Alþýðublaðið - 05.10.1983, Page 1
al tm u ðu-
! ] h I' ] ið
Miðvikudagur 5. október 1983 159. tbl. 64. árg.
Ollum ræstingakonum
á Sólvangi sagt upp
Kjaramálaráðstefna ASV um síðustu helgi: "
„Forsætisráðherra hlýtur að geta
sett lög um afnám bílafríðinda"
segir Pétur Sigurðsson form ASV
„Það skýtur skökku við að um leið
og forsætisráöherra hvetur fólk til
að herða sultarólina, þiggur hann
að gjöf frá almenningi fjárhæð sem
nemur 30% af húshitunarkostnaöi
um 850 íbúða í kjördæmi ráðherr-
ans í september“. Svo segir m.a. i
kjaramálaályktun Alþýðusam-
bands Vestfjarða, sem haldinn var á
ísafirði um síðustu helgi. Fundinn
sóttu um 30 manns, tveir fulltrúar
frá hverju verkalýðsfélagi á svæð-
inu. Pétur Sigurðsson, formaður
ASV sagði í samtali við Alþýðu-
blaðið að fundarmenn hefðu ein-
róma fordæmt þá aðför sem ríkis-
stjórn Steingríms Hermannssonar
Pétur Sigurðsson
gerði nú að lífskjörum fólks. „Það
var hægt að setja bráðabirgðalög
um að svipta launafólk almennum
mannréttindum. Það hlýtur því
einnig að vera hægt að setja bráða-
birgðalög um að breyta reglum um
bílagjafir til ráðherra. Hann hefur
jú lýst því yfir að hann muni fylgja
reglum út í ystu æsar“, sagði Pétur
Sigurðsson.
Á ályktun ASV segir einnig, að
Alþýðusamband — Vestfjarða for-
dæmi þau stjórnvöld sem með laga-
boði hafi svipt launafólk helgasta
rétti sínum. Skorar kjaramálaráð-
stefnan á alla landsmenn að beita
sér fyrir að þrælalögin verði numin
úr gildi. Þá er minnt á að launa-
hækkanir frá því á vordægrum hafi
verið hér um 8% á meðan verðbólg-
an æðir áfram og er yfir 50% á
sama tímabili.
Launafólk eitt verði nú að greiða
verðbólguna niður, en verkalýðs-
hreyfingin hafi lagt áherslu á að
hún meti allar aðgerðir sem miði að
því að lækka verðbólgu í landinu
s.s. afnám tekjuskatts á almennar
launatekjur, afnám söluskatts á
flutningsgjald og lækkun olíu-
kostnaðar til húsahitunar.
Þá skoraði ráðstefnan á öll
aðildarfélög Alþýðusambands
Vestfjarða að segja upp kaup og
kjarasamningum.
„Þessi grófa lágasetning kemur í
veg fyrir þjóðarsátt og samstillt
átak til viðreisnar atvinnu og efna-
hagslifi þjóðarinnar. Ráðstefnan
skorar á alla landsmenn að afnema
þrælalög þessi“, segir í ályktuninni.
Algengt að
nær allir
starfsmenn
undirriti
Undirskriftasöfnun launþega-
samtakanna gegn afnámi samn-
ingsréttarins gengur víðast hvar
mjög vel. Algengt er að nær allir
starfsmenn fyrirtækja og stofnana
skrifi undir áskorunina um að þau
ákvæði sem skerða samningsréttinn
verði felld úr gildi og að launafólk
endurheimti þar með sín grund-
vallarmannréttindi.
Þánnig má t.d. nefna að í Fisk-
iðjusamlaginu á Húsavík, þar sem
hátt á annað hundrað manns starfa,
hafa allir nema tveir starfsmann-
anna skrifað undir.
Eins og fram hefur komið í frétt-
um stóðu nokkrir stjórnarsinnar á
Húsavík fyrir undirskriftasöfnun
sem beint var gegn áskorun laun-
þegasamtakanna. Alþýðublaðinu
hefur ekki tekist að ná tali af þeim
sem fyrir þessari söfnun stóðu og
eru mjög ólikar fréttir að hafa af
undirtektunum við hana. Á skrif-
stofu verkalýðsfélagsins var fullyrt
að stjórnarsinnarnir hefðu í hæsta
lagi fengið 30 manns til að skrifa
undir.
