Tíminn - 18.01.1967, Síða 12
SÞROTTIR
ÍÞRÓTTIR
MIÐVIKUDAGUR 18. janúar 1967
12
TÍMINN
Myndin aS ofan er frá leik 'FH og Fram ( fyrrakvöld, og sést GuSjón
Jónsson skorar eitf af mörkum sínum. (Tímamynd Róbert)
Vestur-Þjóðverjum tókst ekki
að hindra línuspil Rússanna
- Klimov maðurinn á bak við sigur Rússa, 19:16.
hlé tókst Þjóðverjum að minnka
bilið aðeins, en staðan í hálfleik
var 10:7.
Eins og vænta mátti var Klimov
aðalmaður sovézka liðsins. Hann
skoraði 8 mörk og var tvímæla-
laust maðurinn á bak við sigur
Rússa. í v-þýzka Uðinu stóðu sig
bezt Herbert Liibking og Hansi
Schmit, sem skoruðu 4 mörk hvor.
Þá vakti frammistaða markvarðar
ins, Bode, athygli.
Ungverjar hreMu
heimsmeistarana
HÁLFSYSTKIN!
Framhald af bls. 8
laganna bókstaf, verðskulduðu
þau a.m.k. þá hegningu, að
vera skilin að um nokkurt
skeið. — Þau verða að skilja
að lög vor heimila ekki slík
sambönd sem þetta, sagði
hann.
Kjeld Rosenberg dómari í
undirrétti leit á málið með
fullum skilningi og það var
meira en bæði sækjandi og
verjandi höfðu í rauninni
þorað að vona. Dómarinn
byggði úrskurð sinn á því, að
Ingrid og Leif hefðu í raun
réttri ekki alizt upp sem syst
kini, en hafi fyrst farið að
búa saman, þegar Ingrid var
16 ára. Hann sagðist taka til
lit til þessara orða Ingrid. —
Eg hef aldrei getað Utið á
Leif, sem bróður í venjulegum
skilningi þess orðs. Dómarinn
sagði og: — Samband þessara)
hálfsystkina er mjög náið ogj
innilegt, og þau hafa gefizt
upp við að búa hvort í sínu
lagi. Ef þau yrðu dæmd til
aðskilnaðar, myndi það ein
ungis hafa í för með sér,
sorg og óhamingju, og eftirliti
með þeim, yrði gjörsamlega
gagnslaust. Eins og málum er
háttað verðum við því að gera
undantekningu, og leyfa þeim
að halda sambandi sínu áfram.
Við treystum að þau efni það
loforð að geta ekki fleiri börn,
þar til lögunum hefur verið
breytt.
„Viljum ekki að börn okkar
drýgi hór“.
— Þetta er svo dásamlegt
að við eigum ekki til orð,
sagði Ingrid, er hún hafði
jafnað sig dálítið eftir geðs-
hræringuna. — í átta ár
höfum við barizt fyrir þvf að
vera viðurKennd sem maður
og kona, er elska hvort annað,
og eiga þá einu ósk að fá
að lifa saman eins og aðrir
elskendur. — Við fáum sjálf-
sagt einhvern tíma leyfi til
þess að giftast o<g þá verður
þetta auðvitað enn dásamiegra.
en eins og sakir standa eru
við fullkomlega ánægð með að j
fá að búa saman og að sjálfj
sögðu munum við halda það j
heit sem við höfum gefið, aði
eignast ekki börn, fyrr en
samband okkar hefur verið lög
gilt.
Sá leikur í 8-liða úrslitunum,
sem búfet var við, að yrði hvað
Jafnastur, var leikur Rússa og
Vestur-Þjóðverja í Erikshallen í
Stokkhólmi. Leikurinn var mjög
spennandi, etnkum í síðari hálf-
leik, þegar Vestur-Þjóðverjum
tókst að jafna og komust yfir,
16:15. En á síðustu 12 mínútunum
léku Rússar mjög vel og tókst að
skora f jögur mörk í röð án þess
að Þjóðverjum tækist að svara. —
Lauk leiknum því 19:16.
