Alþýðublaðið - 30.12.1983, Qupperneq 1
Föstudagur 30. desember 1983 219. tbl. 64. árg.
Formenn sveitarstjórnarráðs, verkalýðs-
málaráðs, Sambands ungra jafnaðarmanna
og Sambands Alþýðuflokkskvenna:
Hvað segja þeir um áramót?
Guðmundur Oddsson formaður
sveitarstjórnarráðs Alþýðuflokks-
ins.
Guðmundur Oddsson:
Sýndar-
mennska
íhaldsins
Þegar ég hugsa til ársins sem er
að líða er mér ofarlega í huga ráð-
stefnan í Munaðarnesi þar sem
tekin voru fyrir sveitarstjórnar-
og fræðslumál flokksins og þá
sérstaklega í þeim tilgangi að end-
urskoða stefnuskrá Alþýðu-
flokksins á þessum málasviðum.
Þessi ráðstefna var vel heppnuð
og nú er búið að taka saman nið-
urstöður hennar og senda til þátt-
takenda. Ég vonast til þess að á
framhaldsráðstefnunni á næsta
ári verði hægt að fjalla nánar um
þessi mál og bæta við þannig að á
næsta flokksþingi flokksins liggi
fyrir itarleg drög að endurskoð-
aðri stefnuskrá flokksins varð-
andi sveitarstjórnarmál. Ég hygg
að það sé varla hægt að vinna
svona mál öllu lýðræðislegar.
Vonandi verður þetta starf síð-
an til að efla allt sveitarstjórnar-
starf Alþýðuflokksmanna og
samræma aðgerðir og afstöðu
þeirra. Nú er rúmt ár síðan ég
gerðist formaður sveitarstjórnar-
ráðs flokksins og satt að segja
hefur reynst erfitt um vik að koma
með beytingar, en ég tel að heiðar-
legar tilraunir hafi verið gerðar og
að í kjölfar þessara ráðstefna
verði unnið af krafti á næsta ári.
Varðandi sveitarstjórnarmál al-
mennt er mér ofarlega í huga um-
ræðan um þessar mundir um út-
svarsreglur og skattbyrði. Ég er í
grundvallaratriðum ósammála
þeirri stefnu að sveitarstjórnirnar
eigi bara að lækka sín útsvör, en
ríkið að halda sínu. í Kópavogi
höfum við hins vegar gripið til
þess að lækka útsvarið, við gerum
það til að koma til móts við fólkið
og auk þess er fjárhagur bæjarins
góður. Hins vegar er fjárhagur
margra sveitarfélaga mjög bág-
borinn. Sums staðar er svo við-
höfð sýndarmennska á borð við
það sem íhaldið á Seltjarnarnesi
ætlar sér að gera, þar sem álögur
lækka, en á móti kemur sú stað-
reynd að þar á að lækka krónu-
tölu til verklegra framkvæmda á
milli ára og við vitum hvað það
þýðir.
Þá vil ég hvað komandi ár varð-
ar geta þess að 1. febrúar næst-
komandi er meiningin að sveitar-
stjórnirnar fái í sínar hendur
ákvörðunarvaldið um þjónustuna
og þá mun virkilega koma í ljós og
reyna á það hvaða sveitarstjórnir
eru félagslega sinnaðar og hverjar
ekki. Það verður fróðlegt að fylgj-
ast með því.
Að lokum vil ég aðeins minnast
á, að ég hef miklar áhyggjur af
stöðu Alþýðublaðsins, mig óar
við þeirri tilhugsun að Alþýðu-
flokkurinn yrði málgagnslaus. Ég
vona að framkvæmdastjórninni
takist að koma á breyttri og betri
skipan á rekstri stofnana flokks-
ins. Svo óska ég öllum sveitar-
stjórnarmönnum og stuðnings-
mönnum Alþýðuflokksins gleði-
legs árs.