Hins vegar náði Alþýðublaðið
sambandi við einn mann sem skrif-
aði undir á lista stjórnarsinna. Full-
yrti sá að hann hefði heyrt að undir-
tektir við þennan lista hefðu verið
mjög góðar þar sem listinn lægi fyr-
ir. Sagði sá hinn sami að fólki
blöskraði sá þrýstingur sem beyttur
væri til að fá fólk til að skrifa undir
lista launþegasamtakanna, og að
hann væri sannfærður um að nú
væri verið að biðja um samnings-
réttinn einungis í því skyni að nota
hann og þar með að eyðileggja
þann árangur sem náðst hefði.
Aðspurður hvort hann teldi aðgerð-
ir ríkisstjórnarinnar með öllu rétt-
lætanlegar, með hliðsjón af fréttum
af nauðungaruppboðum, gjald-
þroti og ásókn í aðstoð hjá félags-
málastofnunum, sagði hann að þær
fréttir væru verulega ýktar, þó
vissulega væru erfiðleikar til staðar.
Tryggingaráð:___________________
Ásökunum ráöuneytis-
manna mótmælt
Vegna blaðaskrifa um trygg-
ingarmál að undanförnu hefur
Tryggingaráð samþykkt ályktun
þar sem ásökunum tveggja for-
stöðumanna heilbrigðis- og trygg-
ingaráðuneytisins um að Trygging-
aráð hafi sniðgengið lögmætar
reglugerðir er mótmælt.
Segir í samþykkt Tryggingaráðs,
Auglýsingadeild rikisútvarpsins
neitaði í gær að birta auglýsingu frá
Alþýðuflokksfélaginu á Akureyri,
þar sem veriö var að auglýsa fund
þeirra Jóns Baldvins Hannibals-
sonar og Árna Gunnarssonar, sem
fram fór í gærkvöldi á Akureyri.
Taldi auglýsingastofa útvarpsins að
sneitt væri að ákveðinni persónu í
texta auglýsingarinnar, en fundur-
inn var auglýstur undir slagorðinu
„Ráðherrabíllinn og sultarólin“.
Fundur þessi á Akureyri er hluti
af fundaröð Alþýðuflokksins, sem
haldnir hafa verið að undanförnu
um allt land undir orðunum: Hvað
er ríkisstjórnin að gera þér? Þegar
að á fundi þess 1. júní s.l. hafi reglu-
gerðir varðandi vasapeninga verið
kynntar fyrir ráðinu með því að lesa
þær upp, en að tryggingaráðsmenn
hafi ekki fengið þær í hendur, og
einnig skýrt frá þvi að ráðuneytið
teldi 8% þau, sem ákveðið var með
bráðabirgðalögum, eiga að koma
ofan á hækkanir þær, sem ákveðn-
tilkynning var send um fundarefni
frá Akureyri í gær, er lesa átti í há-
degisfréttum var í textanum slag-
orðið „Ráðherrabíllinn og sultaról-
in“. Forráðamenn auglýsingadeild-
ar komu þeim skilaboðum á fram-
færi við Alþýðuflokksfélagið á
Akureyri að með þessum texta væri
verið að sneiða að ákveðinni per-
sónu. Ekki fylgdi nánari skýring á
því er eftir var leitað.
Hins vegar samþykkti auglýs-
ingadeildin síðar um daginn auglýs-
ingu undir slagorðinu „Sultarólin
og siðgæðið“. Var þar með siðgæði
auglýsi.ngastofu ríkisútvarpsins
fullnægt.
ar voru með reglugerðunum. Síðan
segir:
„Tryggingaráð hafði alls ekki
fengið tóm til að athuga reglugerð-
irnar varðandi áfangahækkanir,
tók þær ekki til umræðu á fundi
sínum né heldur það bréf, sem
ráðuneytið hafði sent endurskoð-
enda stofnunarinnar varðandi verð-
bætur á þær hækkanir svo sem á
aðrar bætur, þar sem þau mál
höfðu þegar verið afgreidd af hálfu
ráðuneytisins, en fjallað eingöngu
um það, hvort réttmætt gæti talist,
að ákvæði bráðabirgðalaganna
tæki til „vasapeninga" eins og til
annarra bótagreiðslna. Tekið skal
fram, að ráðinu var ókunnugt að
gildistöku reglugerðanna hefði ver-
ið breytt að ósk stofnunarinnar af
tæknilegum ástæðum.