í byrjun leiksins náðu Rússar
upp mjög góðu línuspili. sem Vest
ur-Þjóðverjum tókst ekki að
hindra. Var staðan í fyrri hálfleik
um tíma 7:2 Rússum í vil. Fyrir
Körfubolti
í kvöld
f kvöld verður fslandsmótinu í
körfuknattleik haldið áfram að Há-
logalandi. Léiknir verða tveb: leik
ir í 2. flokki karla. Fyrst mætast
ÍKF—KR og síðan ÍR—Ármann.
Loks leika í 1. flokki KFR—ÍS.
Fyrsti leikur hefst kl. 20.15.
En ekki voru allir jafn-
ánaégðir með dóm þennan. For
eldrar þeirra urðu miður sín
af örvæntingu. Stjúpi Leif og
faðir Ingrid var viðstaddur
dómsuppkvaðninguna, og er
hann hafði hlýtt á ræðu dóm
arans, varð hann æfur og neit
aði að trúa að lögin legðu
blessun sína yfir hið nána
samband barna hans. Hann
sagði síðar í viðtali við Ekstra
bladet.
— Ég er reiður og óham-
ingjusamur, og nú hefur það
verið sannað að ' ver og einn
getur gengið í berhögg við
lögin. Það skilur engin, hvað
þetta mál hefur bakað fjöl-
skyldunni mikla óhamingju og
Leif og Ingrid hugsa bara um
sjálf sig. Ég hélt að lögin
myndu stemma stigu við þessu
glæpsamlega sambandi, en þar
sem þau fá einnig stuðning
frá þeirri hlið, getum við
ekkert gert. Bæði fjölskyld-
unni og lagabókstafnum hefur
verið sýnd grófleg óvirðing.
— Þau Leif og Ingrid hafa
inæistum lagt móður sírna í
gröfina á síðari árum. Hún er
alltaf mjög veik, og við von
uðum í lengstu lög, að nú
yrði þetta leiðindamál útkljáð
á skynsamlegan hátt. Nú hefur
þetta allt verið eyðilagt fyrir
okkar, hvorugt okkar getur
sætt sig við, að börn okkar
drýgi hór.
Ungverjar veittu heimsmeistur
unum frá Rúmeníu verðuiga keppni
í 8-liða úrslitunum þannig, að ó-
víst var um úrslit allt til sdðustu
mínútu. Það. sem gerði gæfumun
inn, var, að einum ungversku leik
mannanna var vísað út af undir
lokin og léku því Rúmenar einum
fleiri. Héldu þeir knettinum og
tefldu ekki í neina tvísýnu. Urðu
lokatölur 20:19 Rúmenum í vil.
Til að byrja með héldu Ungverj-
ar forustu 2:0 og höfðu síðar yfir
í hálfleiknum 6:4 og 8:5, áður en
ALDARMINNING
Framhald af bls. 9
skrifað í kirkjubókina stöðu henn
ar j þjóðfélaginu með einu orði:
Sveitarómagi.
Lítið man ég eftir prédikunum
séra Sigfúsar, en hann hafði
góðan málróm og flutti mál sitt
skörulega. Eitt atriði man ég þó:
Hann sagði að hið kristilega tak
mark væri sett svo hátt, að hin
venjulegi maður gæti ekki náð
því, en ætti að hafa það að leiðar
ljósi í smæð sinni og veikleika.
Oft hef ég spurt mér eldra
fólk um það, hvort séra Sigfús
hafi verið góður ræðumaður í
kirkju og er það einróma um-
sögn að svo hafi verið, en sér-
staklega hafi margar tækifæris-
ræður hans verið mjög góðar.
Hjálpfús var hann og ráðhollur
og naut svo mikillar virðingar og
trausts hjá sóknarbörnum sínum
að á betra varð ekki kosið og
hann var ajlrar virðingar verður,
því engan skugga þar á og ekki
sat hann að drykkju.
