Alþýðublaðið - 14.12.1983, Qupperneq 2
2
Miðvikudagur 14. desember 1983
RITSTJORNARGREIN..... ....—............
íbúðir í stað loftkastala
Morgunblaóið minnir f leiðara á þriðjudag á
hina eftirminnilegu mynd af Evu Peron sem
dregin var upp i sjónvarpskvikmynd, sem sýnd
varhérásunnudagskvöld. RitstjóraMbl.erþað
mikið umhugsunarefni, hvernig Eva Perón afl-
aði sér vinsælda, sat i fjölmiðlaljósi og deildi
út peningum á kostnað annarra og bauð enn
meiri launahækkaniren beðiðvarum. „Komið
á mánudaginn", sagði Eva Peron þegar pening-
arnir voru búnir. Út á þessa sviðsetningu ávann
Evita sér feikna vinsældir. Morgunblaðið
kemst að þeirri niðurstöðu, að sagan um Evu
Peron sé meðai mögnuðustu ádeilna á þá
landsstjórnarmenn, sem þykjast geta gert allt
fyrir allaá kostnað annarra. Eflaust geta flestir
tekið undir það.
Varla hefur það þó hvarflað að Morgunblaðs-
ritstjórum að lita i barm þeirrar ríkisstjórnar
sem nú situr og skoða loforðalistana frá síða-
stliðnu vori. Þávoru uppi miklarheitstrenginar
sjálfstæðismanna i húsnæðismálum. Sjálfur
oddviti sjálfstæðismanna i Reykjavík, Albert
Guömundsson, lýsti þvi yfir, að hægt væri að
veita öllum þeim sem byggðu i fyrsta sinn 80%
lán. Þegar hann var spurður hvar ætti að taka
einn til tvo milljarða sem á vantaði til að efna
loforöiðvfsaði hanntil loforðaogefndaborgar-
- stjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. Þetta er
vel hægt, sagði Albert.
En smám saman fór að draga af ihaldinu, þeg-
ar reyna átti á stóru orðin. Hvert loforðið á
fætur öðru er nú farið fyrir Htið. Frumvarpið,
sem leggjaátti fram á Alþingi fyrst allra frum-
varpa, húsnæðisfrumvarp félagsmálaráðherra,
er lagt fram rétt fyrir þinghlé, þegar vitað er að
nánast enginn tfmi er til að fjalia um þetta stór-
mál. Þannig fer fyrir þeim sem þykjast geta
gert allt fyrir alla. Þegar upp er staðið hafa lof-
orðin reynst orðin tóm. „Komið aftur á mánu-
daginn“, sagði Eva Peron. Já, komið aftur á
næstaári, segirfjármálaráöherravið húsbyggj-
endur nú. Þá verður hægt að skoða málin.
Vissulega er fengur í ýmsum nýmælum i því
sem fram kemur í húsnæðisfrumvarpi félags-
málaráðherra. Opnaðir eru möguleikar á bygg-
ingu fbúða fyrir lágiaunafólk og félagasamtök-
um gert kleift að byggja leiguhúsnæði fyrir
félagsmenn sína. En það meginatriði stendur
óhaggað eins og f vor þegar sjálfstæöismenn
viðruðu gylliboð sfn að hætti Evu Peron, að
■fjárveitingar og fjármögnun til húsnæðismál-
anna er ails ekki tryggð.
Láglaunafólk mun þurfa að leggja fram
helmingi meiraféen áðurtil aðtryggjasérlbúð
í Verkamannbústöðum.Byggingasjóður verka-
manna fær ekki nema helming þess fjár-
magns, sem hann þarf til nauðsynlegra fram-
kvæmda. Miklar likur eru á, aö lánsfjáröflun sú
sem fyrirhuguð er standist illa eða ekki.
Sem dæmi má nefna, að gert er ráð fyrir
tekjuöfiun af skyldusparnaði er nemur42 millj-
ónum skv. frumvarpinu. Allt stefnir nú f, að
skyldusparnaður verði neikvæður á þessu ári.
hvaða Ifkur eru á, að hægt sé að Ieggja42 millj-
óniraf skyldusparnaöi fram til húsnæðismála
á næsta ári? Þetta benti Jóhanna Sigurðar-
dóttir á í ræðu sinni á þingi ( síðustu viku.
Samai er að segja um fjármögnun i gegnum
skuldabréf og lánsfjáröflun almennt. Þarerað
finna loftkastala en ekki fé til að byggja ibúðir.
