Alþýðublaðið - 11.01.1984, Síða 2

Alþýðublaðið - 11.01.1984, Síða 2
2 Miðvikudagur 11. janúar 1984 ■RITSTJÓRNARGREIN i Hinn gleymdi „láglauna- hópur“: Atvinnurekendur!!! tr það sennilegt að atvinnurekendur á íslandi hafi aðeins haft um 20% hærri laun á árinu 1982 en meöallaun ófaglærðs verkafólks voru á sama tímabili? Og er það líklegt aö eigendur fyrirtækja hafi aðeins greitt sjálfum sér 7.6% hærri laun í hittifyrra en almennt starfsfólk við skrifstofustörf hlaut fyrir sína vinnu? Samkvæmt úttekt frá ááetlunardeild Fram- kvæmdastofnunarríkisins um vinnumarkaöinn 1982 er svariö við tveimur ofangreindum spurn- ingum játandi. Atvinnurekendur hafa það ekki betra. Að minnsta kosti sýna launamiðar og launaframtö! eigenda I eigin atvinnurekstri þessar niðurstöður. Meðallaun eigenda at- vinnufyrirtækja voru „aðeins“ 184 þúsund á árinu 1982 á sama tima og meðalárslaun sjó- manna voru talin 268 þúsund og sérfræöinga og stjórnenda í einkageiranum voru upp á303 þúsund. Er það mjög sennilegt að eigendur fyrirtækja greiði starfsmönnum sínum árum saman jafn- há laun og oft miklum mun hærri, en þeir sjálfir njóta vegna starfa sinna við reksturinn? Nei, varla þykir nokkrum manni það mjög trúverð- ugt. Auðvitað gengur rekstur fyrirtækja upp og of.an hér á landi og margir þeir sem leggja allt sitt fjármagn og allan sinn mátt í reksturinn, hljóta litia umbun fyrir; rekstrardæmið gengur ef til vill ekki upp. Á hinn bóginn er það langt- um algengara að vel gangi og viökomandi fyrir- tæki skili arði — stundum verulegum gróða. Hvers vegna ættu þá Ifka einstaklingar, sem hafa fjármagn handa á milli,að leggja fé sitt til atvinnurekstrar, ef slíkt kallar einungis á basl og erfiöleika að ógleymdum lágum launum? Sannleikurinn er sá — og hann hefur verið á allra vitorði svo árum og áratugum skiptir — að til að iosnaviðskattaálögurersáleikurtfðkað- ur hjá fjölmörgum eigendum fyrirtækja, að skrá raunverulegar einkatekjur sínar á viðkom- andi fyrirtæki og njóta þannig ýmisskonar ívilnana og frádráttar í skattareglum um at- vinnufyrirtæki. Það er þess vegna m.a. sem marga rekur í rogastans, þegar skattskráin kemur út, og sjá má að ýmsir velþekktir at- vinnurekendur sem lifa hátt, greiða aðeins svo- nefnt vinnukonuútsvar og sáralítiö í önnur opinber gjöld. Að sjálfsögðu er ekki réttlátt að setja alla at- vinnurekendurundireinn hatt, hvað þettavarö- ar. Fjölmargir eru þeir sem standa skil af sfnu til samfélagsins eins og lög gera ráð fyrir. Hinn hópurinn, sem spilar á kerfið, er þó alltof stór. Nú vitat.a.m. allirað útgerðin i landinu hefur ekki gengið þrautalaust fyrir sig og tæpast eru þeir öfundsverðir, sem sjá ekki útúr kófinu vegna yfirþyrmandi skulda i þeim rekstri. Opin- berir sjóðir hafa þó hiaupið títt undir bagga með þessum aðiium en það hefur ekki dugað til. Útgerðin er rekin með halla. En á það skal minnt, að þaðerekki nýtt fyrirbæri, að þeirein- staklingar, sem í útgerð standa, kvarti sáran yfirafkomunni. Og einhvern veginn virðist það samt þannig, þrátt fyrir slaka útkomu einstakra útgerðarfyrirtækja, þá verðurekki séð á lifsstíl og neyslu þeirra eigenda sem að baki standa, að þeir þurfi að lepja dauðann úr skel. Þeir hafa virst furðu seigir sumir útgerðarmennirnir við að aia önn fyrir sér og sínum — það ósjaldan gert með talsverðum glæsibrag — enda þótt fyrirtæki þeirra hangi á horriminni. • Samkvæmt áður nefndu riti Framkvæmda- stofnunar um afkomu fólks á árinu 1982, þá kemur í Ijós að eigendur atvinnufyrirtækja [ fiskveiðum höfðu miklu lægri tekjur en þeir sjómenn, sem unnu hjá þeim; sjómennirnir höfðu að meðaltali samkvæmt hinum opin- berutölum 37%hærrilaun en vinnuveitendur þeirra. Verða menn svo varir við launamun af þessu tagi ( daglegu Kfi? Eru það hásetarnir ( stétt sjómanna fremur en útgerðarmennirnir, sem búa l einbýlishúsunum, hafa glæsivagna undir sig og fjölskylduna, fara langferðir til útlanda einu sinni eða oftar á ári og lifa hátt frá degi til dags? ‘ Launamiðar og launaframtöl frá eigendum [ atvinnurekstri segja eina sögu í því sambandi. Raunveruleikinn segir svo allt aðra. - GÁS. íhaldið__________________£ starfi, sem í gang hefði verið sett þegar jafnaðarmenn voru í ríkis- stjórn, og bæta og efla félagslega þjónustu í þágu fólksins í landinu. „En það fæst ekki betri þjón- ustaþ sagði Anker, „með því að draga úr fjárframlögum til þess- ara þátta m.a. með þeim afleið- ingum að heimahjálp — og hjúkr- un fyrir aldraða og sjúka dregst stórlega saman" Formaður jafnaðarmanna sagði að tveir þýðingarmiklir póstar, sem hið opinbera yrði að taka á, væru aðstoð með tilboð- um um aukna menntun og starfs- þálfun fyrir þær tugþúsundir ungra Dana, sem gengju um at- vinnulausir og eftirmenntun fyrir þá sem aldraðir eru orðnir en vilja gera sitt gagn fyrir samfélagið á nýjum vettvangi. Það má því sjá, að Danir standa nú í þeim sporum, að hafa haft hægri stjórn við völd síðustu misseri og hlotið í staðinn veru- legan niðurskurð á félagslegri þjónustu og áætlanir um mis- skiptingu þeirrar þjónustu sem hið opinbera býður uppá, s.s. sjúkrahúsþjónustu. Hægri stjórnin vill að fjárhagur einstakl- inga ráði því hver þjónustan eigi að vera. Jafnaðarmenn á hinn bóginn vilja að allir eigi sama rétt. Minnir þessi umræða nokkuð á stöðu mála hér upp á íslandi, þar sem hægri stjórnin sker nú upp herör gegn félagslegri þjónustu og vill afsósíalesera þjóðfélagið, mismuna fólki á sjúkrasæng og miða stöðu fólks út frá efnahags- legri stöðu þess? Það skiptir augljóslega ekki máli hvar íhaldið er; alls staðar er það samt við sig; alls staðar er sérhyggjan upp á borði. Sœtti 1 eftir sér? „Ég get ekki ímyndað mér að þetta dragi dilk á eftir sér, þetta er einangrað mál. Ég held nú að í öll- um flokkum sé fólk með ólíkar skoðanir. Inn í þetta spilar kannski reynsluleysi og sambandsleysi, en það er þó ljóst að sjónarmiðin eru mismunandi og ég kem t.d.'úr öðr- um hópi en borgarfulltrúar Kvennaframboðsins. En ég mun halda áfram að vera félagi þar og ber hlýjan hug til þeirra kvenna sem þar starfa“, sagði Lára. Atvinnu... 