Alþýðublaðið - 05.10.1983, Síða 3

Alþýðublaðið - 05.10.1983, Síða 3
Miðvikudagur 5. október 1983 3 Þroskahjálp með ráðstefnu um málefni þroskaheftra Landssamtökin Þroskahjálp, - sem vinna að málefnum þroska- heftra verða með landsþing dagana 7. 8. og 9. okt. n.k. I tengslum við landsþingið efna'samtökin til ráð- stefnu um málefni þroskaheftra. Viðfangsefni þingsins verður stefnumótun í þeim málaflokkum, sem hafa verið til umfjöllunar á Nýtt búvöruverð: Dilkakjötið upp um 15% Dilkakjötið hækkaði um 15% um mánaðamótin, sé miðað við það verð sem gilti í sumar. Sé hins vegar miðað við „útsöluverðið" á gamla kjötinu, sem í gildi verður til 10. október, nemur hækkunin allt að 43%. Mjólkurvörur hækka um 4%. Mjólkurlítrinn kostar nú 17.10 krónur. Útsölusúpukjötið kostaði 85.30 kr. kílóið, en kílóið af nýja kjötinu mun kosta um 122 krón- ur. Lærisneiðarnar fara hins vegar úr um 125 kr. kílóið í um 171 kr. Mjólkurvörurnar hækkuðu þetta lítið vegna þess að ýmislegt kom þar til frádráttar, svo sem eins og niðurfelling á söluskatti vegna kaupa á vélum, „kreppu- aðstoð" til bænda frá í sumar og fleira. Hækkunin á kjötinu varð hins vegar öllu meiri vegna þess að nú kom sláturkostnaðurinn inn í dæmið, en sláturkostnaðurinn hækkaði um 65% á milli ára. BSRB Akureyri: Áskorun til launafólks Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt samhljóða á fundi BSRB um afnám samningsréttar og kjaramál á Akureyri fimmtudag- inn 29. sept. 1983. „Fundur starfsmanna ríkis og bæjar á Akureyri mótmælir ein- dregið afnámi samningsréttar og þeirri miklu kjaraskerðingu, sem launafólk hefur orðið fyrir. Skor- ar fundurinn á allt launafólk í landinu að undirrita áskorunina“. Stjórnmálafrœði á Islandi: Umræðufundur um ástand og horfur Umræðufundur verður haldinn á vegum félagsvísindadeildar Há- skóla Islands fimmtudaginn 6. október 1983 í hliðarsal Félags- stofnunar stúdenta, klukkan 20:30. Að þessu sinni er fundarefnið „Stjórnmálafræði á íslandi, ástand og horfur“. Svanur Kristjánsson, prófessor hefur framsögu, en síðan eru almennar umræður. Fundurinn er öllum opinn en nemendur í stjórnmálafræði og stjórnmálafræðingar eru hvattir til að mæta. fyrri landsþingum og ráðstefnum samtakanna þann 8. okt. Fengnir verða framsögumenn, sem kunnugir eru þeim umræðum sem fram hafa farið og er þeim ætlað að draga fram inntak um- ræðnanna og leggja fyrir vinnu- hópa til frekari umfjöllunar er síð- an skila áliti til aðalfundar. Vinnu- hóparnir starfa eftir hádegi laugar- daginn 8. okt. og verða niðurstöður þeirra lagðar fyrir starfsnefndir aðalfundarins. Við mælumst til að þingfulltrúar rifji upp og kynni sér umfjöllun fyrri þinga og ráðstefna samtak- anna um þessa málaflokka og lát- um við fylgja hér með þessu upp- talningu greina er birst hafa í Tíma- ritinu þessu lútandi og vísum til sér- rita um sama efni. Með tilliti til þeirra aðstæðna sem nú ríkja í þjóðfélaginu er brýnna en nokkru sinni fyrr að marka ábyrga og raunæfa stefnu i málefnum þroskaheftra. Væntan- legir fulltrúar eru hvattir til að taka virkan þátt í störfum þingsins og koma skoðunum sínum á framfæri svo stjórnvöldum megi verða ljós vilji samtakanna og stefnumörkun. I tengslum við ráðstefnuna verð- ur efnt til heimsókna í stofnanir í Reykjavík ef næg þátttaka fæst. Þær ferðir eru ætlaðar fulltrúum utan af landi, en óskir hafa komið fram um að efnt yrði til slíkra ferða í tenglsum við landsþingin. Eftirtaldar stofnanir hafa lýst sig fúsar til að taka á móti gestum föstudaginn 7. okt.: Kl. 10.00 Stofnanir Styrktar- félags vangefinna við Stjörnugróf 7—9. - Bjarkarás, starfsjálfunar og kennslustofnun. - Lækjarás, þjálfunarstofnun. - Ás, vinnustofur. Kl. 13.00 Safamýrarskóli, þjálf- unarskóli, Safamýri 