Félagsmálaráðherra, Alexander Stefánsson,
verður því að finna traustari grundvöll fyrir fjár-
hagslegum grunni húsnæðisfrumvarpsins, ef
ekki á að fara fyrir honum eins og Albert og
sjálfstæðismönnum. Húsbyggjendur og
ibúðakaupendur um allt land bfða þess nú með
óþreyju að sjá raunhæfaraðgerðir í húsnæðis-
málum. Þeir munu ekki sætta sig við að sagt
verði „komið á mánudaginn" þegar peningarnir
eru búnir. Og sjálfstæðismenn ættu að minn-
ast þess, hvernig fer fyrir þeim sem þykjast
geta gert allt fyrir alla á kostnað annarra. Ef
þeir læra af reynslunni má koma i veg fyrir svip-
aðar vanefndir og þeir hafa gerst sekir um í
húsnæðismálum. Morgunblaðið ætti því sem
oftast að minna þingmenn og sérstaklega odd-
vitann I Reykjavík á söguna um Evitu. Það er
ekki hægt til langtíma að „gera allt fyrir alla á
kostnað annarra".
- K U
Jókanna 4
inn á Alþingi til að knýja enn frekar
á um hve mikilvægt er að brugðist
verði við þessum vanda með skjót-
um hætti, en það er ekki síst undir
dómsmálaráðherra komið að átak
verði gert til þess að fyrirbyggja út-
breiðslu ávana- og fíkniefna þannig
að tekið verði á þessum málum þeg-
ar áður en málið sækir í enn verra
horf heldur en nú er.
Dýr störf 4
samt umtalsvert fé í hlut skipa-
smíðastöðvanna á næsta ári. Styrk-
irnir hljóða upp á 58 milljónir dala,
en stjórnarandstaðan vildi að þessi
upphæð færi yfir 70 milljónir dala.
I rökstuðningi sínum lagði
stjórnarliðið áherslu á, að enginn
iðnaður í Noregi hlyti svo háar nið-
urgreiðslur sem skipasmíðaiðnað-
urinn. Fjármálaráðherrann, Rolf
Presthus, varaði skipasmíðafelögin
við því að opna allar gáttir til mik-
illa launahækkana. „Ef þið haldið
ekki launum í skefjum, þá mun það
hafa alvarlegar afleiðingar fyrir
niðurgreiðslurnar“, var boðskapur
fjármálaráðherrans til eigenda
skipasmíðastöðva í Noregi, sem
eins og áður segir sækja nú þriðj-
ung af kostnaði við hvert skip beint
í ríkiskassann.
Þórunn 1
knýjandi nauðsyn vegna lélegrar af-
komu hjá fólki en þó væri það langt
frá því að vera nóg, síður en svo, en
spor í rétta átt.
„Það er margt sem yrði eftir, en
það hefur nú gengið svo í gegnum
baráttu verkalýðshreyfingarinnar
að við höfum alltaf staðið uppi með
ýmsa hluti án þess að vera ánægð
með það.
En varðandi þessa kröfu nánar,
þá verð ég að viðurkenna að ég er
dálítið smeyk um framvindu þess-
ara mála. Það hefur ekki verið rætt
um aðrar leiðir á þessum vettvangi,
það var rætt um þessi mál á for-
mannafundinum, en ekki hefur enn
verið ákveðið neitt um hvaða leiðir
yrðu farnar ef þessi brygðist. Því
miður finnst mér sem við séum fast
að því að missa af lestinni með
bráðabirgðasamning, því miður eru
það ekki fögur svör sem við fáum,
hvorki frá ríkisstjórninni né vinnu-
veitendum“ sagði Þórunn.
Bjartsýnn 1
söfnuninni liggur fyrir, en ég tel
ekki ólíklegt, að þarna verði aðstoð
við eitt til tvö hundruð þúsund
manns og þá er ég að tala um þá
sem svelta á svæðinu í dagþ sagði
hann.
Guðmundur Einarsson var
spurður hvort hér væri eingöngu
um skammtímaaðstoð að ræða eða
hvort áætlanir hjálparstofnana á
þessum svæðum væru í tengslum
við langtímaastoð.
„Við áiítum, að í rauninni eigi
engin aðstoð að vera þannig, að
ekki sé hugað jafnframt að grund-
velli fyrir áframhaldandi hjálp. í
því sambandi vil ég nefna, að nú er
ætlunin að senda vatnsborunar-
menn til þurrkasvæðanna m.a. í
Uganda. Tæki til vatnsborunar eru
þegar komin á staðinn, en það vant-
ar menn til að vinna þessi verk.
Þannig munum við geta aðstoðað
við langtímahjálp á þessum svæð-
um jafnframt því, sem við veitum
neyðaraðstoð. Einnig er verið að at-
huga með sams konar aðstoð í
Eþíópíu.
En er ekki erfitt að velja úr svæði
í heimi þar sem milljónir manna
svelta og ákveða þannig, hverjir lifa
af?