Karvel Pálmason:
Ýmsar blik-
ur á lofti
Varðandi yfirstandandi ár er
augljóst að ástand efnahags- og
atvinnumála er erfitt og hefur það
auðvitað mikil áhrif á stefnu og
störf verkalýðshreyfingarinnar,
það hefur sýnt sig í ár og mun
sjálfsagt sýna sig enn meir á því
næsta.
Karvel Pálmason formaður verka-
lýðsmálaráðs Alþýðuflokksins.
Hin geysilega kjaraskerðing á
árinu er manni ofarlega í huga og
ekki síður sú aðför sem fólst í því
er ríkisstjórnin svipti launafólk
réttinum til að semja um kaup og
kjör. Því hefur nú sem betur fer
verið aflétt, en allt þetta hefur
haft veruleg áhrif. Ekki má í þessu
sambandi gleyma því að aðgerðir
fyrrverandi ríkisstjórnar höfðu
og sín áhrif til þess að verkalýðs-
hreyfingin er nú illa í stakk búin
að mæta þessum erfiðleikum af
festu. Ef festa hefði ríkt þá hefði
hreyfingin vafalaust staðið betur
að vígi nú.
Mér sýnist allt benda til þess að
næsta ár verði erfitt, það eru ýms-
ar dökkar blikur á lofti og þá sér-
staklega í atvinnumálum þjóðar-
innar. Sú ákvörðun ríkisstjórnar-
innar að taka upp þessa kvóta-
skiptingu kemur til með að hafa
alvarlegar afleiðingar fyrir þau
landssvæði þar sem fiskveiðar og
fiskvinnsla taka til sín 80—90%
mannaflans og ég hygg að þar
hljóti að draga til þeirra atburða
er hafa afgerandi áhrif á stöðu
einstaklinganna og þjóðarinnar í
heild. Þessi byggðarlög verða
vafalaust harkalega úti og ég ætla
að það megi búast við vaxandi at-
vinnuleysi, þó ekki væri nema
bara fyrir þessa einu ákvörðun.
-Um stöðu verkafólks og
hreyfingar þess á næsta ári vil ég
ekki mikið segja að öðru leyti en
að það verður þungur róður að ná
aftur því sem af hefur verið tekið.
Ég er ekki bjartsýnn, en vonandi
er ég of svartsýnn þó.
Að lokum vil ég segja að ég dreg
enga dul á að það er þörf á að
ýmsar breytingar eigi sér stað í
starfi Alþýðuflokksins ef hann á
að ná sér upj> úr þeirri lægð sem
hann er í. A komandi ári þurfa
menn virkilega að sameinast um
hverjar þær breytingar sem geta
skilað árangri.
Snorri Guðmundsson:
Enn mun
syrta í álinn
„Mér er efst í huga við þessi
áramót hin hrikalega meðferð
sem almenningur í landinu hefur
orðið að þola. Báðar ríkisstjórnir
þessa árs hafa tekið þátt í geysi-
legri kjaraskerðingu, mismunandi
mikið að vísu og er núverandi rík-
isstjórn að því leyti verri að hún
hefur skert kjörin mun meira og
auk þess gripið til óyndisúrræða
eins og að afncma samningsrétt-
inn. Með óbreyttri stefnu er ekki
fyrirsjáanlegt annað en að enn
Snorri Guðmundsson formaður
Sambands ungra jafnaðarmanna.
muni mjög syrta í álinn hjá laun-
þegum þessa lands.
Sérstaklega er útlitið nú dökkt í
atvinnumálum og ekki sýnist mér
á fjárlögum næsta árs að það eigi
að veita nauðsynlegu fjármagni
til aukinnar atvinnuuppbygging-
ar. Síður en svo. Því miður er allt
útlit fyrir að ríkisstjórnin muni
kalla yfir landsmenn geysilegt at-
vinnuleysi víða um land.
Hvað flokksstarfið varðar þá
vil ég segja að margt gott hefur
áunnist, en alltaf má betur gera og
sjaldan hefur verið eins rík þörf
fyrir sterkan jafnaðarmanna-
flokk en einmitt nú. Ég vona að á
næstu árum muni jafnaðarmenn
sameinast í breiðfylkingu gegn
íhaldsöflunum í landinu þannig
að unnt reynist að hrinda á bak
aftur þeirri leiftursókn sem verið
er að framkvæma gegn launafólki
landsins.