5. Lyngás, dag- heimili, Safamýri 5. Tekið verður á móti þátttakend- um við Bjarkarás kl. 10.00 föstu- daginn 7. okt. og stofnanir félags- ins skoðaðar. Þaðan verður haldið að Safamýrarskóla. Tilkynningu um þátttöku ber að senda með kjörbréfum á skrifstofu Þroskahjálpar, Nóatúni 17, 105 Reykjavík, fyrir 25. sept. n.k. Verslunarráð íslands: Stefna ríkisstjórnar innar getur leitt til atvinnuleysis Á almennum félagsfundi hjá Verslunarráði íslands var nýlega samþykkt ályktun þar sem á það var bent, að þó margt hafi áunnist i stjórn efnahagsmála á skömmum tíma séu mörg viðfangsefni enn ó- leyst. Er bent á of stóran fiski- skipastól miðað við afrakstur fiski- miða, offramleiðslu í landbúnaði og fjárfestingamistök. I ályktuninni segir, að þær að- gerðir sem gripið var til í sumar til að ná jafnvægi í efnahagslífinu og laga útgjöld þjóðarinnar að lægri þjóðartekjum hafi „að sjálfsögðu orsakað samdrátt í atvinnulífinu á vissum sviðumþ og að þetta kunni að leiða til minni atvinnu og jafnvel atvinnuleysis ef ekki er brugðið rétt við tímanlega. Bendir V.í. á nokkur atriði sem það telur að gera eigi, að lögum um tekju- og eignarskatt verði breytt, á frjálsa verðmyndun, frjálsræði í gjaldeyrisviðskiptum, dregið úr skattheimtu og skipulagi lánamála verði breytt. Enn fremur segir í ályktuninni að þeim árangri sem þegar hefur náðst sé „auðvelt að spilla með óraun- hæfum kjarasamninguml* Landsþing haldiö að Hótel Loftleiðum dagana 7^9. okt. 1983. Dagskrá iroskahjá/p NÚATÚN117,105 RÉYKJA VlK SlMI23901 Föstudagur 7.okt. Kl. 20.30 Þingsetning: Eggert Jóhannesson, for- rnaður Ávarp: Alexander Stefánsson, félags- málaráðherra Raeða: Vilhjálmur Hjálmarsson, frv. ráð- herra Milli atriða verður tónlistarflutningur. Að lokinni þingsetningu er þingfulltrúum og gestum boöið til kaffisamsætis í Kristal- sal. Laugardagur 8. okt. Kl. 09.00 Ráðstefna um málefni og markmið samtakanna. Stutt framsöguerindi: Fjallað verður um eftirtalda málaflokka m.a. í Ijósi þeirra umræðna, sem fram hafa farið innan samtakanna á undan- förnum árum: 1. Mennta- og skólamál: Einar Hólm Ólafsson, yfirkennari. 2. Langtímavistun/heimili: Lára Björns- dóttir, félagsráðg. Jón Sævar Alfons- son, skrifst. st. 3. Atvinnumál: Friðrik Sigurðsson, þroskaþjálfi 4. Ráðgjöf og stuðningur við fjölskyldur: Halldóra Sigurgeirsd., húsm. Þor- steinn Þorsteinsson, bóndi 5. Ráðstöfun fjármagns til framkvæmda og uppbyggingar: Bjarni Kristjánsson, framkvst. Kl. 12.00 Matarhlé. Kl. 13.30 Vinnuhópar taka til starfa og ræöa efni áöur upptalinna erinda. Kl. 15.30 Kaffihlé. Kl. 16.00 Niöurstöður vinnuhópa kynntar. Kl. 16.30 Erindi um réttindagæslu þroskaheftra, Jóhann Guðmundsson, læknir. Kl. 16.45 Stuttar umræður. Kl. 17.00 Ráðstefnuslit. Kl. 19.30 Sameiginlegur kvöldverður þingfulltrúa og gesta í Blómasal. Sunnudagur 9. okt. Kl. 9.00 — 12.00 Aðalfundarstörf Landssam- takanna Þroskahjálpar. Kl. 13.30 — 17.30 Aðalfundarstörf Landssam- takanna Þroskahjálpar. Ath. Aðaláhersla verður lögð á umræður um niður- stöður vinnuhópa og ályktanir í framhaldi þeirra. Þessar umræður hefjast strax að loknu matarhléi. Ráöstefnan, laugardaginn 8. okt., eröllum opin og er áhugafólk um málefni þroskaheftra og aörir sem því tengjast hvattir til að sækja ráðstefnu þessa. Landssamtökin Þroskahjáip. HAB VIÐ MINNUM A Happdrætti Alpýðuflokksins og Alpýðublaðsins 1983 Vinningar: 1. Mazda Gupe GLX kr. 353.000: .2.-11. Utanlandsferðir meö Úrval hver að upphæð kr. 30.000 - Vinninga skal vitja innan árs Margfaldur verðlaunabíll Bfll ársins f Bandarfkjunum og Japan Verð kr. 10a Upplag 35.000 Upplýsingasími 91-81866 Númer 00001 Alþýðuflokkurinn — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.