1 borgarlæknis og heilbrigðisráé - um hið gagnstæða. Fulltrúar Alþýðu- flokksins og Alþýðubandalagsins í borgarstjórn lögðu fram tillögur um að deildin fengi umbeðið fjár- magn til rekstur deildarinnar og þá sérstaklega í ljósi þess að á næst- unni verður loks mögulegt að fá til starfa íslenskan sérfræðing í at- vinnusjúkdómafræðum, en hann er^ nú að ljúka námi í Finnlandi. Andmæli borgarstjórans og liðs- manna hans voru þau að lögin um þessi mál væru óskýr og í raun engin þörf fyrir atvinnusjúkdóma- deildina, þar sem Vinnueftirlitið og Hollustuverndin gætu séð um þessi verkefni. Þessu var mótmælt af borgarlækni og heilbrigðisráði á þeim grundvelli að þrátt fyrir þess- ar stofnanir væri mikil þörf fyrir deildina til að hafa yfirumsjón með heilsugæslustöðvunum og til að virkjast sem heilsugæslustöð fyrir þau svæði sem væru án slíkra stöðva. En þrátt fvrir mótmæli þessara aðila ákvað íhaldið að fella niður fjárveitingu til deildarinnar og þar með er hún í reynd Iögð nið- ur. Fylgdi það með í málflutningi meirihlutamanna að starfsemi deildarinnar yrði hér eftir á könnu borgarlæknis, með öðrum orðum er deíldin gerð að skúffu á skrif- stofu borgarlæknis, þar sem enginn köstur gefst til að sinna þessu mikil væga verkefni, enda engin fjárveit- ing þangað ætluð sérstaklega fyrir þetta. Tíminn 1 Tímans, sjálfum Framsóknar- flokknum, séu þess mjög áhuga- samir að með formbreytingunni 1. apríl verði þá þegar skipt um rit- stjóra, þannig að ráðið verði í stað Elíasar Snælands Jónssonar og hann látinn fara. Einnig hefur verið nefnt að allnokkur uppstokkun verði gerð á blaðamannaliði Tím- ans, ef þeir fá að ráða ferðinni, sem raunverulega vilja halda að nýtt nafn á útgáfufyrirtækinu eigi jafn- framt að þýða einhverjar róttækar breytingar á blaðinu sjálfu. Eitt nafn hefur mjög borið á góma, þegar rætt er um nýjan mann á ritstjórastóli Tímans. Ér þar um að ræða Magnús Ólafsson tengda- son Þórarins ÞÓrarinssonar, en Magnús stundar nú framhaldsnám í Þýskalandi og lýkur námi á næstu mánuðum. Fleiri hafa verið nefndir til sögunnar sem hugsanlegir rit- stjórar Tímans. Auglýsing um fasteignagjöld Lokið er álagningu fasteignagjalda ( Reykjavik 1984 og veröa álagningarseölar sendir út næstu daga ásamt glróseölum vegna 1. greiöslu gjaldanna. Gjalddagar fasteignagjaldaeru 15. janúar, 1. marsog 15. aprll. Gjöldin eru innheimt af Gjaldheimtunni I Reykjavik, en einnig er hægt að greiöa glróseölana I næsta banka, sparisjóöi eöa pósthúsi. Fasteignagjaldadeild Reykjavíkurborgar, Skúlatúni 2, veitir upplýsingar um álagningu gjaldanna, slmar 18000 og 10190. Athygli er vakin á þvl að Framtalsnefnd Reykjavlkur mun til- kynna elli- og örorkullfeyrisþegum, sem fá lækkun eða niður- fellingu fasteignaskatta skv. heimild I 3. mgr. 5. gr. laga nr. 73/1980 um tekjustofna sveitarfélaga og samþykkt borgar- ráðs um notkun þeirrar heimildar. Borgarstjórinn í Reykjavík, 9. janúar 1984. Bestu þakkirfyrirsamúðviðandlátog útförÞórar- ins Sigurðssonar, Hraunbrún 22, Hafnarfirði. Sér- stakarþakkirtil læknaog hjúkrunarliðsSólvangs. Eiginkona, born og barnabörn. Hjúkrunarfræðingar Staða hjúkrunarfræðings við heilsugæslustöð- ina á Hellu er laus til umsóknar. Staðan verður veitt frá og með 1. apríl 1984. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf við hjúkrun, sendist heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu fyrir 1. mars 1984. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 6. janúar 1984. Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjald- dagi söluskatts fyrirdesembermánuöer 15. janúar. Ber- þá að skila skattinum til innheimtumanna ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu [ þríriti. Fjármálaráðuneytið

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.