Tíminn - 18.01.1967, Side 9

Tíminn - 18.01.1967, Side 9
MIÐVIKUDAGUR 18. Jxnúar 1967 TÉMINN Aldarminning: Séra Sigfús Jónsson í á«ústmánuði síðastliðnum voru hundrað ár liðin frá faeðingu séra Sigfúsar Jónssonar prests á Mælifelli. Séra Sigfús sWrði mig og fermdi og ég trúi (því, að bless- unarorð hans við iþær atihafnir hafi átt þátt í því lífsláni, sem mér hefur hlotnazt. Þess vegna vil ég skrifa um hann nokkur orð á aldarafmæli. Ekki verður það nein ævisaga, heldur minningar mínar á við og dreif sem tengdar eru þessum stórmerka manni. Séra Sigfús var fæddur að Víði- mýri 24. ágúst 1866. Stúdentsprófi lauk hann 1886 og guðfræðiprófi 1888. Prestsvígslu hlaut hann 29. septemher 1889 og veittur Hvamm ur í Laxárdal sama ár. Fékk Mæli fell árið 1900 og lausn frá embætti 1. júní 1919. Árið 1918 fluttist hann til Sauðárkróks og var séra Thyggvi Kvaran aðstoðarprestur hans eitt ár. Kona séra Sigfúsar var Petrea Þorsteinsdóttir frá Grund í Svarf- aðardal og ber mér að minnast hennar hlýlega, þvl skrifað er í kirkjubók, að hún hafi haldið á| mér við skírnarlaug. Frú Petrea' var talin mikil bústýrukona, en ég sá hana aldrei svo ég muni. Síðustu tuttugu árin sem hún lifði, var hún heilsulaus og oftast rúmliggjandi. Séra Sigfús var meira en með- almaður á hæð, herðabreiður og beinn í baki, þreklega vaxinn og svaraði sér vel. Hann mun hafa ver ig hraustmenni að burðum og á yngri árum var hann talinn góð- ur glímumaður. Hann færði mikla persónu sem kaliað er, svipmikill og sviphreinn. Víðsýnn gáfumað- ur var hann og skapríkur, en 'hafði gott vald á skapi sínu. „iHonum var sýnt um fjármál“ segir Jón Árnason frá Vatnsskarði en Jón má vita það gjörla, því hann var framkvæmdarstjóri út flutningsdeildar S.Í.S. um árarað- ir þegar séra Sigfús var kaupfé- lagsstjóri. Ekki mun ég verða svo gamall að ég gleymi því, þegar ég sá séra Sigfús síðast. Það var í byrjun júní árið 1937. Alþingis- kosningar voru í nánd og kosn- ingaþaráttan að hefjast. Frambjóð | endur komu í bíl frá Sauðárkrókj1 og námu staðar á bakkanum við Svartá, þvi áin var þá óbrúuð ogi ekki fær fóLksbílum. Séra Sigfús ]á í grasinu helsjúkur en Magnús 'Guðmundsson stóð yfir honum.; Daginn eftir var séra Sigfús and-1 aður, en Magnús átti tæpt misseri ólifað. Báðar þessar miklu kempur em samtíðarmönnum ógleyman- legar. Báðir nutu þeir mikillar hylli í héraði og báðir kepptu þeir nú um þingsæti sinn fyrir hvern flokk, en ég hygg að þeir hafi virt hvorn annan mikils, þó ekki væri rætt um það á framboðs- fundum. Þegar iiér var komið sögu hafði séra Sigfús verið þingmaður Skag- firðinga frá 1934. Kosning hans á þing þá, var söguleg og afdrifarík. Hann og Jón á Reynistað fengu jafn mörg atkvæði og var hlut- kesti látið ráða. Meirihluti þeirrar ríkísstjórnar, sem mynduð var eft- ir þessar kosningar valt á einu þingsæti. Um þessar kosningar var eftir- farandi vísa kveðin: Víst gat oss klofningur bænda bagað, og baráttuna gert lítils virði. En nú er þetta allt saman orðið með atkvæði drottins í Skaga- firði. Mikið kapp var í kosningunum 1934 þvi úrslitin voru óviss fyrir fram í Skagafirði. Ég man eftir framboðsfundi á Sauðárkróki þetta vor og mér fannst hinum þaulæfða málafylgumanni Magn- úsi Guðmundssyni veita heldur í kappræðunum, en það kann að hafa verið fyrir það, að ég var líka hrifinn af Magnúsi, þótt ég kysi hann ekki á þing. Svo er á fhitt að