Tíminn - 18.01.1967, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 18. janúar 1967
13
ÍÞRÓTTIR TÍMINN
Viðkvæmt mái á dagskrá
Alf — Reykjavík. — Eins og
kunnugt er, þá er Karl Bene-
diktsson, landsliðsþjálfari í
handknattleik, staddur í Sví-
þjóð ásamt Sigurði Jónssyni,
,,einvaldi um val ísl. Iandsliðs
ins“, þar sem þeir fylgjast með
HM. Á íþróttasíðunni í dag birt
um vis bréf frá Karli, en í því
víkur hann að viðkvæmu máli,
sem er á flestra vitorði í HM,
samspili rúmenska þjálfarans
Kunst og sænska þjálfarans
Wadmarks. Hafa þeir Karl og
Sigurður dvaliS í ,,herbúðum“
Pólvcrja, og kemur i ljós, að
Pólverjar eru mjög svo óánægð
ir með þetta samspil.
Karl Ben.
Frá leik Pólverja og Svía. Bengt Nedvall skorar fyrir Svía. í baksýn sést hinn rúmenski dómari Sidea.
Hjálpaði hann Svíum á sama hátt og Janerstam hjálpaði Rúmenum í leiknum gegn A-Þjóðverjuml
Danir í 4ra
Ii5a úrsiit
- ásamt Rúmenum, RússumogTékkum
Þau óvæntu úrslit urðu í 8-1'iða
keppninni á HM í gærkvöldi, að
Danir unnu Júgóslava með 14:13
í hörkuspennandi leik, og eru þar
með komnir í fjögurra liða úrslit
(semifinal) keppninnar Önnur úr
slit í gær urðu þau, að Rúmenar
unnu Ungverja 20:19, Rússar unnu
Vestur-Þjóðverja 19:16 og Tékkar
unnu Svía 18;11.
Þar með er ljóst, að Rúmenar,
Tókkar, Danir og Rússar kepþa
fjögur efstu sætin. en Júgó
Svíar, Ungverjar og.Vestur-
Þjóðverjar keppa um 5. til 8. sæti.
í fjögurra liða úrslitum leika
þessi lönd s'aman:
Rúmenía—Tékkóslóvakía
Danmörk—Sovétríkin.
Þessir leikir fara fram á morg
un, fimmtudag. í Vesterás. en í
kvöld fara fram tveir leikir i b-
semifinal og leika þá þesisir:
Júgóslavar—V-Þ j óðver j ar
Svíar Ungverjar
Sigurvegarar í þessum leikjum
keppa sín á milli um 5. og 6. sæti
en liðin. sem tapa um 7 og 8. sæti.
Eins og fyrr segir, komu úrslit-
in í leik Dana og Júgóslava mjög
á óvart. Leikurinn var allan tím
ann mjög jafn, t.d. var staðan í
hálfleik 6:5 fyrir Dani.
Danir börðust eins og ljón frá
fyrstu mínútu til hinnar síðustu,
og létu ekki bugast, þótt Júgóslav
ar kæmust þrívegis yfir í s. hálf-
leik. 7:6, 10:9 og 12:10. Erik Holst
stóð sig mjög vel í markinu, en
Framhald á bls 15.
Hafa flestir
leikið hér
Alf—Reykjavík. — Til
gamans má benda á, að flest
ir leikmenn fjögurra sterk-
ustu handknattleiksþjóð-
anna í HM, þ.e. Rúmena,
Rússa, Dana og Tékka, hafa
leikið liér á landi fyr'ir
nokkrum mánuðum. Lands-
lið Rússa. Rúmena og Dana
voru hér á ferð, og uppi-
staða tékkneska landsliðsins
er úr Dukla Prag, sem hér
lék gegn FH.
„Við búum hér á sama hóteli
og Pólverjar. Þeir eru að sjálf-
sögðu mjög leiðir og að nokkru
leyti argir yfir hinni. lélegu út-
komu sinni. Þjálfari þeirra, Breg-
ula, segir, að ástæðan fyrir tapi
þeirra sé fyrst og fremst lakari
leikir þeirra Cholewa og Klosek.