í júníbyrjun, er þessi fundur
tryggingaráðs var haldinn, voru
bráðabirgðalögin nýsett og málið
nokkuð óljóst.
Tryggingaráð ákvað því, að svo
stöddu, að greidd skyldi 8% hækk-
un á þá fjárhæð, sem gilti í maí, en
málið athugað betur og viðbót
greidd síðar eftir því sem efni stæðu
til. Sú athugun dróst þó úr hömlu,
því miður.
Umræddar bætur (vasapening-
ar) verða greiddar hlutaðeigendum
á mánaðarlegum útborgunardegi
bóta, þann 10. október n.k. svo sem
reglugerð ráðuneytisins mælir fyrir
um.
Enn skal það ítrekað, að með
afgreiðslunni 1. júní var trygginga-
ráð því ekki að ógilda gerðir fyrr-
verandi ráðherra, heldur aðeins að
ákveða nánari athugun á túlkun
bráðabirgðalaganna. Því síður hef-
ur núverandi ráðherra ógilt ákvarð-
anir fyrirrennara síns, heldur þvert
á móti staðfest þær.“
RUV neitar að birta auglýsingu frá Al-
þýðuflokknum:
„Ráðherrabíllinn
og sultarólin"
— samrœmist ekki reglum auglýs-
ingadeildar RUV
ÖUum ræstingakonum við
hjúkrunarheimilið Sólvang í
Hafnarfiröi hefur verið sagt upp
- störfum frá áramótum, en þær
eru um 12—13 talsins. Þar er ráð-
gert að gera breytingar á núver-
andi ræstingarfyrirkomulagi á
svipaðan hátt og gerðar hafa verið
á Landakostsspítala. Breytingar
þessar eru umdeildar mjög.
Á Landakotsspítala hefur ræst-
ingafyrirkomulaginu verið breytt
með umdeildum árangri. Fyrirhug-
aðar breytingar á Sólvangi eru í
svipuðum dúr og búið að segja upp
öllu starfsfólki við ræstingu.
I fundargerðum stjórnar Sól-
vangs kemur fram að breytingin
muni m.a. hafa I för með sér
fækkun á starfsfólki og hefur því
öllu starfsfólki við ræstingu verið
sagt upp með þriggja ntánaða
uppsagnarfresti frá síðustu
mánaðamótum. Gert er ráð fyrir
endurráðningu starfsfólks „eins
og þörf krefur" og enn fremur að
hinir verða látnir ganga fyrir
störfum sem „kunna að losna á
öðrum sviðum“.
Það er mikið til elstu starfs-
menn Sólvangs sem verða fyrir
þessum uppsögnum og að því er
Alþýðublaðið hefur fregnað
hyggjast ræstingarkonurnar mót-
mæla þessari ákvörðun. Sem fyrr
segir eru fyrirhugaðar breytingar í
anda þeirrar endurskipulagningar
sem átt hefur sér stað að sænskri
fyrirmynd í Landakotsspítala og
fyrirhugaðar eru á Borgarspítal-
anum. Haft er eftir Aðalheiði
Bjarnfreðsdóttur í Tímanum að
vegna þessara breytinga hefðu 14
ræstingarkonur og allir ræstinga-
Framh. á 2. síðu
„Hvað er ríkisstjórnin
að gera þér?“
Fjölmennur
fundur í
Hafnarfirði
Hátt i hundrað manns komu á
opinn fund Alþýðuflokksins í
Hafnarfirði á mánudagskvöldið,
undir yfirskriftinni „Hvað er ríkis-
stjórnin að gera þér?“
Eftir að alþingismennirnir Kjart-
an Jóhannsson, Eiður Guðnason
og Karl Steinar Guðnason höfðu
flutt framsöguræður tóku við líf-
legar umræður þar sem mörg mál
voru tekin fyrir. Var andinn á fund-
inum mjög á einn veg.
Á fundinum kom fram mikil
andstaða gegn aðgerðum ríkis-
stjórnarinnar. Þótti fundurinn tak-
ast vel í alla staði og stóð til um
23.30. Fundarstjóri var Sigþór Jó-
hannesson, formaður kjördæma-
ráðsins.