líta að séra Sigfús var kominn fast að sjötugu og mun hafa verið vanari að semja sínar ræður fyrirfram, en því verður ekki komið við á framboðsfund- um. En þess má geta að fram- boðsræða hans við kosningarnar 1937, sem prentuð er í Tímanum það ár ber engin ellimörk. Á nefndum framboðsfundi 1934 man ég að Magnús Guðmundsson sagði, að það hefði fokið ofan af Framsóknarflokknum og þá hefði séra Sigfús komið upp. Þetta mátti til sanns vegar færa. Tryggvi Þórhallsson var farinn úr Fram- sóknarflokknum og þrír þingmenn með honum og höfðu þeir myndað Bændaflokkinn, sem hafði víða frambjóðendur í sveitakjördæm- um við þessar kosningar. Bryn- leifur Tobíasson hafði verið fram- bjóðandi Framsóknarflokksins í 20 með fréttum. Kl. 20.20 kem- ur svo þáttur Steinaldarmann- anna og nefnist hann Kvenna- kvöld. Næst á dagskránni er kvikmyndin Jökulævintýri. Hún fjallar um hvernig íslenzkum hraustmennum tókst ag bjarga flugvélinni Geysi, sem fórst á Vatnajökli árið 1950. Sigurður Magnússon, fultrúi gerði tcxta með myndinni, og er hann jaín framt þulur. Þá syngur danska söngkonan Ulla Pia nokkur )ög en hún skemmti fyrr í vetur á Hótel Loftleiðum. Kl. 21.30 verður sýnd sjónvarpskvik- myndin Matarmiðinn. Leik- stjóri er Stuart Rosenberg og í aðalhlutverkum eru Cliff Ro- bertsson, Broderick Crawford og Chris Robinson. Kl. 22.05 er jazzþáttur, og f þetta sinn leik ur Modern Jazz Quartet. Dag- skrárlok eru kl. 22.05, en þulur, kvöldsins er Sigríður Ragna Sig urðardóttir. Sigurður Magnússon Skagafirði við þessar Alþingiskosn ingar á undan, en nú var hann Líka farinn. Það var í samræmi við skapgerð séra Sigfúsar, að þegar svona stóð á, tókst hann vandann á hendur, þó kominn væri á efri ár og 'heilsutæpur. Oft áður höfðu flokksbræður hans í héraði lagt fast að honum að vera í framboði en hann ekki gefið kost á því. Ekkj fara miklar sögur af störf um séra Sigfúsar á Alþingi, en ekki er ólíklegt að menn með hans hæfileika, hafi þar meiri eða minni bein eða óbein áhrif. Og ekki eru menn á einu máli um hvernig „atkvæði drottins“ hafi reynzt á ALþingi á árunum 1934 til 1937. Þessi tími er líklega of nærri okkur til þess að kveða upp óhlutdrægan dóm um það. Á þessu tímabili var atvinnu- leysi markaðshrun og gjaldeyris- skortur, með meiru, en þrátt fyr- ir það 'hófst ýmis konar uppbygg- ing á þessum árum, er síðan hefur haldið áfram jafnt og þétt. Kreppu árin eftir 1930 voru einskonar fæðingarhríðar að þeirri menning- arbyltingu, sem orðið hefur á ís- landi á tuttugustu öld. Eins og áður segir varð séra Sigfús prestur i Hvammi 23 ára gamall árið 1889. Fljótt komu menn auga á að hann væri hæf- ur til opinberra starfa utan kirkju, en árið 1890 var hann kosinn oddviti Skefilstaðahrepps, og tveim árum síðar sýslunefndar- maður sama hrepps. Þeim störf- um báðum gegndi hann til 1901 eða í eitt ár eftir að hann flutt- ist að Mælifelli. Vafalaust hefði hann orðið oddviti og sýslunefnd- armaður í Lýtingsstaðahreppi ef héraðshöfðinginn Ólafur Briem hefði ekki gegnt þeim störfum. í hreppsnefnd Lýtingsstaðahrepps var hann kosinn 1904 og var í henni til 1916. Það er áreiðanlega ekki of- sagt um séra Sigfús, að honum hafi verið sýnt um fjármál, það sýndi efnahagur hans þau 30 ár sem hann var þjónandi prestur og bóndi. Hann byrjaði búskap í Hvammi með tvær hendur tómar, eins og eðlilegt var eftir langt nám og óhöpp steðjuðu að á fyrsfu