Tek ég undir það. Þeir eru ekki
svipur hjá sjón miðað við getu
þeirra í fyrra, þegar þeir léku
gegn okkur. Uppstökkin ekki eins
kröftug og skotin ekki örugg. T.
d. átti Cholewa 6 skot og ekkert
mark í síðari hálfleik gegn Sví-
um. Þeir hafa ekki lagt næga
rækt við uppstökkin og skot úr
þeim, sagði Bregul* * 3 4- Cho’.ewa
meiddist á íslandi. og hefur ekki
náð sér fyllilega. Það er engin
von fyrir lið að komast áfram,
nema hafa þrjá til fjóra topp-
menn, „hástökkvara“ og fallbyss-
ur“ og' með þessum mönnum
„spretthlaupara" og „fimleiva-
menn“ með þol langhlauparans.
Með Pólverjunum er blaðamað-
ur heldur skotharður. Hann ræddi
við mig hlut, sem hann kallar D:ð
skuggalega samspil sænska þjálf-
arans Wadmarks og rúmenska
þjálfarans Kunst, en báðir þessir
menn eru voldugir j tækninefnd
alþjóðahandknattleikssambands-
ins. Þeir eru vinir og staðráðnir
í að gera allt, sem í þeirra valdi
stendur, til að hjálpa hvor öðrum
áfram upp á toppinn. Þeir sjá
um niðurröðun dómara á leiki.
Þeir hafa sett dómara, sem eru
persónulegir vinir þeirra á leiki
sem ráða úrslitum í framgangi
þeirra liða. Sagði pólski blaðamað
urinn. að Kunst hefði verið hjá
Wadmark í Lundi sem hefði gert
allt fyrir hann, sem hægt var.
Einnig hefði Wadmark verið í
Rúmeníu á sama grundvelli. Síð-
an rakti blaðamaðurinn gang
mála:
1. í leik Svía og Pólverja var
dómarinn rúmenskur, Vasile Sid-
ea frá Bukarest. Allir voru sam-
mála um, að dómarinn hefði dæmt
Svíum í vil, Og þetta var áber-
andi á mikilvægustu mínútum síð
ari hálfleiks, þegar staðan var
9:9 og brotið gróflega á Pólverj-
um. Pólsku leikmennirnir bjugg-
ust við dómi og hikuðu, en Svíar
brunuðu UPP völlinn og skoruðu.
Á 5 mínútum ná þeir 7 marka
forskoti.
2. í leik Rúmena og Austur-
Þjóðverja er dómari Torild Jan-
erstam, sá hinn sami og oft hefur
dæmt landsleiki heima, síðast í
leikjum okkar gegn Vestur-Þjóð-
verjum í nóvember. í þessum þýð-
ingarmikla leik höfðu Austur-
Þjóðverjar yfir 14:13, þegar klukk
an sýndi, að leik væri lokið. Aust-
ur-Þjóðverjar hættu leik og fögn-
uðu sigri. En tveimur sekúndum
síðar skora Rúmenar Jöfn-
unarmark, 14:14. Og þegar komið
er 36 sekúndum fram yfir leik-
tíma, flautar Janerstam loks af!
3. í leik Austur-Þjóðverja og
Rússa er dómarinn Jan Dolerzal
frá Tékkóslóvakíu. Hann er dóm-
ari í körfuknattleik og er því
mjög strangur gagnvart föstum
leik. Með þessu er öruggt, að
Rússar vinni Austur-Þjóðverj,
(það er hagkvæmara fyrir Rúm-
ena), sagði blaðamaðurinn dag-
inn fyrir þennan leik. Og þetta
reyndist rétt, því Rússar unnu
22:17.
4. Kunst hefur tekið kvikmynd
ir af pólska landsliðinu í leikjuni
og sent Wadmark. Með þessu
jfengu Svíar mikilsverðar upplýs-
jingar um helzta keppinaut sinn
fyrir utan Júgóslava, í riðlakeppn
inni.
Þetta sagði pólskj blaðamaður
inn og var argur. Sagði hann, að
tækninefnd alþjóðahandknattleiks-
samhandsins væri í handknattlei’
eins og Stalín í Rússlandi. Þar
réðu ríkjum Kunst og Wadmark.
sjálfum sér til framdráttar, röð
uðu dómurum á leiki efti eigin
vild, en eins og allir vita, er cóm-
arinn orðinn of stórt númer og
tími til kominn að bæta öðrum
dómara við, þannig, að þeir verði
tveir.
Málmey, 14. janúar.
Karl Benediktsson