„Vitanlega er þetta erfið ákvörð-
un. En við störfum ekki að þessu
einir. Þarnaeru teknar sameiginleg-
ar ákvarðanir hjálparstofnana og
við erum svo heppnir íslendingar,
að vegna þess hve við erum fámenn
þjóð, þá fáum við að jafnaði úthlut-
að svæðum þar sem minna er um
vandamál en stórþjóðirnar fá að
glíma við. Stærri þjóðirnar þurfa
oft að stunda hjálparstarf, þar sem
hernaðarátök eiga sér stað, en við
höfum notið þess í þessu starfi að
við erum fámenn þjóð,“ sagði Guð-
mundur Einarsson að lokum.
Hjálparstofnun hefur sent út
söfnunarbauk ásamt gíróseðli og
má koma gíróseðlinum til skila í öll-
um bönkum og póstafgreiðslum á
Iandinu. Ennfremur taka sóknar-
prestar, skrifstofa Hjálparstofnun-
ar og Kirkjuhúsið við Klapparstíg
við framlögum og söfnunarbauk-
um.
Ásmundur 1
Tímans að verkalýðsforystan væri
að guggna á kröfunni um 15 þús-
und króna lágmarkslaun, þar sem
hún væri óframkvæmanleg.
Það er jafnframt ljóst að vegna
þess hvað tekjufallið er mikið,
miklu meira en við höfum nokkurn
tíma áður staðið frammi fyrir, eins
vegna þess að það er bannað að
semja um verðbætur, að þá er óhjá-
kvæmilegt að samningsgerð geti
tekið töluvert langan tíma. Þess
vegna var það okkar skoðun að
taka þessa kröfu Verkamannasam-
bandsins upp og reyna að ná bráða-
birgðasamkomulagi á þeim grund-
velli. Atvinnurekendur hafa hins
vegar ekki reynst tilleiðanlegir til
þess á nokkurn máta, við eigum að
sjálfsögðu eftir að ræða við þá
frekar um málið. Ég held nú satt að
segja að málið strandi frekar á neit-
un af þeirra hálfu, frekar en að það
sé vegna innbyrðis ágreinings okkar
megin.
En það er öllum ljóst og ekki dul-
ist neinum, að það eru margir fram-
kvæmdaerfiðleikar í sambandi við
svona lausn. Auðvitað hljótum við
að skoða allar leiðir í þessu sam-
bandi. Við tökum fegins hendi öll-
um hugmyndum sem að gagni geta
komið til þess að létta á þeim erfið-
leikum sem blasa við þeim sem verst
eru staddir“,sagði Ásmundur.
Umsóknir um
leyfi til hörpudiskveiöa á Breiða-
firði
Þeir aðilar, sem stunda útgerð frá Breiðafjarðar-
höfnum og hafa áhuga á að stunda hörpudisk-
veiðar á Breiðafirði á næsta ári skulu sækja um
leyfi til þeirra veiða til ráðuneytisins fyrir 1. janúar
n.k. Umsóknir sem berast eftir þann tíma verða
ekki teknar til greina.
I umsóknum skal greina f rá nafni báts, umdæmis-
númeri.skipaskrárnúmeri, ennfremur nafni skip-
stjóra og nafni og heimilisfangi móttakanda leyf-
is.
Ráðuneytið mun að loknum umsóknarfresti taka
afstöðu til einstakra leyfisumsókna og setja regl-
ur um úthlutun leyfa.
Sjávarútvegsráðuneytið
12. desember 1983.
Tilkynning til
launaskattsgreiöenda
Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að
eindagi launaskatts fyrir mánuðina ágúst,
september og október er 15. desember n.k. Sé
launaskattur greiddur eftir eindaga skal greiða
dráttarvexti til viðbótar því sem vangreitt er, talið
frá og með gjalddaga. Dráttarvextir eru 4% á
mánuði.
Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til inn-
heimtumanns rikissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og
afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti.
Fjármálaráðuneytið
Rannsóknaaðstaða við
Atómvísindastofnun
Norðurlanda (NORDITA)
Við Atómvlsindastofnun Norðurlanda (NORDITA) í
Kaupmannahöfn kann að verða völ á rannsóknaað-
stöðu fyrir Islenskan eðlisfræðing á næsta hausti.
Rannsóknaaðstööu fylgir styrkur til eins árs dvalar við
stofnunina. Auk fræðilegraatómvlsindaer við stofnun-
ina unnt að leggja stund á stjarneðlisfræði og eðlis-
fræði fastra efna.
Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi i fræði-
legri eðlisfræði og skal staðfest afrit prófskírteina
fylgja umsókn ásamt Itarlegri greinargerð um mennt-
un, vísindaleg störf og ritsmiðar. Umsóknareyðublöð
fást í menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101
Reykjavlk.
Umsóknir skulu sendartil NORDITA, Blegdamsvej 17,
DK-2100 Köbenhavn Ö, Danmark, fyrir 30. desember
n.k.
Menntamálaráðuneytið
9. desember 1983.