búskaparárum hans þar. Hann missti skepnur sínar úr miltisbrandi og heyrt hef ég að hann hafi átt eftir 3 ær. En þrátt fyrir það mun hann hafa verið orðinn vel efnaður þegar hann fluttist frá Hvammi eftir 11 ára búskap þar. Á Mælifelli var séra Sigfús einn af stærstu bændum í héraðinu. Það fer ekki margra á milli og haft eftir honum sjálfum að flest- ar ær hafi hann átt um 1910 og voru þær 303 og undir þeim voru mörkuð 306 lömb og á þeim tíma þóttu það góðar afurðir að fá rösklega lamb á á. Á Mælifelli hefði hann 5 til 7 kýr í fjósi og allt að 70 hross. Séra Sigfús var spurður að því hvers vegna hann hefði hætt prestsskap á góðum aldri, eða rúmlega fimmtugur. Hann átti að hafa svarað því, að ekkj væri skemmtilegt að predika yfir tóm- um stólum. Á öðrum tug aldar- innar fór kirkjusókn minnkandi og flestum prestum mun þykja það þung raun þegar fáir vilja hlusta á boðskap kirkjunnar. Svar séra Sigfúsar lá beint við, en ég er ekki viss um að hann hafi meint það eins og í orðunum lá. Hug- sjón samvinnustefnunnar var hon um í blóð borin, hugsjónin um jafnrétti. bræðralag og betri heim og forstöðu fyrir samvinnufélagi var lika prédikun, sem náði til fjölda fólks í víðlendu héraði.; Séra Sigfús var formaður Kaup- félags Skagfirðinga frá 1904 til 1910 og aftur frá 1913 til dauða- dags og framkvæmdarstjóri og gjaldkeri frá 1918. Að sami mað- ur hafi verið formaður kaupfélags og framkvæmdarstjóri á þessu tímabili hygg ég að sé einsdæmi, þar sem að Kaupfélag Skagfirð- inga var með þeim stærri á land- inu. Það var margra manna mál í héraði að fáum eða engum hefði tekizt jafn vel að stjórna Kaup- félagi Skagfirðinga á árunum '1918 til 1937. Um það verður ekkert fullyrt, því það er ekkert til sam- anburðar, en hitt er víst, að hann hafði sérstaka tiltrú, að fara með fjármál fyrir aðra og þeir. sem þekktu hann bezt, bændur í Skefils staða- og Lýtingsstaðahrepp- um trúðu á hann ef svo mætti segja. Og margir hafa haldið því fram fyrr og síðar, að það hafi verið undravert, hvemig séra Sigfúsi tókst að stjórna Kaupfélaginu og reisa það úr rústum. Eg man vel þessa tíma og þeir voru erfiðir. Fyrst voru harðindin, veturinn 1920 þegar skagfirzkir bændur björguðu búpeningi sínum með því að kaupa feikn af fóðurméli en næsta haust kolféllu afurðirn- ar j' verði og bændur sátu eftir með skuldimar. Svo kom gengis- hækkunin 1925, sem hækkaði skuld irnar á sama hátt og gengisfall lækkar þær og loks kreppan mikla eftir 1930, þegar þorri bænda varð raunverulega gjaldþrota. Úr þessari deiglu skilaði séra Sigfús kaupfélaginu fjárhagslega traustu, en grunur minn er sá að starf hans við kaupfélagið í tvo áratugi hafi ekki verið léttara eða áhyggjuminna, en að prédika í kirkju yfir auðum stólum. Skrif- stofa hans var í litlu herbergi í gömlu timburhúsi, og þar hafði hann a]]a þræði í sínum höndum og hélt fast um stjórnar- taumana. Og það jaðraði við, að hann yrði þjóðsagnapersóna. Til dæimis gekk sú saga, að hann hefði haft tvo peningakassa _nn- an tóman til að sýna viðskipta- mönnum, en hinn með einhverri vellu í, ef ómögulegt var að kom- ast hjá því að borga eitthvað. Og kaupfélagsstjórinn þótti stundum harður við viðskiptamennina, ef hann neitaði um nokkrar krónur j fyrir meðöl eða eitthvað annað j bráðnauðsynlegt, en tökin urðu að j vera hörð, ef vel átti að fara, því það voru engir peningar í um- ferð á kreppuárunum og