Haustið 1915 lagðist faðir
minn mikið veikur og var Jónas
læknir Kristjánsson sóttur.
Ég var látinn fylgja lækninum
út að Mælifelli um kvöld. Hann
hefur ef til vill þurft að koma
þar. Og ég fékk að borða kvöld
verð með þessum fyrirmönnum
og þótti mér það mikil upphefð,
sem ekki var að furða 10 ára
snáða.
Þeir prestur og læknir voru
báðir miklir húmoristar á góðri
stund og ég hef ekki gleymt
því, hvað lampaljósið var bjart
í stofunni á Mælifelli þetta haust
kvöld og hvað samræður þeirra
voru léttar og skemmtilegar. Jón
as læknir fór með vísu um Ólaf
Briem. sem þá mun hafa verið
ný af nálinni og kímdu þeix að
góðlátlega.
Vísan er svona:
Við stjórnir allar er í sátt
Álfgeirsvalla goðinn
Leikur alla aðra grátt,
anzi er karlinn loðinn.
Fáum dögum síðar kom séra
Sigfús ) heimsókn að Sveinsstöð
um. Foreldrar mínir voru þá bæði
Moser & co í rúmenska liðinu kom
ust í gang. í hálfleik höfðu Rúmen
ar yfir 13:12. Skoraði Moser 5
mörk, en Jakob var einnig mjög
góður og skoraði 4 mörk.
Tékkar unnu
Svía 18:11
Tékbar voru allan tímann
sterkari en Svíar og unnu
þá 18:11 en í síðari hálfleik
var staðan 9:3. Minnsti mun
ur í síðari hálfleik var 10:6,
en Bruno, hin mikla skytta
Tékka (hann leikur með Ka„
viná, sem hingað kom) skor
aði 3 mörk í röð og Tékkax
bættu síðan enn tveimur
mönkum við. Var staðan þá
orðin 15:6 og útséð um úr-
slit.
------------■
rúmföst. Hún lá á sæng. Prest-
urinn settist á koffortið við borð
ið undir glugganum í borðstofu-
húsi foreldra minna. Ekki man
ég hvað hann ræddi við þau, en
það var alvörumaðurinn, sem var
í heimsókn, ekki húmoristinn. En
áður en hann fór rétti hann þeim
tíukróna seðil hvoru um sig. Tíu
krónur voru þá næstum þvi ær
verð.
Ekki get ég skilið við minn-
ingar mínar um séra Sigfús án
þess að minnast á fermingarundir
undirbúning hans. Hann var
kannski nokkuð strangur. vildi að
við kynnum vel kristin fræði
en í frístundum fór hann með
okkur i eyjuleik úti á túni og
lék á alls oddi Ekki vildi séra
Sigfús halda fram kenningunm
um eilífa útskúfun, en hann sagði
að allir yrðu að vera við þvi
búnir. að líða eitthvað fyrir sínar
syndir. Þó ég hafi borizt með
stefnum og straumum í hálfa
öld, stendur þessi kenning ó-
högguð með mér.
Ég var fermdur á Mælifelli vor
ið 1919. Fermingarbörnin voru
6 og þeirra á meðal yngsti son
ur séra Sigfúsar. Séra Sigfús
kvaddi söfnuðinn í þessari messu
Ekki man ég neitt eftir prédik-
uninni. Eg hef líklega verið að
hugsa um hvernig ég _3tti aö
sitja og standa fyrir altarinu. En
ég man indælan söng og sálminn
sem sunginn var ,.Ó hversu sæll
er hópur sá“. Kynslóð séra Sig-
fúsar er horfin af sviði jarðlífsins.
Kynslóðir koma og fara og hver
kynslóð hefur dauðann í Ijáfari
sínu. En minningin varir um góða
menn og mildlhæfa.
Sveinsstöðum, 30. des. 19'
Björn Egi'«
(Þýtt úr Ekstrabladet.)
Símar okkar eru
18060 — 23490
ALÞJÓÐALÍFTRYGGINGAFÉLAGIÐ H.F.
AUSTURSTRÆTI 17