörku á:
Glæsileg ráðstefna Sambands
Alþýðuflokkskvenna um launamál:
Breiöfylking
gegn
launamisrétti