fólk skiÞ, ur það ekki nú, nema það sé svo gamalt að það muni eftir því. Einu sinni heyrði ég í það. að bóndi úr Blönduhlíð réðst á gamla manninn með miklum sköm...um og hávaða, t.i séra Sigfús hafði gott vald á skapi sínu og talaði ekki af sér, en röddin var kulda- leg og svipurinn einbeittur og jafnvel hörkulegur. A kreppuárunum vantaði jiund um vörur í kaupfélaginu tíma og' tíma. Einu sinni var kaffilaust, en séra Sigfús var ekkert viðkvæm ur fyrir því, og var haft eftir hon- um, að kaffi yrði þá ekki tekið út í skuld á meðan. Séra Sigfús var hagsýnn os sparsamur á mla vísu en hafði glöggt auga fyrir hinum stóru dráttum í fjármál- um og viðskiptamálum. Ég var staddur á Sauðárkróki daginn, sem Mjólkursamlag Skagfirðinga1 Séra Sigfús Jónsson tók til starfa, líklega 1934. Kaup félagsstjórinn var sjálfur viðstadd ur og horfði á sagnafár með alvöru svip þegar mjólkurfatan frá hverj- um innleggjanda var látin á vog- ina og innleggið skrifað bók jafnóðum með hröðum höndum. Vísirinn var mjór í fyrstu, mjólk urinnleggið var lítið fyrsta sunr arið, en hér var verið að marka spor í miklu framfaramáli. Víst er mér séra Sigfús minn*s- stæður sém kaupfélagsstjóri, er presturinn á Mælifelli er mér þy langt um minnisstæðari. Þeg*» ég minnist hans er það í eim konar draumi æsku minnar. Þaí' er einhver ilmur fortíðar sem leikur um þær minningar. Fyrsta minning mín er sú nð prestur- inn var kominn að húsvitja. Ég var víst ungur, ég man það ekki en mér leið illa, því ég hafði hugmynd um að ég ætti að lesa. Ég hljóp samt ekki burtu og þetta leið hjá, ég stautaði víst eittJhvað og allt varð gott á aftir. Minmngarnar um kirkju- ferðir að Goðdölum flytja mér gömlum þul, yl að hjarta. Á sumrin var farið ríðandi til-kirkju. Fólkið dustaði hrossamóðuna af sparifötunum fyrir utan .ún og gekk svo í kirkju. Á sól- björtum sumardögum stafaði sól- in geislum sínum inn um kirkju gluggana og söngurinn hljómaði: Hvflíkur hátíðablær! Og hámark messunnar _var altarisgangan, fannst mér. Á þessum ámm var þróttmikill söngur í Goðdala- kirkju undir stjórn Guðmundar Ólafssonar. Altarisþjónusta séra Sigfúsar var frábær. Hann var söngmaður svo góður, að hann var talinn standa nærri séra Geir á Akureyri. Á veturna var lð gangandi til kirkju tveggja stunda gang oft í vondu færi. Messur á jólum eru mér ó- gleymanlegar við kertaljós í hálfrökkri og svo jólakveðjurnar frá dönskum sunnudagaskólabjrn um, sem presturinn afhenti öllum börnum, sem læs voru orðin. í þessum jólakveðjum voru fallegar jólasögur og myndir utan úr heimi. Á þessum tima voru börn köll uð til spurninga á messudögum að áliðnum vetri á aldrinum 10 til 14 ára og oft vorum við spurð í kirkjunni ef ekki var því kald ara. Kirkjuferð í marzmánuði 1916 er mér minnisstæð. Áttræð kona var jörðuð eftir messu, en það var annars ekkj venja að jarða á sunnudögum. Ekki flutti presturinn líkræðu, en las úr handbókinni. Þessi atburður var opinberun, því aldrei áður hafði ég séð líkkistu síga ofan í gröf og mér fannst dauðinn vo undarlegt fyrirbæri og aldrei áður hafði ég heyrt hljóðið, sem kveð ur við þegar moldin skellur á kistulokið. Mér var þetta líka við kvæmt mál. Þessi gamla kona hafði verið tíma og tima á heim ili foreldra minna og ég var mjög hændur að henni. Löngu síðar sá ég að presturinn hafði Framiiald á bls. 12.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.