Að lokum vil ég þakka kærlega
fyrir samstarfið á liðnu ári, ég bið
að heifsa öllum með von um að
næsta ár færi okkur nær þeim
markmiðum sem við stefnum að.
Krístín Guðmundsdóttir:
Krafan um
afvopnun
Ég hef það á tilfinningunni að
árið 1984 verði viðburðarríkt og
að mörgu leyti örlagaríkt á inn-
lendum jafnt sem erlendum vett-
vangi. Átök hafa sett svip sinn á
alþjóðamá) síðustu mánuði og
hér heima er ýmislegt í deiglunni,
,sem verið getur mikill eldsmatur á
næsta ári. Árið 1984 verður því að
mínu mati ár sviptinga ef til vill
mjög harðra bæði innan lands og
utan. Ég er ekki bjartsýn á frið-
samlega lausn deilumála, t.d. í
Mið- og Suður-Ameríku og í Mið-
Austurlöndum með hliðsjón af
sögulegum staðreyndum, þó ég
voni auðvitað hið besta.
Á komandi ári mun krafan um
afvopnun rísa hærra en nokkru
sinni fyrr. Svo hátt vona ég að hún
rísi, að stjórnmálamenn í kjarn-
orkuveldunum neyðist til að taka
tillit til skoðana yfirgnæfandi
meirihluta fólks, sem vill tafar-
lausa afvopnun og útrýmingu
þeirra vopna sem fyrir eru í heim-
inum. Við íslendingar höfum ver-
ið of sein á okkur í friðarmálun-
um, allt of fáir hafa hugsað út i
hörmulegar afleiðingar kjarn-
orkustyrjaldar, en síðustu mán-
uði má segja að vakning hafi orð-
ið meðal okkar í þessum efnum.
Ég geri ráð fyrir því að allmikil
Kristín Guðmundsdóttir formaður
Sambands Alþýðuflokkskvenna.
ókyrrð verði á íslenskum vinnu-
markaði á næsta ári, enda þarf
ekki mikinn spámann til að sjá að
harkalegar aðgerðir ófyrirleit-
innar ríkisstjórnar gegn veik-
burða verkalýðshreyfingu mun
með vaxandi atvinnuleysi og
kreppu leiða til harðra átaka.
Ég er þeirrar skoðunar, að kon-
ur muni á árinu 1984 setja í vax-
andi mæli svip sinn á atvinnulíf
og stjórnmál, enda mál til komið
að þær láti meira að sér kveða.
Þá er það bjargföst sannfæring
mín, að vegur Alþýðuflokksins
muni fara vaxandi á næsta ári
með eflingu flokksstarfs og
auknu samstarfi forystu flokksins
og hins almenna ílokksfélaga í
Alþýðuflokknum.
Happdrœtti
A Iþýðuflokksins
og Alþýðublaðsins
Dregið hefur verið í happdrætt’
Alþýðuflokksins og Alþýðublaðs-
ins — HAB ’83. Vinningsnúmei
voru innsigluð hjá borgarfógeta
Reykjavík í gær, en þau verða biri
jafnskjótt og fullnaðarskil hafs
verið gerð í happdrættinu.
Það eru því síðustu forvöð að
gera skil í happdrætti Alþýðu-
flokksins þessa dagana og þeir sem
ekki hafa sent inn greiðslur og
óselda miða, eru beðnir um að gera
það sem allra fyrst. Skrifstofa Al-
þýðuflokksins að Hverfisgötu tek-
ur við greiðslum og óseldum mið-
um.
Alþýðublaðið þakkar lesendum sínum samskiptin á árinu sem er að líða og
óskar landsmönnum öllum farsœldar á komandi ári.
Nœsta blað kemur út þriðjudaginn 3. janúar 1984.